Fréttir - Eyjafréttir - 17.06.2004, Qupperneq 11
prétlir / Fimmtudagur 17. júní2004
11
Hildur Dögg Jónsdóttir
er fœdd 22. október 1986 og er því sautjdn óra. Foreldrar hennar eru
Guörún Hauksdóttir og Jón Gísli Ólason. Hildur Dögg ó einn yngri bróöur
sem heitir Haukur og eitt er á leiðinni.
Hvaö er þú aö fóst viö þessa dagana?
Ég er að vinna meö blómagenginu.
Framtíðaráform?
Að klára stúdentsprófiö hérna í
Vestmannaeyjum, en ég fer á 3. ár
nœsta haust en ég stefni á aö klára á
þremur og hálfu ári. Síðan œtla ég út í
heim og skoöa mig um, Ég er ekkert
búin að ákveöa meö nám í
framhaldinu og þaö kemur í Ijós seinna.
Draumaprinsinn?
Ég held hann sé bara fundinn.
Sérð þú vannýtt tœkifœri hér í Eyjum/
finnst þér eitthvaö vanta?
Númer 1,2 og 3 eru göng hér á milli.
Þau myndu opna svo mikla möguleika
sem tengjast öllu Suðurlandi.
Hvar œtlar þú aö búa í framtíðinni?
Þaö er allt opiö.
heimurinn bíöur eftir manni.
Skemmtilegasta sem þú gerir?
Handboltinn er ótrúlega skemmtilegur
þegar vel gengur en ég œföi meö
meistaraflokki sl. vetur. Þaö er líka
skemmtilegt aö vera meö vinum að
skemmta sér og fara til útlanda.
Hvaö skiptir mestu máli í lífinu?
Ég held aö þaö sé aö eiga trausta
fjölskyldu og vini.
Hvaö er fegurö?
Þaö er stóra spurningin. Fegurö er
sjarmi, annaö hvortfríkka manneskjur
eftir því sem maður kynnist þeim betur
eóa ekki.
Mottó:
Liföu lífinu ekki of alvarlega þú lifir þaö
hvort eö er ekki af.
Sóley Dögg Guðbjörnsdóttir
er fœdd 26. nóvember 1986 og er því sautján ára gömul. Foreldrar hennar
eru Guðbjörn Guðmundsson og Fanney Ósk Hallgrímsdóttir. Sóley Dögg á
tvö yngri systkini en þau heita Teitur og Lísa.
Hvaö er þú að fást viö þessa dagana?
Ég er bréfberi hjá Póstinum og vinn viö
barnapössun á Hressó, Ég er líka aö
vinna á Lanterna um helgar.
Framtlöaráform?
Ég er búin meö tvö ár á
félagsfrœðibraut í FÍV og stefni á að
veröa stúdent, Ég hef ekkert ákveðið
mig frekar meö framtíðina en ég hef
áhuga á aö verða hársnyrtir eöa
• förðunarfrœðingur.
Draumaprinsinn?
Andrés Bergs Sigmarsson
Sérö þú vannýtt tœkifœri hér í Eyjum/
finnst þér eitthvað vanta?
Þaö vantar göng milli lands og Eyja og
fleiri atvinnutcekifœri fyrir ungt fólk.
Hvar œtlar þú aö búa í framtíðinni?
Vonandi hérna. Mig langar aö búa
annars staðar líka, sérstaklega í
útlöndum svo enda ég örugglega hér.
Skemmtilegasta sem þú gerir?
Mér finnst skemmtilegt aö feröast, vera
meö fjölskyldu og vinum og þaö er
mjög gaman aó kaupa föt.
Hvaö skiptir mestu máli í lífinu?
Þeir sem eru manni kœrastir, fjölskylda,
vinir og kœrasti, allir þeir sem eru
nálœgt manni
Hvaö er fegurö?
Innrœtið skiptir máli og hvernig
persónan kemur fram viö aöra.
Mottó:
Brostu framan I heiminn, þá mun
heimurinn brosa viö þér.
Thelma Siguröardóttir
er fœdd 2. janúar 1986 og er því átján ára gömul. Foreldrar hennar
eru Siguröur Sveinsson og Þóra Ólafsdóttir. Bróöir hennar heitir
Sveinn og hann er yngri en hún.
Hvað er þú aö fást viö þessa dagana?
Ég er að vinna meö blómagenginu
ogíToppnum,
Framtíðaráform?
Mig langar aö gera svo margt aö ég
get ekki valið, Ég gœti hugsað mér að
veröa arkitekt, nceringarfrœöingur,
þjálfari í fótbolta og margt fleira. Ég er á
þriöja ári í FÍV og stefni á aö klára
stúdentinn.
Draumaprinsinn?
Andri minn. Finnst hann flottastur bara.
Sérö þú vannýtt tœkifœri héríEyjum/
finnst þér eitthvaö vanta?
Þaö vantar göng þannig aö þaö veröi
léttara aö komast á milli. Þaö getur
fariö heil helgi í einn leik sem
tekur 90 mínútur.
Hvar cetlar þú aö búa í framtíðinni?
Ég veit þaö ekki, mig langar aö prófa
aö búa í Danmörku eöa einhvers
staðar úti og í Eyjum náttúrulega. Helst
ekki í Reykjavík
Skemmtilegasta sem þú gerir?
Mér finnst skemmtilegast aö spila
fótboita og aö vera meö vinum og
fjölskyldu.
Hvaö skiptir mestu máli í lífinu?
Fjölskylda, vinir og kcerastinn,
Hvaö er fegurö?
Fólk sem hefur sjarma og útgeislun.
Mottó:
Aö koma fram viö aöra eins og þú vilt
aö aörir komi fram viö þig.