Baldur


Baldur - 16.03.1945, Blaðsíða 2

Baldur - 16.03.1945, Blaðsíða 2
26 B A L D U R „Séffarnir6* á aöalfundi Sj ómannafélagsins. I Skammtad úr skrínunni* i 1 seinustu blöðum Skutuls hefir verið rætt um síðasta að- alfund Sjómannafélagsins. — Fæst af þvi, sem máli skiptir, er þar rétt með farið. Nokkr- um fúkyrðum er þar kastað að mér vegna afstöðu þeirrar er ég tók til fundarsetu Helga Hannessonar, Björgvins Sig- hvatssonar og Gunnars Bjarna- sonar. Ég mun færa nokkur rök fyrir þeirri skoðun minni að þessir „séffar“ hefðu ekkert að gera á aðalfundi Sjómannafé- lagsins. Það var tekið fram í aug- lýsingunni um fundinn að fé- lagsmenn skyldu sýna skír- teini við innganginn og sam- kvæmt því hefði verið hægt að reka mig eða hvern annan starfandi sjómann á dyr hefði hann ekki liaft skírteini upp á vasann. Ég var svo dónalegur að spyrja formann ielagsins að þvi hvort áður nefndir menn hefðu sýnt skírteini. Þá gat ég þess, að á aðalfundi Baldurs hefði sj ómannaf élagsmeðlimi verið neitað um fundíirsctu. Þegar ég hafði þetta mælt, hrópaði Helgi og féíagar hans lygi, lygi! Já, tungunni er það tamast, sem hjartanu er kær- ast. Eftirfarandi yfirlýsing sannar yður góður lesandi livor segir sannara ég, eða Helgi Hannesson: „Það er rétt með farið hjá Guðm. Gunnlaugssyni, að mér hafi verið neitað um fundar- setu á að^Jfundi Baldurs, af dyraverði. Isafirði, 12. marz 1945. Knútur Skeggjason“. Einhvei’, sem ekki þekkir Helga Hannesson, hugsar má- ske á þessa leið: Er ekki þessi maður einlægur Ixaráttumaður alþýðunnar? Er hann ekki allt- af að vinna fyrir hana? Er hann ekki íneð brjóst sitt fullt af hamingju og fögrum hug- sjónum alþýðunni til handá? Nú skulum við líta yfir at- hafnafcegistur þessa manns og láta staðreyndirnar tala. 1 haust var haldið þing Al- þýðusambandsins þar var mættur, ásamt fleirum, Helgi Hannesson, og baráttumaður fólksins frá lsafirði var ekki mættur þar til einskis, heldur hafði liann sérstakan boðskap að flytja, sem hljóðaði á þessa leið: Sjálfstæðismenn, fram- sóknarmenn og alþýðuflokks- menn sameinist gegn kommún- istum og gerið mig að forseta Alþýðusambandsins. Já, var þetta ekki stórsnið- ugt? Var ekki helgustu vonum fólksins um aukin þægindi og meiri lífshamingju ti'yggður sigurinn með svona röggsam- legri áskorun? Ég treysti dómgreind yðar góður lesai’i. Helgi er ekki að byi’ja sinn pólitiska feril. Hann hefir i nokkur ár verið bæjarfulltrúi Alþýðufl., eitt af afreksverkum hans þar var að svíkja flokks- félaga sína, þegar veitt var hafnsögumannsembættið liér. Hann greiddi þá atkvæði með þeim, sem bezt var stæður og sízt þurfti góðrar stöðu með. Þetta er góð frammistaða hjá fulltrúa öreiganna. Helgi Hannesson mun senni- lega vei’a einn þeirra manna, sem ann engri hugsun svo, að hami sé ekki reiðubúinn, hve- nær sem er, að fórna henni fyr- ir peninga. Með Helga var á fundinum Bjöi’gvin Sighvatsson, pólitískt rekald alþýðuflokksklíkunnar, sem mætir stundum á fundum félagsins, þegar mikið þykir liggja við. Þannig var það á fundi, sem haldinn var að loknu sam- bandsþingi í haust. Þá flutti Björgvin svivirðingari’æðu um Brynjólf Bjamason, mennta- málaráðherra. Við þetta sama tækifæi'i notaði Jón H. Guð- mundsson þennan dánumann sem lj úgvitni i umræðunum um Dyi'hólahreppsfélagið. — Þetta voru fyrstu kynni ís- firzkra sjómanna af Björgvin S. og svona rækilega hafði hann lýst sínum innra manni. „En gleymið ekki garminum honum Katli“. Þai’na var nefni- lega mættur líka Gunnar nokk- ur Bjaniason, snuðrari alþýðu- flokkshöfðingj anna, sennilega til að athuga árangurinn af smölunarstarfi sínu. Trúir því nú nokkur að þess- ir menn hafi vei’ið að koma vegna brennandi áhuga á mál- efnum okkar sjómanna. Nei og aftur nei. Ég hef ekkert út á það að setja, að verkamenn sitji fundi félagsins, en ég vil ekki að það verði gróðrarstía pólitískra braskara eins og þeirra, sem hér hafa verið nefndir. í 11. tbl. Skutuls lýkur Jón H. Guðmundsson lygapistli sín- um um sjómannafélagsfund- inn. Ég mun ekki í þetta sinn eltast við þvætting hans, en vil þó minna á eitt atriði i grein hans, sem sannar greini- lega hve ósvífinn þessi maður er í öllum sínum málflutningi. Það er í sambandi við samn- inga við h/f Björgvin. Allir vita, að engir síldveiðisamning- ar voru til fyrir m/s Gróttu og lá jxessvegna í augum uppi að semja varð við h/f Björgvin. Ég lagði því fram umi’ædda til- lögu, þar sem gert er ráð fyrir nefnd með fullu umboði til að semja um kjörin á báðum skipum Björgvins. Rétt er það, Skutull lepur það upp eftir Alþýðublaðinu, að á aðalfundi verkamannafé- lagsins Fram á Sauðarkróki, 27. f. m., lxafi fyrv. foi'maður félagsins, Skafti Magnússon (Skutull kallar hann Stefáns- son) fallið við stj órnai’kosn- ingu. Og ástæðan á að hafa verið sú, að Skafti hafi verið kosinn á alþýðusambandsþingið í haust sem andstæðingur kommúnista, en snúist þar al- gerlega á sveif með þeim. Sannleikui-inn er þessi: Skafti var ekki kosinn á al- þýðusambandsþing af alþýðu- flokksmönnum eða sem full- trúi þeirra sérstaklega, heldur af öllum félagsmönnum, sem á þeim fundi voru, alþýðuflokks- mönnum, framsóknai’mönnum, sj álfstæðismönnum og sósí- alistum. Að kosningu lokinni spurði Skafti hvort félagið vildi ekki gefa fulltrúunum veganesti á þingið, en því var ekki sinnt. • Af þessu sést, að það er með öllu rangl að Skafti hafi verið kosinn á alþýðusambandsþing- ið sem andstæðingur kommún- ista, eins og Alþ.bl. og Skut- ull segja. Hann liafði þar al- gerlega óbundnar hendur, og fór þar eftir eigin skoðun og sannfæi’ingu, en það reyndist hvoi-ttveggja andstætt vilja þeiri’á alþýðuf lokksf oringj - anna. Það eru til „fínir menn“ á Sauðarkróki eins og hér. En hvernig stendur þá á því, að Skafti féll við formanns- konsinguna, munu menn spyrja. Það var vegna þess, að skoð- un hans og sannfæi-ing á þing- inu var ekki eftir forskrift al- jjýðuflokksfoi’ingj anna, sem þar voru. Fyrir þetta hugðu þeir á hefndir. að ég var kosinn í jxessa nefnd, en ég var bara suður í Reykja- vík, þegar samningarnir voru gerðir. Svo scgir Jón H. Guðm. við hina óánægðu: Það er allt í lagi, góðir hálsai*, komrn- únistinn G. G. var með okkur við samningagerðina. Svona er allur sannleikurinn hans Jóns okkar. 1 niðurlagi greinar sinnar talar Jón um það, hvað sjó- mennirnir hafi verið duglegir að löðrunga kommúnistana. Mikill er nú belgingui’inn í manninum. Ef Jón vildi vera sannleikanum samkvæmur, þá ætti hann bara að segja, að mikið liafi þeir ielagar hans verið duglegir að sniala á fund- inn, svo mörg sporin áttu þeir í þeim erindum. Guðm. Gunnlaugsson. Þeir söfnuðu á aðalfundinn öllu því liði, sem þeir áttu yfir að ráð’a. I því liði mátti lita marga „fína menn“ bæði úr Framsókn, Sj álfstæðisflokkn- um og Alþýðuflokknum. Þess- ir „fínu menn“ voru á þönum um allt þorpið, til þess að safna liði á aðalfundinn og ár- angurinn var hinn glæsilegi sigur, sem Alþýðublaðið og Skutull tala um. Sem dæmi um hverskonar lið það var, serp þarna safnað- ist saman, má geta þess, að í verkamannafél. Fram eru 8 verkstjórar, sem einnig eru i Verkstj órafélagi Austur-Húna- vatns- og Skagafjarðarsýslu. Hafði þetta félag þá fyrir nokkru kosið fyrir formann vegavinnuverkstjóra einn, sem var eini vegavinnuverkstj órinn á landinu er reyndi að skipu- leggja verkfallsbrot í vega- vinnuverklallinu i sumar, og varð Skafti og fleiri verka- menn frá Sauðarkróki að stöðva vinnu hjá honum með valdi. Ekki er annað vitað, eji að þessir fyrnefndu 8 verkstjórar hafi staðið að kosningu þessa verkfallsbrjóts, og má því segja að það hafi verið frítt liðið sem studdi að þessum mikla sigri Alþj’ðuflokksins á Sauðarkróki. -------o-------- Leiðrétting. 1 blaðinu Baldri, sem út kom 24. f. m., er frásögn af aðalfundi Sjó- mannafél. lsfirðinga, sem lialdinn var 15. f. m., eftir Árna Magnús- son. Þar sem minnzt er á innsókn mína í félagið, í sambandi við komu svo nefndra „heldri manna úr Verkalýðsfél. Baldri“, gefur Árni í skyn að ég sem aðrir innsækjend- ur hafi verið undir nokkurs kon- ar vernd fyrnefndfa „heldri manna Baldurs" til að fremja lagabrot á aðalfundi fél. sem hann telur að átt liafi sér stað, hvað snertir þátt- töku mína og nokkura annara inn- sækenda í kosningum félagsins. Aðalrök Árna í þessu máli, virtist sú fullyrðing hans á fundinum, að ég væri einungis löglegur meðlimur Baldurs. Enda þótt ég í votta við- urvist segði Árna, að ég væri lög- lega farinn úr verkalýðsfél. Baldri, og sannaði það með því að biðja Gunnar Bjarnason að sækja úrsögn mína, sem ég liafði aflient honum 1). 14. febr. til að geta sýnt honum hana, en samt gefur Árni í skyn •síðar í grein sinni, að ég hafi ver- ið það tæpur með úrsögnina, að eins og liann orðar það, „hafi hún ekki verið lengra komin en í vasa Gunnars Bjarnasonar“, sem hafi svo úrskurðað mér fullan rétt á fundinum; Þetta eru vægast sagt hlægileg skrök. Auðvitað átti eng- inn þátt i ákvörðun minni, með að ég færi úr Baldri og yfir í Sjó- mannafélagið, nema ég sjálfur, og ennfremur tal'di ég mig hafa fullan rétt til þátttöku í kosningum aðal- fundarins, eftir að hafa verið sam- þykktur af félagsmönnum, enda gerði ég það, eins og Árni segir rétt frá. Friðþjófur Karlsson. /

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.