Hagtíðindi

Volume

Hagtíðindi - 01.12.1986, Page 31

Hagtíðindi - 01.12.1986, Page 31
1986 347 Mannfjöldi eftir kyni, aidri og hjúskaparstétt 1975-85. Skipting mannfjöldans eftir kyni, aldrí og hjú- skaparstétt er meðal mikilvægustu atríða mann- fjöldaskýrslna. Hún er það vegna hvors tveggja, upplýsingagildis þessara mannfjöldatalna sjálfra og almenns viðmiðunargildis þeirra vegna ýmiss konar verkefna. Upplýsingagildið felst í þvf að kyn, aldur og hjúskaparstétt einstaklings upplýsir að nokkru leyti stöðu hans f samfélaginu, hagi og þarfir, og að samsetning mannfjöldans eftir kyni, aldri og hjúskaparstétt upplýsir að nokkru leyti gerð samfélagsins, hagi þess og þarfir. Almennt viðmiðunargildi hafa þessi þtjú einkenni einstakl- ings og mannfjölda af tveimur meginástæðum. Annars vegar er það vegna hinna fjöldamörgu tengsla þeirra við önnur einkenni á sviði náttúru- og félagsvísinda, sem sýnt hefur verið fram á í þeim greinum. Hins vegar er það vegna þess að þau eru einhlítari til skráningar og talningar en önnur einkenni, einkum félagsleg, sem kunna að hafa jafnmikið gildi og þau vegna röklegra tengsla, en erfiðara er að henda reiður 1 Kyn og aldur eru líffræðileg einkenni og óháð ytri áhrifum, og hjúskaparstétt, sem er félagslegt einkenni, breytist aðeins með lögformlegum hætti. Það hefur verið spurt um kyn, aldur og hjú- skaparstétt við öll aðalmanntöl sfðan 1703 og unnar ýmiss konar töflur úr. Síðan 1974 hafa verið gerðar árlegar mannfjöldatöflur, sem sýna kyn aldur og hjúskaparstétt eftir þjóðskrá 1. desember, og birtur útdráttur úr þeim f Hag- tfðindum, sfðast f janúarblaði 1986. Reiknaðar tölur miðað við árslok hafa verið unnar eftir þessum töflum og birtar, síðast í júlíblaði Hagtíðinda 1986. Áætlaðar tölur eru til fyrir einstök ár fyrir 1974, og voru töflur með ársloka- tölum og meðalmannfjöldatölum birtar í Mann- fjöldaskýrslum 1961-70 (hagskýrsluhefti nr. 11,61). Þar var þó aðeins birt skipting eftir kyni og aldri. Töflur yfir meðalmannfjölda árin 1971—80 eftir kyni, aldri og hjúskaparstétt liggja fyrir f handriti og verða birtar í Mannfjölda- skýrslum 1971-80, sem koma út á næsta ári. Tölur um meðalmannfjölda árið 1981 og síðan hafa birst með árslokatölunum f Hagtfðindum (sjá júlíblað Hagtíðinda 1986). Rétt er að nota ársloka- tölumar til viðmiðunar, þegar um er að rasða stöðu f lok árs, en meðalmannfjöldatölur þegar fengist er við stöðu á miðju ári eða fundnar tíðnitölur yfir árið. Mannfjöldatölur þær, sem notaðar eru f þessari grein, eru: 1. 1975-85 reiknaðar árslokatölur, sem birst hafa í Hagtíðindum. 2. 1970 reiknaðar árslokatölur, þar sem skipting á kyn og aldur er reiknuð á sama hátt og 1975-85, en skipting á hjúskaparstétt er reiknuð aftur á bak frá árslokatölum 1974. 3. 1940,1950 og 1960 manntalstölur 1. desember (1940 2. desember). Mannfjöldinn skdptist á kyn sem hér segir árin 1940-85: 1940 1950 1960 1970 1975 1980 1985 Mannfjöldi alls 121.474 143.973 175.680 204.834 219.262 229.327 242.203 Kariar 60.325 72.249 88.693 103.566 110.753 115.583 121.721 Konur 61.149 71.724 86.987 101.268 108.509 113.744 120.482 Karlar á móti 1.000 konum 987 1.007 1.020 1.023 1.021 1.016 1.010 Á fslandi hafa fæðst að jafnaði (1851-1985) 5,9% fleiri sveinar en meyjar. Samt hafa konur verið fleiri en karlar lengst af, en síðan 1950 hafa karlar verið 1-2% fleiri en konur. Áður fyrr olli há dánartfðni ungbama þvf, að kynhlutfollin snemst við, því að dánartíðni sveinbama er meiri en meybama. Nú er það hærri dánartíðni karla en kvenna í öllum aldursflokkum sem dregur úr umframtölu karla. Tafla 1 sýnir skiptingu mannfjöldans í nokkra stóra aldursflokka 1940-85 og fjölgun í þeim, svo og sams konar tölur fyrir fyrir fólk á aldrinum 15-64 ára og á öðmm aldri. Það er alþjóðleg hefð að telja 15-64 ára fólk á verkfæmm aldri. Áf töfl- unni sést, að hlutfall bama innan 15 ára aldurs er lægra árið 1985 en það hefur verið áður á því tíma- bili sem taflan nær yfir, en hlutfall roskins fólks og aldraðs, 65 ára og eldra, hærra en áður. Fjölgunartölumar sýna hvemig hlutfallslegar breytingar á stærð árganga hafa áhrif á sam- setningu mannfjöldans. Fámennari árgangar eftir 1970 en að jafnaði áratugina tvo á undan valda fækkun bama á grunnskólaaldri 1971-85. Fjölg- un fæðinga 1940 til 1960 olli milrilli fjölgun fólks á bamaskólaaldri 1951-60, á framhaldsskólaaldri 1961-70 og á þeim aldri, sem tengist fjölskyldu- myndun, húsnæðisöflun og upphafi atvinnuþátt- töku 1971-85. Geysimikil fjölgun aldraðra, 80 ára og eldri, 1971-85 endurspeglar fjölgun fæðinga og minni ungbamadauða að loknum harðindaámm fyrir 1890, svo og lækkandi dánartíðni í öllum aldursflokkum undanfama áratugi. í töflu 2 er sýnd skipting mannfjöldans eftir kyni og 5 ára aldursflokkum 1975,1980 og 1985.

x

Hagtíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.