Baldur


Baldur - 11.02.1945, Blaðsíða 3

Baldur - 11.02.1945, Blaðsíða 3
BALDUR 11 Hvernig býr bærinn að verka mönnum sínum? BALDUR (Vikublað) Árgangur kostar 10 krónur Gjalddagi 1. júlí ,Ritstjóri og ábyrgðarm.: Halldór Ólafsson Ritstjórn og afgreiðsla: Odda, ísafirði, Pósthólf 124 Verkamenn eiga að ráða í verkalýðs- félögunum. A fyrstu árum verkalýðs- lireyfingarinnaf hér á landi gat oft verið þörf og stundum heinlínis nauðsyn, að irienn, sem stunduðu eitthvað annað en almenna verkariiannavinnu eða sjómennsku, liefðu forustu í félögunum. Þessir menn höfðu að því leyti betri aðstöðu, en dag- launamenn, að þeir höfðu fasta atvinnu og bæði meiri menntun, en verkamenn höfðu þá, og betri aðstöðu til að starfa að félagsmálum. Þá þurftu þessir menn ekki að óttast atvinnuofsóknir af lieirdi atvinnurekenda, minnsta kosti var erfiðara að svipta þá atvinnu en almenna verka- menn, hinsvegar voru þess mörg dæmi þá, að daglauna- menn, sem framarlega stóðu í ve r k a 1 ýðshr ey f in g u n n i, voru útilokaðir frá vinnu, og meira að segja svo langt gengið, að mönnum var bannað að vera i verkalýðsfélagi. Nú er þessi aðstaða orðin gjörbreytt. Með aukinni alþýðumenntun er verkafólk orðið það vel menntað, að það hefur nægi- legt mannval úr eigin stétt, til þess að taka forustung í fé- lagsmálum sínum. Samtök verkalýðsins eru líka orðin það sterk, að ekki þarf að óttast vinnumissi þeira, sem forustuna hafa eða eru kosnir í trúnaðarstöður innan samtakanna. Færi ein- hver atvinnurekandi að beita slíkum aðferðum, myndu verkalýðsfélögin tafarlaust hindra þau áform hans. Hlutverki aðskotamannanna, kennara, skrifstofumanna og annara starfsmanna er því al- gerlega lokið í verkalýðsfélög- unum, og þeir eiga þar alls ekki heima, nema sem auka- eða styrktarfélagar. Þessir menn eiga sín eigin stéttarsam- tök, og þar ber þeim að starfa að hagsmunamálum sínum í bróðurlegri samvinnu við verkafólk og aðrar launastétt- ir. En hvorki þessir menn né verkafólkið sjálft hafa alls- staðar komið auga á þessa stað- reynd. Víða er þó skilningur að vaxa í þessu efni, og í mörgum verkalýðsfélögum, þar á með- al stærsta verkamannafélagi Grein Jóns Jónssonar, bæjar- fulltrúa, sem hann skrifaði í 1. tbl. Baldurs þ. á., hefur vakið talsverða athygli i bænum. Það sem sérstaklega þykir athyglis- vert, í sambandi við þær upp- lýsingar, sem þar eru gefnar, er það, að tveir eða þrír menn úr bæj arráði ráðstal'a eftir eig- in geðþótta rúmum hundrað þúsund krónum án þess að bóka eitt orð um það í gerða- hækur bæjarins. Fólk heíur landsins, Dagshrún i Reykja- vík, eru það eingöngu verka- menn, sem liafa forustuna. Verkalýðsfélagið Baldur og Sjómannafélag Isfirðinga fara þó enn eftir gamla móðnum. I Baldri er formaðurinn barnakennari og varaformað- urinn skólastjóri, og svo hefur verið uin langt skeið. 1 Sjómannalelagi lsfirðinga er formaðurinn einnig barna- kennari. 1 báðum þessum félögum eru milli átta og níu hundruð félagar; virðist því næsta ó- trúlegt, að verkamenn og sjó- menn geti ekki tekið þar sjálf- ir forustuna og skipað allar trúnaðarstöður innan félag- anna. En það er ekki gert. Mennirnir, sem forustuna hafa. í þessum félögum, vilja halda henni af pólitískum á- stæðum. Þeir munu þvi aldrei afsala sér henni af eigin vilja og stuðla að því að verkamenn og sjómenn taki sjálfir við. En verkamenn og sjómenn geta ráðið þessu sjálfir. Sá stéttarlegi vanþroski að treysta ckki sínum eigin starfshræðr- um til þess að hafa forustuna á algerlega að hverfa. Verka- menn og sjómenn hér á Isa- firði hafa því mannvali á að skipa, að þeir þurfa hvorki kennara né skólastjóra, til þess að liat'a forustuna í fé- lagsmálum sínum. Þeir eiga að láta þessa menn vita með allri hæversku, að hlutverki þeirra í verkalyðsfélögunum er með öllu lokið, og þess vegna sé á- stæðulaust, að þeir séu að vas- ast þar í málum, ^em verka- menn'og sjómenn geti sjálfir leyst af hendi. „Lýður, híð ei lausnarans, leys þig sjálfur! Þínu eirðu. Oft voru fjötrar foringjans, fastast sem að að þér reyrðu“. Svo kvað Stephan G. Steph- ansson, og verkamenn og sjó- menn hér á Isafirði mættu gjarna taka þessi orð til luig- leiðinga, ekki sízt vegna þess, að þessir „foringjar“ og „lausn- arar“ virðast leggja meira kapp á sina pólitisku hags- muni, en lausn lýðsins. yfirleitt undrast þá einræðis- kend, sem framkemur í slíkum verknaði. Hefur áður verið vikið að því atriði liér i blað- inu4 bæði i grein Jóns og í sein- asta tölublaði. En það er ann- að atriði í þessu sambandi, sem vert er að athuga. Þegar athugað er lil hvers þessum 100 þúsund krónum átti að verja, kemur það í ljós, á'ð þær áttu að fara til verk- legra l'ramkvæmda og um 85 þúsund krónur af þeim áttu að iang mestu leyti að renna í vasa verkamanna sem vinnu- laun, þar af rúmar 60 þúsund krónur á s.l. ári. Þegar þessar staðreyndir eru atlmgaðar, er ekki nema eðli- legt að álykta, að hér sé skort- ur á verkamönnum til að vinna þessi verk. Féð er fyrir hendi, en þrátt fyrir það eru þau ekki framkvæmd. Nú er það öllum kunnugt, að í sumar var hér talsvert at- vinnuleysi, sérstaklega hjá þeim verkamönnum, sem vinna í skipunum. Þetta staf- aði af þeim eðlilegu ástæðum, að lítið berst liingað af fiski á sumrin. Það hefði því verið hægt að fá þessa menn, minnsta kosti i ígripum, til þess að virina hjá bænum, og má telja líklegt að þeir hefðu fúslega fengist til þess. Einhverjir munu halda því fram, að ekki sé hægt að taka menn í hlaupavinnu við að- gerð á götum, eða annað, sem bærinn lætur vinna, en slikt er mjög veigalítil mótbára. Hér var um að ræða vinnu, sem vinna átti á fleirum en einum stað, og hefði því mátt láta vinna í l'lokkum, og hafa vana menn í hverjum floklu með híaupavinnumönnunum, sem búast mátti við að ekki kynnu eins til verka og þeir menn, sem vanir eru í bæjar- vinnunni. Svo er annað atriði, sem vert er að veita athygli i þessu sambandi. Hjá bænum unnu s.l. sumar 12 menn í fastri vinnu, sem kallað er, en það kom þó fyrir að sumir þessara manna misstu daga úr, t. d. fyrir það að bæjarbíllinn var að vinna í kúabúinu, má því segja, að þessir fáu bæjarvinnumenn, hafi ekki einu sinni fengið næga vinnu þennan stutta tíma, sem hægt er að vinna við þau verk, sem hér um ræðir. Af því, sem hér hefur verið bent á, er ljóst, að það var alls ekki fyrir skort á verka- mönnum, sem þessi áætluðu verk voru ekki unnin. En í sambandi við þessi al- vinnumál er líka rétt að benda á það, að þeir fáu menn, sem vinna hjá bænum, liafa þar ekki atvinnu nema nokkurn hluta ársins, frá því í maí og fram í september, október, þennan tírna vinna þeir aðeins dagvinnu og fá ekki einu sinni vinnu alla daga. A veturna vel'ða þessir menn að leita sér atvinnu við annað, eða vera atvinnulausir þann tíma að öðrum kosti. Þetta er ótæk tiihögun. Mörgum þessara manna gengur illa að fá atvinnu á veturna, vegna þess að nógir menn eru í hoði í þá vinnu, sem þá er um að ræða, og auk þess eimir enn eftir af þeim hugsunarhætti frá kreppu ár- unum, að þeim sé borgið, sem komast í bæjarvinnuna. Nú hlýtur öllum að vera ijóst að það er léleg ársat- vinna að vinna aðeins 6—7 mánuði í mestalagi úr árinu og þá aðeins fyrir lægsta dag- kaup, það er þessvégna brýn nauðsyn að úr' þessu verði bætt, og bænum beinlínis til skammar að búa þannig að verkamönnum sínum. Það er að vísu rétt, að liér er mjög erfitt að stunda úti vinnu á veturna, en þó er það liægt meira en gert er, t. d. við grj ótvinnu, og má í þvi sam- bandi benda á, að sjálfsagt er að nota skurðgröfuna, sem bærinn hefur nú fengið, til þess að taka upp grjót og flytja í uppfyllingar og annað, sem nauðsynlega þarf að fram- kvæma. Ennfremur er vert að at- liuga, hvort ekki er hægt að láta þessa fáu bæjarvinnu- menn, vinna einhverja inni- vinnu á veturna, t. d. steypa hleðsusfeina í uppfyllingarþil, hús o. fl. Næg slík verkefni eru fyrir liendi. Nú er t. d. í ráði að lilaða uppfyllingaþil ur steyptum steinum frá Neðstakaupstaðnum upp að bátahafnaruppfyllingunni, og vii'ðist sjálísagt að þeir stein- ar verði steyptir i vetrarvinnu, og fleira mætti nefna. Hér verður ekki rætt um hvernig þessari vinnu yrði bezt tilhagað. Hún þyrfti 'að vísu nokkurn undirbúning. Bærinn á nú ónotað bæði land og hús á Stakkanesi, sem sennilega mætti, með einhverri breyt- ingu, nota til þessara hluta. Það virðist þessvegna ekkert vafamál að slíka vetrarvinnu er hægt að framkvæma, og að því her að stefna, að það verði gert. Bærinn hefur skyldur gagn- vart þeim verkamönnum, sem lijá honum vinna, og auk þess er það beint fjárhagslegt tjón fyrir bæj arfélagið, að gera ekki allf, sem liægt er, til jiess að tryggja mönnum, sem mesta atvinnu og búa sæmi- lega að þeim verkamönnum, sem hjá því vinna. Prentstoían lsrún h.f.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.