Hagtíðindi

Árgangur

Hagtíðindi - 01.03.1988, Blaðsíða 21

Hagtíðindi - 01.03.1988, Blaðsíða 21
1988 113 Vinnuaflsnotkun á árinu 1986, Hér á eftir eru settar fram í fimm töflum niður- stöður úr skattgögnum um tölu vinnuvikna eftir atvinnugreinum og stöðum á landinu á árinu 1986. í fyrri yfirlitum Hagtíðinda um vinnuvikur hafa birst mjög ítarlegar skýringar og athugasemdir við það talnaefni sem hér um ræðir, einkum um þær breytingar, sem orðið hafa á skráningu vinnuvikna ffá einu ári til annars. Þeim skýringum, sem varða breytingar á skráningarreglum fyrri ára, er sleppt hér og vísast um þær tíl júníblaða Hagtíðinda árin 1984 og 1985. Hér á eftir er í lesmáli fyrst fjallað almennt um atvinnugreinaflokkun Hagstofunnar, þá eru settar fram nokkrar skýringar við töflumar fimm og loks er fjallað í stuttu máli um helstu niðurstöður þessara vinnuaflsmælinga. Atvinnugreinaflokkun Hagstofunnar. Það flokkunarkerfi fyrir atvinnugreinar, sem Hagstofan hefur beitt, er að stofni reist á hinni sam- ræmdu atvinnugreinaflokkun Sameinuðu þjóðanna ffá árinu 1958. Á ensku máli er þessi flokkun oftast nefnd með skammstöfuðum hætti, ISIC (Intema- tional Standard Industrial Classification of All Economic Actívities). Þessi flokkun var endur- skoðuð á árinu 1968 og var hin endurskoðaða flokkun tekin upp í flestum ríkjum eftir það. Hér á landi hefur henni eingöngu verið beitt af Hagstof- unni við manntalið 1981 og jafnframt hefur Þjóð- hagsstofnun birt í Atvinnuvegaskýrslum endur- flokkaðar vinnuaflstölur í samræmi við ISIC ffá 1968. Að undanfömu hefur Hagstofan unnið að endurskoðun atvinnugreinaflokkunarinnar með það fyrir augum að takaupp nýja flokkun, sem reist yrði á ISIC frá 1968. Á hinn bóginn hefur nú um nokkurt skeið verið unnið að endurskoðun hins alþjóðlega kerfis á vegum Sameinuðu þjóðanna, og er nú gert ráð fyrir, að nýtt flokkunarkerfi verði samþykkt innan fárra ára. Hagstofan gerir ráð fyrir, að í stað þess að taka hér upp nýja atvinnugreina- flokkun byggða á ISIC frá 1968 verði nýtt flokkun- arkerfi byggt á þeirri endurskoðun á ISIC, sem nú er langt á veg komin hjá hagstofu Sameinuðu þjóð- anna. Þær tölur um vinnuvikur á árinu 1986, sem hér em birtar í töflum 1-3, em samkvæmt hinni venjulegu atvinnugreinaflokkun Hagstofunnar og því sambærilegar við tölur fyrri ára. Töflur 4 og 5— en þær vom birtar í fyrsta sinn fyrir árin 1982 og 1983 í júníblaði Hagtíðinda 1985 — sýna hins vegar endurflokkun atvinnugreina á meginflokka í samræmi við ISIC frá 1968. Helstí munurinn á þessum kerfum er sá, að ýmsar viðgerðargreinar, sem teljast til iðnaðar eftir flokkuninni frá 1958, em taldar tíl þjónustu eftir ISIC frá 1968. Þá má geta þess, að sú sundurgreining atvinnustarfsemi á fyrirtæki, hið opinbera og aðra starfsemi, sem beitt er í töflum 4 og 5, er í samræmi við þjóðhags- reikningakerfí Sameinuðu þjóðanna frá 1968, sem nú hefur verið tekið upp hér á landi. Skýringar við töflur. Skýringar við töflu 1. 1) Tölur um vinnuvikur em fengnar úr skrám skattstofanna eftir upplýsingum á launamiðum. Sé upplýsingum á launamiðum frá launagreiðendum um starfsgrein launþega ábótavant—en það kemur oft fyrir — ákveður starfsfólk skattstofanna at- vinnugreinamerkinguna eftir líkum. { þessum tilvikum gætír tílhneigingar tíl þess að atvinnu- greinamerking ráðist eingöngu af aðalrekstri fyrirtækis og ekki skeytt um ffekari atvinnugreina- skiptingu fyrirtækisins. í þessu sambandi máeinnig geta þess, að sé vinnutíma á launamiðum einstak- linga ekki getíð, áætlar skattatofan vikukaup viðkomandi launþega og deilir þeirri upphæð í ffamtaldar tekjur hans, og er þar með fengin áætluð lengd vinnutímans. 2) Vinnuvikur bænda svo og annarra einstak- linga með eigin rekstur eru ákvarðaðar í sama hlutfalli og reiknað endurgjald er ákvarðað miðað við launuð störf. Eiginkonum bænda eru reiknaðar vinnuvikur í sama mæli og bændum þeirra og án tíllits tíl þess hvort eða í hvaða mæli þær hafa unnið við búrekstur. Þessi aðferð hefur í för með sér, að vinnuvikur í búrekstri eru oftaldar miðað við aðrar greinar og yfirleitt eru þær því leiðréttar í yfirlits- töflum um vinnuafl, eins og gert er hér í töflum 3,4 og 5. 3) Vinnuvikur bflstjóra í þjónustu annarra flokk- ast til þeirrar greinar, sem viðkomandi fyrirtæki tilheyrir. Skýringar við töflu 2. 1) Þegar fyrirtæki starfar í fleiri en einu sveitar- félagi erreynt að skipta starfseminni niður, þannig að hún teljist í þeim kaupstað eða sýslu, sem hún fer ffam. Þetta er þó oft ógerlegt, og má hér einkum nefna byggingarfyrirtæki, ýmsar verklegar fram- kvæmdir ríkisins svo og sláturhús. Hér verður því oft að telja alla starfsemina í því umdæmi, þar sem fyrirtækið hefur aðalaðsetur. Þetta hefur m.a. í för með sér, að hlutur Reykjavíkur er mjög oftalinn. 2) Meginreglan um skiptingu vinnuvikna milli umdæma (þ.m.t. milli Reykjavíkur og nágranna- sveitarfélaga) er sú, að þær eru taldar til þess um- dæmis, þar sem starfsemin fer fram, þ.e. flokkað er eftir starfsstað en ekki bústað. Frá þessari reglu verður þó að víkja þegar í hlut eiga ýmsir einstak- lingar með sjálfstæða starfsemi (t.d. endur- skoðendur, lögmenn, iðnaðarmenn), sem starfa í [Framhald á bls. 119]

x

Hagtíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.