Baldur - 24.06.1944, Blaðsíða 4
64
B A L D U R
Heillaóskir til
lýðveldisins.
Fjöldi heillaóska hefur
íslenzku þjóðinni borist
í tilefni af endurreisn lýð-
veldisins, hæði frá erlend-
um ríkj um, félögum og
einstaklingum erlendum
og innlendum.
Vér Islendingar fögnum
öllum þessum góðu óslcum
og þeim viðurkenningar-
og virðingarvotti, er þær
sýna. Sérstaklega fögnum
vér kveðj um frænda vorra
Dana, Norðmanna, Svía
og Færeyinga og skoðum
þær vott þess að samvinaa
þessara þjóða muni auk-
ast og eflast á komandi
tímum á grundvelli full-
komins sjálfstæðis þeirra
allra.
ar og hafi þeir þar bæði mál-
frelsi og tillögurétt. Séu menn
þessir tilnefndir af þessum
aðilum“.
Haraldur Guðmundsson lagði
fram svohljóðandi tillögu:
„Bæjarstjórn- samþykkir að
sérstök nefnd fari með stjórn
sundlaugarinnar þegar l)ygg-
ingu hennar er lokið og hún
tekur til starfa.
Nefnd þessi skal skipuð 5
mönnum kosnum af bæjar-
stjórn og séu 3 þeirra kosnir
innan bæjarstjórnar, en 2 sam-
kvæmt tilnefningu, annar frá
Sjómannadagsráði Isafjarðar
og hinn frá Iþróttabandalagi
Isfirðinga. Varamenn séu kosn-
ir og tilnefndir # eftir sömu
reglum“.
Við þessa tillögu Haralds
flutti Guðm. Hagalín svohljóð-
andi breytingatillögu:
„Sjómannadagsráð og 1-
þróttabandalagið nefni til tvo
menn hvort um sig, og geti
bæjarstjórn valið á milli j)ess-
ara tveggja manna frá hvorum
aðila, enda verði sá, sem bæj-
arstjórn ekki kýs sem aðal-
mann, varamaður i nefndinni“.
Einnig kom fram viðauka
tillaga frá Birgi Finnssyni er
hljóðar svo:
„Með samþykkt þessarar til-
lögu telur bæjarstjórn fullnægt
skilyrðum Sj ómannadagsráðs,
sem fram koma í brefum dags.
10./7. ’43 og 25./5. ’44, fyrir
afhendingu fjár til sundlaug-
arbyggingarinnar“.
Breytinga- og viðauka till.
voru báðar samþykktar og öll
tillagan síðan samþykkt þann-
ig breytt.
Hannibal og Grímur greiddu
atkvæði gegn lienni.
Hefur Sj ómannadagsráðið
og Iþróttahandalagið þannig
fengið kröfum sínum að öllu
fullnægt.
Á fundinum urðu nokkrar
orðahnyppingar út af þessu
máli. Hannibal og Grímur
vildu engu slaka til og héldu
því ffam að bæjarráð eitt ælti
að l'ara með stjórn laugarinn-
ar. Bar Grímur fram svohljóð-
andi tillögu:
„Bæjarstjórn lýsir því yfir
að ekki verður móttekið tillag
til sundlaugarbyggingarinnar,
hvorgi í peningum né vinnu,
sem er skilyrðum bundið“
Þó undarlegt megi virðast
greiddu 5 bæj arfulltrúar þess-
ari hjákátlegu tillögu atkvæði
og var hún samþykkt. Hefur
bæjarstjórn þannig neitað að
þiggja nokkurt tillag til sund-
laugarinnar, ef það er lagt
fram í einhverju ákveðnu
augnamiði, t. d. stofnaður
sjóður, ákveðið að verja því til
áhalda kaupa, skreytingar eða
annars sliks. Er með öllu
óskiljanlegt livað fyrir þessum
mönnum vakir, nema að reiði
þeirra yi'ir þvi að réthnætum
kröfum sjómanna og íþrótta-
manna var fullnægt, sé svo
mikil, að þeir hiki ekki við- að
slcaða sundlaugina með þess-
um heimskulega gorgeir.
ísiand lýðveldi
17. júní 1944.
Móðir kær, á möttul grænan,
morgunroða geislum slær,
þú í dag, ert fri við fjötra,
frelsisröðull við þér hlær.
Ég á enga aðra móður.
Ö! hvað þú ert hjarta-kær.
Ó! þú fanna-foldin bjarta;
fegurð prýdd um strönd og
hlið.
Eldur býr þér innst í hjarta,
ó, hve þú ert viðmóts blíð.
Signi þínar silfur-hærur,
synir og dætur; alla tíð.
Helgi frá Súðavík.
íþróttir.
Framh. af 2. síðu.
Fyrsta sýning I. R.-inganna.
1 gærkvöldi sýndi 24 manna
flokkur, 14 stúlkur og 10 pilt-
ar úr 1. B. fimleika á palli i
Stórurð. Var það fyrsta íþrótta-
sýning reykvisku íþrótta-
mannanna hér.
Þarna voru sýndar allskonar
íþróttir, og voru margar þeirra
mjög fagrar og gerðar al' mik-
illi þjálfun og list, svo sem
fjölbreyttar æfingar kvenna og
karla á palli, jafnvægisiþróttir
kvenna, sem voru gerðar mjög
fallega, íþróttir piltanna á tví-
slá, sem sumir þeirra gerðu af
mikilli list, stökk yfir hcst o. 11.
Tókst sýningin afbragðs vel.
Margir íþróttamennirnir, l)æði
stúlkur og piltar, sýndu af að-
dáunarverðri leikni, og öllum
tókst vel. Veður var þó mjög
kalt og hafði það ekki sem hczl
áhrif á íþróttafólkið, er ekki
gat notið sin, sem skyldi, af
Vélfræðinámskeið.
Fiskifélag Islands hefir ákveðið að halda hið minna vél-
stj óranámskeið hér á Isafirði, ef næg þátttaka fæst.
Umsóknir um námskeiðið sendist fjuár 10. júlímánaðar
næstk. til undirritaðs eða hr. Haralds Guðmundssonar skip-
stjóra.
Isafirði, 23. júni 1944.
F- h. fjórðungsstj. fiskideilda Vestfjarða,
Arngr. Fr. Bjarnason.
r
Uthlutun matvælaseðla
fyrir tímabilið — september 1944 fer fram i bæjar-
skrifstofunni dagana 29. og 30. j*úní kl. 10—12 f. h., 1—3
og 4—6 e. h. báða dagana og 1. júlí kl. 10—12 f.h.
Seðlarnir eru aðeins afhentir gegn framvísun á stofn-
um af núgildandi matvælaseðlum, enda séu þeir greini-
lega útfylltir, með nafni, fæðingardegi, fæðingarári og
heimilsfangi.
Isafirði, 23. júní 1944.
Skömmtunarskrifstofan.
Tilkynning.
Viðskiptaráðið hefir ákveðið að frá og með 24. júní
1944, rnegi verð á líkkistum, öðrum en zink og eikarkist-
um, hæst vera kr. 900.00. Ódýrari gerðir, sem fram-
leiddar hafa verið, mega ekki hækka í verði nema með
samþykki verðlagsstjóra. Verð á zink- og eikarkistum er
og háð samþykki hans.
Reykjavík, 16. júní 1944.
V er ðlagss t j ór inn.
þeim sökum. Davið Sigurðsson,
íþróttakennari stjórnaði fim-
leikunum.
Fjöldi fólks horfði á sýning-
una og mun áreiðlega enginn
sjá eftir þeirri kvöldstund.
Knattspyrnufélag kvepna.
Á afmælishófi Knattspyrnu-
íelagsins Harðar 3. þ. m. gat
Einar Oddur Kristjánsson þess,
að árið 1914 hafi verið stol'nað
hér á Isafirði knattspyrnufélag
kvenna, hið fyrsta og líklega
eina slíkt knattspyrnufélag hér
á landi.
Félagið hét Hvöt.
Meðal stofnenda þess voru
margar konur hér í bænum,
sem nú eru fyrir löngu giftar
og eiga rnargar börn sín starf-
andi i íþróttafélögum bæjar-
ins, en þá voru þær auðvitað
ungar meyjar. Félag þetta er
áreiðanlega einstætt í sinni röð
og væri gaman að geta sagt
nánar frá því síðar, el' tækifæri
gefst til, og eins að birta mvnd
af stofnendum þess, en luin
kvað vera til.
Prentstofan Isrún h.f.
Bíó Alþýðuhússins
sýnir:
Laugardag og
Sunnudag kl. 9
Leyndardómur
danshallarinnar.
Spennandi mynd.
Þokkaleg þrenning.
Barnasýning.
Síðasta sinn.
Vísa
kveðin af vei-gangsmanni i
Arnarfirði við mann sem vann
við smíðar:
Þú ert að smíða, þundur skíða
þín og prýða verkin slyng.
En ég er að skríða vesæll víða
vafinn kvíða og fordæming.
Leiðrétting.
Á 2. síðu 1. dálki 15 1. hefur
fallið úr lína. Þar á að standa:
Kepptu Hörður og Vestri og
vann Hörður með 3 gegn engu.