Fréttir - Eyjafréttir - 17.06.2004, Page 9
Fréttir / Fimmtudagur 17. júní 2004
9
Jógvan Hansen er tæknisinnaður tölvugúrú þó styttist í 90 árin
Með myndsíma eins og Beckham
JÓGVAN: Ætli það sé ekki út af því að ég er nógu forvitinn til þess. Það hefur mikið breyst með tækniþróuninni og menn gefa sér minni tíma til að tala
við fólk og kynnast því. Aftur á móti hefur tæknin létt mikið undir varðandi heimilisstöriin.
JÓGVAN var mættur á tónleika frænku sinnar, Eyvarar Pálsdóttur sem
heillaði gesti upp úr skónum á Diigum lita og tóna.
Hann fylgist vel með
tækninni, er fljótur að tileinka
sér nýjungar og eitt herbergi í
húsinu geymir nokkrar tölvur
og fylgihluti. Þessi lýsing ó
líklega vel við flesta unglinga
í dag en hún ó einnig við um
Jógvan Hansen, 89 óra
gamlan tölvugúrú sem hefur
verið duglegur að fikra sig
ófram ó tölvuöld.
Hann kom til Eyja órið 1951
eftir að hafa búið ó Bakkafirði
í níu ór. Jógvan fæddist í
Færeyjum 1915 og verður því
níræður ó næsta óri. Hann
hóf ungur nóm í vélskóla
enda segist hann alltaf hafa
verið spenntur fyrir vélum.
„Það voru tveir vélskólar í
Færeyjum, annar í Þórshöfn
og hinn í Klakksvík þar sem
ég var." Jógvan var aðeins
sautjón óra þegar hann hóf
vélanóm sitt og stundaði sjó-
mennsku meðfram nóminu.
Seglbátur á veitíð
„Fyrsti báturinn sem ég var á var
seglskúta, vélarlaus, hún hét Pilot.“
Næstu vertíð fór hann á skútuna EA
Atlantic og var þar næstu þrjú ár. 50
hestafla vél var þar um borð. Síðasta
skútan sem hann var á hét Bemaise
líkt og sósan góða en var hún talsvert
öflugri en Atlantic með 120 hestafla
vél. Arið 1942 flutti Jógvan búferlum
til Islands og settist að á Bakkafirði.
Þar bjó hann í níu ár og um haustið
1951 var stefnan sett á Vestmanna-
eyjar. „Eg bjó í kjallaraíbúð í Gamla
Hvammi. Seinna keypti ég mér lóð til
að byggja héma uppi á Breiðabliks-
vegi á lóð númer þrjú. Þá var nú bara
kartöflugarður héma og ég borgaði tíu
þúsund krónur fyrir lóðina, það vom
miklir peningar á þeim tíma.“
Jógvan tók sinn tíma í bygginguna,
tók engin lán fyrir byggingunni heldur
hélt áfram þegar íjárhagur fjöl-
skyldunnar leyfði það. „Fyrst byggði
ég neðri hæðina og bjó þar lengi áður
en ég byggði ofan á húsið.“
Síðan þá hefur Breiðabliksvegur 3
verið heimili Jógvans og íjölskyldu
hans. Hann var kvæntur Ester Hansen
en hún lést í fyrra. Saman áttu þau sjö
böm.
Einn átrolli
Sjómennsku stundaði Jógvan eftir að
hann kom til Eyja og gerði sjálfur út,
átti alls sex báta á útgerðarferli sínum.
„Einu sinni átú ég bát sem hét Huginn,
það var örugglega fyrsti Huginn á
Islandi. Stærsti báturinn og jafnframt
sá síðasti í eigu Jógvans var Hrafn
Sveinbjamarson VE en það var 25
tonna trébátur byggður í Reykjavík
1917. Hann var ýmist á trolli, línu eða
humartrolli og Jógvan segir að það
hafi oft verið erfitt að fá mannskap.
„Stundum vom fyllibyttur úr Reykja-
vík einu mennimir sem ég gat fengið.
Þá tók ég stundum upp á því að fara
einn á sjó á troll og humartroll.“
Aðspurður hvemig það hafi gengið
sagði hann að það hafi oftast gengið
mjög vel. „Eg fékk allavega aldrei í
skrúfuna þegar ég var einn en það
gerðist nokkmm sinnum þegar fleiri
vom um borð.“
Jógvan lenti þrívegis í klónum á
Landhelgisgæslunni þegar hann var
tekinn í landhelgi. „í eitt skiptið var ég
einn um borð og það hafði drepist á
vélinni og ég niðri í vélarrúmi þegar
þeir komu um borð. Þeir fóm auðvitað
strax upp í brú en þar var enginn, þá
kölluðu þeir niður í vélarrúm á mig, ég
kom upp og þeir spurðu mig strax
hver væri skipstjóri um borð. -Það
mun vera ég, svaraði ég. Hver er þá
vélstjóri? Það er ég, stýrimaður, spurði
þá gæslumaðurinn hissa. Jú, það er ég
og ég er líka háseti. Þeir vom mjög
hissa á þessu.“
Kampavín á Jólni
Jógvan lenti í mörgum öðmm ævin-
týmm og meðal annars fór hann út í
Surtsey með fólk. „Páll Helgason
ásamt fleimm leigðu skipið hjá mér og
ég flutti þá út í Surtsey. Jónas Amason
var þama fararstjóri með enskum
aðalsmanni og eiginkonu hans,
sænskri leikkonu sem átti afmæli. Ég
setti þau í land á Jólni, eyjunni sem
kom upp við hlið Surtseyjar en hvarf
aftur í hafið. Þar settust þeir niður og
dmkku kampavín og skáluðu fyrir
afmælisbaminu.“
Það var ekki auðvelt að vera á
bátnum þetta nálægt gosstöðvunum
og þurfti Jógvan að sigla út aftur á
meðan fólkið var að sötra kampavínið
þar sem sían í vélinni hafði fyllst af
vikri og þurfti Jógvan að drepa á og
hreinsa. Þetta þurfti hann að gera
tvívegis á meðan á heimsókn fólksins
stóð. „Þau sögðu mér seinna að þau
hafi haldið að ég væri að fara og ekki
litist á blikuna. Síðan renndi ég aftur
upp að þeim og þau komu aftur út á
gúmmíbátnum. Kampavínið hafði
mnnið heldur ljúft niður hjá Jónasi
sem byrjaði að dansa um borð í
gúmmíbátnum. Það vildi nú ekki
betur til en svo að hann fór í gegnum
botninn á bátnum. Hann var þá einn
um borð en náði að grípa í bátinn hjá
mér og koma sér um borð.
Gúmmíbáturinn var svo dreginn aftur
í land þar sem hinir gestimir komu um
borð en þau sátu í kringum gatið á
botni gúmmíbátsins. Þau komust
klakklaust til baka en ég missti árar
og fleira úr bátnum vegna dansins hjá
Jónasi.“
Bindur inn blöð og tímarit
Það kom að því að Jógvan hætti
sjómennsku. „Báturinn var orðinn
lélegur og það þurfti að leggja mikið í
hann til að gera hann góðan aftur. Ég
ákvað því að selja vélina úr bátnum og
sökkva honum. Þá kom ég í land og
byrjaði í Ríkinu,“ sagði Jógvan og þar
staifaði hann í sextán ár. Með starfi
sínu í Ríkinu vann hann við að binda
inn blöð og tímarit og gerir raunar enn
og hefur um allnokkurt skeið séð um
að binda inn árganga Frétta. Þetta
lærði hann þegar hann bjó á
Bakkafirði.
„Ég hafði lítið að gera og fór yfir til
Vopnafjarðar og lærði að binda inn
hjá manni sem lengi vel batt inn fyrir
Bókasafn Vestmannaeyja," sagði
Jógvan sem síðar tók við því starfi.
Hann lærði þó stuttan tíma hjá honum
og er að mestu leyti sjálfmenntaður í
faginu.
Fyrir nokkrum árum var Jógvan
með námskeið þar sem hann kenndi
Eyjamönnum að binda inn og segir
hann talsverðan áhuga hafa verið á
faginu hér. Hann viðurkennir þó um
leið og hann sýnir vinnustofu sína að
þetta sé að verða honum erfitt,
bækumar séu orðnar ansi þungar fyrir
hann. Hann bindur einnig inn fyrir
Bókasafn Vestmannaeyja.
Frænkan sló í gegn
Hann er tryggur föðurlandinu, Fær-
eyjum og fylgist vel með sínu fólki.
Ein frænka hans heimsótti Eyjamar
fyrir tveimur vikum og sló rækilega í
gegn á Dögum lita og tóna. Það er
stórsöngkonan Eyvör Pálsdóttir. „Já,
hún er frænka mín. Ég og langafi
hennar emm bræður. Hann er reyndar
nýdáinn, dó 1. janúar í fyrra.“
Jógvan lét sig ekki vanta í Akóges
og skemmti sér vel yfir söng frænk-
unnar þar sem hann sat á fremsta bekk
og hún söng til hans, ég veit þú kemur.
Jógvan hefur lengi haft áhuga á rit-
smíð og hafa margar smásögurnar
eftir hann birst í blöðum í Eyjum í
kringum jól. Hann byrjaði að skrifa
þær á ritvél en þegar tölvan kom var
hann ekki lengi að fá sér eina slíka.
Reyndar var hann í minnihlutahóp
lengi vel enda valdi hann Macintosh
tölvur sem aldrei náðu vinsældum í
Eyjum. „Ég er svo lélegur í ensku,
þess vegna valdi ég Macintosh tölvu,
þar var allt á íslensku. I dag er ég
reyndar bæði með Mac og PC tölvu.
Ég skanna allt á gömlu Macintosh
vélina en vinn allt annað á PC, enda er
hún miklu hraðvirkari.“
Hann er duglegur að skanna myndir
og sýndi blaðamanni innbundnar
bækur með ljósmyndum af fjöl-
skyldunni og vinum. Aðspurður hvort
hann fari mikið á Netið segir hann svo
ekki vera en þó kíki hann annað
slagið. „Ég var nú bara áðan að skoða
hvað þessir pólitíkusar hafa að segja,
var að skoða síðuna hjá dómsmála-
ráðherranum, bjom.is."
Nógu
forvftinn til að aðlagast
Hann segir að honum hafi gengið vel í
gegnum tíðina að aðlagast tækni-
nýjungum. ,^Etli það sé ekki út af því
að ég er nógu forvitinn til þess. Það
hefur mikið breyst með tækni-
þróuninni og menn gefa sér minni
tíma til að tala við fólk og kynnast því.
Aftur á móti hefur tæknin létt mikið
undir varðandi heimilisstörfin."
Jógvan var ekki lengi að fjárfesta í
þvottavél þegar þær komu fyrst fram.
„Svo þegar ég kom til Eyja þá keypti
ég mér rafmagnseldavél." Jógvan
hefur alla tíð verið duglegur að
aðlagast tæknibreytingum ýmiss
konar og ekki nóg með að maðurinn
sé með gsm síma, heldur dugar ekkert
minna en myndavélasími, líkur þeim
sem knattspymukappinn David
Beckham hefur auglýst að
undanfömu. „Það em ágætis gæði í
þessum myndum,“ sagði Jógvan um
leið og hann mundaði símann og
smellti af.
svenni@eyjafrettir. is