Baldur


Baldur - 03.10.1945, Blaðsíða 4

Baldur - 03.10.1945, Blaðsíða 4
B A L D U R 112 Isafjarðarbréf. Framh. af 2. síðu. sér fyrir að ofangreind mjólk- urskömmtun yrði upptekin, og það virðist undarlegt, að lækn- ar bæjarins skuli ekki hafa látið sig þetta svo miklu skipta, að þeir hafi skrifað bæjarstjórn og ýtt á um fram- kvæmd mjólkurskömmtunar, sem bæði væri réttlát og kænii að verulegu gagni. Ég vil nú vænta þess, að læknar bæjarins styðji þetta mál, sem hér er rætt, og slík skömmtun á mjóllc verði tek- in upp nú á næstunni, því fyr því betra fyrir alla bæjarbúa. Um leið og ég minnist á mjólkurskömmtunina nota ég tækifærið til þess að vekja at- hygli á því, að framfylgt sé ákvæðum um fitumagn mjólk- urinnar. Þegar mjólkin er komin i slikt geypiver.ð og nú, má ekki minna vera, en hún hafi lögákveðið rjómainni- hald. Einnig munu vera til ákvæði varðandi sölu á rjóma, skyri o. fl. Það er ólíðandi að fólki sé seldur súr rjómi og súrt skyr, sem að mestu þarf að kasta vegna skemmda, ef þess er ekki neytt þegar í stað. Lagfæring á þessum atrið- um er svo sjálfsögð og sann- gjörn, að þessu á að kippa í lag tafarlaust. Bæjarbúi. -------0------- Jón Guðjónsson, bæjarstjóri, varð fimmtugur 2. þ. m. Helgi Þorbergsson, vélsmíðameistari, Mj allar- götu 6 hér í bænum, varð fimmtugur 2. þ. m. BráðabirgJðalög um'Verð á landbúnaðarvörum. Forseti Islands hefur nú, að ósk landbúnaðarráðherra og samþykki allrar ríkisstj órnar- innar, gefið út bráðahii'gðalög um verð á landbúnaðarvörum. Eftir þeim á að greiða neyzlumjólkurverðið niður um 22 aura, á líter, þannig áð það verður kr. 1,60 á líter í stað kr. 1,82 eins og verðlagsnefnd hefur ákveðið, og neytendur fá endurgreitt úr ríkissjóði árs- fjórðungslega, eftir á, mis- muninn á því kjötverði, sem nú hefur verið ákveðið og því verði, sem lagt er til grund- vallar núverandi vísitölu. Þó fæst elcki endurgreitt fyrir meira en 40 kg. á mann á ári, það, sem fram yfir er, verður að greiða fullu verði. Fram- leiðendur, og þeir, sem hafa þrjá menn eða fleiri í vinnu fá ekki þessa endurgreiðslu. Verð á' öðrum landvörum helzt óhreytt. ——0—--------- Frú Kristín Halldórsdóttir, ekkja Leós heitins Eyjólfs- sonar kaupmanns, ótti sjötugs- afmæli 25. september. Jóhann S. H. Guðmundsson, ráðsmaður á Sjúkrahúsi Isa- fjarðar, átti fertugsafmæli 1. þ. m. Auglýsing. Húseign mín, neðri hæð og kjallari í húsinu Túngata. 19, er til sölu. Tilboð óskast. Rétt- ur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er, eða hafna öll- um. Pálmi Sveinsson. Veltuskattur. Samkv. lögum nr. 62, frá 12. marz 1945, um veltu- skatt, eru allir þeir, sem veltuskatt eiga að greiða, áminntir um að senda framtöl til * veltuskatts fyrir tímabilið 1. júlí til 30. sept. 1945 til skrifstofu minn- ar í Aðalstræti 22, í síðasta lagi fyrir 14. okt. n. k. Þeim, sem ekki senda framtal fyrir þann tíma verður áætluð velta og skattur álagður samkvæmt því. Skrifstofa skattstjóra, 28. sept. 1945. Matthías Ásgeirsson. Tilkynning tii húsavátryggjenda utan Reykjavíkur. I lögum um breytingu á lögunf um Brunabótafélag Islands nr. 52, frá 12. okt. 1944, 1. gr., segir svo: „Heimilt er félaginu og vátryggjendum skylt að breyta árlega vátryggingarverði húsa til samræmis við vísitölu byggingarkostnaðar, miðað við 1939“. Þessa heimild hefir félagið notað, og hækkað vá- ' tryggingarverðið frá 15. okt. 1945 samkvæmt vísitölu byggingarkostnaðar, sem héfir verið ákveðin í kaup- stöðum og kauptúnum 370 og í sveitum 400, miðað við 1939. — Frá 15. okt. Í945 falla úr gildi viðauka- skírteini vegna dýrtíðar. Yátryggjendur þurfa því, vegna hækkunar á vá- tryggingarfjárhæð eigna þeirra að greiða hærri iðgjöld á næsta gjalddaga, en undanfarin ár, sem vísitölu- hækkun nemur. Nánari upplýsingar hjá umboðsmönnum. BRUNABÓTAFÉLAG ISLANDS. TAMANGO. 16 m Þeir komu í siriá hópum undir gæzlu vopnaðra varðmanna. Elcki fékk þó hver hópur að dvelja lengi í einu ofanþilja. Stundum kom það fyrir að einn af hásetunum, sem lék vel á fiðlu, spilaði fjörug lög fyrir fangana. Það var átakanleg sjón að sjá svörtu andlitin, sem störðu hugfangin á fiðlu- leikarann, smám saman hvarf angistar- svipurinn, sem einkenndi þetta þjáða fólk. Andlit þess ljómuðu af ánægju, og það klappaði saman lófunum. Ledoux vissi að nauðsynlegt var að láta, fangana liafa nokkra hreyfingu. Hann skipaði því svo fyrir að þeir skyldu dansa á þilfarinu, og stóð sjálfur yfir þeim á meðan með reidda svipu. Þræl- arnir dönsuðu og hlupu um þilfarið eins og þeir frekast máttu. Tamango hafði orðið að hafast við neðan þilja í nokkra daga, vegna sárs- ins, er hann fékk, þegar hann var tek- inn til fanga. Að lokum kom hann þó upp á þilfar ásamt hinum föngurium. Hann bar höfuðið hátt og horfði á- hyggj ufullum augum út yfir hið enda- 17 lausa haf. Þegar hann sá að^kkert land var í augsýn, kastaði hann sér í örvænt- ingu niður á þilfarið. Aftur í lyftingunni sat Ledoux og reykti pípu sína makindalega. Við hlið hans stóð Ayche. Hún var vel klædd og var sýnilega í miklum metum hjá skipstjóranum. Einn svertingjanna benti Tamango á hvar hún var. Jafnskjótt og hann kom auga á hana, stölck hann á fætur, og áður en varðmaðurinn gat aftrað honum var hann kominn upp í lyftinguna. — Ayche, hrópaði hann, heldur þú að enginn Mams/ Jiunho sé meðal hvítra manna ? Þegar Ayche heyrði þessa spurningu, rak hún upp skerandi neyðaróp, og setti þegar að henni ákafan grát. Varðmennirnir höfðu nú fest hendur á Tamango og tóku hann urídir þiljur. • Túlkurinn'var beðinn að útskýra hvers vegna þessi orð, Mama Jumbo, hefðu vakið slíkan ótta hjá Ayche. — Mama Jumho er einskonar grýla meðal svertingjanna, sagði hann. — Þegar eiginmennirnir eru hræddir um 18 konurnar sínar liræða þeir þær með Mama Jumbo. Ég hef séð Mama Jumbo og veit hvaða brögð eru í tafli, en hin- um fáfróðu og hugmyndasnauðu svert- ingjakonmn dettur ekki hug að nein brögð séu höfð i frammi. Hugsið ykkur kvöld i skóginum. Svertingj arnir hafa hóþast saman og dansa í skugga undir limríku tré. Skyndilega heyrist villtur hljóðfærasláttur. Enginn er J)ó sjáanleg- ur, því að hljóðfæraleikararnir hafa fal- ið sig inni í skóginum. Hinum ólíkustu hljóðfærum er blandað saman, til þess að gera hljóðfærasláttinn sem allra villt- astan. Þegar konurnar heyra þessa villtu og skerandi tóna, verða þær skelfingu lostnar og myndu leggja á flótta, ef eiginmenn þeirra öftruðu því ekki. Jafn- framt gefa þeir i skyn að illir andar séu á sveimi í skóginum. Allt í einu kemur fram úr skóginum ferlíki mikið, hvítt að lit, með haus á stærð við vínámu og gapandi gin, fullt af eldi. Ferlíkið þok- ast hægt áfram og nemur staðar skammt frá skógarrjóðrinu. Þegar konurnar sjá skrímslið, ærast þær. — Þetta er Mama Jumbo. — Eiginmenn þeirra skipa þeim

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.