Hagtíðindi

Árgangur

Hagtíðindi - 01.05.1992, Blaðsíða 40

Hagtíðindi - 01.05.1992, Blaðsíða 40
222 1991 Mannfjöldamyndrit 31. desember 1991 Population diagrams as of31 December 1991 Hér eru tvær my ndir af mannfjöldanum í árslok 1991, og eru þær teiknaðar eftir töflunni á bls. 217—219 nema hvað notaðar eru tölur fyrir hvem árgang í staðinn fyrir 5 ára hópa. Fyrri myndin er hefðbundinn aldurspýramíði, en í honum fá öll aldursbil jafnháa bjálka, en lengd bjálkanna ræðst af fjölda karla og kvenna á hverjum aldri. Er því auðvelt að lesa úr honum mismunandi fjölda karla og kvenna, hvorra um sig, eftir aldursskeiðum. Hins vegar getur verið erfitt að sjá mismun á tölu karla og kvenna á einstökum aldursbilum, og einnig er erfitt að átta sig á hlutdeild fólks á einstökum aldursskeiðum í heildarmannfjöldanum. Á þeirri mynd, sem er á næstu síðu er mannfjöldanum skipt hlutfallslega eftir kyni, aldri og hjúskajiarstétt. Er honum skipt í 100 jafnstóra flokka eftir aldri. I yngri hluta mann- fjöldans kemur því minna en einn árgangur í flokk, en í elsta hundraðshlutann koma 18,2 árgangar. Hverjum slíkum aldurshundraðshluta er síðan skipt hlutfallslega eftir kyni og hjúskaparstétt. Til glöggvunar eru teiknaðar línur langsum og þversum yfir myndina sem afmarka hver 10% mannfjöldans. I hverjum reitsemþærmyndaerþví l%hanseða 2.597 íbúarfaukalínur eru settar til þess að afmarka elsta hundraðshlutann og 5 elstu, og koma 260 íbúar í hvern efstu reitanna). Af myndinni sést, að karlar eru yfirleitt í meirihluta á hverjum aldri fram y fir fimmtugt, en hlutfall kvenna fer síðan síhækkandi, enda falla karlar að jafnaði fyrr frá. Því er mjög mikill hluti elsta aldurshundraðshlutans áður giftar konur, aðallega ekkjur. Einnig sést að ógift fólk er fleira í efstu aldursflokkunum en meðal miðaldra fólks, enda var það tíðara fyrst á öldinni að fólk gengi ekki í hjónaband en varð síðar. Myndin sýnir einnig að við rúmlega 30 ára aldur færist maður úr yngri hluta landsmanna í þann eldri. Árið 1980 voru þessi mörk við 27,0 ár, 1970 við 24,5 ár, 1960 við 25,2 ár og 1950 við 26,4 ár. Mannfjöldi innan kosningaraldurs er tæplega 30% landsmanna, og til elsta tíunda hluta landsmanna teljast allir sem orðnir eru 66 ára. Mannfjöldi 31. desember 1991 eftir kyni, aldri og hjúskaparstétt Population on 31 December 1991 by sex, age and marital status 95 ára og eldri 90=94" ára 85-89 ára 80-84 ára 75-79 ára 70-74 ára 65-69 ára 60-64 ára 55-59 ára 50-54 ára 45-49 ára 40-44 ára 35-39 ára 30-34 ára 25-29 ára 20-24 ára 15-19 ára 10-14 ára 5-9 ára 0-4 ára ^//ÁW^ Ógift fólk B52SKS I =5000 íbúar Aður gift fólk 1--------------- Gift fólk

x

Hagtíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.