Hagtíðindi

Ukioqatigiit

Hagtíðindi - 01.12.1986, Qupperneq 22

Hagtíðindi - 01.12.1986, Qupperneq 22
338 1986 MamrQöldi í sóknum landsins 1960-85. í öllum gömlum skýrslum um manntöl hér á landi var sldpting mannfjöldans eftir búsetu byggð á sóknum. Prestar sáu um að telja menn og gera um það skýrslu, hver í sínu kalli, og voru þær grundvöllur að töflugerðinni. Það er fyrst í hag- skýrsluheftinu um manntalið 1910 að sveitar- félögin eru höfð fyrir grunneiningar, og hefur því verið haldið áfram í öllum manntalsskýrslum og einnig í mannfiöldaskýrslum Hagstofunnar, sem ná frá 1911. I manntalsskýrslunum hefur jafn- framt verið sýndur mannfjöldinn í þjóðkirkju- sóknum, og svo var einnig í mannQölda- skýrslunum fram til 1950. Eftir 1950 hefur eina heimildin um mannfjölda f öllum sóknum landsins verið manntalið 1960. í Mannfjöldaskýrslum árin 1961-70 eru sýndar í 5. yfirliti tölur um mann- fjöldann í prófastsdæmum og prestaköllum 1. desember 1970. í þjóðskránni, sem árlegar tölur Hagstofunnar um mannfjöldann byggjast á, hefur eklri verið að finna upplýsingar um það hvaða sókn hvert hús tilheyrði, nema í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði og á Akureyri. Eru tölur um skiptingu mannfjöldans á sóknir á þessum stöðum últækar fyrir árin 1973-74 og 1976-85 efdr því sem við á, svo og fyrir árin 1965 og 1970 hvað varðar Reykjavík. Vorið 1985 voru samþykkt á Alþingi tvenn lög sem varða þjóðkirkjusóknir. Önnur eru um kirkjusóknir (nr. 25 3. júní 1985) og hin um sóknargjöld (nr. 81 2. jú£f 1985). Þessi lög ollu því að nauðsynlegt var að skrá í þjóðskránni hvaða kirkjusókn hver maður á landinu tilheyrir, og er þvf nú unnt að skipta öllum mannfjöldanum á kirkjusóknir, og liggur skýrsla um það efni nú fyrir. Auk þess sem það varðar sóknimar sjálfar allnokkru hver mannQöldi er í þeim, vinnst það með hinni nýju töflugerð að upplýsingar fást um mun smærri landfræðilegar einingar en áður, eink- um þegar skipt er basði á sóknir og sveitarfélög. Sums staðar á landinu falla sóknir og sveitarfélög að verulegu leyti saman en annars staðar alls ekki. í fyrri töflunni hér á eftir er sýndur mann- fjöldinn í sóknum árin 1960-85 í þeim fjórum kaupstöðum sem áður var getið. í síðari töflunni eru tölur fyrir allar sóknir landsins 1985 og 1960, en það er sem fyrr segir síðasta árið, icm sókna- tölur voru til fyrir áður en nýju þjóðskrár- upplýsingamar komu til. Tölumar fyrir 1960 em samkvæmt manntalinu þá, en sfðari tölur eru þjóð- skrártölur samkvæmt upphaflegri íbúaskrá 1. desember, og því unnar úr sama efnivið og svo- kallaðar bráðabirgðaíbúatölur fyrir sveitarfélögin, sem koma út snemma árs. Talsverðar breytingar hafa orðið á skdpan sókna, prestakalla og prófastsdæma síðan 1960, og er þeirra getið í skýringargreinum á eftir töflunni. Lög nr. 35 9. maí 1970 um þetta efni gilda nú að svo miklu leyti sem þau fara ekki í bága við nýju lögin frá 1985. Með gildistöku laganna 1970 breyttust strax mörk prófastsdæma þar sem það átti við, en þar sem mörk prestakalla áttu að breytast bíður það þess að þau losni og skipað í þau á ný. í töflunni em notuð núverandi mörk prófastsdæma og prestakalla fyrir hvor tveggja árin sem sýnd em, en breytínga getið í skýringum, svo að unnt er að finna hverjar tölumar vom miðað við þáverandi mörk 1960. í hagskýrsluheftinu um manntalið 1960 em tvær töflur, nr. 4 og 5, sem sýna þetta. Sóknamörk hafa einnig breyst víða síðan 1960, eins og kemur ffarn í skýringunum. Tölur fyrir sóknimar em miðaðar við gildandi skiptingu á hvomm tíma, eftir því sem unnt er að koma því við. í Reykjavík hafa orðið svo miklar breytíngar á sóknamörkum, að þær tölur sem koma hér fram mega heita einskis nýtar til þess að sýna mann- fjöldaþróun á einstökum svseðum innan borgar- innar. Betri upplýsingar um hana er að finna í Ár- bók Reykjavíkurborgar, sem Fjármála- og hag- sýsludeúd Reykjavíkurborgar gefur ÚL Eftirfar- andi tölur em úr Árbók Reykjavíkurborgar 1985, og vísast til hennar varðanth nákvæm hverfamörk: 1960 1965 1970 1975 1980 1985 Rcykjavík alls 72.273 77.973 81.561 84.419 83.449 89.767 Vcsturbær (HringbrauL Lskjargata) 8.979 7.938 6.877 5.873 5.378 5.489 Vcsturbær (Hringbraut, flugvöllur) 8.628 8.872 8.615 7.542 7.162 8.573 Austurbœr (Lskjargata, Hringbraut, Snonabraut) 13.801 11.809 9.836 8.223 7.070 7.137 Austurbær (SnorrabrauL MiklabrauL Kringlumýrarbraut) 7.040 7.617 6.520 5.824 5.022 5.063 Austurbær (flugvöllur, MiklabrauL Kringlumýrarbraul) 5.974 6.113 5.276 4.588 4.126 4.339 Noröurbær (Laugames) 6.129 6.080 5.384 4.595 4.214 4.035 Norðurbær (Laugarás, Langholt norðurhluti) 6.056 6.535 7.388 6.582 5.560 5.291 Norðurbær (Langholt suðurhluti, Vogahverfi) 6.308 7.466 6.443 5.225 4.205 4.037 Suðurbær (Háaleitishverfi) 115 4.439 4.899 4.226 3.606 3.264 Suðurbær (Kringlumýri, Bústaðahverfi) 7.491 9.312 8.288 7.794 6.868 6.866 Suðurbær (Fossvogur) 927 881 3.410 4.550 4.056 4.147 Breiðholt (Neðra-Breiðholt) 29 18 4.040 5.625 5.002 4.552 Breiðholt (Seljahverfi) 513 6.299 8.994 Bieiðholt (Fella- og Hólahverfi) 6 8.972 10.709 11.062 Árbæjar- og Seláshverfi 643 691 4.385 4.043 3.959 5.922 Grafarvogur ... 744 Óstaðsettir f Reykjavfk 153 202 194 244 213 252

x

Hagtíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.