Hagtíðindi - 01.12.1986, Page 19
1986
335
Nýtt auðkennistalnakerfí þjóðskrár og fyrirtækjaskrár.
Eins og áður hefur ffam komið verður
núverandi nafnnúmerakerfi þjóðskrár og fyrir-
tækjaskrár lagt niður en í þess stað teknar upp
nýjar auðkennistölur fyrir einstaklinga, fyrirtæki,
félög og stofnanir, svonefnd kennitala. Af hálfu
Hagstofunnar var stefnt að því að þessi bieyting
gæti komið til fiamkvæmda frá og með 1. janúar
1987, en jafnffamt hefur verið lögð áhersla á að
naftmúmerakerfinu yiði haldið við í eitt til tvö ár
hvað snertir fullorðna einstaklinga og aðila á
fyrirtækjaskrl
Hagstofan hefur nú lokið undirbúningi sínum
vegna þessarar breytingar og af hennar hálfu er
því ekkert til fyrirstöðu að breytingin fari fram.
Mörg fyrirtæki og stofnanir hafa þegar lokið við
að búa sig undir þessa breytingu en auk þess
hefur heilbrigðiskerfið um alllangt skeið í raun
ekki notað nafnnúmer heldur beitt þvf auð-
kennistalnakerfi, sem nú verður tekið upp
almennt.
Ríkisskattstjóri hefur ákveðið, að kenni-
tölum verði beitt þegar við álagningu á árinu
1987, og verða kennitölur prentaðar á skatt-
framtöl. Framtöl til launaskatts og söluskatts á
hins vegar að auðkenna með nafnnúmerum til
árslojca 1987.
Ymsir opinberir aðilar eru þó skemmra á veg
komnir í undirbúningi sfnum fyrir upptöku
kennitölu. Þannig mun breytingum á tekjubók-
haldskerfi ríkissjóðs ekki verða lokið fyrr en
siðari hluta árs 1987, en það veldur því að
ríkissjóður, innheimtumenn ríkissjóðs og launa-
deild fjármálaráðuneytis munu halda áfram að
beita nafnnúmerum á árinu 1987. Frá og með 1.
janúar 1988 munu þessir aðilar eingöngu vinna
með kennitölur og áskálja að einstaklingar,
fyrirtæki, félög og stofnanir verði auðkennd með
kennitölum f stað nafnnúmera.
Árið 1987 verðurþvíumþóttunartímiíþessum
efnum og er óhjákvæmilegt, að bæði talnakerfin
verði notuð það ár meðan breytingamar eru að
eiga sér stað. Hins vegar er mikilvægt, að
breyting þessi verði sem fyrst og að allir aðilar
kappkosti að ljúka sem fyrst undirbúningi sfnum
fyrir upptöku kennitölu.
Hagstofan hefur nú samið við Skýrsluvélar
ríkisins og Reykjavíkurborgar (SKYRR) og
Reiknistofnun Háskóla íslands um að þessir aðilar
annist fyrir fyrirtæki og stofnanir skráningu
nafnnúmera og samsvarandi kennitalna á segul-
bönd eða disklinga svo og skráningu kennitalna
á móti nafnnúmerum í tölvuskrár stofnana og
fyrirtækja. Ennfremur munu nokkur einkafyrir-
tæki veita þessa þjónustu. Nánari upplýsingar um
þetta eru gefnar hjá leiðbeiningastöð SKÝRR í
síma 695100, hjá Reiknistofnun Háskólans í síma
25088 og á Hagstofunni í síma 26699. Þá má
nefna, að kennitölur fyrirtækja, félaga og
stofnana eru birtar í prentaðri fyrirtækjaskrá
Hagstofunnar. Kennitölur einstaklinga og
lögaðila verða ennfremur á skattffamtölum, og
þeim mun einnig fylgja sérstakt blað með
upplýsingum um kennitöluna.
Auk breytinganna á auðkennistalnakerfinu
hefur að undanfömu verið unnið að víðtækum
breytingum á tölvuskrám og tölvuvinnslu þjóð-
skrár og fyrirtækjaskrár. Þar má einkum nefna, að
nú hefur verið tekin f notkun ný nafnaskrá
þjóðskrár og fyrirtækjaskrár. Skráin inniheldur
bæði nafnnúmer og kennitölu. Þessi nýja skrá
er frábrugðin hinni eldri að því leyti sérstaklega,
að rými fyrir nöfn einstaklinga er 31 stafur í stað
23 í eldri skrá og auk þess er öllum fslenskum
bókstöfum beitt. Þessar breytingar valda því að
þeir aðilar sem nota nafnaskrá þjóðskrár og
fyrirtækjaskrár beint við tölvuvinnslu, verða að
breyta skrám sínum og hugbúnaði til samræmis
við þessa breytingu. Breytingamar á nafnaskránni
gera einnig kleift, að lagfæra nafnritun þar sem
hún hefur verið brengluð og að laga skammstöfun
nafna. Að þessu hefur verið unnið en víst er að
þetta hefur ekki tekist til fulls. Hagstofan mun því
leita eftir ábendingum um leiðréttingar með blaði
því, sem fylgir skattframtölum 1987.
Fyrr á þessu ári bað Hagstofan um nafn á
hinni nýju auðkennistölu. Margar og góðar
ábendingar hafa borist og meðal þeirra má nefna
auðkennisnúmer, persónunúmer, eigintala, einka-
tala, kennitala, manntala, séitala, mark, tölnafn og
tölunafn. Hagstofan hefur ákveðið að nota orðið
kennitala sem nafn á auðkennistölu þjóðskrár
og fyrirtækjaskrár og mælir með þvf að það heiti
verði tekið upp almennt.
Hagstofan vill að lokum hvetja alla sem beita
auðkennistölum þjóðskrár og fyrirtækjaskrár við
tölvuvinnslu og ekki hafa enn gert nauðsynlegar
ráðstafanir vegna ofangreindra breytinga til þess
að hefjast þegar handa við undirbúning þeirra.
Hið sama á við um þá aðila, sem skrá
auðkennistölur f viðskiptum sfnum, svo sem á
eyðublöðum, bókhaldsgögnum o.þ.h.