Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 17.06.2004, Side 18

Fréttir - Eyjafréttir - 17.06.2004, Side 18
18 Fréttir / Fimmtudagur 17. júní 2004 Lam)á- KIHK.IA Fimmtudagur 17. júní Lýð- veldishátíð Kl. 11:00 Lýðveldishátíð í Landakirkju. íþróttafélagið ÍBV, leikmenn, þjálfarar og foreldrar sérstaklega velkomnir. Mætum í íþróttagöllunum og upplifum þann samhug sem einkennir okkar góða iþróttafélag sem og samfélag. Iþróttafólk les ritningarlestra og tekur virkan þátt. Létt messa í hátíðlegri alvöru, óhefðbundið form. Kór kirkjunnar syngur undir stjóm Guðmundar H Guðjóns- sonar. Prestur sr. Þorvaldur Víðisson. Fjölmennum í kirkju á afmælishátíð lýðveldisins. Vaktsími presta kirkiunnar er 488- 1508. Sunnudagur 20. júní Kl. 11:00 Guðsþjónusta í Landa- kirkju. Sólin nær hæst á loft og sumarið í hámarki. Kór kirkjunnar syngur undir stjóm Guðmundar H Guðjónssonar. Prestur sr. Þor- valdur Víðisson. Hyíta- SUNNIJEIRKJAN Lýðveldisdagurinn 17. júní Hvítasunnukirkjan óskar öllum til hamingju með daginn og biður landi okkar og þjóð blessunar Guðs. Samveran fellur niður í dag. Föstudagur 18. júm Kl. 20:30 Unglingakvöld. Krakkar komið og kíkið í Hvítasunnu- kirkjuna. Laugardagur 19. júní Kl. 20:30 Bæna- og lofgjörðar- stund. Sunnudagur 20. júní Kl. 11:00 SAMKOMA Lofgjörð, blessun og lifandi orð Guðs. Notið sumardagana til að fræðast og uppbyggjast í orði Guðs. „Drottinn er með mér, ég óttast eigi.“ Sálm. 118:6. Súpa og brauð á vægu verði eftir samkomu. Allir hjartanlega velkomnir. Bænastundir hvem virkan dag milli 7:00 og 8:00. Skrifstofa Hvítasunnukirkjunnar er opin nú í sumar á þriðjud. og miðvikud. kl. 13:00 til 15:00. Lítið inn eða hringið í síma 481 2030 eða 868 3363. Aðventkirkjan Laugardagur 19.júní Kl. 10.30 Biblíurannsókn. Biblían talar Sími 481-1585 | Golf: Ostamótið í Toyotamótaröðinni í Eyjum Biörgvin og Þórdís sigurvegarar OYOTi ÓTARÖÐ MOT/ SIGURVEGARARNIR, Björgvin og Þórdís. Um helgina fór fram Ostamótamótið sem er hluti af Toyota-mótaröðinni þar sem keppt er um Islands- meistaratitilinn. Mótið um helgina var annað í mótaröðinni en aðstæður vom allar hinar erfiðustu fyrir golfíþróttina, mikill vindur og rigning. Á laugar- deginum var áætlað að leika 36 holur, tvo hringi en þegar keppendur komu inn eftir fyrri hringinn var ákveðið að láta fyrri hringinn duga. Spuming vikunnar á Eyjafréttum tengdist karlaknattspymunni en spurt var hver væri leikmaður maímánaðar. Tímabilið hófst í maí en leikmaður fyrsta mánaðar tímabilsins var kosinn markvörðurinn síungi, Birkir Kristíns- son. Birkir hefur varið mark ÍBV síðustu ár og sló á dögunum leikjamet í efstu deild þegar hann lék sinn 295 leik. Birkir fékk alls 25,98 % atkvæða en næstur á listanum var Banda- ríkjamaðurinn Mark Schulte með 19,61 %atkvæða. Mark hefur slegið í gegn í stöðu hægri bakvarðar og var m.a. valinn maður leiksins á útvarps- stöðinni Skonrokk í síðasta leik. Alls Birgir Leifur Hafþórsson hafði forystu eftir fyrri daginn en Björgvin Sigurbergsson lék best seinni daginn og stóð uppi sem ömggur sigurvegari, var með sex högga forystu á Birgi Leif. í kvennaflokki vom þær Þórdís Geirsdóttir og Ragnhildur Sigurðar- dóttir í sérflokki en Þórdís lék betur báða dagana og vann mótið ömgg- lega. Björgvin Sigurbergsson sagði í samtali við Fréttir að það hefði verið BIRKIR hlaut yfirburða kosningu. tóku 204 þátt í könnuninni sem stóð í aðeins fjóra daga en í sumar gefst stuðningsmönnum ÍBV tækifæri á að sérlega erfitt að spila um helgina. „Ég var mjög ánægður með golfið miðað við aðstæður en maður þurfti að vera mjög þolinmóður og halda_ þessu innan skynsamlegra marka. Eg náði pari vallarins um helgina en aðstæður buðu kannski ekkert upp á neitt meira en það og ég er mjög sáttur. Völlurinn er ágætur eins og er, flatimar á 13 til 18 em reyndar dálítið leiðinlegar, svolítið sköllóttar og fífillinn er alltaf leiðinlegur á golfvöllum. Það mætti kjósa leikmann hvers mánaðar á Eyjafréttum. Urslit úr kosningunni má lesa hér að neðan: 1: Birkir Kristínsson 25.98%. 2: Mark Schulte 19.61%. 3: Atli Jóhannsson 10.29%. 4: Gunnar Heiðar Þorvaldss 10.29%. 5: Ian Jeffs 9.31%. 6: Magnús Már Lúðvíksson 7.35%. 7: Einar Hlöðver Sigurðsson 4.9% 8: Bjamólfur Lámsson 2.94%. 9: Matt Gamer 2.45%. 10: Einhver annar úr liðinu 6.86%. Fjöldi atkvæða = 204 gjaman eitra fyrir hann. Annars er alltaf mjög gaman að spila í Eyjum, mér líður mjög vel héma og á margar góðar minningar. Markmiðið hjá mér seinni daginn var bara að spila mitt golf, hanga í Birgi og slíta af honum eitt og eitt högg. Þó að munurinn í lokin hafi verið sex högg þá var þetta ekki svona ömggt,“ sagði Björgvin að lokum. Yngri flokkarnir: Stórsigur Annar flokkur karla lék á sunnudaginn gegn ULA, sem er sameiginlegt lið að austan. Leik- urinn fór fram í Eyjum og þrátt fyrir að í IBV mætti finna nokkra leikmenn þriðja flokks þá kom það ekki að sök, Eyjapeyjar vom ekki í vandræðum með Austfirðinga. Lokatölur urðu 5-0. Mörk ÍBV: Ólafur Berry 2, Einar Kristinn Kárason, Björgvin Þorvaldsson, Egill Jóhannsson. Þriðji flokkur karla lék gegn Val á föstudag og fór leikurinn fram á Helgafellsvelli. Eyjamenn komust yfir í fyrri hálfleik en Valsmenn svömðu með þremur mörkum og urðu lokatölur því 1-3. Mark ÍBV: Guðjón Ólafsson. Volkswogenmót í golfi Um helgina fer fram í Eyjum, Meistaramót Volkswagen sem er sex móta keppni. Aðalvinningurinn er ferð á alþjóðlegt mót í Suður Afríku í nóvember. Samanlagður árangur úr öllum mótunum sex gildir en auk þess em líka veitt vegleg verðlaun fyrir hvert mót fyrir sig. Um er að ræða 18 holu mót og verður keppt í tveimur forgjafarflokkum, A-flokki þar sem er höggleikur með og án forgjafar, gmnnforgjöf 12,4 eða lægri og B- flokki þar er punktakeppni með forgjöf, gmnnforgjöf 12,5-36. Skráning er á golf.is eða í síma 481-2363 og í Golfskálanum. | Handbolti kvenna: Alla Gorkorian líklega á förum Samkvæmt heimildum Frétta hefur Alla Gorkorian, sem leikið hefur með ÍBV síðustu tvö tímabil, ákveðið að slíta samstarfinu og flytja til Reykja- víkur. Alla var með samningstilboð frá ÍBV í höndunum og var búin að gefa munnlegt loforð um að spila með IB V. Þegar hún fékk nýjan samning í hendumar á föstudag til undirritunar kom í ljós að hún væri jafnvel á fömm til Reykjavíkur. Hlynur Sigmarsson, formaður handknattleiksdeildar kvenna, sagði í samtali við Fréttir að hann væri ekki búinn að gefa upp alla von um að Alla spili áfram með ÍBV. „Við emm að vinna í þessu, hún var búin að gefa okkur munnlegt loforð og vonandi stendur hún við þau orð. Auðvitað yrðum við svekktir ef hún fer en þetta kemur til með að skýrast á næstu dögum,“ sagði Hlynur. Ef Alla ákveður að fara frá félaginu verður aðeins einn leikmaður eftir af þeim sjö, sem skipuðu byrjunarliðið síðasta tímabil, Guðbjörg Guðmanns- dóttir en hún verður í Ryykjavík næsta vetur. Forráðamenn ÍBV gæla hins vegar við að hún spili áfram með ÍB V. Þær sem hafa yfirgefið liðið em Anja Nielsen, Birgit Engl og Sylvia Strass. Ekki er vitað hvað markvörðurinn Julia Gantimorova gerir, vitað er af áhuga erlendra liða á Önnu Yakovu og bendir allt til þess að hún leiki ekki með ÍBV næsta tímabil. Ennfremur hyggst Þórsteina Sigur- bjömsdóttir, homamaðurinn efnilegi, flytjast til Akureyrar næsta vetur þar sem hún fer í nám og fleiri em jafnvel á leiðinni burt. Birkir er leikmoður maímánaðor

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.