Hagtíðindi

Árgangur

Hagtíðindi - 01.04.1984, Blaðsíða 24

Hagtíðindi - 01.04.1984, Blaðsíða 24
88 1984 GREINARGERÐ MEÐ TÖFLU Á BLS. 84, MEÐ TÖLU AÐILA f VERSLUN. Tafla þessi er unnin úr skrá yfir framteljendur til söluskatts á öllu landinu miðað við október 1983. Á henni eru allir, sem fá sent framta_lseyðublað til söluskatts, en í töflunni eru einvörðungu þeir, sem reka verslun, þ. e.hafa tákntölu á bilinu 611-629 f atvinnuvegaflokkun Hagstofunnar (sjá neðst á bls. 84 og 85). Það skal tekið fram, að heildverslanir eru svo að segja undantekningalaust á söluskattsskrá, þótt þær innheimti ekki söluskatt af vörum seldum f heildsölu, en þær koma á hana sem handhafar söluskattsskirteinis, sem veitir rétt til að flytja inn eða kaupa innanlands vörur til endursölu án þess að greiða söluskatt. Einnig ber þeim að telja fram veltu sina og upplýsa, hve mikið af henni er söluskattsskylt vegna sölu til notenda eða neytenda. Tölur þær um aðila f verslun^ er hér birtast, verður að nota með varúð, þar sem ýmsir ann- markar eru á notkun söluskattsskrar sem heimildar f þessu sambandi, auk annars, semnérkemurtil Matvörur eru undanþegnar söluskatti, en almennar matvöruverslanir munu samt svo að segja undantekningalaust vera á söluskattsskrá og þvf koma f töfluna, þar sem þær selja jafnframt sölu- skattsskyldar vörur (t. d. hreinlætisvörur). Og þó að þær selji einvörðungu matvörur, þurfa þær að hafa söluskattsskírteini til þess að geta keypt tilbúnar umbuðir (svo sem plast- og pappfrspoka) án þess að greiða söluskatt. Allir, sem hafa fengið út gefið söluskattsskfrteini, eru a söluskattsskrá, og þvf fylgir skylda til að telja fram vöruveltu. Um hefðbundnar fiskverslanir er það að segja, að þær selja yfirleitt ekki aðrar vörur en fisk, (sumar þó einnig t. d. kartöflur), og þær þurfa ekki sölu- skattsskfrteini til umbúðakaupa, ef þær nota aðeins umbúðapappfr, sem er undanþeginn söluskatti. Eru þær þvf mjög fáar á söluskattsskrá jaðeins 6 á öllu landinu) og stórlega vatntaldar f töflunni, þótt þeim hafi fækkað mikið á sfðari arum. Brauð- og kökubúðir, sem ekki selja aðrar vörur, inn- heimta ekki söluskatt, en eru samt væntanlega flestar á söluskattsskrá og þar af leiðandi með ftöfl- unni. Til fróðleiks skal upplýst, að söluskattur á matvörum var felldur niður sem hér segir:Á mjólk- urafurðum, kartöflum og eggjum frá 1/8 1971 (mjólk var frá upphafi (1960) undanþeginsöluslatti), á nýju grænmeti, nýjum ávöxtum, kaffi, te og kakaó frá 1/5 1975, og á öllum öðrum matvörum frá 15/9 1978. Þess gætir talsvert f tölum töflunnar, að aðilar, sem hafa hætt starfsemi, standi áfram á sölu- skattsskrá, þar eð skattstofur halda áfram að senda þeim framtalseyðublöð, unsþeirhafaskilaðsölu- skattsskfrteini sfnu eða gefið skriflega yfirlýsingu um, að það sé glatað. Getur orðið langur dráttur á því, að aðilar geri hreint fyrir sfnum dyrum í þessu efni. Annað, sem einnig leiðir til of hárrar tölu verslunaraðila f töflunni, er það, að nýstofnuð fyrirtæki eru að jafnaði tekin á söluskattsskrá þegar eftir skráningu í firma- eða félagaskrá, þótt þau hafi ekki byrjað starfsemi — og einhver þeirra gera það alarei. Gera má ráð fyrir, að beggja þessara annmarka gæti hvað mest í almennri heildverslun (nr. 616). Enn fremur verður að hafa pað f huga, að f verslun — og aðallega falmennriheildverslun— er talsvert um það, að fyrirtæki seu með slitróttan rekstur. Starfsemi getur legið niðri mánuðum og jafnvel árum saman, sfðan hafist á ný, og svo aftur lagst f dvala. Hér mun aðallega vera um að ræða aðila, sem stunda verslun sem aukastarf. Þá má ekki heldur_gleyma þvf, að tiltölulega mörg fyrirtæki íverslun eru með mjög litla söluveltu, og það jafnvel þott um stöðuganreksturséaðræða. Fyrirtæki með slitróttan rekstur og með litla söluveltu munu vera tiltölulega flestf almennri heild- verslun. Ofan greind atriði verka f þá átt, að aðilar f verslun, og einkum falmennri heildverslun, verði oftaldir f töflunni. Öfug áhrif hefur það, að_ talsvert skortir a, að fyrirtæki með rekstur f fleiri en einni grein verslunar komi fram sem slíkir á söluskattskrá, en svo a að vera.efum er aðræða rekstr- areindir, sem náð hafa vissri stærð og eru aðgreinanlegar. _Að þvf er varðar aðila, sem eru með fleiri en einn sölustað f sömu^verslunargrein, er ekki tek- inn í töfluna nema einn sölustaður f hverju sveitarfélagi. Svo var ekki f hliðstæðri töflu um tölu á5- ila f verslun, sem birt var f októberblaði Hagtíðinda 1973 — þar var hver aðili talinn aðeins^ einu sinni, _án tillits til fjölda sölustaða. Þetta raskar ekki verulega_samanburði 1973-töflu við þá töflu, sem nú er birt, en af ýmsum öðrum ástæðum þarf að gæta varúðar við samanburð milli þessara tveggja skýrslna.__ Hagstofan sá um framfærslu á framteljendaskrá_söluskatts frá þvf að vélvæðins álagningar_ og innheimtu söluskatts kom til framkvæmda um mitt ár 1970. Fyrirtækiaskrá Hagstofunnar varþá ný- tekin til starfa (sbr. lög nr. 62/1969), og fékk hver aðili á söluskattsskrá auðkennisnúmer (nafn- númer) sitt íhinni fyrr nefndu (og þjóðskrámúmer þegar einstaklingur rak fyrirtæki feiginnafni). Þá var og hver aðili f söluskattsskrá flokkaður til atvinnugreinar samkvæmt atvinnuvegaflokkun Hag- stofunnar; svo og til forms rekstraraðildar (einstaklingsfyrirtæki, sameignarféla_g, nlutafélag o.s. frv.); Fra upphafi og til ársloka 1983 sá Hagstofan um framfærslu söluskattsskrar, sem átti sér stað ársfjórðungslega og fór þannig fram, að skattstofur létu henni f té upplýsingar um nýja __ söluskatts- aðila og allar aðrar breytingar, er til komu hverju sinni. Á grundvelli þeirra gagna sló Hagstofan allarbreytingarásöluskattsskráinnávéltækanmiðil.erhúnvar sfðan færð fram eftir hjá Skýrsluvélum ríkisins og Reykjavíkurborgar. — Skattstofan f Reykjavík sá sjálf um, framfaarslu sinnar skrár, þó fór Hagstofan yfir gögn um nyja aðila á^skrá, sá þeim fyrir auðkennisnúmeri, athugaði flokkunamúmet ritun heita o.fl., aður^en innsláttur átti sér stað á Skattstofunni. Sfðan fóru hin véltæku gögn til lokameðferðar hjá Skýrsluvélum. Við endurskipulagningu söluskattskerfisins frá ársbyrjun 1984 hætti Hagstofan að annast þetta verkefni, en tilkynningar um nýja aðila á skrá halda áfram að fara um hennar hendur til nafnnúmergjafar, réttrar ritunar heitis, starfsgreinarflokkunar o.fl.Enn fremur heldir Hagstofan jífram að hagnýta söluskattsgögn skattstofa f þágu fyrirtækjaskrár. Er hér einkum um að ræða upplýsingar um breýtt heimilisfóng, um fyrirtæki.sem hafa hætt starfsemi, o.fl.

x

Hagtíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.