Baldur


Baldur - 06.09.1945, Blaðsíða 1

Baldur - 06.09.1945, Blaðsíða 1
UTGEFANDI: SÓSIALISTAFÉLAG ÍSAFJARÐAR XI. ÁRG. ísafjörður, 6. sept. 1945 26. tölublað. Þegar allri þjóöinni blöskrar. Einsdæmi í milliríkja- viðskiptum. Stefán Jóhann Stefánsson og Arent Glaessen berir að fnrðulegn trúnaðarbroti í opin- berri þjónustu. Þeir fóru í byrjun þessa árs í samninganefnd til Sví- þjóðar og gerðu þar, ásamt Óla Vilhjálmssyni, yerzlun- arsamning f. h. íslenzku ríkisstjórnarinnar við sænsk stjórnarvöld. Stefán Jóhann Stefánsson var formaður nefndarinnar. Trausti því, sem þeim var sýnt, brugðust þeir gjör- samlega. Sömdu um innflutning án tillits til íslenzkra hags- muna. Gáfu rangar upplýsingar um skilning Svía á samn- ingnum. Noíuðu tækifærið til þess að krækja sér í um- boð fyrir fiestar þær vörutegundir, sem þeir sömdu um innflutning á frá Svíþjóð. Stcfán Jóhann Stefánsson hefur nú stofnað hlutafé- lag, er nefnist Sölumiðstöð sænskra framleiðenda. Félagið hefir náð í umboð fyrir 50 stærstu fyrirtækin í Svíþjóð og virðist því hafa tryggt sér einokunarað- stöðu hér á landi á söiu fjölmargra vara. I þetta félag hefur Stefán Jóhann valið með sér þrjá jábræður sína: Gnðmiind Gí^lason Hagalín, „prófessor“. Guðmund I. Guðmundsson bæjarfógeta í Hafnarfirði og Gísia Frið- bjarnarson, fyrrum prentara hjá Alþýðuprentsmiðj- unni, og auk þeirra Hauk Claesen, son Arents Claesen, eins samninganefndarmannsins. Málgagn Sósíalistafl., Þjóðviljinn, afhjúpaði þetta hneykslismál s. 1. föstudag. Reykvíkingar hafa nefnt þá afhjúpun „atomsprengjuna“ og öll þjóðin stendur högg- dofa gagnvart því hyldýpi spillingarinnar, sem hér verður lýðum ljóst. Hér fer á eftir það sem Þjóðviljinn segir um þetta mál: Fyrri þáttur Stefáns Jóhanns. Sem fyrr er sagt fóru þeir Stefán Jóhann og Arent Claes- sen til Svíþjóðar i býrjun þessa árs til að gera þar verzl- unarsamninga fyrir hönd rík- isstj órnarinnar. Það verður ekki hjá því komizt að segja þann sann- leika, að fyrrnefndir samn- ingamenn hafi við samning- ana mjög alvarlega brugðizt því trausti, er þeim var sýnt. Þess þarf vitanlega ekki að geta, að áður en nefndar- mcnnirnir leggja af stað eru þeim gefnar upplýsingar og fyrirmæli um tegund og magn þeirra vara, er brýnust þörf sé fyrir að fá. Samt semja þeir Stefán Jó- hann um — svo dæmi séu nefnd: a) Innflutning á rakblöðum og rakvélum fyrir 350 þúsund ísl. lcróna, þótt til séu í land- inu 5 ára birgðir af rakblöðum. 1)) Innflutning á 7000 tonn- um af pappír og pappa, þótt bér beima séu til birgðir af þessum vörum til næstu ára- móta og ársþörf okkar talin vera ca. 4000 tonn. c) Samið var um innflutn- ing á varahlutum í sænsk- byggðar bátavélar fyrir aðeins 150 þús. ísl. kr., þrátt fyrir J)að, að skortur hefur verið á slíkum varahlutum hér öll stríðsárin og aðalatvinnuvegi Islendinga væri óhjákvæmileg nauðsyn að fá sem mest af þessum blutum og sem fyrst. d) Aftur á móti sömdu þeir Stcfán Jóhann um innflutning á ísskápum fyrir 600 þús. kr. — En það verður e. t. v. skilj- anlegra þegar það er athugað að Arent Claessen notaði sömu ferðina til þess að krækja í einkaumboð til lianda Hauki syni sínum fyrir sænska raf- tækjafirmað Elektrolux. . . e) Þá sömdu þeir Stefán Jó- hann um innflutning á aðeins Þegar ríkisstjórn sendir full- trúa til að gera viðskiptasamn- inga við exdendar þjóðir, standa þeir að sjálfsögðu í stöðugu skeytasambandi við hana, og skýra frá hvar samn- ingurn sé konxið í meginatrið- um. Svo mun og hafa verið með þessa dæmalaxisxi nefnd. 5000 staridörðum af timbri, þótt óskað muni hafa verið eftir helmingi meira magni. f) Búið var að festa kaup á 185 þús. síldartunnum í Sví- þjóð og vax’ auðvitað litið á það sem meginvei’kefni nefnd- arinnar að fá útflutningsleyfi fyrir þessxi tunnumagni. Nefndin lejrsti þetta hlut- verk þannig af hendi, að hún fékk aðeins útflutningsleyfi fyrir 125 þús. tunnunx, eða ná- kvæmlega jafnmörgum og Svíar vilja kaupa af okkui’, og er Svíum þar með gefin full- komin einokunaraðstaða um kaup á íslenzkri síld, þar eð ókleyft var með öllu að fá tunnur annars staðar. Þegar málum er svo komið að nefndai’menn telja rétt sé að semja, óska þeir umboðs til undirskrifta. Þessi nefnd mun liafa sótt fast að fá slíkt um- hoð, og fengið það sem aðrar hliðstæðar nefndir í trausti þess, að upplýsingar þær, sem stjórnin hafði fengið, væru réttar og tæmandi og nefndai’- nxönnum væi’i trúandi til að ganga l'rá formsati'iðum. En svo gjörsamlega liafa þessir mcnn brúgðist traustinu, að þeir gel'a beinlínis rangar upp- lýsingar um skilning Svía á samningununx, íxxeira að segja eftir að þeir konxu heiixx. Þeir halda því franx að saixxning- Frarahald á 3. síðu. Er þarna verið að óska Stefáni Jóhanni til hamingju með nýja lilutafélagið?

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.