Baldur


Baldur - 27.10.1945, Blaðsíða 1

Baldur - 27.10.1945, Blaðsíða 1
UTGEFANDI: S ÖSl ALIST AFÉL AG ISAFJARÐAR XI. ÁRG. ísafjörður, 27. okt. 1945 31. tölublað. Hin nýju fræðslulög. Á Alþingi er nú verið að leggja fram mjög mikilsverð frumvörp til nýrra fræðslu- laga, sem munu gerbreyta allri tilhögun fræðslu- og skólamala á landi hér og gera aíþýðu langt um auðveldara að afla sér æðri menntunar, en verið heí'ur hingað til. Frumvörp þessi verða sjö að tölu. Þau voru undirbúinn af milliþinganefnd i skölamálum, sem skipuð var 30. júní 1943, en eru á þessu þingi flutt af meirihluta menntamálanefnd- ar neðri deildar, Barða Guð- mundssyni, Sigfúsi Sigurhjart- arsyni og Gunnari Thorodd- sen, að beiðni Brynjólfs Bj arnasonar menntamálaráð- herra. Að þessu sinni birtir Baldur það af þessum frumvörpum, er snertir skólakerfi og fræðsluskyldu, og er það svo- hljóðandi: „1. gr. Allir skólar, þeir sem kostaðir eru eða styrktir af al- mannafé, mynda samfellt skólakerfi. 2. gr. Skólákerfið skiptist i þessi fjögur stig: 1. barna- fræðslustig, 2. gagnfræðastig, 3. menntaskóla- og sérskóla- stig, 4. háskólastig. Á barnafræðslustiginu eru barnaskólar. Á gagnfræðastig- inu eru unglingaskólar, mið- skólar og gagnfræðaskólar. Á menntaskóla- og sérskólastig- inu eru menntaskólar og sér- skólar. Á háskólastiginu er háskólinn. 3. gr. Barnaskólar eru fyrir börn á aldrinum 7—13 ára. Barnafræðslunni lýkur með ^barnaprófi. 4. gr. Unglingaskóíar, mið- skólar og gagnfræðaskólar taka þegar við að loknu barna- prófi. Þeir greinast í tvenns konar deildir, bóknámsdeild og verknámsdeild, eftir þvi, á hvort námið er lögð meiri áherzla. Unglingaskólar eru tveggja ' ára skólar. Nám í þeim jafn- gildir námi í tveimur neðstu bekkjum gagnfræðaskóla. Því lýkur með unglingaprófi, og veitir það rétt til framhalds- náms í miðskólum og gagn- fræðaskólum. Miðskólarnir eru þriggja ára skólar. Nám í þeim jafngildir námi i þremur neðstu bekkj- um gagnfræðaskóla. Því lýkur með landsprófi, miðskólaprófi. Það veitir rétt til inngöngu í sérskóla og menntaskóla með þeim takmörkunum, er kunna áð verða settar í lögum þeii'ra eða reglugerðum. Þó veitir að- eins jiróf úr bóknámsdeild rétt til inngöngu i menntaskóla og aðra sambærilega skóla. Gagnfræðaskólar cru fj ög- urra ára skólar. Þó er fræðslu- málastjórn heimilt að leyfa gagnfræðaskólum í sveitum að veita aðeins tveggja ára fræðslu að loknu unglinga- prófi. Nemendur gagnfræða- skóla ganga eftir 2 eða 3 ár undir sama próf sem nemend- ur unglingaskóla og miðskóla.. Burtfararpróf úr gagnfræða- skóla, gagnfræðapróf, veitir rétt til náms í þeim sérskólum, er þess prófs krefjast, og til starfs við ýmsar opinberar stofnanir. 5. gr. Menntaskólar skulu vera samfelldir fjögurra ára skólar og greinast í deildir eft- ir því, sem þörf krefur. Burt- fararpróf þaðan, stúdentspróf, veitir rétt til háskólanáms. Um sérskóla segir í lögum þeirra og reglugerðum hvers um sig. 6. gr. Til inngöngu i háskóla þarf stúdentspróf. Þó getur há- skóladeild krafizt viðbótar- prófa, ef þörf gerist. Háskól- inn greinist í eins margar deildir og þurfa þykir, eftir því sem ákveðið verður í lög- um hans og reglugerð. 7. gr. Kennsla er veitt ókeyp- is í öllum skólum, sem kostað- ir^eru að meiri hluta af al- mannafé. 8. gr. öll börn og unglingar eru fræðsluskyld á aldrinum 7—15 ára og skulu ljúka barnaprófi og unglingaprófi, svo framarlega sem þau hafa til þess heilsu og þroska. Heimilt er þó sveitarfélðgum með samþykki fræðslustj órn- ar að hækka fræðsluskyldu- aldur til 16 ára. 9. gr. Nú getur nemandi ekki stundað skyldunám sökum fjárskorts, og skal þá veita styrk til þess af ahnannafé." 10. gr. ^Nánari ákvæði um framkvæmd a fræðslu, skipan skóla hvers stigs og fjárfram- lög ríkis og svéitarfélaga til skólahaldsins skulu sett i lög- um og reglugerðum fyrir skóla hvers stigs". Þingkosningarnar í Frakklandi. Kommúnistaflokkurinn hefur fengið flest atkvæði og flest þingsæti. Eftir þeim fréttum, sem borist hafa af frönsku þing- kosningunum á sunnudaginn, hefur franska þjóðin fylkt sér um þá flokka, sem höfðu for- ustuna í baráttunni gegn Þjóð- verjum. Atkvæðatölur og þing- mannaf j öldi þriggj a stærstu flokka voru, eftir síðustu frétt- um, sem hér segir: Kommúnistaflokkurinn fékk 4 526 000 atkv., 151 þingm. Alþýðlegi lýðveldisflokkurinn 4 488 000 atkvæði, 142 þing- menn, Sósíaldemokrataflokk- urinn 4 320 000 atkv., 139 þing- menn. -Ekki er kunnugt um úrslit í nýlendunum, en þar á að kjósa 62 þingmenn, nema í Algiere. Þar fengu kommúnistar 4 þingmenn kjörna, Alþýðlegi lýðveldisflokkurinn 3, sósíal- demokratar 1, radikalar 1 og íhaldsflokkurinn 1. Hægri flokkarnir hafa stór- tapað fylgi. Bóttæki flokkurinn, sem áð- ur var stærsti flokkur franska þingsins, hefur nú aðeins 19 þingmenn. 1 þ j óðaratkvæðagreiðslunni, sem fór fram j afnt og kosning- arnar, var samþykkt með yfir- gnæfandi meirihluta atkvæða að þingið skyldi vera stjórn- laga þing og með um 10 milj. atkv gegn 5 milj. atkv. að stj órnin skyldi vera óháð þing- inu. Stefna de Gaulles hefur því sigrað i þj óðaratkvæðagreiðsl- unni. Konur höfðu í fyrsta skipti í Frakklandi kosningarétt og kjörgengi í þessum kosning- um. Náðu 29 konur kosnihgu, þar af 15 frá kommúnistum, 8 frá Alþýðlega lýðveldisflokkn- um og 2 frá sósíaldemokrötum. Talið er líklegt að Alþýðlegi lýðveldisflokkurinn og sósíal- demokratar muni vinna saman í þinginu og fylgja de Gaulle að málum. Sjómannafélag Reykjavíkur. 1915 — 23. okt. — 1945. -o- Það var fyrrihluta október- mánaðar árið 1915, að reyk- vískur sjómaður, Jón Guðna- son að nafni, þá háseti á botn- vörpuskipinu Nirði, notaði tímann, sem hann var í landi, til þess að ganga um meðal starfsbræðra sinna og leitast fyrir um þátttöku í stofnun sjómannafélags. 'Undirtektir sj ómanna voru í fyrstu daufar, enda fáir í landi. En Jón fékk þá í lið með sér tvo áhuga- menn- utan sjómannastéttar- innar, þá Ólaf Friðriksson, sem þá var ritstjóri blaðsins Dagsbrún, og Jónas Jónsson frá Hriflu, og nokkra seinna var boíSað til fundar til þess að undirbúa félagsstofnun. Þessi fundur var haldinn laugardaginn 19. október 1915 í \Good-Templarahúsinu í Beykjavík. Mættu þar í fund- arbyrj un nær 50 manns, og voru það því nær allt sjómenn. Miklar umræður urðu á fundinum og að þeim loknum var samþykkt einróma að stofna sj ómannafelag, en í þvi skyldu eingöngu vera hásetar. Nefnd var kosin til þess að semja uppkast að lögum fyrir félagið og boða til stofnfund- ar. Þessir menn voru kosnir í nefndina: Guðleifur Hjörleifs- son. Jón Guðnason, Hjörtur Guðbrandsson, Ólafur Frið- riksson, Jónas frá Hriflu, Jósep Húnfjörð og 01. Guðmundsson. Nefndin boðaði síðan til fundar í Bárubuð 23. oktp- ber 1915 og á þeim fundi var stofnað Hásetafélag Beykja- víkur, sem nú heitir Sjór mannafélag Beykjavíkur. Á stofnfundi vannst ekki tími til að kjósa stjórn félags- ins. Það var gert á funcfí 29. október og ,áttu þessir menn sæti í fyrstu stjórn þess: Jón Bach, formaður, Jósep Hún- fjörð, varaform., Ólafur Frið- riksson, ritari, Guðmundur Kristj ánsson, f éhirðir, Guð- leifur Hjörleifsson varaféhirð- ir, Björn Blöndal Jónsson, að- stoðarmaður og Jón Einarsson (yngri), aðstoðarmaður.*- Endurskoðendur voru kosn- ir: Jónas Jónsson frá Hriflu, Grhnur Hákonarson og Jón Guðnason. *Að loknum þessum fundi

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.