Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 17.06.2004, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 17.06.2004, Blaðsíða 4
4 Fréttir / Fimmtudagur 17. júní 2004 EYJAMAÐUR VIKUNNAR Ætluðum alltaf að vinna mótið Saga Huld Helgadóttir er Eyjamaður vikunnar. Júní 18. JónsmessugleÓi í HerjólfsM 18. ■ 20. Landsmót lúirasveita. 19. Hljómsveitin Buff í Höllinni. 19. Golf: Meistaramót Volkswagen. 19. Kvennahlaup ISI. 23. ■ 27. ShellmótiS. 26. Sumarstúlka Vestmannaeyja 2004 í Höllinni. 29. Landsbankadeild kvenna: ÍBV ■ Fjölnir kl. 20.00. Júlí 2. Bikarkeppni karla 16. liða úrslit: ÍBV ■ Stjarnan kl. 19.15. 3. Goslokamót Sjóve. 9. Bikarkeppni kvenna 8 liSa úrslit: ÍBV ■ Próttur kl. 19.00. Sigurvin Ólafsson er matgæðingur vikunnar á döfinni Stelpurnar í fjórða flokki ÍBV gerðu góða hluti á Vöruvalsmótinu um síðustu helgi. Þær urðu Vöruvals- meistarar í flokki a og b liða auk þess sem besti leikmaður mótsins var úr ÍBV. Saga Huld Helgadóttir var valin best og er hún Eyjamaður vikunnar að þessu sinni. Nafn: Saga Huld Helgadóttir. Fæðingardagur: 11. janúar 1991. Fæðingarstaður: Reykjavík Fjölskylda: Mamma mín heitir Svanhvít, fósturpabbi heitir Egill, pabbi minn heitir Helgi, bróðir Einar Kristinn og systir Urður Eir. Draumabíllinn: Enginn sérstakur. Uppáhaldsmatur: Taco. Versti matur: Fiskibollur. Uppáhaldsvefsíða: Engin. Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Tónlist á FM957. Aðaláhugamál: Fótbolti, handbolti og vinir. Hvaða mann/konu myndir þú helst vilja hitta úr mannkyns- sögunni? Dettur enginn í hug. Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Margir fallegir á landinu en Vestmannaeyjar eru fallegastar. Uppáhaldsíþróttamaður eða íþróttafélag: Ronaldinho, IBV og Manchester United. Ertu hjátrúarfull: Nei. Stundar þú einhverja íþrótt: Já, fótbolta og handbolta. Uppáhaldssjónvarpsefni: Fótboltaleikir og O.C. Nafnlausi rétturínn Besta bíómynd sem þú hefur séð: Sá nýlega Love Actually, hún var góð. Átti Breiðablik aldrei möguleika í úrslitaleiknum? Kannski mögu- leika í fyrri hálfleik, en við ætluðum alltaf að vinna mótið. Hvað er eftirminnilegast eftir Vöruvalsmótið? Vinna úrslitaleikinn og að vera valin besti leikmaður 4. flokks Stefnir þú á atvinnumennsku í knattspyrnu? Já. Eitthvað að lokum? Takk fyrir mig. Hagf eldi komið a sinn Grímur Marinó Steindórsson, listamaður, á hlýjar taugar til Vestmannaeyja, enda rekur hann ættir sínar hingað. Nokkur verka hans hafa verið sett upp í Eyjum og eru súlumar á Hörgaeyrargarðinum líklega þekktastar jteirra. Eitt verka Gríms, Hagfeldi, hefur í nokkur ár verið í hálgerðu umkomuleysi á Stakkagerðistúni og beðið þess að fá varanlegan samastað. Nú hefur verið úr því bætt. Þeir Hallarbændur, Sigmar og Grímur, lögðu fram fyrirspum hjá Hafnarsjóði sem hafði með verkið að gera, um hvort þeir mættu setja verkið upp við Höllina, á sinn kostnað. Það var auðsótt mál og var ákveðið að fagna nýjum stað á sjómannadaginn. Að sjálfsögðu var listamanninum boðið en við athöfnina vorn einnig Sigmar Georgsson, Olafur Kristinsson hafnarstjóri og Sigurgeir Jónsson menningarfulltrúi bæjarins, sem afhenti þeim Grími og Sigmari blóm og sagðist fagna því að verkið væri loks komið á sinn stað. Ymsir hafa velt fyrir sér merkingu nafnsins Hagfeldi og Grímur upplýsti að það merki „góð heimkoma." Ég vil byrja á að þakka Emil Hadzk kœrlega jyrir að gefa mér tœkifœri á að breiða út afburða kunnáttu mína í eldhúsinu. Enginn efast um að Emil er mikill mathákur (það sér liver maður) en ekki hafði ég hugmynd um að í honum blundaði slíkur matgœðingur. Reikna ég því með tíðuin matarboðum frá honum íframtíðinni. Nafnlaus réttur Uppskriftina mína fékk ég frá móður minni fyrir nokkrum árum og hefur þessi réttur verið vinsæll á mínu heimili, enda mjög einfaldur og ódýr. Rétturinn er nafnlaus og fólk hefur því frelsi til að nefna hann hvaða nöfnum sem því dettur í hug. í réttinn þarf hakk, makkarónur, papriku (helst græna), soya-sósu, ost og hvítlauksbrauð. Magnið af hverju og einu fer bara eftir því fyrir hve ntarga er eldað, menn verða bara að ráða sig fram úr því. Fyrst er hakkið brúnað og kryddað á stórri pönnu og makkarónur soðnar í potti. Þegar hakkið er léttsteikt er niðurskorin paprikan sett út í ásamt vænni slettu af soya-sósu. Þannig er gumsið látið malla á litlum hita í 10 mínútur eða svo, helst með loki yfir pönnunni því annars er hætt við að bragðið tapist og ekki viljum við það. Þessu næst er makkarónunum faglega vippað á pönnuna og aftur lokað og látið malla í aðrar 10 mínútur. Þá er rétturinn í raun tilbúinn en þeir sem vilja mega rífa ost yfir réttinn stuttu áður en hann er borinn fram, þannig að hann bráðni lítillega. A mínu heimili er osturinn hins vegar borinn l'ram sérstaklega með réttinum og stráð yfir eftir smekk. Með réttinum má einnig bera fram ferskt salat og hvítlauksbrauðið er í raun ómissandi. Soya-sósa skal líka höfð innan seilingar fyrir þá sem vilja rneira af henni. Um helgina verður landsmót lúðrasveita haldið í Vestmannaeyjum. Af því tilefni hefur Lúðrasveit Vestmannaeyja gefið út veglegt blað. Þar kemur meðal annars fram að Samband íslenskra lúðrasveita fagnar um þessar mundir 50 ára afmæli sínu. Þetta er 18. landsmótið og þótti vel við hæfi að halda það í Eyjum enda fagnar Lúðrasveit Vestmannaeyja 65 ára afmæli á árinu. Oddgeir Kristjáns- son var helsti forvígismaðurinn að stofnun L.úðrasveitar Vestmannaeyja og var hann stjómandi sveitarinnar frá upphafi til dauðadags 1966. Lúðra- sveitin kom fyrst fram á hvíta- sunnudag 29. maí 1939 og hefur hún æ síðan verið órjúfanlegur þáttur í flestum hátíðarhöldum í Eyjum. Starfsemin hefur frá upphafi verið í góðu horfi og aldrei fallið niður ef frá er talið um tíma gosárið 1973. Síðustu ár hefur Stefán Sigurjónsson séð um að stjóma sveitinni. Ólafur Þór Snorrason er formaður sveitarinnar og sagði hann í samtali við lúðrasveitarblaðið að þeim hafi fundist það bráðsniðug hugmynd að halda landsmótið í Eyjum enda fimmtán ár síðan landsmót var síðast haldið hér. Er þetta í þriðja skiptið sem slíkt mót er haldið í Vestmanna- eyjum. 'I Þegar þetta hefur mnnið ljúflega niður er auðvitað tilvalið að blanda saman vænni skál af Royal-búðingi, helst karamellu, og setjast við sjónvarpið og gæða sér á honum. Sem sagt enginn veislumatur, heldur hollur og léttur hversdagsmatur. Auðvitað reikna ég með að annar hver maður á eyjunni reyni við réttinn og hlakka ég til að heyra viðbrögðin. Ólafur Snorrason formaður LV Átta lúðrasveitir hafa boðað komu sína um helgina og þar af tvær lúðrasveitir frá Norðurlöndunum. Búast má við hátt í 300 hljóðfæra- leikurum og hápunkturinn á landsmótinu verður í sameiginlegum tónleikum á Stakkagerðistúni á laugardaginn ef veður leyfir. Ef veður verður slæmt verða tónleikamir fluttir upp í Höll. Má þá búast við að þama verði á ferð ein stærsta hljómsveit sem nokkm sinni hefur spilað í Eyjum með hátt í 300 meðlimum. Landsmót lúðrasveita um helgina Vilji fólk hins vcgar útbúa veislumat þá eru aðrir hentugri lil að gefa uppskriftir. Til að hjóða upp á slíkan möguleika ætla ég að skora á matargúrúinn Elliða Aðalsteinsson (Ella Eyjapeyja) en ég hef persónulega fengið að njóta snilli lians í eldhúsinu.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.