Fréttir - Eyjafréttir - 17.06.2004, Page 15
Fréttir / Fimmtudagur 17.júní2004
15
Sigurjón Haraldsson forstöðumaður:
Hvert nýtt starf stór áfangi
Sigurjón Haraldsson, for-
stöðumaður Nýsköpunarstofu
Vestmannaeyja, sagði við
opnun hennar að fyrir ör-
fóum mónuðum síðan hafi
hann ekki órað fyrir því að
hann væri ó leiðinni til
Islands, og hvað þó til
Vestmannaeyja. „En þegar
maður fær ögrandi verkefni
sem er eins og sniðið að
þeirri menntun og reynslu
sem ég hef öðlast í gegnum
tíðina, þó getur maður ekki
sleppt slíku tækifæri," sagði
Sigurjón sem undanfarin ór
hefur búið og starfað í
Danmörku.
Hann sagði að með þessu væri verið
að leggja niður eldra skipulag, taka
upp nýjar áherslur sem kalla á breytt
hugarfar. „Það má því segja að þetta
sé eins og eitt nýtt skref fram á við
sem færir okkur nýja reynslu og
þekkingu. Sett hafa verið fram ný og
háleit markmið og leiðir til að ná þess-
um markmiðum. En háleitum mark-
miðum og framtíðarsýn þarf að fylgja
framkvæmd. Þó svo að á hafinu geisi
ólgusjór og brotsjór gangi annað
slagið yfir þá hafa Vestmannaeyingar
verið löngum þekktir fyrir atorku og
dugnað og hafa ekki látið slíkt á sig fá
svo framarlega sem skipið heldur sjó.“
Að þekkja markaðinn
Sigurjón sagði hluta af því að skapa
þekkingu sé að læra af mistökunum,
læra að stíga ölduna og sigla farsæl-
lega í gegnum hafrótið. „Forfeður
okkar lærðu að þekkja fiskimiðin og
þróa veiðarfæri til að fanga fiskana, en
nú eru breyttir tímar. Nú þurfum við
að læra að þekkja markaðinn og
hegðun hans. Þannig getum við
fundið út hvaða veiðarfæri við getum
notað til að fanga viðskiptavinina. Það
hefur vilja loða við okkur Islendinga
að við búum í þjóðfélagi sem er svo
fullt af auðlindum að við erum orðin
meira eða minna samdauna því og
sjáum ekki trén fyrir skóginum. En
lítum aðeins á trén í auðlindaskógi
Vestmannaeyja. Eyjamar búa yfir
elstu nýttu auðlind landsins sem er
fiskimiðin og mannauðurinn. Tak-
mörkun aðgangs að fiskimiðum hefur
valdið því að menn verða að ná meiri
framlegð út úr hverju kílói og fyrir
vikið hefur tæknin leyst mannauðinn
af hólmi og eftir situr atvinnulaust fólk
sem býr yfir reynslu og þekkingu í
matvælavinnslu."
Sigurjón sagði svo komið að ver-
tíðartoppamir dugi ekki lengur til að
framfleyta fólki yfir dauðu tímana og
við því þurfi að bregðast. Auka þurfi
fjölbreytni í atvinnulífinu sem sé hinn
klassíski byggðarvandi. „Þrátt fyrir
aukna tækni hefur reynst erfitt að snúa
þróuninni við. Tæknin ein og sér
leysir ekki gmndvallarþarfir fólks.
Stærsta auðlind hvers samfélags og sú
auðlind sem er gmndvöllurinn að allri
nýsköpun, markaðssetningu og nýt-
ingu annarra auðlinda er mann-
auðurinn," sagði Sigurjón og hélt
áfram á sömu nótum.
„Það hefur verið löngum ljóst að
mannauðurinn er ein mikilvægasta
auðlind hvers fyrirtækis og samfélags
en það hefur hins vegar reynst erfiðara
að átta sig á því hvemig hægt sé að
höndla mannauðinn og gera hann
verðmætari. I hverjum íbúa sem flytur
burt er mannauður þannig að erfiðara
verður fyrir þá sem eftir em að halda
uppi sama þjónustu- og menntunar-
stigi. Alveg eins og í sjónum, þegar
fiskunum fækkar þá verður erfiðara
fyrir þá sem eftir em að viðhalda
stofninum.
I mannauðnum er þekking, hæfni
og reynsla. Þetta em þættir sem fólk
býr yfir, en þó í mismiklum mæli og á
mismunandi sviðum. Frændum okkar
Dönum hefur tekist vel upp með að
nýta þá auðlind sem þeir búa fyrst og
fremst yfir. Það er athyglivert hversu
hratt þeim virðist vera að takast að
breyta Danmörku í þekkingarsamfélag
á meðan við Islendingar emm svo
uppteknir af því að bæta rafrænt
samfélag án þess að velta mikið fyrir
okkur hvemig við getum nýtt eða
höndlað þekkinguna og mannauðinn.“
Þekking og
þekkingarsköpun
Sigurjón sagði þekkingarsköpun og
þekkingarstjómun ekki snúast um
rafrænt samfélag heldur um það að
skapa félagslegt umhverfi sem örvar
einstaklinginn eða hópa til að skapa,
miðla og raungera þekkingu. „Slíkt
samfélag þarf að byggja upp með því
að skapa ánægju og vellíðan með
betra og fjölbreyttara atvinnulífi,
hærra menntunarstigi, auknu upplýs-
ingaflæði, þekkingarflæði og jákvæðri
umræðu. Eg get því ekki annað en
hrósað bæjarstjóm Vestmannaeyja
fyrir þá skynsamlegu niðurstöðu að
læra af reynslunni, setja á stofn Ný-
sköpunarstofu Vestmannaeyja og ráða
til starfa fólk með mikla reynslu,
menntun og þekkingu úr öðmm
þjóðfélögum. Það má segja að þama
hafi bæjarfélagið ráðið til sín arkitekta,
verkfræðinga og smiði til að byggja
tryggar stoðir undir samfélagið í Vest-
mannaeyjum. En það má ekki
gleymast að þó svo að við höfum
frábæra verkfræðinga, arkitekta og
smiði, þá þarf líka að leggja Ijármagn
í byggingarefnið."
Sigurjón sagði að þó hann telji að
Vestmannaeyjar hafi fengið hæfasta
fólkið til að stýra Nýsköpunarstofu
séu þau engir galdramenn sem geti
skapað auðæfi úr engu. „En með
hæfilegu Ijármagni getum við skapað
umhverfi sem örvar nýsköpun í Vest-
mannaeyjum. Koma þarf til opinbert
íjánnagn sem gefur okkur möguleika
á að þróa nýjar vömr og þjónustu og
rannsaka betur hegðun og þarfir
markaðarins sem hjálpar okkur að
meta og framkvæma góðar hug-
myndir."
Kostar krónur
að ná 1 þúsundkalla
Sigurjón sagði að það kostaði alltaf
einhveijar krónur að ná í þúsundkalla,
enginn fái vinning án þess að kaupa
happadrættismiða. „Við fáum aldrei
styrki ef við eyðum ekki smá vinnu og
fjármagni í það að leita og sækja um
styrki. Við veiðum aldrei nokkuð ef
við setjum ekki ijármagn í skip og
veiðarfæri. Þetta er sú lágmarks
áhætta sem við verðum að taka ef við
ætlum að taka þátt í að skapa ný
atvinnutækifæri.
Nú hugsa menn að ég sé að vísa í
það að Nýsköpunarstofa þurfi fjár-
magn til að kaupa hlutafé í fyrir-
tækjum, en svo er ekki. Eg er að tala
um breyttar áherslur, nýsköpun sem
felst í því að skapa ný atvinnutækifæri
úr þeim auðlindum sem eru hér í
Vestmannaeyjum með því að virkja
það hugvit og þekkingu sem fyrir er
hér í Eyjum.“
Sigurjón sagði að það þurfi fjár-
magn til að hrinda í framkvæmd
ýmissi rannsóknarvinnu, t.d. markaðs-
rannsóknum sem gefa verðmætar
upplýsingar um það hvemig nýta
megi þær auðlindir sem hér eru.
„Einnig verðum við að fá íjármagn til
að ráða til okkar tímabundið, sér-
fræðinga á ýmsum sviðum til að
hjálpa okkur að finna leiðir til að
fjánnagna og koma í framkvæmd
stærri verkefnum. I mínum huga er
hvert nýtt starf stór áfangi, þ.e.a.s.
hvert mark sem við skorum er leið
okkar að sigri og hver leikur sem við
sigrum er leið okkar að meistara-
útlinum.
Vestmannaeyingar þurfa því að
sýna þolinmæði, því lykillinn að
velgengni er jákvæðni og þolinmæði.
Eg vil því að lokum óska Vestmanna-
eyingum öllum til hamingju með það
að hafa sett þessa stofnun á fót, en
jafnframt benda á að þetta er aðeins
fyrsti leikurinn af mörgum í þá átt að
gera Vestmannaeyjar samkeppnis-
hæfar með því að innleiða hér
þekkingarsamfélag, hækka mennt-
unar- og þjónustustig eyjanna og
tryggja hér blómlega byggð til
frambúðar," sagði Sigurjón Haralds-
son, forstöðumaður Nýsköpunarstofu
Vestmannaeyja að lokum.
Kristín Jóhannsdóttir markaðsfulltrúi:
Galapagos frekar enCaprí?
„Þegar synir mínir voru yngri
og við vorum að koma til
landsins frá Þýskalandi þá
var þeirra sjóndeildarhringur
þannig að Island og
Vestmannaeyjar voru tvö
lönd. Að þeirra mati hlaut
það að vera annað land sem
við værum að fljúga eða sigla
til þegar haldið var frá
meginlandinu til Eyja. Eg
man eftir því hvað þeir voru
hissa á því hvað pabbi og
hinir Vestmannaeyingarnir
voru sleipir í íslenskunni,"
sagði Kristín Jóhannsdóttir
markaðsfulltrúi Vestmanna-
eyja við opnun Nýsköp-
unarstofu og vísaði þarna til
þess að hún hefur búið í
Þýskalandi í tæpa tvo áratugi.
Samgöngur dagsins í dag
„En af hverju er ég að rifja þetta upp
hér? Jú staðreyndin er sú að svona
hugsa ekki bara lítil böm sem búa í
útlöndum, það em alltof margir, ekki
bara erlendis heldur einnig hérlendis
sem standa í þeirri trú að Vest-
mannaeyjar séu alltof langt í burtu og
það sé bæði dýrt og erfitt að komast
hingað. Vissulega er þörf á betri
samgöngum, en fullyrðingar eins og
að það sé alltaf ófært til Eyja eða að
það taki heilan dag að komast hingað
með Herjólfi og aðra tvo til að jafna
sig eftir siglinguna eru auðvitað
stórlega ýktar og ekki beint hvatning
til að eyða fríinu, einmitt hér,“ bætti
Kristín við.
Kristín sagðist þama vera að tala
um samgöngur eins og þær em í dag
en ekki jarðgöng. „Það er ekki vegna
þess að ég sjái ekki samgöngubótina í
þeim heldur vegna þess að þó við
væmm hér nú að fagna því að byrjað
væri að grafa göngin þá vitum við að
slík framkvæmd tekur mörg ár. Við
verðum því að huga að bættum sam-
göngum á þeim tæknilegu forsemdum
sem nú em til staðar.“
Næst spurði Kristín svo af hverju
ættu menn að fara til Eyja frekar en
eitthvað annað? „Fyrir rúmlega þijátíu
ámm komust Eyjamar í heims-
fréttimar vegna eldgossins og
ferðamenn flykktust hingað til að sjá
ósköpin, en síðan er vaxin upp heil
kynslóð sem aldrei hefur heyrt neitt
um jarðeldana á Heimaey þó þeir séu
annars hluti af lífi okkar hér. Við
Vestmannaeyingar sem og aðrir sem
þekkja hér til vitum að Eyjamar búa
yfir töfmm sem eiga enga sína líka.
Fyrir stuttu var ég að tala við vin
minn sem er fararstjóri um það hversu
gaman sé að sýna Eyjamar ferða-
mönnum. í þessu samhengi ræddum
við gamalt slagorð sem flestir hér
þekkja, en í því em Eyjamar kallaðar
Capri of the North eða Caprí
Norðursins.
Við vomm sammála um að þetta
slagorð væri útaf íyrir sig ágætt en datt
í hug annað sem mér finnst mun
áhrifameira og eigi töluvert betur við
ef notaðar em samlíkingar sem þessar,
en við fundum út að slagorðið;
Galapagos of the North passaði eigin-
lega miklu betur. Maðurhittirjú mun
oftar fólk sem á sér þann draum og
það takmark í lífinu að komast
einhvem tímann til Galapagos, heldur
en fólk sem dreymir um að fara til
Caprí.“
Galapagos Noröursins
Kristín sér ýmislegt sameiginlegt með
Vestmannaeyjum og Galapagos.
„Hvom tveggja em eyjar með dýralífi
og náttúmfegurð sem á sér engar
hliðstæður. Það sem skilur aftur
þessar Eyjar að er að allflestir sem
hafa áhuga fyrir því að ferðast til
fegurstu staða heims þekkja Gala-
pagos en fæstir þeirra Vestmanna-
eyjar. Hér er verk að vinna og
töfraorðið er ekki mög flókið, það
heitir markaðssetning. Ég ætla ekki
að fara að halda fyrirlestur um lögmál
markaðssetningar en við vitum að
með réttri markaðssetningu er hægt að
selja nánast allt svo ekki sé talað um
jafn einstakan stað og Vestmanna-
eyjar.
Ég vil þó nefna eitt lítið dæmi. Ég
varð mjög stolt af fyrra starfi mínu og
annarra við kynningar og markaðs-
störf í Þýskalandi þegar ég las fyrir
skömmu í þýsku dagblaði að það væri
búið að markaðssetja ímynd íslands
þannig í Þýskalandi að þekkt hugtak í
þýskum veðurfréttunum, svonefnd
„Islandslægð," væri horfin úr orða-
forða þýskra veðurfræðinga og þetta
væri ekki vegna þess að veðrið á
íslandi hefði batnað, heldur vegna
þess að markaðsfrömuðum hefði tek-
ist að sannfæra menn um að veðrið á
íslandi væri alls ekki jafn slæmt og
sögur fóru af. En við höfum einmitt
alltof oft verið með vissa minni-
máttarkennd útaf veðrinu hér. Ferðir
mínar hingað með erlenda blaðamenn
hafa aftur kennt mér að jafnvel verstu
veður hér geti haft eitthvað við sig því
mönnum hefur fundist stórkostlegt að
horfa á brimið í Klaufinni eða Kapla-
gjótu og að klífa Eldfell í tíu vind-
stigum."
Kristín sagði það staðreynd að
einfaldara sé að selja og markaðsetja
Eyjamar eins og reyndar allt Island í
góðu veðri. Það þurfi mun meira til
þess að ferðamanninum líði vel hér
um hávetur. „Við höfum margt en
getum gert betur og það þurfum við
líka að gera. Menn hafa of lengi sætt
sig við að hér sé lagst í vetrardvala
strax eftir þjóðhátíð.
Hér verðum við að fara að vakna til
lífsins og það ætlum við að gera. Við
fögnum því að borgarstjórinn í
Reykjavík hefur nú boðið okkur að
kynna Eyjamar í Ráðhúsi Reykjavíkur
á næstu Menningamótt þann 21.
ágúst. Hér höfum við fengið einstakt
tækifæri til að sýna þeim fjölmörgu
innlendu og erlendu gestum menn-
ingamætur hvað í okkur býr og
sannfæra þá um að Eyjamar séu þess
virði að setja þær á ferðaáætlunina.
Svo ég ljúki þessu með því að vitna
aftur í erlendan fjölmiðil, glöggt er
gests augað. í umræddri grein var
fjallað um garðinn Gaujulund sem
fullorðin hjón hér í Eyjum hafa ræktað
upp í miðju nýja hrauninu. Frétta-
maðurinn átti varla orð til að lýsa því
hvemig þeim hjónum Gauju og Élla
hefur tekist að rækta upp við-
kvæmustu plöntutegundir í jarðvegi
þar sem illgresi nær varla að skjóta
rótum með góðu móti. Og hvað kennir
þetta okkur? Jú, það er allt hægt ef
vilji og áhugi er fyrir hendi,“ sagði
Kristín og bar upp þá frómu ósk að
hún vonaðist til að sjá gestina ofan af
landi fljótlega aftur hér f Eyjum. „Það
verður tekið vel á móti ykkur.“