Baldur - 19.12.1942, Qupperneq 1

Baldur - 19.12.1942, Qupperneq 1
BALDUR ÚTGEFANDIi SÓSÍ ALISTAFÉLAG ÍSAFJARjÐAR Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sig. S. Thoroddsen. Prentstofan ísrún. ísaHörður, 19. des. 1942 12. tölublað. VIII. ÁRG. Rikisstjóri skipar nýja rikisstjórn. Afstaða Sósíalistaflokksins til myndunar þingræðisstjórnar. Ríkisstjóri Islands hefur skipað nýja ríkisstjórn. Er hún skipuð fjórum utanþings- mönnum, þeim Birni Þórðar- syni, lögmanni, sem er forsæt- isráðherra, Einaii Arnórssyni, hæstaréttardómara, sem er dómsmálaráðherra, Vilhj álmi Þór, bankastjóra, sem er utan- ríkis- og atvinnumálaráðherra og Birni Ólafssyni, stórkaup- manni, sem er viðskiptamála- og fj ármálaráðherra. Hinn nýi forsætisráðherra hefur tjáð Jjingheimi, að fimmti ráðherr- ann muni verða skipaður inn- an skamms, og mun sá eiga að fara með félagsmálin. Forsaga Jiessarar stjórnar- myndunar er, eins og öllum mun vera kunnugt, sú, að Bík- isstjóri fór Jtess á leit við flokk- ana, áður en Alþingi kom saman, að hver flokkurinn út- néfndi tvo menn til að reyna að koma á fjögra i'lokka stjórn. Urðu allir flokkar við Jtessari málaleitan, en eftir marga fundi varð sýnt, að ókleift var á þessu stigi máls- ins, að mynda stjórn með full- trúum frá öllúm fjórum flokk- unum. Beyndi Ríkisstjóri því næst að fá formann hvers i'Iokks fyrir sig til að mynda stjórn og ennfremur fór hann J>ess ó lcit við forseta Samein- aðs J)ings, Harald Guðmunds- son, en allt kom fyrir ekki. Samkomulag náðist ekki. Og mun Rikisstjóri J)ví hafa talið allar leiðir lokaðar til mynd- unar þingræðislegrar stjórnar og gripið til þess óyndisúrræð- is, að skipa utanþingsstjórn, sem ekki hefur ákveðinn þing- meirihluta að baki sér. Að svo stöddu skál engu spáð um hina nýju stjórn, en heldur þykir Baldri sú ráð- stöfun vafasöm, að skipa sem ráðherra viðskiptamála og fjármála þann manninn, sem skeleggast hefur barist fyrir hagsmunum heildsalaklíkunn- ar íslenzku. Andstæðingar Sósíalista- flokksins í öllum gömlu þjóð- stjórnarflokkunum aja mjög á því, að þingræðisstjórn hafi ekki verið hægt að setja á laggirnar vegna afstöðu sósí- alista. Ekkert er fjær sanni. Sósíalistar vildu og vilja enn taka þátt í stjórnarmyndun með hvaða flokki, sem er, eða hvaða flokkum, sem er, en að- eins undir vissum, ákveðnum skilyrðum. Sósíalistar vilja að gerður verði ákveðinn róttæk- ur málefnasamningur, sem birtur verði fyrir þjóðinni í heild. . Hinir þingflokkarnir vilja J)etta ekki, J)vi J)eir vilja al' gömlum vana hafa mögu- leikann opinn til svikráða gegn kjósendum sínum. Allt ástand hér á landi er orðið mjög svo ískyggilegt. Þetta alvarlega ástand varð til undir stjórn þjoðstjórnar- flokkanna, sem létu stríðs- gróðann flæða taumlaust í hendur örfárra einstaklinga, og sem beindu öllum viðski])l- um í farveg glysvarnings, vegna J)ess að J)ar skapaðist mestlu• gróðinn fyrir inn- flytj endurna. Þj óðstj órnar- flokkarnir einir l)era því á- byrgðina á þessu alvarlega á- standi i þjóðfélagsmálum okk- ar íslendinga. Til þess að ráða hót á J)essu ástandi þarf róttæka og sterka stjórn. Só- síalistaflokkurinn hefur kom- ið fram til kosninga með á- kveðnar róttækar tillögur til úrbóta. Þjóðin vill J)essa rót- tækni, sem Sósíalistaflokkur- inn hefur borið fram. Það sýna hinir glæsilegu sigrar flokksins á J)essu ári. Fólkið vill, að gripið verði föstum tökum á málum, en ekki neitt hopp og hí, eins og varð t. d. undir stjórn „hinna vinnandi stétta“ á árunum 1934—38. Ef Sósíalistaflokkurinn myndaði stjórn með hinum flokkunum nú, án þess að fullt samkomu- lag væri fyrir hendi um rót- tækan málefnagrundvöll og full trygging væri i'yrir því, að þessi málefni kæmust í fram- kvæmd, þá væri hann þar með að svíkjast að þjóðinni, sem einmitt heimtar fösl hand- tök. Minnumst bara stjórnar Framsóknar og Alþýðuflokks- ins 1934—1938. Ekki vantaði að sú stjórn hefði öruggan þingmeirihluta að haki sér, og ekki vantaði að gefin höfðu verið mörg og mikil loforð, en hvað varð úr efndum? Litið sem ekki neitt til handa ís- lenzkri alþýðu. Og hvers- vegna? Vegna þess, að enginn ákveðinn málefnasamningur var fyrir hendi og engin trygg- ing fyrir því, að þau fáu mál, sem um hafði verið rætt, yrðu framkvæmd. Ef Sósíalista- flokkurinn fetáði í dag í fót- spor Framsóknar og Alþýðu- flokksins, þá væri hann að ganga á gefin loforð sín við vinstri kjósendur landsins. í þessu sambandi má minna á, að Jiegar útséð var, að ekki var fyrir hendi möguleiki til myndunar fjögra flokka þing- ræðisstjórnar, en allir flokk- arnir höfðu liinsvegar birt stefnuskrár sínar, sem í sum- um atriðum dýrtíðarmálanna fóru saman, þá stakk Sósial- istafl. upp á þeirri lausn, að allir flokkarnir sameiginlega bæru fram á Alþingi tillögur til úrbóta á J)ýðingarmesta málinu, dýrtíðarmálinu, og kæmi það eitt í tillögurnar, sem allir flokkar höfðu lýst yfir samþykki sínu. En þar til þingræðisstjórn kæmist á lagg- irnar skyldi skipa utanþings- stjórn í samráði við þing- flokka, fyrirbrigði, sem al- þekkt er i þingræðislöndum. Framsókn lýsti yfir samþykki sínu við þessar tillögur Sósíal- ista, en íhaldið og kratar felldu J)ær. Sýnir þetta vel einlægni þessara gömlu samherja, i- haldsins og kratanna, til að ráða bót á mestu meinsemd- inni í ísl. þjóðlífi, dýrtíðinni. En hver voru nú skijyrði Sósíalistaflokksins fyrir J)átt- töku í ríkisstjórn? Jónas frá Hriflu hefur heimskað sig á því (eftir að blaðstjórn hans eigin blaðs, Tímans, hafði tek- ið fram fyrir hendur honum, og látið brenna heilu upplagi af Tímanum vegna ritsmíðar Jónasar) að segja, að skilyrði „kom'múnista" hafi verið það, að íslenzka ríkið segði Hitler- Þýzkalandi stríð á hendur. Auðvitað er J)etta hin mesta firra, eins og við m,átti búast frá þessum herramanni. Skil- yrðin, sem Sósialistafl. setti voru í aðalatriðum þessi: Dýrtíðarmálin: Afnumdir verði tollar á öll- um nauðsynjavörum meðan stríðið stendur og tekin upp skömmtun á nauðsynjavörum, sem skortur er á. Stefnt verði að þvi að hækka gengi ísl. krónu án þess þó að smáframleiðendur bíði tjón við þá ráðstöfun. Komið verði á landsverzlun, er annist alla utanríkisverzlun meðan stríðið stendur og sem láti nauðsynlegasta innflutn- inginn sitja í fyrirrúmi. Kaupgjaldið um allt land verði samræmt með frjálsum samn- ingum við verklýðsfélögin. Otreikningur vísitölunnar verði endurskoðaður. Samningar verði gerðir við fulltrúa bænda um fast afurða- verð og verðuppbætur, með það fyrir augum að ákveðið frumverð á landbúnaðarafurð- um geti haldist út’striðið, en hækki eins og kaupið, sam- kvæmt dýrtíðarvísitölu. Skattur á stríðsgróðann verði hækkaður. Strangt eftirlit með útlán- um bankanna. Sala fasteigna, skipa, og jarða í gróðabrallsskyni verði bönnuð meðan stríðið stendur yfir, til J)ess að stöðva i'ast- eignabraskið með öllu og koma í veg fyrir að stríðsgróðamenn- irnir geti sölsað undir sig meg- inhluta J)jóðarauðsins. Verðeftirlitið verði stórum endurbætt. Fastasamningur verði gerð- ur við verklýðssamtökin til J)ess að tryggja nauðsynlegum atvirtnuvegum nægilegt vinnu- afl. Þetta eru J)á skilyrðin, sem flokkurinn setti í dýrtíðarmál- um, fyrir þátttöku í ríkis- stjórn. Róttæk skilyrði, en hér duga ekki nein vetlingatök, ef bót á að fást. Ennfremur voru

x

Baldur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.