Baldur


Baldur - 27.01.1945, Blaðsíða 2

Baldur - 27.01.1945, Blaðsíða 2
2 B A L D U R Það er ekki sama hvernig sagt er frá. Þar sem fréttaritari Skutuls á beej arstj órnarfundum virðist allajafna sýna skort á rétt- hermi í frásögn, er hlýtur að stafa af ónæmri eftirtektar- gáfu, minnisleysi eða mcð- fæddri hneigð . til að* segja aldrei alveg satt, finnst mér ekki úr vegi að skýra frá því sama og hann eins og það kom mér fyrir sjónir. 8. janúar lagði meirihluti bæjarstjórnar fram frumvarp að fjárhagsáætlun kaupstaðar- ins fyrir árið 1945; var auðséð strax á gerð hennar og upphæð liða, að mest var lagt upp úr því, að meirihlutinn hefði rúm- ar hendur og gæti, ef á þyrfti að halda, haft eitthvað til að vikja fyrir sig, en því að miða við buddu einstaklinga, sem i hítina áttu að láta. Þeir hæjarfulltrúarnir Har- aldur Guðmundsson, Högni Gunnarsson og undirritaður fundu nú að auðvelt var að lækka márga liði og lögðu fram breytingartillögur þær, er birtar eru á öðrum stað í blað- inu. Er á fundinn kom 15. þ. m. var strax auðheyrt að engu -mátti breyta, alþýðuíjjokks- menn voru fyrirfram ákveðn- ir. Högni Gunnarsson rökstuddi breitingartillögur Haraldar og Högna en undirritaður færði fram eftirfarandi lista yfir ó- eytt íc, er hann taldi vera í vörslum bæjarins: Á fjárhagsáætlun 1944 var áætlað til leikvallargirðingar Barnaslcólans 15000,00 kr. og Gagnfræðaskólans 5000,00 kr., eftirstöðvar af áætlaðri upp- hæð til sama verks 1943 3000,00 kr. Af þessu le voru 850,00 kr. notaðar. Eítir því 22150,00 kr. Þá hafði verið áætlað til Aust- urvegar 1944 10 000,00 kr. og 1943 sama upphæð, til Austur- vallar 1944 7000,00 kr. og 1943 kr. 10 000,00. Ennfremur var 1914 áætlað til stéttarennu frá Auslurvegi til Pólgötu 8000,00 kr., til Krókslækjar kr. 3000,00 kr., til Skóla- og Grundargötu 5000,00 kr. og til sérfræði vegna atvinnumála 10 000,00 kr. Eklc- ert af þessu fé var notað. Á þessu sama ári, 1944, voru ekki notaðar 2000,00 kf. af 20 þús krónum til Silfurgötu, 8100,00 kr. af 26 þús. krónum til Seljalands- og Hnifsdalsveg- ar, 400,00 kr. af 5000,00 kr. til Birkihliðarvegar og 9800,00 kr. af 10 000,00 kr. óráðstafað til atvinnumála. Samtals óeytt til verklegra framkvæmda kr. 106 050,00 Eitt hundrað og se'x þúsund og 50 krónur. Áleit ræðumaður að ekki þyrfti að draga úr áform- uðum verklegum framkvæmd- um, þó samþykktar væru til- lögur þeirra Haralds og llögna. Þessu svaraði forseti (G. G. Hagalin) að þetta l'é væri ekki nú til, það hefði ver- ið tekið til að greiða með skuldir bæjarins. Þá vildi Jón Jónsson vita hver sá einvaldi væri, sem tæki slíkar l’járfúlg- ur, án þess að leita samþykkis bæjarráðs, þvi ef það hefði verið gert væri bæj arfulltrúum ekki ókunnugt um þetta (tók þó samt fram um leið að hann ætlaði ekki að álasa neinum fyrir að greiða skuldir). Þessu svaraði Hagalin að þeir i bæj- arráði hafi komið sér saman um þetta á þeim grundvelli, að fyrst ekki hefði unnist timi til að vinna þetta fé upp sökum verkamannaskorts, hefði þótt hyggilegra að losna við vaxta- háar skuldir en að leggja þetta fé í banka og fá sama og enga vexti. Að vísu hefði ekkert ver- ið bókað um þetta í bæjarráði og þvi ekki komið til bæjar- stjórnar — „svo mörg voru þau orð“. Það þarf ekki að bóka heim- ild fyrir einum 106 000,00 krón- um. Þetta geta þeir einir sagt, sem ekki þurfa nema að stinga niður penna til þess að ná fé úr vasa almennings. 106 000,00 krónur? Kannski meira? Því Hannibal segir í Skutli 20. þ. m.: „— En verst bar Jón klæð- skeri sig þó út af þeim skralta, að allar skuldir bæjarins skyldu hafa verið greiddar upp á seinasta ári. —“ Það er ekk- ert líklegra en að upphæðir, eins og að ofan getur, séu miklu fleiri, því í þessu hreiðri er dúninum svo þétt hnissað utan um fúleggin, að hvergi skimar og hver sú fjöður, sem vill ekki falla, er miskunnar- laust þrifin og i eld kastað: (samanber burtrekstur Jóns Péturssonar og Gunnars An- drew). Að þessum upplýsingum fengnum verður liður XIII gjaldamegin, Vextir 15 000,00 kr. eitt dularfulla eggið, því ef allar skuldir eru greiddar, eru cngir vextir til að greiða. Halldór Ilalldórsson bar fram tillögíi um sætaskatt af kvikmyndasýningum. — Átti hann að renna í sjóð til kaupa á atvinnutækjum eftir stríðið, t. d. nýtýzku togara. Ilögni Gunnarsson hvað það mikla dirfsku hjá Halldóri að nefna snöru i hengds manns húsi, þá reiddist forseti mikið, skalf töluvert og lýsti því yfir með miklum móði, að hann ræddi hvorki þetta né önnur mál við H. G. Síðan settist hann, jafn- aði sig undursamlega fljótt og stjórnaði fundi með prýði, jafnvel snilld, til enda. Jón Jónsson. Hefur þú gerzt áskrifandi að Vinnunni? Ef svo er ekki þá ættir þú að gei’a það sem fyrst. Vinnan er tímarit Alþýðu- sahibands Islands. Hún flytur ekki aðeins mikinn og gagn-* legan fi*óðleik um starf verka- lýðssamtakanna um land allt, sem hverjum verkamanni er nauðsynlegt að vita, heldur einnig fjölbi-eyttan fróðleik um ýmisleg efni, þar á meðal þætti úr sögu verkalýðshreyf- ingarinnar, greinar um áhuga- mál verkalýðsins, sögui’, kvæði og margskonar skemmtiefni. Nú er að birtast í Vinnunni framhaldssaga, sem heitir Tontamara eftir ítalska skáld- ið Iqnaziv Silone og greina- flokkurinn: Þættir úr baráttu ellefu alda, eftir Björn Sigfús- son, magister. Þá birtist i Vinnunni skrá yfir kaupgjald á öllu landinu eins og það er á hverjum tíma óg er þar mikinn og nauðsyn- legan fróðleik að finna bæði fyrir verkafólk og atvinnurek- endui’. Vinnan kemur út einu sinni i mánuði, venjulega 32 les- málssíður og 7 auglýsingasíð- B A L D U R (Vikublað) Árgangur kostar 10 krónur Gjalddagi 1. júlí Ritstjóri og ábyrgðarm.: Halldór Ölafsson Ritstjórn og afgreiðsla: Odda, Isafirði, Pósthólf 124 ur í hvert skifti. Á hverju hefti er falleg kápumynd auk margra mynda annara. Ár- gangurinn kostar 20 krónur. Ritstjóri Vinnunnar er nú Karl ísfeld, blaðamaður. Otsölumaður hér á Isafirði er Ragnar G. Guðjónsson, ski’ifstofumaður; hjá honum er hægt að gerast áskrifandi. ----O----- Frú Anna Björnsdóttir kennari, er sextug í dag. Frú Anna er þekkt fyrir margra ára stai-f sitt hér í bæn- um bæði i félags- og ínenning- arnxálum og á öðrum sviðum. Baldur árnar frú önnu allra heilla á afnxælisdegi hennar. -----O---- Leiðrétting. Á fyrstu síðu, 2. d. 7. 1. a. n. á talan að vera kr. 1158 000,00 H. F. EIMSKIPAFBLAG ÍSLANDS Afðalf undur Aðalfundur Hlutafélagsins Eimskipafélags Islands, verður haldinn í Kaupþingssalnum í húsi félagsins í Reykjavík, laugardaginn 2. júní 1945 og hefst kl. 1^2 e.h. DAGSKRÁ: I. Stjórn félagsins skýrir frá hag þess og framkvæmd- um á liðnu starfsári, og frá starfstilhöguninni á yfir- standandi ári, og ástæðum fyrir henni, og leggur fram til úrskurðar endurskoðaða rekstursreikninga til 31. desember 1944 og efnahagsreikning með at- hugasemdum endurskoðenda, svörum stjórnarinnar og tillögum til úrskurðar frá endurskoðendum. 2. Tekin ákvörðun um tillögur stjórnarinnar um skipt- ingu ársarðsins. 3. Kosning fjögra manna í stjórn félagsins, í stað þeirra sem úr ganga samkvæmt félagslögum. 4. Kosning eins endurskoðanda í stað þess er frá fer, og eins varaendurskoðanda. 5. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, sem upp kunna að verða borin. Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngumiða. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöf- um og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjavík, dagana 30. og 31. maí næstk. Menn geta fengið eyðublöð fyrir umboð til þess að sækja fundinn á aðalskrifstofu félagsins í Reykjavík. Reykjavík, 12. janúar 1945. STJÓRNIN.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.