Baldur


Baldur - 22.06.1945, Blaðsíða 3

Baldur - 22.06.1945, Blaðsíða 3
B A L D U R n B A L D U R (Vikublað) Árgangur kostar 10 krónur Gjalddagi 1. júlí Ritstjóri og ábyrgðarm.: Halldór Ólafsson Ritstjórn og afgreiðsla: Odda, lsafirði, Pósthólf 124 Kvenfrelsisdagurinn 19. júní s. 1. voru liðin 30 ár frá því lög um kosningarrétt kvenna gengu í gildi liér á landi. Þar með höfðu íslenzkar konur náð mikiísverðri og langþráðri réttarbót, enda þótt þær fengj u ekki þá þegar sama ' kosningarrétt og karlmenn, og nokkuð drægist að svo yrði. Fyrst eftir að’ þessi réttindi kvenna voru fengin var dags- ins, 19. júní, minnst hér á landi sem frelsisdags kvenna. Konur gengust þá fyrir hátiðahöldum víðsvegaf um land þann dag, og um inargra ára skeið var dagurinn helgaður baráttunni fyrir einu mesta stórmáli, sem íslenzkar konur hafa nokkru sinni haft með höndum, bygg- ingu Landspítalans. Eftir að þetta stórmál var komið i örugga höfn, Landspít- alinn reistur og tekinn lil starfa, fór heldur að minnka um hátiðahöldin 19. júní,og nú, um talsvert árabil, helur ekki verið haft svo mikið við i'rels- isdag íslenzkra kvenna, að al- mennt hafi verið l'laggað þann dag. Það má vel vera, að þetta tómlæti um minningu 19. júní og þeirra. réttinda, sem þá fengust, stafi með fram af því að konur hafa nú fengið svo mikil réttindi — minnsta kosti í orði — að ekki þyki ástæða til að minnast þess dags sér- sfaklega, jfegar ákveðið var með lögum að 35 ára gamlar konur skyldu l'á kosningarrétt í fyrsta skipti. En þegar þess er gætt að það, sem unnist hefur í réttinda- málum kvenna á árunum frá 1915, byggist að mestu eða.öllu á þeim sigri, sem þá vanlist og ennfremur a.ð mikið vantar á, að konan hafi náð þeim þjóð- l'élagslegu réttindum, sem henni ber, þá er fullkomin á- stæða fyrir íslenzkar konur að halda áfram að helga 19. júni minningunni um unninn sigur og baráttunni fyrir auknum réttindum. Þeir, sem kunna að lialda að á þessu sviði sé ekki fyrir neinu a.ð berjast, konur hafi þegar fengið full réttindi, ættu að lesa greinina úr Bankablað- inu, sem birt er á öðrum stað hér í blaðinu. 1 þeirri grein er með Ijósum dænium sýnt hvernig konur eru alskiptar bæði í launum og rétlinduin lil embætta hjá einni mikilverð- ustu almennu stofnuninni hér á landi, Landsbankanum, og Gullbrúðkaup Jóhanna Helgadóttir Halldór Guðfinnsson Þau hjónin Jóhanna Helga- dóttir og Halldór Guðfinnsson, Krók 1, hér í bænum áttu gull- brúðkaup 20. þ. m. 1 tilefni þessara merku thna- móta i æfi þeSsara ágætu hjóna skrapp ritstjóri Baldurs heim til þeirra í gærdag og spjállaði við þau um liðna æfi þeirra. 1 því samtali náði hann í eftirfarandi upplýsingar: Halldór Guðfinnsson ér fæddur á Látrum við Látra- bjarg í Rauðasandshreppi 24. september 1867. Þegar hann var hálfs annars árs fluttust foreldrar hans suður í Geira- dalshrepp að Króksfjarðarnesi, að því er Halldór minnir. Foreldrar Halldórs urðu vegna ómegðar að þiggja af sveit nokkru eftir að þau flutt- ust í Geiradalinn, og skildu al' þeim sökiun samvistum, svo sem þá var títt, er heimili þeirra, sem styrk þáðu, voru leyst upp og fjölskyldunni tvístrað sitt í hverja áttina. Halldór fór með móður sinni og voru þau á ýmsum bæjum í Geiradalnum, en faðir lians var á Stað á Reykjanesi hjá séra Ólafi Johnsen og.vann þar fyrir tveimur ,eða þremur börnum þeirra hjóna, 1 janúar 1878 andaðist Guð- finnur Hjaltason, faðir Ilall- dórs, i Mýratungu í Reykhól^- sveit, af kalsárum. Hafði Guð- finnur ásamt öðrum manni, Hailiða nokkrum frá Bassa- stöðum í Steingrímsfirði, legið liti í hörkubyl á Bæjardals- heiði. Varð Hafliði úti i þeirri ferð en Guðfinni var hjargað frá Mýratungu, var hann þá svð villtur, þó bjart væri orðið, að hann áttaði sig ekki, og svo mikið kajinn, að hann and- aðist, eins og fyr er sagt, eftir nokkra daga. Gestur heitinn Pálsson, sem þá var unglingur í Mýratungu, vakti meðal annara yfir Guð- finni. Sá liann ])á svip Hafliða, þess er úti varð, og mjög þótti gera vart við sig í Mýrartungu meðan Guðfinnur lá þar. Er frá þessu sagt i ritsafni Gesls og víðar og l’ylgir þeirri sögu nákvæm frásögn al' þessum at- burðum öllum. Níu ára gamall flutlist Hall- dór með móður sinni að Bakka í Geiradal lil Bjarna Bjarna- þannig er ástandið á því nær öllum sviðum atvinnulífsins. Af þessu sézt, að því fer fjarri, að náðst hafi fullkomið jafnrétti kvenna og karla, bar- áttan fyrir þeim réttindum hlýtur því að halda áfram hér el'tir eins og hingað til, og ein- mitt öðru fremur vegna þeirr- ar baráttu er .nauðsynlegt, að íslenzkar konur glevmi ekki kvenfrelsisdeginum 19. júní. sonar og Blansiflúr Helgadótt- ur og þar var hann til 17 ára aldurs. Þá fluttist hann suður á Skarðsströnd að Ballará til Steindórs Þórðarsonar, bróður Bjarna á Reykhólum. Þar var hann í 3 ár og önnur þrjú hjá Þorláki bónda á Melum í sömu sveit. Síðan var hann eitt ár lausamaður og átti þá heimili hjá móður sinni og stjúpa, Halldóri Brandssyni, og bvggðu þau upp eyðijörð, er þau nefndu að Skálatóftum. Frá Skálatóftum fluttist llalldór að Skarði á Skarðs- strönd til séra Jónasar Guð- mundssonar og Elinborgar Kristj ánsdóttur, kammerráðs. A Skarði var hann í 1 ár og þar kvæntist liann Jóhönnu Helga- dóttur konu sinni 20. júní 1895. Frá Skarði fluttust þau hjón að Vígholtsstöðum ó Fells- strönd og voru þar í hús- mennsku í eitt ár. Fóru þá út í Snæfellsnessýslu, að ögri við Stykkishólm, og bjuggu þar i 3 ár. Aldamótaárið fluttust þau hingað til Isafjarðar og hér hafa þau átt heima síðan, að einu ári undanteknu, er þau bjuggu á Borg í Skötufirði. Jóhanna Helgadóttir fæddist að Harastöðum á Fellsströnd 10. janúar 1869. Þaðan fluttist hún með foreldrum sínum að Hellu í sama hreppi og var þar 6—7 ár. Eftir það fór hún að heiman o‘g var á þremur bæjum á Fellsströndinni: Arn- arbæli, Vígholtsstöðum og Frakkanesi unz hún fluttist ist brott úr fæðingarsveit sinni og að Skarði á Skarðsströnd, og þar giftist hún Halldóri eins og fyr er sagt. Hér hefur’nú verið stiklað á helztu æfiatriðum þessara al- þýðu hjóna. Vera má að ein- hverjum þyki saga þeirra í engu frábrugðin sögu annars alþýðufólks á Islandi, og er það mikið rétt. Sögur íslenzkra alþýðu- manna eru’ hver annari líkar, þær segja. í'rá harðri lífsbar- áttu bæði í sveit og við sjó. I þessu stutta yfirliti er þó mörgu sleppt sem frásagnar væri vert, og víðar hefur Hall- dór farið en hér er greint frá. Stundað útræði suður á Álfta- itesi, hér við Djúji og víðar, verið á handfæraveiðum með Dömim og unnið ýmislegt ann- að. Hann getur því frá ýmsu sagl er á daga hans liel’ur drif- ið og í heimsókn minni til þeirra hjóna í gær sagði liann mér inargt skenmitilegt og fróðlegt um menn, sem liann kynntist eða hal'ði spurnir af, en ekki verður frá því sagt liér. Þau Halldór og Jóhanna liafa alla tíð notið almemiía vinsælda allra, sem þeim liafa kynnst, unnið af dugnaði og heiðarleik fyrir sér og sínúm og jafnan tekið ákveðna al- stöðu með stét.t sinni í baráttu liennar fyrir bættum hag. Þau eignuðust fjögur mynd- arleg börn, sem öll eru á líl'i hér á Isafirði. Þau eru: Krist- ján, bæjarverkstjóri, fæddur á Skarði á Skarðsströnd, Helgi, múrari, fæddur í ögri ó Snæ- fellsnesi, Elísabet, kona Stein- ars Steinssonar, skipasmiðs, og Sveinbjörn, múrari, bæði fædd liér á Isafirði. Baldur árnar þeim Halldóri og Jóhönnu allra lieilla á fimmtíu ára hj úskaparafmæli þeirra og óskar þeim góðra og gleðilegra ellidaga. -------0------- Fyrirspurn svarað. I 17. tbl. Baldurs birtir „í- þróttamaður“ fyrirspurn um, hvort I. R.-bikarinn er 1. B. 1. á s.I. vetri lilaut að gjöf frá I. R. liggi hjá 1. B. 1. Hvar bjóst íþróttamaðurinn frekar við að finna bikarinn en hjá eiganda lians 1. B. 1.? Var ekki íþróttamanni sæmra að spyrja stjórn 1. B. I. uni bikarinn en birta opinbera fyrirspurn um þessa heiðurs- gjöl' með fullkonmum aðdrótt- úniun um að lnin sé el' til vill týnd venga vanskila Sigurðar Bjarnasonar alþingismaiins er skilaði henni til formanns 1. B. 1. hér á Isafirði, sem mun fús til að staðfesta, að það sé rétt, ef íþróttamaður kynni að van- treysta mér. Gefandi, I. R„ liafði eins og kunnugt er af- hent Sigurði Bjarnasyni bikar- inn í Reykjavík og falið hon- um að færa I. B. I. þcssa gjöf. Hvaða íþróttamaður spyr svona kjána- og illkvittnis- lega? Sæmra hefði lionuni verið að spyrja í fullu nafni sinnar virðulegu!! persónu en klína „íþróttamanni“ undir þessa opinberu auglýsingu uni kjánaskap sinn. Æskilegt væri að fyrirsjiyrj- andinn léki það eigi oftar, livorki að skreyta sig né skýla sér með íþróttamannsnafnbót. Stcfún Sigurðsson, frá Vigur. r Uthlutun matvælaseðla fyrir skömmtunartímabilið júlí—september 1945 fer fram cá bæjarskrifstofunni 28. og 29. júní og 2. júlí 1945 kl.10—12 og 13—15 daglega. Nýir skömmtunarseðlar fást aðeins afhentir gegn út- fylltum stofnum af núgildandi matvælaseðlum. lsafirði, 20. júní 1945. Skömmtunaiskrií'stofan. t

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.