Baldur


Baldur - 24.06.1944, Blaðsíða 3

Baldur - 24.06.1944, Blaðsíða 3
B A L D U R 63 Haraldur Guðmundsson: Ávarp sjómanna flutt á lýðveldishátíð á ísa- firði 17. júní 1944. Isfirðingar! I dag — á stofndegi hins is- lenzka lýðveldis — höfum vér Islendingar margs að minnast. Frelsisþrá forfeðra vorra varð grundvöllur þess, að þeir fluttu hyggð sína og hú, um sollinn sæ, á smáskipum til hins litla útskers norður Atlandshafsins, sem þeir nefndu Island. Þeir skópu hér þjóðveldi og hófu skipulegt'þinghald og lögsqgn á Þingvöllum árið 930. Þjóð- veldi þetta stóð með miklum blóma röskar þrjár aldir, eða til ársins 1262, að það i endir þeirfar víga- og vargaldar, sem Sturlungaöld hefur nefnd verið, leið undir lok. Á Alþingi sumarið 1262 var samþykkt að leggja niður þjóðveldið og játa land og lýð undir yfirráð Hákonar Noregskonungs og arfa hans. Var það gert sam- kvæmt ákvæðum Gamla sátt- mála. Frá þessum tima og til þessa dags, þ. e. a. s. í 682 ár hefur Island lotið erlendum yfirráðum. Þetta hartnær sjö alda tíma- bil hefur þjóð vor átt að búa við harðrétti og plágur. Plág- ur, sem hún vart fékk staðist. En gegnum allar þessar hörm- ungar liðinna alda, hefur þó * arfur forfeðra vorra, hin Hannibal og Kristján konungur X. I löngu greininni hans Þór- leifs Bjarnasonar í síðasta Skutli segir svo: „... barátt- an snerist aðallega gegn tveim persónugerfingum Islandsó- hamingj u — Kristj áni konungi X. og Hannibal Valdimarssyni, skólastj óra“. Þetta er ákaflegá napurt háð um veslings Hanni- bal og kemur þaðan, sem þess var sízt að vænta, og ekki verð- ur séð hvers hinn ágæti danski þjóðhöfðingi, Kristján konung- ur, á að gjalda,-að hann er smáður með því að vera nefnd- ur samhliða manni eins og Hannibal, því um ekkert eru þeir líkir. Konungur vildi ekki afsala sér völdum vegna gam- alla erfðavenja, en hefur nú sýnt þá konungslund að árna Islendingum heilla með endur- heimt frelsi. Hannibal vill öllu ráða af einskæru monti og ekki myndi hann óska þeim til hamingju, sem tæki þau ráð af honum. S t a k a . Frelsi þjóðin fagna skal! Friður og eining ríkir. Hátt þó urri Hannihal, hunda-Bjarni og slikir. Skíðamaður hafði ritað vísu þessa á skafl. glæsta glóð frelsisins lifað, þjóðinni hefur því auðnast fyrir atheina sinna beztu sona, á hverjum tíma, að stefna að því marki, að vinna sér fullt frelsi á’ný. I dag er þvi marki náð. Vér stofnum sjálfstætt ís- lenzkt lýðveldi. Það er ósk vor og von, að sjálfstæði þjóðar- innar megi um allar aldir verða öllum landsins börnum, öldnum og óbornum, til ham- ingju og blessunar. Á þessum merku tímamót- um í sögu þjóðar vorrar þykir mér hlýða, þar- sem ég tala hér sem fulltrúi sjómannastéttar- innar, að minnast með örfáum orðum hins merka braut- ryðj enda íslenzkrar endur- reisnar, Skúla Magnússonar, landfógeta. Skúli Magnússon var fæddur árið 1711 en and- aðist árið 1794. Landfógeti varð hann árið 1749. 1 því em- bætti naut hin karlmannlega einbeitni hans og atorka sín i fyllsta máta. Enda vann hann landi sínu-og þjóð ómetanlegt gagn. Framsýni Skúla Magnús- sonar í atvinnumálum þjóðar- innar, bæði til sjávar og sveita kemur greinlega fram, er hann — árið 1751 — bendir á nauðsyn þess, að landsmenn sjálfir eignist stór og góð skip. Sjálfur lét hann ekki sitja við orðin tóm, því vorið 1752 festi hann kaup á tveim skipum, eða duggum, eins og skipin voru nefnd, og voru skip þessi gerð út til fiskveiða þegar strax um sumarið og næstu sumur. Landsmenn áttu því kost á að kynnast nýbreyttni í útvegs- málum, sem hafði í för með sér aukna aflasæld, þar sem nú var hægt að sækja á djúp- mið. En þessi viðleitni Skúla Magnússonar mætti litlum skilningi af hendi landsmanna, eða jafnvel fyllsta tómlæti. Þó bar þessi viðleitni Skúla Magn- ússonar góðan árangur, þegar fram liðu stundir. Tími minn leyfir ekki að rakin séu fleiri grettistök, er Skúli Magnússon lyfti í þeirn átökum, sem hann átti við verzlunaráþ j án einokunar- tímabilsins. En þess er skylt að minnast, að með æfistarfi sínu lagði Skúli Magnússon hornstein þeirrar frelsishreyf- ingar, sem fyrir ötula starfsemi Jóns Sigurðssonar’ forseta, og margra annarra mætra manna, hefur nú náð árangri með stofnun hins íslenzka lj'ðveldis. Um leið og vér Islendingar fögnum frelsi og fullveldi þjóðarinnar, er okkur holt að minnast þess, hvað það var, sem olli upplausn hins forna þjóðveldis. Sýnuni að þjóð vor hafi elfst svo að manndómi og þroska, að lnin sé fær um að fjarlægja úr lífi sínu allt það, er til vanþroska leiðir, og sé fær um að standa sameinuð og einhuga í framtíðinni. Lifi hið unga islenzka lýð- veldi! Oþolandi ástand í Ástandið í samgöftgumálun- um liér við Isafjörð virðist ætla að verða jafn óþolandi í sumar og undanfarið. Flugvélin, sem hélt uppi ferðum hingað í vor, er nú hætt og verður höl'ð til síldar- leitar i sumar. Einu samgöngu- tækin, sem nú er um að ræða, eru því skipin og þá aðallega Esj an. Reynslan undanfarin sumur hefur verið sú, að hún hefur verið yfirfull af fólki af Norð- urlandi, þegar hún hefur kom- ið hingað og fólk héðan því ekki getað fengið pláss, og annað hvort orðið að sitja eftir eða hírast á þilfari á leiðinni og það oft án nokkurrar fyrir- hyggju. Ekki er annað sjáan- legt en að þetta ætli að endur- taka sig i sumar. Þetta ástand er óþolandi. Um það hefur oft verið kvartað, en árangurslaust enn sem komið er. Fyrir nokkru siðan átti rit- stjóri Baldurs viðtal um flug- mál við Þorleif Guðmundsson framkvæmdastjóra, afgreiðslu- mann Ríkisskips hér. Birtist það viðtal í næstsíðásta blaði Baldurs. I viðtali þessu barst talið einnig að samgöngumálum héi> vestra yfirleitt og þá einkum að því, hver ráð væru gegn því, að Isfirðingum er nú algerlega meinað að nota Esju á ferðum hennar suður og norður. I þessu sambandi sagði Þor- leifur, að hann hefði lagt til við forstjóra Ríkisskip, að Esja hefði viðkoniu á Sauðárkrók á norður og suðurleið, meðan hílfært væri norður. Gætu Norðlingar þá farið þaðan með bifreiðum suður og kom- ið að sunnan og síðan farið með Esju til Siglufjarðar og Akureyrar. Mætti auðveldlega haga ferðum bifreiðanna svo, Undanfarið hefur staðið í nokkru þjarki innan bæjar- stjórnar út af kröfu Sjó- mannadagsráðs Isafjarðar og Iþróttaþandalags Isfirðinga um að þessir aðilar fái að tilnefna menn í Sundlaugarnefnd og stjórn sundlaugarinnar þegar hún tekur til starfa. Sjómannadagsráðið byggði kröfu sína á því, að það hefði safnað allmiklu fé til sund- laugarinnar og ætti af þeim sökum réttlætiskröfu um íhlut- un að hyggingu hennar og rekstri. En þegar sýnilegt var að nokkur hluti bæj arstj órnar undir forustu Ilannibals Valdi- marssonar og Gríms Krist- geirssonar, liarðist gegn þess- ari réthnætu kröfu, neitaði Sjómannadagsráðið að af- samgöngumálum. að að þessu yrði mikil bót og miklu hentugra fyrir Norð- lendinga, sérstaldega Siglfirð- inga, sem eiga oft erfitt með að komast frá Akureyri og kjósa því heldur að fara með skipi að sunnan, en landleið- ina, sem þó er miklu fljótfarn- ari og ódýrari fyrir þá. Akur- eyringar eru aftur á móti það vel settir um samgöngur við Reykjavik, þar sem þeir eiga bæði kost bíla og flugvéla, að ástæðulaust er að þeir yfirfylli Esjuna á ferðum hennar suð- ur. Ekki sagðist Þorleifur hafa von um að eftir þessum uppá- stungum yrði farið eða úr þessu bætt á annan hátt. Skipa- kostur til viðbótar væri ekki fyrir hendi svo hægt væri að senda sérstakt skip hingað vestur. En hvort sem þessum tillög- um verður sinnt eða ekki þá er það staðreynd, að ástandið hér í samgöngumálum er óþolandi og full ástæða til að allar leið- ir séu reyndar til úrbóta. Bald- ur vill því taka undir þessa tillögu Þorleifs Guðmundsson- ar sem og hverja aðra tillögu, er miðar að lausn þessa vanda- máls. Hér í blaðinu í haust var lagt til að Esja færi aukaferð hingað einu sinni í mánuði, því var ekki sinnt. Nú er lit- lit fyrir að þessi tillaga Þor- leifs verði einnig hundsuð. Það er eins og þeir, sem sam- göngumálunum ráða, haldi, að fólk hér vestra þurfi ekki að hafa samgöngur við önnur hér- uð. Er þó fyll ástæða tíl að skip, sem hingað koma, megi verða fólki hér að sem mest- um nolum, þegar þess er gætt að Vestfirðir eru enn ekki komnir í akvegasamband landsins, og þess áreiðanlega langt að bíða að svo verði. henda það fé, sem það heí'ur safnað til laugarinnar og er í vörslu þess. I. B. I. taldi hinsvegar sjálf sagt að það hefði hönd í bagga með rekstri þessa íþróttamann- virkis. Mál þetta kom til loka af- greiðslu í bæjarstjórn 22. þ. m. Komu þar fram svohljóðandi tillögur: 1. Tillaga bæjarráðs frá 5. þ. m. út af erindi Sjómanna- dagsráðs Isafjarðar um þátt- töku þess í stjórn sundlaugar- innar: „Ot af þessu lcggur bæjarráð fyrir sundlaugarnefnd að lioða einn mann frá Skipstjórafélag- inu, einn frá Sjómannafélag- inu og einn frá Vélstjórafélag- inu á fundi sundlaugarnefnd- Sjómenn og íþróttamenn fá fulltróa f stjórn sundlaugarinnar.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.