Baldur


Baldur - 02.02.1945, Blaðsíða 4

Baldur - 02.02.1945, Blaðsíða 4
4 B A L D U R Vinnuskilyrðin og þrengslin við bátahöfnina. Framhald af 2. síðu. þykkt með atkvæðum alþýðu- flokksmanna, gegn atkvæðum hinna flokkanna. Tillaga Har- alds kom því ekki til atkvæða. Afgreiðsla þessa máls er i alla staði furðuleg. Hér skal ekki dregið í efa að hafnarstjóri hafi reynt að út- vega þessi tæki, en af þeim sökum var engi'n ástæða til að vísa tillögu Haralds frá, því með henni er hafnarstjórn gef- ið umboð bæj arstj órnar til framkvæmda, en slík sam- þykkt lá ekki fyrir. Hinsvegar er með dagskrártillögunni raunverulega ákveðið að leggj a árar í bát, minnsta kosti í bili, vegna þess að tilraunir til að útvega þessi tæki hafa enn ekki borið árangur. Hér þarf ekki að rökstyðja nauðsyn þess að vélknúnir kranar og önnur tæki verði fenginn hér við höfnina. Á það hefur áður verið minnst hér í blaðinu, í nóvember í haust. og þá sýnt fram á það ófremd- arástand, sem hér er á vinnu- brögðum við höfnina og nauð- syn þess, að slík tæki verði fengin. Kröfur sjómanna um að þessi tæki verði fengin eru lika orðnar það háværar, að þeir munu ekki gera sig ánægða með að málið sé afgreitt á þann hátt sem hér er gert, heldur krefjast þess að hæjar- stjórn geri ákveðnar fram- kvæmdir til úrbóta og útvegi þessi tæki sem fyrst. -------o------ Stjórnarkosnmgar í verkalýðsfélögunum. I nokkrum stærstu verka- lýðsfélögunum í Reykjavík og Hafnarfirði hafa úrslit orðið þessi: 1 Dagsbrún var stjórnin endurkosin með meira fylgi en Dagsbrúnar- stjórn hefur nokkru sinni feng- ið í kosningabaráttu eða 1301 atkvæði. Klofningslisti for- ingja Alþýðuflokksins studdur af Framsókn fékk 372 at- kvæði. Alls kusu rúm 17 hundruð af 3035 félagsmönn- um. Hlíf í Hafnarfirði. Þar var stjórnin endurkosin með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Formaður Hlífar er Hermann Guðmundsson for- seti Alþýðusambands Islands. Sjómannafélag Hafnarfjarðar. Þar var Kristján Eyfjörð endurkosinn formaður með 91 atkvæði, formannsefni Alþýðu- flokksins fékk 28 atkv. Aðrir -stjórnarmenn voru kosnir með 70—80 atkvæða meirihluta. Kristján Eyfjörð var einn þeirra manna, sem Sæmundur Ólafsson og þeir „sálufélagar“ réðust liatramast á í sambandi við þing Alþýðusambandsins í haust. Hafnfirzkir sjómenn hafa nú svai’að þeim kumpán- um á viðeigandi hátt. Iðja, félag verksmiðjufólks í Reykj avík, endurkaus stj órn sína með yfirgnæfandi meiri- hluta atkvæða og svaraði þann- ig árásum Alþýðublaðsins á félagið, þegar það stóð í verk- falli í haust. Vélstjórafélag Isafjarðar er eina verkalýðsfélagið hér i bænum, sem kosið hefur stjórn á þessu ári. Stjórn'þess var endurkosin með nær því öllum atkvæðum. ------0------- Bærinn og nágrenni. Isinn á höfninni. Samkvæmt marg ítrekuðum auglýsingum lögreglustj óra er öll umfreð um ísinn á höfn- inni stranglega hönnuð. Þetta bann er sett vegna þess að ís- inn er víða ótryggur og því stórhættulegur yfirferðar. Lögreglustjóri hefur beðið Baldur að minna fólk á þetta bann, sérstaklega er nauðsyn- legt að foreldrar hér í bænum, kennarar og aðrir, sjái til þess að hörn og unglingar fari ekki út á ísinn og veiti lögreglunni sem mesta aðstoð til þess að sjá um að þessu banni sé hlýtt. 0tvegsmannafélag Isfirðinga hefur ákveðið að hefja bein kaup á olíu fyrir ísfirzka fiski- skipaflotann. Hefur félagið sótt um leyfi hafnarnefndar til að byggja oliugeymi við bátahöfnina með leiðslu á upp- fyllingarhausinn. Á bæjarstjórnarfundi 26. f. m. var félaginu leyft að setja upp olíugeymi á kambinum sundameginn, neðan við olíu- Blaðið BALDUR, Pósthólf 124, Isafirði. HÚS. Tilboð óskast í húseignina Hafnarstræti 16 hér í bæn- urn. — Nánari upplýsingar gefur Ingvar Jónsson, Aðal- stræti 32. Tilkynning frá Nýbyggingarráði. Umsóknir um Hskiskip. Nýbyggingarráð óskar eftir því að allir þeir, sem hefðu í hyggju að eignast fiskiskip, annað hvort með því að kaupa skip eða láta byggja þau, sæki um innflutnings- og gjaldeyrisleyfi til Nýbyggingarráðs fyrir marzlok þ. á. Umsóknum skulu fylgja upplýsingar, svo sem hér segir: / a) Ef um fullsmíðað skip er að ræða: aldur, smá- lestatala, skipasmíðastöð, fyrri eigendur, vélar- tegund, veiðiútbúnað og annan útbúnað, verð, greiðsluskilmála o. s. frv. b) Ef um nýsmíði er að ræða, sem óskað er eftir innanlands eða utan: stærð, gerð, tegund, vél- artegund, hvort samninga hafi verið leitað um smíði og hvar, verðtilboð, greiðsluskilmála o. s. frv. Taka skal fram, ef óskað er aðstoðar Nýbyggingar- ráðs við útvegun skipanna. geyma Shell og Olíuverzhmar Islands, enda sé örugglega frá því gengið að olía úr geymin- um renni út sundameginn, ef liann af einhverjum orsöluim yrði óþéttur. Þá hefur félagið tryggt sér efni í olíugeymi og má því búast við að ekki verði langt að bíða framkvæmda.v Þessi ákvörðun félagsins ætti að geta orðið til mikilla hags- bóta fyrir útvegsmenn hér á Isafirði og annars staðar við Djúp. Skipstjóraféiagið Bglgjan hélt aðalfund sinn 1. þ. m. Stjórn félagsins var endur- kosin og sjómannadagsráðið sömuleiðis. Hjónaefni: Ungfrú Katrín Elíasdóttir, skrifstofumær, Reykjavík, og Ólafur Björnsson, kennari við Gagnfræðaskólann hér á Isa- firði. # Messur í Isafjarðarkirkju næstkomandi sunnudag: Barnamessa kl. 11 f. h. Almenn messa kl. 2 e. h. Nýbyggingarráð. Gerist áskrifendur — safnið áskrifendum. Baldur skorar nú alla vini sína að hefjast handa um söfnun fastra áskrifenda. — Klippið pöntunarseðilinn, sem prentaður er með blaðinu, úr því, látið kunningja ykkar út- fylla hann og komið seðlinum síðan til blaðsins. Einnig geta þeir, sem ekki verður talað við, en vilja ger- ast áskrifendur, litfyllt seðil- inn og sent hann blaðinu. Fjölgun áskrifenda tryggir reglulega útkomu blaðsins. All- ir vinir þess verða þessvegna að vinna ötullega að útbreiðslu þess. H j álpræðisherinn. SAMKOMUR: Laugardaginn 3. febrúar, opin- ber samkoma kl. 8V2 e. h. Sunnudaginn 4. febrúar: Sunnudagaskóli kl. 2 e. 4j. Barnasamkoma kl. 6 e.. h. Almenn samkoma kl. 8ý2 e.h. Samkomunum verður stjórnað af Majór Kjæreng frá Reykja- vík. Mikill söngur og hljóðfæra- sláttur. Allir velkomnir. Prentstofan lsrún h.f.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.