Hagtíðindi

Árgangur

Hagtíðindi - 01.03.1984, Blaðsíða 14

Hagtíðindi - 01.03.1984, Blaðsíða 14
62 1984 SKRÁR YFIR DÁNA 1982. Ritið "Skrár yfir dána 1982" kom út fyrir nokkru. Þar eru taldir allir^ sem dóu hér á landi 1982. Auk nafns hvers látins manns eru í skrám þessum upplýsingar um stöðu.hjuskaparstétt, fæðingardag og -ár, heimili á dánartúna og dánardag. Ritið kostar kr. 60, 00 ogfæst í afgreiðsluHagstofunnar,— Hagstofan hefur gefið út slíkar dánarskrar frá og með árinu 1965. Afgreiðsla rita Hagstofunnar er á 3.hæð Alþýðuhússins, Hverfisgötu 8-10,Reykjavfk (inngangur frá Ingolfsstræti). Sfmi 26699. FIMMTfU STÆRSTU VÖRUÚTFLYTJENDUR 1983 OG 1982. SAMKVÆMT SKÝRSLUM HAGSTOFUNNAR. Frá og með árinu 1974 hefur hversending vöruútflutnings verið merkt auðkennisnúmeri hlutað- eigandi útflytjanda samkvæmt fyrirtækjaskrá Hagstofunnar. Með þessu hefur fengist grundvöllur til að gera upp útflutning hvers útflytjanda fyrir sig, með sömu sundurgreiningum og birt er f árlegurrr Verslunarskýrslum. Ekki kemur til greina að birta slfka skýrslu með skiptingu á utflutningihvers að- ila á vörutegundir o.fl., meðal annars^ vegna mikils umfangs hennar. Hins vegar birtir Hagstofan — frá og með árinu 1978 — árlega skýrslu, er sýnir verðmæti útflutnings 50 stærstu útflytjenda á- samt með heildarþyngd f tonnum og tölu vöruliða á tollskýrslum útflytjenda. Skvrsla þessi kom f júníblaði Hagtfðinda 1979 (fyrir 1978), f septemberblaði þeirra 1980 (fyrir 1979),f septemberblaði þeirra 1981 (fyrir 1980), í mafblaði þeirra 1982 (fyrir 1981) og f maíblaði þeirrá 198S (fyrir 1982). Hér á eftir er birt hliðstæð skýrsla fyrir 1983, ásamt meðverðmætistölum 1982 tilsamanbur&r. Fjlr- hæðir eru tilgreindar f millj.króna, með einum aukastaf. Það skal tekið fram, aðhækkunámeðal- kaupgengi allra erlendra gjaldmiðla, með vægi eftir hlutdeild þeirra f gjaldeyriskaupum,var96, 2% frá 1982 til 1983. Samsvarandi hlutfall árið áður var 69, QPjo. Stjarna framan við heiti útflytjanda táknar, að hann sé framleiðandi.og má þá gera ráð fyrir, að hið útflutta sé eigin framleiðsla_hans, en svo þarf ekki að vera, og á hinn bóginngetur að sjálf- sögðu framleiðsla hans verið með útflutningi annars aðila. Aðilar ekki merktir stjörnu eru af Hag- stofunni taldir stunda útflutningsverslun fyrir eigin reikning eða sem umboðsaðilar. — Aftan við heiti og aðsetursstað útflytjanda eru tilgreindar þær vörur, sem hann eingöngu eða aðallega flutti út á árinu 1983. Hjá sumum útflytjendum getur þvf hafa verið um að ræða ýmsar fleirivörur, en ekki hefur þótt ástæða til að tilgreina þær allar. f 2 fyrstu töludálkunum er samanlagt fob-verðmæti útflutnings hvers aðila. Ýmsar ástæður gera valdið þvf, að sú fjárhæð komi ekki heim við^það, sem útflytjandi sjálfur telur sig hafa flutt út. Slíkt ósamræmi þarf ekki að fela f sér, að hér birt útflutningsverðmæti sé rangt. Hagstofan getur ekki ábyrgst, að tölur hennar séu réttar, en hún telur þær vera f samræmi við það, sem skráð er á tollskýrslum útflytjenda 1983 og 1982. Það skal tekið fram, að ísfiskur seldur af íslenskum fiskiskipum f erlendri höfn er ekki merkt- ur viðkomandi útflytjenda, heldur allur sá útHutningur settur saman f einn lið. Af þessum sökum er t.d. enginn slíkur ísfiskur, útfluttur af Bæjarútverð Revkiavíkur, meðtalinn f útflutningsverðmæti hennar. Það skal upplýst, að heildarverðmæti slíks ísfisks nam 567, 8 millj.kr. 1983.Magn hans var 34970 tonn, og tala vöruliða á tollskýrslum útflytjenda 110. Samsvarandi tölur 1982 voru: 336, 0 millj. kr., 35895 tonn og 104 vöruliðir. — Kældur fiskur fluttur út f flugvél eða vöruflutninga- skipum er hins vegar tekinn með f útflutningsverðmæti hlutaðeigandi aðila. f 2. töludálki yfirlitsins 1983 er útflutningsmagn hvers útflytjenda tilgreint f tonnnum nettó- þyngdar. f töludálkinum lengst til hægri er tilgreind samtala vöruliða á töllskýrslum hvers útflytjenda. Sundurliðun útfluttra vörutegunda á hverri skýrslu fylgir hinni sérstöku vöruskrá Hagstofunnar fyrir útflutning, sem ilokkað er eftir f viðkomandi útflutningstöflum f Hagtfðindum og arlegum Versl- unarskýrslum. Samanlagt útflutningsverðmæti 50 stærstu útflytjenda 1983 nam 17716,3 millj.kr. ,eða sem svarar 95, l°Jo af heildarverðmæti útflutnings 1983. Samsvarandi hlutfall 1982 var 94, 2°/o. Fimm stærstu útflytjendumir 1983 eru: Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, fslenska álfélagið hf, Samband fsl. samvinnufelaga.Sölusamband fsl. fiskframleiðenda og fslenska járnblendifélagið hf. Samanlagt út- flutningsverðmæti þeirra 1983 var 13316, 7 millj. kr., og svarar það til 71, 5°fo af heildarverðmæti útflummgs 1983. Hlutdeild 5 stærstu útflytjenda af heildarútflutningsverðmæti 1982 var 72, l%.Þess ber að^gæta fþessu sambandi að Iðnaðaráeild Sambands fsl. samvinnufélaga er ffá ársbyrjun 1983 talin ser í þessu yfirliti.en útflutningur hennar 1982 og fyrr var ekki greindur ffá öðrum útflutningi Sambands fsl. samvinnufélaga. Það skal upplýst, að hliðstæð tenging innflutningsverðmætis við innflytjendur hefur veriðtam- kvæmd síðan í ársDyrjun 1971, enda eru ínnflytjendur skyldir til að rita auðkennisnúmer sitt á að- flutningsskýrslu, sbr. reglugerð nr. 258 8,des. 1970. Liggja þannig fyrir árlegar upplýsingar um innflutningsverðmæti (cif-verðmæti) sérhvers innflytjanda, með sundurgreiningu á vörutegundir og annað, sem hér til heyrir. Ekki hefur verið birt á prenti neitt talnaefni úr þessum gögnum.

x

Hagtíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.