Baldur


Baldur - 10.07.1945, Blaðsíða 3

Baldur - 10.07.1945, Blaðsíða 3
BALDUR 79 B A L D U R (Vikublað) Árgangur kostar 10 krónur Gjalddagi 1. júlí Ritstjóri og ábyrgðarm.: Halldór Ólafsson Ritstjórn og afgreiðsla: Odda, Isafirði, Pósthólf 124 Skip mitt er að landi komið. Dagurinn í gær var sannar- lega fegins- og fagnaðardagur allra Islendinga. Klukkan 10 þá um morgun- inn lagði Esjan að landi i Reykjavik eftir happasæla ferð til Norðurlanda og farm- urinn, sem hún kom með, var sá dýrmætasti sem nokkurt skip hefur nokkru sinni flutt að ströndum þessa lands. Þarna komu um 300 Islending- ar, karlmenn, konur og börn, sem dvalið höfðu öll ófriðarár- in og lengur í framandi lönd- um, og það þeim löndum, sem hættur ófriðarins geisuðu. Fólk þetta hafði verið i meiri og minni hættum, átt við margs- konar erfiðleika að búa og al- gerlega, eða þvi sem næst, ver- ið varnað að láta ættinga og vini vita um sig eða fá fréttir af þeim. Þarna komu konur og karlar frá Danmörku, Noregi, Svi- þjóð og Þýzkalandi. Fólk sem stundað hefur nám, lokið prófi í ýmsum fræðum og unnið margskonar störf í þessum löndum. Með þessu fólki voru lika börn þess,\mgir Islending- ar sem tala framandi tungur og nú líta ættjörðina í ^yrsta skipti. Við höfum heyrt nokkra ein- staklinga úr þessum heim- komna hóp segja frá líðan sinni þessi útlegðar ár. Þó að frásagnir þeirra hafi verið lát- lausar og skrumlausar hefur mátt marka af þeim, að 5™is- legt hefur á daga þessara út- laga drifið og að þeir hafa frá mörgu og misjöfnu að segja. Nokkurn skugga ber það á fögnuðinn yfir þessari heim- komu, að fáeinir Islendingar fengu ekki útfararleyfi á síð- ustu stundu, en við vonum að allt verði gert til þess, að úr málum þeirra verði greitt. En í dag fögnum við þeim, sem nú eru heimkomnir og úr helju heimtir. Við vonum að þehn gefist nú kostur á að nota starfskrafta sina og þekk- ingu í þágu lands og þjóðar, og við samgleðjumst ættingj- um þeirra og vinum með heim- komu þeirra. Baldur vill sérstaklega bjóða, Isfirðingana, sem heim konm, hjartanlega velkomna, von- að þetta hyggðarlag megi njóta starfskrafta þeirra og að það verði þess um komið að skapa þeim þau starfskjör, sem þeir geta við unað. -------0------- Guófinna Signrðardóttir. Fædd 19. september 1866. Dáin 29. maí 1945. Nokkur minningarorð. Eins og áður hefur verið sagt frá hér í blaðinu andaðist Guðfinna Sigurðardóttir, fyr- verandi húsfreyja á Seljalandi i Skutulsfirði, á heimili dóttur sinnar, Guðfinnu Jóhannesdótt- ur, Siglufirði, 29. maí s.l. Guðfinna var fædd að Gils- brekku í Súgandafirði 19. sept- ember 1866, dóttir hjónanna Guðfinnu Þorleifsdóttur og Sig- urðar Jónssonar, barn að aldri missti hún móður sína, kvænt- ist faðir hennar þá aftur og gekk að eiga systur fyrri konu sinnar, Þórlaugu Þorleifsdótt- ur og gekk hún Guðfinnu í móður stað. Guðfinna Sigurðardóttir ólst upp á Gilsbrekku til fullorðins ára. Árið 1891 giftist hún Jóhann- esi Guðmundssyni. Fyrstu eitt til tvö hjúskaparárin voru þau i húsmennsku á Fjallaskaga í Dýrafirði, þá fluttu þau til Bolungarvíkur og áttu þar heima til 1901, byrjuðu þá bú- skap i Engidal í Eyrai’hreppi og bjuggu þar í 7 ár. Arið 1908 fóru þau að Seljalandi og þar áttu þau heima þar til 1939, að þau fluttu alfarin til Siglu- fjarðar til Guðfinnu dóttur sinnar. Á Siglufirði missti Guðfinna mann sinn 27. marz 1941. Þau Guðfinna og Jóhannes eignuðust þrjú börn, tvær dæt- ur, Karlinnu, konu Jóns Jóns- sonar, Fjarðarstræti 29, hér í bænum, og Guðfinnu, konu Stefáns Kristjánssonar á Siglu- firði, og einn son Sigurð Al- bert, sem drukknaði með tog- aranum „Leifi heppna“ er fórst' á Halamiðum í mann- skaðaveðrinu mikla 27.—28. febrúar 1925. Ennfremur ólu þau upp tvö fósturbörn, Guðmund Hall- dórsson og Valgerði Sigurðar- dóttur, sem bæði eru húsett hér í bænum. Þeim, Guðfinnu og Jóhann- esi, búnaðist alla tíð vel, áttu nóg fyrir sig og sína að leggja, þó efni væru ekki mikil, enda voru jarðir þær, sem þau bjuggu á, rirar að landnytjum; á Seljalandi höfðu þa,u aðeins túnið til afnota,ogseinustu árin þar aðeins lítinn hluta af því. Guðfinna Sigurðardóttir var að dómi þeirra er af henni höfðu náin kynni, kona hæglát og dagfarsgóð, traustur vinur þeirra, -sem hún batt vinfengi við, og alúðleg við alla, sem við hana höfðu einhver kynni. Hún hljóp ógjarnan eftir hverjum goluþyt almennings- Eitt mesta leyndarmál ameríska hersins á Islandi, mun hafa verið liygging Meeks- flugvallarins svonefnda á Reykjanesi. En þar sem aðal- ófriðarhætturnar eru nú um- liðnar og flugvöllurinn að nokkru leyti tekinn til frið- samlegra starfa, hefur hér- stj órnin gefið blaðamönnum og útvarpi 'nokkra uppl)rsingar viðvíkjandi þessu mikla mann- virki. Hinn hrj óstrugi Reykjanes- skagi sem í aldaraðir hafði ekki kynnzt annari umferð en fótgangandi mönnum og kvik- fénaði á beit, hefur nú verið ruddur á stóru svæði, sléttaður °g lagaður til að taka á móti fullkomnustu- og hraðfærustu samgöngutækjum nútímans, flugvélunum. Hnattstaða Islands hefur gert það að mjög mikilvægum viðkomustað á samgönguleið hins nýja heims. Vegna legu þess í miðri Atlantshafsleið- inni var þýðing þess á þessu Söngur ungfrú Guðrúnar Á. Símonar. Hin unga og glæsilega söng- kona, ungfrú Guðrún Á. Sí- monar, kom hingað til ísa- fjarðar með flugbát Loftleiða s.l. þriðjudag og söng hér í Al- þýðuhúsinu þá um kvöldið og næsta kvöld. Með henni kom píanósnillingurinn, Fritz Weisshappel, og lék hann und- ir við söng hennar. Um söng ungfrú Guðrúnar A. Símonar er það skemmst að segja> að hann vakti almenna hrifningu áheyrenda og varð hún að endurtaka mörg lögin. Rödd hennar er yndislega fög- ur og hreín og meðferð henn- ar á viðfangsefnunum þannig, að ég er vissum, að þeir, sem áhlýddu, hafa sannfærst um að hér var að koma fram söng- kona, sem áreiðanlega á fyrir sér mjög glæsilega framtíð. Undirleikur hr. Fritz Weiss- happels var af þeirri list og smekkvísi sem þessi ágæti listamaður er þekktur fyrir. Allir þeir, sem i Alþýðuhús- ið fóru jiessi tvö kvöld, þakka þeim ungfrú Guðrúnu Á. Sí- monar og hr. Fritz Weiss- happel áreiðanlega fyrir kom- una hingað. álitsins, en hélt fast við þær skoðanir ,sem hún áleit réttar og heillavænlegar, hvort sem þær áttu formælendur marga eða fáa. Ilún var ein af þeim mörgu íslenzku liúsfreyjum, sem af alúð og trúmennsku helga starf sitt heimili, manni og börnum. Störf þeirra eru unnin í kyr- þey en eru til ómetanlegs gagns og blessunar þeim er þeirra njóta. sviði orðin ljós þegar í byrjun stríðsins. Meira að segja fyr var mönnum orðið ljóst live stór- kostlega þýðingarmikill við- komustaður Island er i heims- samgöngunum. Löngu fyrir stríðið höfðu brautryðjendur í flugmálum komið auga á þennan mikla kost eyjarinnar við heimsskautabaug. Þegar 1932 útvegaði flugfélagið Pan- American sér einkaleyfi hjá is- lenzku stjórninni. Þetta einka- leyfi létu þeir ónotað, og 1939 gerðu Þjóðverjar tilraun til'tið ná þessum rétti sér til handa. En þeir komust nú í kynni við þjóð, sem reýndist nægilega framsýn til að sj á við fyrirætl- unum liinna ásælnu Nazista, og leyfið var ekki veitt. Það er erfitt að gera sér fulla grein fyrir hve mikla þýðingu þetta hafði fyrir úr- slit Evrópustyrj aldarinnar, en hugsunin ein um stóran þýzk- an flugvöll á Islandi fyrir þetta stríð, vekur óþægilegar hug- myndir um hvað gæti hafa skeð, ekki einungis fyrir Is- lendinga heldur um úrslit sj álfrar styrj aldarinnar. Á Islandi hefði þetta valdið hungri og liörmungum i stað alsnægta og velsældar, hinum striðandi þjóðum auknum hættum og mannfalli á Atants- hafsleiðunum og orðið til þess að styrjöldin hefði staðið margfaít lengur. Þegar fyrstu dagana eftir komu brezka hersins til Is- lands, hyrjuðu verkfræðingar hans að svipast um eftir flug- vallarstæði. Meðal staða, sem þeir hættu við, var Sandskeið- ið, þar sem rannsókn leiddi í ljós að vatnslag var þar ekki nema 2 fet undir yfirborðinu og myndi þvi orsaka eyðilegg- ingu af völdum frosts. Það var ekki fyr en Amerí- kanar komu að nokkur mann- virki hyrjuðu á Reykjanesi. - Nokkur einkafyrirtæki gerðu fyrst tilraun við þetta stórvirki, en jiað var ekki fyr en verk- fræðingadeild ameriska flotans og hersins tók þetta verk að sér að nokkur árangur náðist. Nú finnast þarna, mitt í hinum tröllauknu leifum eldgosanna, tvö stórvirki gerð af mönnum, Meeks- og Patterson- flugvell- irnir. Verkið var óskaplega erfitt. Flugvellir setuliðsins á ísiandi.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.