Baldur


Baldur - 02.02.1945, Blaðsíða 2

Baldur - 02.02.1945, Blaðsíða 2
6 B A L D U R Kanpgjaldssamning- arnir brotnir í vinnu við fisktökuskipin. Húna-konungur einn hét Attila, var liann hæði grimm- ur og herskár. Svo var sagt um hest hans, að þar sem hann steig fæti, sprytti aldrei gras. Nú er svo að sjá, að einhver þjónn Attila hal'i vakið gæð- ínginn upp og geisist nú yfir verkalýðsfélagið hér á staðnum með. miklum árangri. Er helzt útlit fyrir algjörðan dauða^þar. Deyfðin er þegar komin á svo hátt stig, að félagið getur ekki lengur gætt þess, að samning- ar þess við vinnuveitendur séu haldnir. Þegar þetta er ritað er húið að marg ítreka það við stjórn- ina, að hún reyni að sjá svo um að samningar séu haldnir, það er búið að ræða málið á fundi i félaginu, með þeim ár- angri, að ekkert hefur breyzt til batnaðar. Sú grein, sem dyggilegast er brotin og á alla vegu er farið á snið við, er 13. gr. En hún hljóðar svona: „Skipavinna telst öll vinna við afgreiðslu skipa, ferming og afferming, jafnt á landi og í húsum inni sem á skipsfjöl, þar með talin mölun íss, þeg- ar hún ler fram samtímis af- hendingu íssins. öll vinna við út- og uppskipun á þilfari og í lest, skal unnin af mönnum úr landi, svo og við alla vinnu tilheyrandi móttöku og ísun fiskjar í fiskitökuskipum“. Þarna er þá greinin sem ég er að minnast á. Mér finnst það óþarfa deyfð að láta slíkt samnings brot liggja í láginni. 1 hverju einasta skipi, sem tekur hér fisk, vinna frá 6 og upp í 10 skipsmenn, en menn úr landi fá að ganga iðjulaus- ir svo tugum skiptir. Væri nú ekki betra að láta þá hafa þessar vinnustundir þótt fáar séu? Mér finnst eymdin og vesal- dómurinn nógur í þessum liæ, þó að reynt sé að bæta úr, þar sem hægt er með litliun kostnaði. Nú munu margir segja að verkalýðsfélagið hafi trúnaðar- mann á vinnustaðnum, en það gagnar lítið, þegar sá góði maður vill ekkerl hreifa við þessu máli. Að vísu liggur fyrir loforð frá Birgi Finnssyni um að hann skuli sjá um að slíkt komi ekki. fyrir, en mér virð- ist vera farið að slá í það, og því litlar líkur til að það komi til framkvæmda. Verkamaður. Vinnuskilyrðin og þrengslin við bátahöfnina. Á bæjarstjórnarfundi 26. f. m. urðu nokkrar umræður um vinnuskilyrðin, þrengslin og eftirlitið við bátahöfnina út ai' bréfi, sem hafnarnefnd hafði borist um þctta efni frá Út- gerðarfélögunum og Skip- stjórafélaginu Bylgjan hér í bænum. Fóru bréfritarar fram á að hverjum Inít verði úthlut- að ákveðið rúm i höfninni og olíuafgreiðslan færð fram á bátahafnarhausinn. Bréfum þessum hafði hafn- arnefnd samþykkt að vísa til hafnarstjóra og bryggjuvarðar til afgreiðslu eftir því sem unnt reynist. Talsverðar umræður urðu um þetta mál. Haraldur Guðmundsson bæj- arfulltrúi benti á, að það á- stand, sem nú væri við báta- höfnina, væri með öllu óþol- andi, bæði hvað vinnuskilyrði og þi’engsli snertir. Sagði hann að vegna þrengsla í höfninni lægi oft við stórskemmdum og slysiun og benti á nauðsyn þess að öll skip, sem þár liggja nú aðgei’ðalaus, yrðu flutt það- an á einhvern annan stað, svo að þau skip sem. veiði stunda eða annað, gengju fyi’ir með rúm. Einnig ixenti hann á nauð- syn þess að fengin væru upp- skipunartæki Ixæði til vinnu- léttis og til þess að fyrirbyggja að fiskur skemmdist af of miklu hnjaski. 1 þessu sanx- bandi flutti Haraldur eftirfar- andi tillögur: „Bæjarstjórn samþykkir að i'ela hafnarstjóra að sjá um, að öll óstai’frækt skip, sem í báta- höfninni eru, verði fjai’lægð nú þegar, eixda vísi hann við- komandi eigendum þeirra á pláss fyi’ir skipin, annaðhvort á landi eða í legu". „Bæjarstjói’n samþykkir að beina þeim tilmælum til hafn- arnefndar að hún leitist fyi-ir kaupum á tveirn véldrifnum krönúm til notkunar við losun á fiski og annari þungavöru við höfnina. 1 sambandi við fyrri tillög- una upplýsti bæjarstjóri að reynt hefði verið að fá óstarf- í’ækt skip flutt úr höfninni, en það ekki tekist enn þá. Mátti skilja á orðum bæjarstjóra að tillaga Haralds væri óþörf, þar senx hún færi franx á sama og hafnarnefnd liefði þegar á- kveðið. Málalok urðu þó þau, að tillagan var samþykkt nxeð 5 sanxhl. atkv., alþýðuflokks- menn, aðrir en Sverrir Guð- mundsson, greiddu ekki atkv. Þeir sáu ekki áslæðu til ákveð- inna aðgerða í þessu rnáli. V v 1 Skammtaö úr skrínunni* f Málshöfðun út af sölu eigna verkalýðsféiaganna í Reykjavík. Árið 1940 seldu nokkrir for- ingjar Alþýðuflokksins tveim- ur hlutafélögum sjálfra sín, húseignir verkalýðsfélaganna i Reykjavik, Iðnó og Ingólfs- kaffi og Alþýðubrauðgerðina. Út af þessari sölu sanx- þykkti fulltrúai’áð verkalýðs- félaganna í Reykjavík á fundi 17. nxai’z 1944 með 37 atkv. gegn 11 að lýsa yfir því, að það teldi þesSa sölu gerða í heimildarleysi og ákvað að leita álits verkalýðsfélaganna i Reykj avík, er fidltrúaráðið mynda, unx hvort málsókn skuli hafin til riftunar sölunni. Var þegar leitað samþykkis vei’kalýðsfélaganna til niáls- höfðunar og hafa flest þeirra nú sanxþykkt að svo skxdi gert, og verður mál því höfðað nú bráðlega. Alþýðuflokksmenn höfðu meirihluta í fulltrúaráðinu þegar salan fór fram. Hér er rétt að minna á það, að a 1 þýðuf 1 okksmenn voru í meii’ihluta í fulltrúaráðinu þegar salan fór franx, og má þvi með sanni segja að þeir hafi sjálfir selt sjálfum sér, og það í algerðu heimildarleysi og þvert á móti lögtun full- trúaráðsins. Og ekki nóg með það, heldur voru eignirnar seldar undir þáverandi gang- verði. og þvi fullt eins rétt að segja að þéir hafi sjálfir gefið þær sjálfum sér. Eftir lögum Alþýðusanx- liandsins fram til 1940 höfðu alþýðuflokksmenn eiriir rétt til að sitja í fidlti’úaráði verka- lýðsfélaganna, vegna þess að þeir einir voru kjörgengir á Alþýðusambandsþing. Þessa eini’æðisaðstöðu sina notuðu þeir líka á þennan þokkalega hátt. Neita að leggja fram bæk- ur fulltrúaráðsins. Þólt lögum Alþýðusam- bandsins væri breytt 1940 var ekki kosið eftir hinum nýju lögum fyr en 1942, en þá nxisstu líka alþýðuflokksnxenn meirihluta í fulltrúaráðinu. Hið nýja fulltrúaráð hóf þegar að rannsaka hvernig þessi sala hefði farið fram og óskaði að fá gerðabækur full- trúaráðsins afhentar til þess að sjá þær samþykktir, senx gerð- ar voru um sölúna^ en fráfar- andi stjói’n fullti’úai’áðsins neitaði að afhenda bækurnar. Neitunin var kærð til saka- dónxara og við í-annsókn bar fráfarandi stjórn að gei’ðabæk- urnar væru týndar. Eftir upp- lýsingunx Ragnars Ólafssonar lögfi’æðings, i viðtali við Þjóð- viljann 24. f. nx., hefur Stefán Jóhann Stefánsson þó neitað að svara því lxvort hann vissi hvar bækurnar væru, á þeim forsendunx, að bækur fulltrúa- ráðsins fram til 1940 hefðu upplýsingar að geynxa um starfsemi Alþýðuflokksins og og núverandi stjórn fulltrúa- í’áðsins hefði því ekki rétt til að fá þær i hendur. Ragnar öl- afsson hefur nxál þetta með höndum fyrir fulltrúaráðið og er þvi öllunx gangi þess nxjög vel kunnugur. Eindæma hneykslismál. Þessi sala á eignum vei’ka- lýðsfélaganna í Reykjavík er hið nxesta hneykslismál, frá hvaða sjóixanniði sem það er skoðað. Alþýðuflokksforingj arnir tryggðu sér, með einræðisá- kvæðum i lögunx Alþýðusam- bandsins, rétt til að skipa all- ar trúnaðarstöður innan þess, þar á nxeðal sæti í fulltrúai’áð- inu i Reykjavík. Þessa aðstöðu nota þeir síðan til þess áð selja sjálfum sér í algei’ðu heimild- ai’leysi þær eignir verkalýðsfé- laganna, senx þeim eru fengn- ar til várðveizlu. Söluvei’ðið er hundruðum þúsunda króna undir brunabóta- og fasteigna- matsverði, hvað þá gangvei’ði, og meira en það, eignix-nar eru seldar á þeinx tíma, sem sýni- legt er að stói’gi;óði kenxur til með að vei-ða á reksti’i þeirra, svo að tjón verkalýðsféláganna af sölunni vei’ður enn stór- kostlegi-a, en gi’óði kaupenda því nxeii’i. Hvenær þessu hneykslismáli verður lokið fyrir dómstólum er ekki hægt að segja, en vafa- laust tekui’ það langan tínxa, og kynlegt væri það réttarfar, sem dænxdi þá aðilja sýkna, senx staðið liafa að slíku verki. I sambandi við tillöguna um útvegun krana, upplýsti liæjax’- stjóri að hann hefði spurst fyrir um slíka krana hjá setu- liðinu, en fengið þær upplýs- ingar að þeir væru nú ekki fáanlegir. Af þehn sökunx áleit Hannibal Valdimarsson tillögu Haralds óþai’fa og flutti svo- liljóðandi dagskrártillögu: „Þar senx hafnarstjói’n hefur um lengri tíma unnið að út- vegun slíkra tækja, senx í til- lögunni eru nefnd, en ekkert vitað enn þá unx stæi’ð, gerð eða verð, eða hvenær þau vei’ði fáanleg, þykir bæjax’stjórn ekki í’étt að gera samþykkt unx nxálið og tekur fyrir næsta mál á dagski’á". Dagskrártillagan var sanx- Framhald á 4. síðu.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.