Hagtíðindi

Árgangur

Hagtíðindi - 01.10.1976, Síða 1

Hagtíðindi - 01.10.1976, Síða 1
A G T GEFIN IJT AF I Ð I N D I HAGSTOFU ÍSLANDS 61. árgangur N r. 10 0 k t ó 1> e r 1976 TILKYNNING FRÁ KAUPLAGSNEFND, DAGS. 13. OKTOBER 1976. UM VISITÖLUHÆKKUN LAUNA FRÁ 1. NÓVEMBER 1976. r 3. grein rammasamnings aðila vinnumarkaðarins 28. febrúar 1976 segir meðal annars svo: "Ef vísitala framfærslukostnaðar verður hærri en 586 stig 1. október 1976 og minnst 5, ‘lajo hærri en vísitalan 1. júni 1976, skulu laun samkvæmt samkomulagi þessu hækka frá 1. nóvember 1976 í hlutfalli við hækkun vfsitölunnar umfram 586 stig eða umfram þá visitölu, er reiknuð var út 1. júnt 1976 að viðbættri 5, 2°jo hækkun, hvort sem hærra er." r sömu grein nefnds rammasamnings segir og, að við umræddan útreikning umframhækkunar skuli miða við framfærsluvfsitölu með tveim aukastöfum, að frádreginni þeim hækkun hennar, er leitt hefur af hækkun á vinnulið verðlagsgrundvallar búvöru, svo og að frádreginni þeirri hækkun vísitölu, sem orðið hefur vegna verðhækkunar á útsöluverði áfengis og tóbaks. Kauplagsnefnd skal samkvæmt rammasamningnum framkvæma utreikning þennan og tilkynna hækkun launa frá 1. nóvember 1976, ef til hennar kemur. __ Niðurstaða þessa útreiknings Kauplagsnefndar liggur nú fyrir og er húnsú.að laun þauer hérum ræðir skuli hækka um 3, ll'yo fra og með 1. nóvember 1976. Þetta tilkynnist hér með öllum, sem hlut eiga að máli. Skýring frá Hagstofunni. Vtsitala framfærslukostnaðar var reiknuð aukalega miðað við 1. júnf 1976 vegna akvæða f rammasamningi aðilá vinnumarkaðarins 28. febrúar 1976 um, að laun skyldu hækka frá 1. júlf 1976, ef júnfvfsitala 1976 færi upp fyrir ákveðið mark ("rautt strik"! sbr. tilkynningu Kauplagsnefndar dags. 8. júnf 1976, er birt var a bls. 131 f júlíblaði Hagtfðinda 1976. Samkvæmt ákvæðum f sama samningi var framfærsluvfsitalan einnig reiknuð aukalega miðað við 1. okt. 1976, sbr. tilkynningu Kauplagsnefndar hér fyrir ofan. Reyndist októbervfsitalan vera 630, 63 stig eða 4, 28‘ýo hærri en agústvísitalan. Niðurstöður útreiknings októbervfsitölu eru að öðru leyti ekki birtar f Hagtfðindum, en hver sem er getur fengið upplýsingar um þærá Hagstofunni. — Samkvæmt sama rammasamningi verður ákveðin launauppbót frá 1. mars 1977 eftir febrúarvfsitölu 1977, ef hún fer upp fyrir ákveðið mark. T ÖLFRÆÐIHANDBÓK 1974 KOMIN OT . fjúnfs. 1. kom út ný tölfræðihandbók, kennd við árið 1974, enda er hún gefin út f tilefni af 1100 ára afmæli fslandsbyggðar. f riti þessu er útdráttur úr tiltækum tölfræðiupplýsingum um land og þjóð, og þar er að jafnaði ekki farið langt út f einstök atriði. Tölfræðihandbækur eru gefnar út árlega af hagstofum flestra landa og af alþjoðastofnunum, og þekktust þeirra er "Statistical Year- book" frá hagstofu Sameinuðu þjóðanna. Eru þetta handhæg uppsláttarrit, þar sem fyrirhafnarlftið má fá upplýsingar um ýmis efni, sem annars þyrfti oft að gera töluverða leit að. Hagstofan hefur tvisvar áður gefið út slíkt rit, þ.e. Arbók Hagstofu fslands 1930 og Tölfræði- handbok 1967. Æskilegt hefði verið, að rit þetta hefði komið út fyrr, en það gat ekki orðið vegna þess, að margar upplýsingar varðandi árið 1974 urðu ekki tiltækar fyrr en seint á árinu 1975 og jafnvel fyrst á yfirstandandi ari. Þótti sjálfsagt að bfða eftir tölum, sem voru væntanlegar áður en langt liði, svo að sem flestar töflur f bókinni yrðu með upplýsingar fyrir árið 1974. — Þá var og leitast við að láta töflur ná aftur til ársins 1874, og jafnvel lengra aftur f tfmann þar, sem þvf var við komið. Tölfræðihandbók 1974 er 265 blaðsfður og fhenni eru 289 töflur. Töfluheiti, dálkafyrirsagnir og textalfnur f töflum eru með enskum þýðingum. Til þess að auðvelda uppslátt, er aftast fbókinni stafrófsregistur, bæði á fslensku og ensku, þar er einnig heimildaskrá. — Til frekari vitneskju um efni þessarar bókar fara hér á eftir kaflaheiti f henni: 1. Landið. 2. Mannfjöldi. 3. Vinnumarkaður. 4. Landbúnaður. 5. Sjávarútvegur. 6. Iðnað- ur. 7. Húsnæðismál og byggingarstarfsemi. 8. Orkumál. 9. Verslun. 10. Utanrfkisverslun. 11. Samgöngur. 12. Laun, verðlag, tekjur, neysla. 13. Peningamál. 14. Þjóðhagsreikningar. 15. Opinber fjármál. 16. Heilbrigðis- og félagsmál. 17. DÓmsmal. 18. Mennta- og menningarmál. 19. Kosningar. Tölfræðihandbók 1974 kostar 1500 kr. (óbundin), og fæst á Hagstofunni, sem er í Alþýðuhúsinu (3. hæð), Hverfisgötu 8-10, Reykjavík (inngangur frá Ingólfsstræti). Sfmi 26699. Sjá efnisyfirlit á bls. 190

x

Hagtíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.