Hagtíðindi

Ukioqatigiit

Hagtíðindi - 01.10.1986, Qupperneq 23

Hagtíðindi - 01.10.1986, Qupperneq 23
1986 Sveitarstjórnarkosningar 1986. 259 Ný sveitarstjómarlög, nr. 8/1986, voru gefin út 18. apríl í vor. Koma þau í stað sveitarstjómar- laga nr. 58/1961 með áorðnum breytingum, laga um sveitarstjómarkosningar nr. 5/1962 með áorðnum breytingum, og laga um sameiningu sveitarfélaga nr. 70/1970. Tveir kaflar laganna tóku strax gildi, en í þeim eru almenn ákvæði og ákvæði um kosningu sveitarstjóma. Aðrir kaflar tóku gildi þegar að loknum almennum sveitarstjómarkosningum 1986, nema kaflinn um fjármál sveitarfélaga, en hann tekur gildi um áramótin næstu. Vegna þess hve skammt var í nýjar sveitarstjómarkosningar þegar lögin vom sett, en þær höfðu síðast farið fram vorið 1982, vom í þeim sérstök ákvasði um það hvenær sveitarstjómarkosningar 1986 fæm fram. Kosningartíminn er meðal þeirra atriða, sem nýju lögin eiga eftir að breyta. Eftir lögunum frá 1961 var kosið til sveitarstjómar í kaupstöðum og þeim hreppum, þar sem fúllir 3/4 fbúanna búa í kauptúni (,Jcauptúnahreppum“), síðasta sunnudag í maí- mánuði sem ekki bar upp á hvítasunnu, en í öðmm hreppum sfðasta sunnudag í júní. Með lögum nr. 9/1982, sem komu til ffamkvæmda þá um vorið, var kosningardagur færður frá sunnudegi til laugardags á sama tíma, og skyldi hann á sama hátt ekki bera upp á aðfangadag hvítasunnu. Samkvæmt ákvæðum til bráðabirgða í lögum nr. 8/1986 giltí fyiri skipan á þessu f ár, að öðm leyti en því að þar sem annars hefði verið kosið síðasta laugardag í júní skyldi nú kosið laugar- daginn 14. júní. I kaupstöðum og kauptúna- hreppum var kosið laugardaginn 31. maí. Framvegis á að kjósa alls staðar á sama tíma, síðasta laugardag í maímánuði sem ekki ber upp á aðfangadag hvítasunnu, en heimilt er að fresta kosningu í sveitarfélögum þar sem færri en 3/4 hlutar fbúanna em búsettir í kauptúni, til annars laugardags í júní. Sveitarstjóm þarf að óska leyfis hjá félagsmálaráðuneytinu fyrir slíkum ffestí fyrir 1. apríl á kosningarárinu. Samkvæmt eldri lögum var ákveðið að í kaupstöðum og kauptúnahreppum skyldi kosning vera hlutbundin, nema enginn listí kæmi fram, þá yrði hún óhlutbundin, en í þeim hreppum, sem kosið var í í júní, skyldi kosning vera óhlutbundin, nema 1/10 hluti kjósenda eða 25 þeirra hið fæsta krefðust hlutbundinnar kosningar. I nýju lögunum er sami greinarmunur gerður á sveitarfélögum, nema í stað þess að kosningar- tíminn greini á milli, því að hann verður alls staðar hinn sami, er aðalreglan sú að í sveitarfélögum þar sem íbúar em fleiri en 300 skal kjósa bundinni hlutfallskosningu, en í fámennari sveitarfélögum óbundinni kosningu, hvort tveggja með sömu undantekningu og fyrr, nema að talan 25 kjósend- ur er færð í 20 kjósendur. Sú nýjung er í lögun- um, að komi aðeins einn framboðslisti ffam fyrir lok framboðsfrests, lengist fresturinn um tvo sólar- hringa. Sé þá enn aðeins einn listi í kjöri verður hann sjálfkjörinn án kosningar, eins og verið hefur. Kosningarréttur Samkvæmt nýju sveitarstjómarlögunum eiga kosningarrétt til sveitarstjóma allir sem a. em 18 ára þegar kosning fer fram, b. em íslenskir rfldsborgarar, c. eiga lögheimili á íslandi. Auk þess að kosningarréttur var nú rýmkaður með því að aldursmark kjósenda er lækkað úr 20 ámm í 18 ár, er það nýmæli að lögræðissvipting veldur ekki missi hans. Eftirtalin ákvæði til rýmkunar kosningarréttar í sveitarstjómarkosningum komust á 1982 með semingu fyrmefndra laga nr. 9/1982 og laga nr. 10/1982 um breytingu á lögum um sveitar- stjómarkosningar: Maður telst ekki hafa firrt sig kosningarrétti þótt hann hafi tilkynnt fluming samkvæmt norður- landasamningi um almannaskráningu, ffá 1968, ef dvöl hans erlendis er vegna náms eða veikinda. Danskir, fmnskir, norskir og sænskir ríkis- borgarar eiga kosningarrétt hafi þeir átt lögheimili á íslandi í þijú ár samfellt miðað við 1. desember næstan fyrir kjördag. Maður á kosningarrétt í því sveitarfélagi þar sem hann á lögheimili, þegar ffamboðsfrestur rennur út í þeim sveitarfélögum þar sem sveitar- stjómarkosningar eiga að fara fram í maí (1982 hvort heldur í maí eða júní, en sá sem hafði greitt atkvæði annars staðar í maí hafði ekki kosningarrétt í nýju sveitarfélagi íjúnf). Jafnframt ber sveitarstjóm að fara með tilkynningar um lögheimilisskipti, sem berast eftir að kjörskrá er samin, eins og kjörskrárkærur. Fyrir 1982 fylgdi kosningarréttur lögheimilinu 1. desember næst á undan kosningum. Framkvæmd kosningar og kosningarskýrslur Félagsmálaráðuneytið gaf út í marsmánuði tilkynningu um það hvenær kosið skyldi í hveiju sveitarfélagi. í 23 kaupstöðum og 36 kauptúna- hreppum átti kjördagur að vera 31. maí, en í 164 öðmm hreppum 14. júní. Hreppsnefnd Vopnafjarðarhrepps í Norður- Múlasýslu samþykkti að þar skyldi kosið 31. maí, þrátt fyrir að í auglýsingu ráðuneytisins væri hans ekki getið meðal kauptúnahreppa. Mjög lftið skorti á að íbúar Vopnafjarðarkauptúns teldust [Framhald á bls. 268]

x

Hagtíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.