Baldur


Baldur - 22.06.1945, Blaðsíða 1

Baldur - 22.06.1945, Blaðsíða 1
UTGEFANDI: S ÓSlALISTAFÉLAG ISAFJARÐAR XI. ÁRG. ísafjörður, 22. júní 1945 18. tölublað. Reglugerð fyrir Rafveituna. Á bæjarsljórnarí'undi 0. þ. m. var samþykkt rcglugerð íyr- ir Rafveitu lsafjarðar og Eyr- arhreims. Frumvarp að reglugerð þess- ari var í'yrst lagt l'ram á bæj- arstjórnari'undi í'yrri hluta maímánaðar i vor, og voru það raf veitustj órnarmennirnir, Högni Gunnarsson og Hall- dór Halldórsson, sem fyrstir fluttu tillögu um að þessi reglu- gerð yrði sett. Á fundinum 6. júni kom málið því til annarar umræðu. Komu þá l'rám nokkrar breyt- ingartillögur við frumvarpio. Meðal annars var sú breyting frá hreppsnefnd Eyrarhrepps að nafn fyrirtækisiiis verði Rafveita lsafjarðar og Eyrar- hrepps. Þá var sú breyting gerð, að í stjórn Rafveitunnar vérði kosnir 7 menn i stað 5 áður, af þeim verði bæjarstjóri Isa- í'jarðar sjalfkjörinn og hrepps- nefnd Eyrarhrepps eigi þar jafnan einn fulltrúa. Dt af þessari breytingu urðu nokkrar umræður á f undinum. Fulltrúar Sósíalistaflokksins' voru andvígir þvi að bæjar- stjóri væri sjálfkjörinn i raf- veitustjórn, en alþýðuflokks- menn, sem mest börðust fyrir þessu ákvæði, rökstuddu það með' því, að á þann hátt væri flokki, sem meirihlula hefði i bæjai'stjðrn, tryggður meiri- hluti i rafveitustjórn, og með því töldu þeir, að öllu lýðræð- islegu réttlæti væri fullnægt. _ Jón Jónsson, bæjarfulltrúi Sósíalistaflokksins, benti hins- vegar á að þetta væri mjög mikill misskilningur á eðli lýð- ræðis. Hér væri um að ræða fyrirtæki, sem væri eign al- mennings i þessum tveimur sveitafélögum en alls ekki ein- hvers einstaks flokks. Það væri því ekkert lýðræðislegt réttlæti að tryggja t. d. meirihluta- flokki í bæjarstjórn Isafjarðar meirihluta i rafveitustjórn með þvi að gefa honum einn mann i stjórnina sjálfkjörinn. Með því væri aðeins tryggt flokks- einræði yfir þessu fyrirtæki al- mennings. Hefðu t. d. fulltrúar minnihlutans í bæjarstjórn Isafjarðar og fulltrúi Eyrar- hrepps sameiginlega meiri- hluta í rafveitustjórn, væri auðvitað sjálfsagt og sam- kvænit lýðræðisreglum að svo væri. Alþýðuflokksmennirnir gátu litlu svarað þessum röksemd- um Jóns, cn lýstu þvi yfir, að þcir ætluðu ekki að fara að rökræða við Jón klæðskera um lýðræði. En þrátt fyrir það, að rök þeh'ra reyndust ekki haldbetri en þetta, var tillagan um 7 manna rafveitustjórn og bæj- arstj óra sj álfkj örinn samþykkt á f undinum með öllum greidd- um atkvæðum, gegn tveimur, atkvæðum fulltrúa Sósíalista- flokksins. Hér er ekki kostur á að skýra frá "eí'ni þessarar rcglu- gerðar. Með samþykkt hcnnar hcfur það þó áunnist, að þessu volduga fyrirtæki vcrður eftir- leiðis stjórnað el'tir ákveðnum rcglum. Dagleg sljórn þess vcrður í hönduni sérfróðs manns, er.ber ábyrgð á rekstri þess. Með þessu ætti að vera tryggt, ef framkvæmt verður, að stjórn og rekstur Rafveit- unnar breytist lil balnaðar, en á þvi er áreiðanlega í'ull þörf. Óæðri manntegund? [Þessi grein kom í Bankablaðinu í desember 1944. Álítur Baklur að hún eigi erindi til fleiri en þeirra er það lesa og leyfir sér því að láta hana koraa að öðru sinni íyrir almeiiningssjónir.] „Það hefur okkur kvenfólk- inu í Landsbankanum löngum þótt við brenna, að störi' karla væru hærra metin en okkar og fundizt það gilda, bæði þcgar um launagreiðslur og stöður, sem citthvað heita, er að ræða. Ýmsar röksemdir i'yrir þessu mati hafa verið bornar á borð fyrir okkur, þegar við höfum beðið um þær, og er þá fyrst sú, að slíkt hið sama ætti sér stað alstaðar annars staðar. Að vísir er þetta ekki nákvæmlega rétt, því að dæmi um jafna stöðu kynjanna má sjá hjá kennurum og ýmsu faglærðu i'ólki og að því leyti erum við bankastarfsmenn saml)ærilegir við áðurnefnda starfsmanna- hópa, að hjá okkur ganga karl- menn og kvenfólk jöfnum höndum að sömu störfunum. Auk þess verður það að kallast harla léttvæg afsökun: Að af því Jón beitir órétti er sjálf- sagt fyrir mig að gera það líka. Menn verða ákaflega uppnæm- ir, þcgar þeir reka sig á, að rangsleitni er beitt, að muður nú ekki lali um, þegar slikt er gert í stórum stíl og vantar þá ekki kappið að fordæma, en þegar um órétlinn í launamál- um kvenna. er að ræða, ja, þá er allt öðru máli að gegna, þá hefur samvizkan allt í einu fcngið scr dúr, menn yppta öxlum og brosa háðslega, en þeir, sem svíkja þessi samtök axlayptinga og háðsbrosa — af heimsku eða öðrum ástæðum — láta fjúka sleggjudóma, svo sem að kvenfólkið sé ýmist hyskið eða latt, eða jafnvel þetta allt í senn. Við slíka menn er ekki orði eyðandi. Það þarf engum getum að því að leiða, að meðal kvenfólks er misjafnt starfsfólk alveg eins og meðal karlmanna, óg í þessu sambandi langar mig til að minna á þann vísdóm, sem 'segir, að fólk sjái helzt þá galla hjá öðrum, sem einkenna það sjáli't. Þá cr ein röksemdin sú, að kveni'ólk rjúki í biuiu og gil'li sig, sé jafnvel ekki nema 2—3 ár, hæsta lagi 5 og ekki taki að launa það eins og þann staiiskraft, sem er til frambúð- ar. En lítum nú á starfsaldur stúlkna í Landsbankanum. Fimm stúlkur eru búnar að vera yfir 20 ár, fimm yfir 14 ár, tvær yí'ir 11 ár, þrjár yfir 8 ár, fjórar í 3 ár og þrjár eru alveg nýjar í starfi. Og enn þá er verið að bíða eftir, hvort þetta kvenfólk gifti sig ekki. Er þá ekki úr vegi að athuga, hvernig slarfsaldursákvæðið cr skilið, þegar um karlmenn cr að ræða. Hér vil ég nci'na dæmi. Fyrir þrem árum komu hingað í bankann tveir ungir piltar nieð verzlunarskóla- menntun og litla reynslu í skrifstofuslöíium. Eftir 2V2 árs þjónustu eru þeir komnir upp i launaflokk 1. aðstoðarmanns, þangað sem illmögulegt er í'yr- ir kvenfólk að komast, þó að það hafi stúdentsmenntun og að auki framhaldsmenntun og jafnvel allt upp í sjöfaldan starfsárafjölda á við þessa ungu menn að baki sér. Hér er annað dæmi. Stúlka, sem er hér í Landsbankanum núna, var áður búin að vera 7 ár hjá einu útibúi Útvegsbankans, en hefur verið síðastliðin tæp 15 ár í Landsbankanum og fór eitt ár utan til framhaldsnáms með leyí'i bankans, komst ekki fyrr en á seinustu áramótum í hæstu laun-í 2. aðstoðarmanns- flokki. Ekki bendir skipting starfa í baukanum á, að stúlkurnar séu vcr að' sér og alhyglisvert er, að þær eru 28% skrifstofu- fólksins, þrátt fyiir sterka and- stöðu við ráðningu þeirra til bankans. Þessi tala gefur mér tiléfni til að spyrj a ykkur, góð- ir hálsar, sem álítið að konan taki vinnúna frá ykkur með því að ganga inn í flestar at- vinnugreinar þ j óðf élagsins, hvora álitið þið skæðari keppi- naut ykkar á vinnumarkaðn- um, þá konu, sem er jöí'n ykk- ur í kaupi, eða hina, sem tek- uf allt að helmingi lægri laun fyrir sömu störf? Anriars er það leiðinleg firra í þjóðfélagi, sem talar eins mikið um frelsi og j afnrétti, j afnvel bræðralag, eins og við Islendingar gerum, að tæpur helmingur þjóðar- innar skuli skoða sig sem sér- réttindastétt, sem hinn helm- ingurinn taki ^itthvað frá, ef liann gerir kröfur til jafnrétt- ar í lífsgæðunum. "Ýinsar fleiri ástæður, en fyrr eru nefndar, eru gefnar fyrir því, að launa kvenfólk lægra eri karlmenn, svo sem, „að alltaf sé venja að gefa karl- mönnum tækifæri til að safna í sarpinn", og að því er mér skilst, fyrir stofnun værjtanlegs h^imilis. Nú er slíkt fyrirtæki stofnað aí' tveim, en sú skoðun virðist ríkjandi, að karlmaður- inn einn stofni heimilið; það er nógu gott fyrir sálarheill konunnar að ganga þar inn slypp og snauð, sneydd þeirri ánægjutilfinningu, að hafa lagt sinn skerf til stofnunar heimilisins. En núverandi launafyrirkomulag ætlar kon- unni að hafa rétt í sig og á og lcngi framari af ekki einu sinni það og hafi hún einn eða í'leiri á framfæri sínu, sem er mjög algerigt, hefur lífið held- ur smátt að bjóða henni. Nú er ekki svo að skilja, að verið sé að hafa á móti því, að fólk, sem stofnar til hjóna- bands og á sín börn í fullri sátt við siðsama borgara, njóti þess í hærri launum, en að gefa ó- giftum karlmönnum „tækifæri til að safna í sarpinn" frekar en ógiftu kvenfólki, sé ég ekki ástæðu til, því að, mér vitan- lega, er það óþekkt fyrirbrigði að lána út á loforð um stofnun fyrirtækis, og er hér jafnvel ekki einu sinni loforð fyrir hendi, enda oft ckki í'rarn- kvæmt það, sem mér skilst að til sé ætlazt. Um framtakssemi unga mannsins, almennt, í fyrr- nefndri söfnun, leyfi ég mér að efast. Ég hef nú reynt að taka til Framh. á 4. síðu.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.