Baldur


Baldur - 28.04.1945, Síða 1

Baldur - 28.04.1945, Síða 1
XI. ÁRG. ísafjörður, 28. apríl 1945 11. tölublað. Afstaöa Alþingis til þátttöku Islands í San-Francisco-ráðstefnunni. ■ Þess var ekki krafist ai' Islandi að það segði öðrum þjóðum stríð á hendur. Sósíalistaflokkurinn lagði ekki til að ísland segði annari þjóð stríð á hendur. Baldur birtir hér skýrslu rík- isstj órnarinnar um aðgerðir Alþingis og tillögur flokkanna um það, hvort Island skyldi gerast þátttakandi i San- Fran- ciscoráðstefnunni og ganga þar með til stai-fs með liinum sam- einuðu þjóðum. Blæunni er þar með svift al' þessu stór- máli og alþjóð fær nú að vita allan sannleikann. Þar með er algerlega lcveðinn niður sá ó- sannindavaðall, að þess hafi verið krafizt að Island segði öðriun þjóðum stríð d hendur og sósíalistar hafi lagt til að Island segði annari þjóð stríð á hendur. Skýrsla ríkisstj órnarinnar er svoliljóðandi: „Um miðjan febrúar s.l. skýrði sendiherra Brela á ls- landi ríkisstjórn Islands frá því, að hinum sameinuðu þjóð- um og þeim samstarfsþjóðum þeirra („Associated Nations“) .er hefðu sagl Þjóðverjum eðu Japönum stríð á hendur fgrir 1. marz lbh5, myndi verða boð- in þátttaka í ráðstefnu, er halda ætti innan fárra vikna til þess að rseða um framtíðar- skipan heimsins („World Organization" ). Jafnframt skyldu þessar þjóðir undirrita Atlanzhafs- sáttmálann og Washington- sáttmálann frá 1. janúar 19h2. Þegar sendiherra Breta flutti þessi boð tók hann það skýrt og greinilega fram að stjórn Stóra-Bretlands hefði falið honum að forðast að liafa nokkur áhrif á ákvörðun ríkis- stjórnar Islands í þessu máli. Nokkru síðar bárust ríkis- stjórninni, fyrir milligöngu sendiherra Islands í Washing- ton samskonar skilaboð frá stjórn Bandaríkjanna. Var þar og beint-tekið fram að vér réð- um einir hvuð vér gerðum. Þegar hér var komið mæltist ríkisstjórnin til að Islaml sætli öðrum skilmálum en aðrar þjóðir og færði rök fyrir þeirri ósk. Fáum dögum eftir það bár- ust enn þær fregnir frá Wasliington, að eigi þyrfti að segja ncinum stríð á hendur og eigi yfirlýsa stríðsástandi, held- ur nægði að viðurkenna, að hér hefði ríkt ófriðarástand síðan 11. desember 19hl, og undirrita téða sáttmála. Myndi þá litið á Island sem eina hinna samein- uðu þjóða, en það veitti Is- larnli þátttöku í téðri ráðstefnu. Eftir að utanríkismálanefnd hafði fjallað um þetta mál var það rætt á lokuðum þing- mannaf undum. IJinn 25. febrúar bárust fregnir um að áðurnefndri ósk Islendinga væri synjað'. Hinn 27. febrúar bar forsæt- is- og utanríkisráðherra fram á lokuðum þingnuumafiindi svo- hljóðandi tillögu í málinu: „Alþingi álitur að það sé Is- lendingum mikil nauðsyn að vera nú þegar þátttakandi í samstarfi hinna sameinuðu þjóða og telur að vegna afnota Bandamanna af Islandi í þáigu styrjaldarrekstrar eigi lslend- ingar sanngirniskröfu á því. Islendingar geta hinsvegar hvorki sagt öðrum þjóðum stríð á henclur né háið styrjöld af augljósri ástæðu, sem Al- þingi felur ríkisstjórninni að gera grein fyrir“. Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn bar þá fram svohljóðandi tillögu: „Islendingar vænta þess að þeir verði taldir eiga rétt til þess að sitja ráðstefnur hinna frjálsu sameinuðu þjóða, þar sem þeir hafa: 1. Lánað Bandamönnum laiul sitt fyrir hernaðarbæki stöðvar, 2. Framleitt matvæli eingöngu fyrir hinar sameinuðu þjóð- ir síðan styrjöldin hófst, 3. Flutt þessi matvæli til þeirra staða, er Bandamenn hafa getað notfærl sér þau og h. Við þessa starfsemi orðið fyrir manntjóni, sem fylli- lega cr sambærilegt hlut- fallslega við manntjón margra hitma sameinuðu þjóða í styrjöhlinni, en þessi þátttaka Islands í styrjaldarrekstrinum er sú eina, sem þeir eiga kost á sak- ir algers vopnleysis þjóðarinn- ar. Þeir vænta þess því að þessi þátttaka verði þeim metin til jafns við beinar stríðsyfirlýs- ingar annarra þjóða, sem hafa möguleika til hernaðarlegrar þátttöku í styrjöldinni, sem Is- land hefur ekki“. Jafnframt bar flokkurinn fram svohljóðandi yfirlýsingu: „Sósíalistaflokkurinn lýsir því yfir að hann telur rétt að ríkisstjórnin undirskrifi fyrir hönd Islands Atlantshafssátt- málann og aðrgr sameiginleg- ar skuldbindingar hinna sam- einuðu þjóða, að svo miklu leyti, sem það samrýmist sér- stöðu Islands sem vopnlausrar þjóðar'‘. Ennfremur tilkynnti flokk- urinn að hann myndi greiða at- kvæði með tillögu forsætis- og utanríkisráðherra ef tillaga flokksins yrði felld. Framsóknarf lokkurinn bar fram svohljóðandi tillögu: „Sameinað Alþingi ályktar að lýsa því yfir: AÐ Isleiulingar gerast ekki stríðsaðliar, AÐ Islendingar telja sig hafa haft þannig samskipti við hin- ar sameinuðu þjóðir að þeir telja sig mega vænta þess að geta átt samstarf með þeim um alþjóðamál framvegis“. Atkvæði fóru þannig að til- laga Sumeiningarf lokks alþýðu — Sósíalistaflokksins var felld með 38 atkvæðum gegn 10. T illaga Framsóknarflokksins var felld með 31 gegn 15. Til- laga forsætis- og utanríkisráð- herra var siðan samþykkt með 3h gegn 15. Var hún síðan tilkynnt sendi- ráðum Islands erlendis sem vilji Alþingis í málinu, Hinn 28. febrúar tilkynnti sendiherra Sovétríkjanna í Reykjavík ríkisstjórninni að Sovétríkin hefðu sömu afstöðu lil málsins sem Bretland og Bandaríkin. Islandi liefur ekki verið boð- in þátttaka í téðum fundi. Reykjavík, 25. apríl 19h5“. * I forystugrein Þjóðviljans í gær segir rneðal annars svo um þetta mál: „I skýrslu ríkisstjórnarinnar segir: „Fáum dögum eftir það bárust enn þær fregnir frá Washington að eigi þyrfti að segja neinum stríð á hendur og eigi yfirlýsa stríðsástandi, heldur nægði að viðurkenna að hér hefði ríkt ófriðarástand síðan 11. desember 19hl, og undirrita téða sáttmála". Spurningin, sem hver Islend- ingur þarf að svara, er því þessi: Hefur ríkt hér ófriðar- ástand síðan 11. desember 1941 ? — Við skulum athuga það mák 1. Island hefur samið við Bandaríkin um að þau taki að sér hervernd landsins. Islenzk ríkisstjórn áskildi sér í því sambandi m. a. 's. rélt til að hafa áhrif á hvernig hernaðar- aðgerðum væri hagað. Banda- ríkin eru frá 11. des. 1941 i stríði við Þýzkaland. Þýzka- land hafði raunverulega lýst því yfir áður, að ófriðarástand ríkti hér við Island. I reynd- inni var Island því i bandalagi við Bandaríkin um hernað til varnar landinu, þótt Bandarík- in tækju að sér hernaðarað- gerðirnar. 2. Þjóðverjar hafa hvað eft- ir annað drepið Islendinga inn- an íslenzkrar landhelgi sem utan, sökkt íslenzkum skipum í landhelgi og skotið á þau bæði úr kafbátum og flugvél- um. 3. Islendingar hafa vopnað togara sína til þess að vera ekki varnarlausir gegn þessum árásum. Islendingar hafa sannarlega fengið að þreifa á því að Þýzkaland hefur farið með ó- frið á hendur borgurum þess livað eftir annað. Framhald á 3. síðu.

x

Baldur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.