Baldur


Baldur - 22.01.1946, Blaðsíða 4

Baldur - 22.01.1946, Blaðsíða 4
4 B A L D U R * þá samkvæmt boðinu: Ef ein- hver slær þig á hægri kinn þá bjóð þú hina vinstri, stóð upp og rétti hina kinnina að Hanni- bal, en ekkert högg fékk hann á hana. Sumir segja að smell- ur hafi orðið við kinnhestinn, og hafi þá verið spurt í hljóði: Hvað brast svo hátt? Og svar- ið var! — Meirihlutinn i bæj ar- stjórn Isafjarðar úr hendi ykkar kratar. Ræðumenn sósíalista deildu mjög á kratana fyrir stjórn þeirra á bænum og á ihaldið fyrir þann þátt, sem það hefur • átt í þeim afglöpum sem gerð hafa verið að undanförnu. Voru ádeilur þeirra á fullum rökum reistar og fundarmönn- um ber saman um, að þeir hafi manna bezt haldið sig við mál- efnið. Ekki má gleyma þvi að „prófessor“ Hagalin heildsali kom einu sinni fram á sviðið, gekk þar um gólf með útsperta ístruna og vakti óhemju fögn- uð svo klappið og stappið ætlaði aldrei að hætta. Ein- hverjir sögðu að hann hefði verið í duggarpeysu, en það er áreiðanlega haugalygi, nema þeir hafi séð svip peysunnar frá seinustu kosningum. -------0------- Isfirðingar vilja eltki ein- ræði mannsins, sem barðist gegn þjóðinni í sjálfstæðis- málinu. Framhald af 1. siðu. verða má skorað á vestfirzka alþýðu að greiða atkvæði gegn lýðveldisstofnun. 1 ANNARI GREIN: Við stöndum ekki einir, fullyrðir hann: „Eru hér allir verka- menn á sumum vinnustöðvum staðráðnir í að greiða atkvæði gegn stjórnarskránni. Og vitað er um fjölda manna úr öllum flokkum í bænum, sem beita sér gegn henni. Þetta verður Isafirði til sóma. Það mun sannast að hér verða menn sízt og seinast uppnæmir fyrir einræðisáróðri ríkisbáknsins“. Þarna var ekki hikað við að ljúga þvi á isfii’zka verka- menn, að þeir stæðu með H. V. í baráttu hans gegn lýðveldis- stofnuninni. Hannibalarnir hér á Isafirði urðu að vísu alltof margir. En það má hiklaust fullyrða, að það voru ekki verkamenn, sem skipuðu þá þokkalegu fylkingu. I ÞRIÐJU GREININNI, sem birtist i þessu dæmalausa blaði er hér verður minnst á, spáir Hannibal fyrir framtíð íslenzka lj'ðveldisins, ef hinni „blinduðu þjóð“, eins og hann komst að orði, tekst að stofna það. Hann spáði: 1. Að Sveinn Björnsson mundi neita að taka við for- setakosningu. 2. Að sameinuðu þjóðirnar mundu svara beiðni um að við- urkenna lýðveldisstof nunina með því að kalla sendiherra sína heim. Eina þjóð dró hann þó undan. Það voru Rússar. — „Rússar“, segir hann, „viður- kenna lýðveldið yegna fram- tíðardrauma sinna um Malta Atlantshafsins og verður því sendiherra þeirra kyrr í Reykjavík, þótt hinir færu. Þannig verður Island viðskila við öll nágrannalönd sín í Evrópu. 3. Að Bandaríkin muni ekki kalla sendiherra sinn heim, þó að þau viðurkenni ekki lýð- veldið. Og ástæðan segir spá- maðurinn sé engin önnur en sú, að Bandaríkin óttist, að ella verði „eyvirkið mikilvæga i raun réttri afhent Rússum“. ENGINN ÞESSARA HRAK- SPÁDÓMA hefur ræzt. Sveinn Björnsson var kosinn forseti og hafði ekkert á móti því að taka það virðulega embætti að sér. Sameinuðu þjóðirnar hafa allar með tölu viðurkennt lýð- Bæjarstjórnar- . kosning sem fram á að fara sunnudaginn 27. þ. m. hefst kl. 10 f. h. í Barnaskólanum. Kjörstjórnir og umboðsmenn listanna mæti á kjör- stað kl. 9 árd. (stundvíslega). Kosið verður í þrem kjördeildum. 1 fyrstu kjördeild kjósa þeir, sem eiga upphafsstaf A—G, í annari kjör- deild þeir, sem eiga upphafsstaf H—N og í þriðju kjör- deild þeir, sem eiga upphafsstáf 0—Ö. Talning atkvæða fer fram á kjörstað þegar kosn- ingu er lokið. Isafirði, 21. janúar 1946. Yfirkjörstjórn. veldið og sendiherrar þeirra eru ennþó á Islandi. ÞESSAR TILVITNANIR verða að nægja til þess að sýna að það er ekki persónu- leg árás á Hannibal Valdi- marsson að afstaða hans í sjálfstæðismálinu er dregin inn í kosningabaráttuna nú. Það er opinbert mál, sem alla alþýðu varðar. Kjósendur hér á Isafirði verða að gera sér ljóst, að það er frekleg móðg- un við þá, að bjóða þeim uppá að kjósa til opinberra trúnað- arstarfa mann eins og Hanni- bal Valdimarsson, sem gerði allt til þess að sundra þjóðinni, þegar hún var að stíga loka- sporið að margra alda þráðu takmarki og spáði henni alls ófarnaðar, ef það spor yrði stigið. Einræði slíks manns vilja Isfirðingar ekki. Prentstofan Isrún li.f. Hlutir Njarðarbátanna árið 1945: Ásdís kr. 11.475 Bryndís kr. 16.802 Hjördís kr. 7.758 í 7 mánuði. Jódís kr. 11.587 í 7x/2 mánuð. Sædís kr. 17.187. Valdís kr. 9.053 i 7 mánuði. MUNIÐ Björgunarskútusjóð Vest- fjarða. öllum fjárstuðningi veitt móttaka hjá Kristjáni Kristjánssyni, Kosningahandbókin fæst á skrifstofu B-listans. Verður einnig seld á götun- um fyrir kosningar. Þetta er bók sem allir þurfa að eigriast. Auglýsing um lágmarksverð á fiski o. fl. Samkvæmt fyrirmælum ríkisstj órnarinnar tilkynnist eftirfarandi: I. Lágmarksverð á öllum fiski, hvort sem hann er seldur í skip til útflutnings, í hraðfrystihús, eða til annarrar hagnýtingar, skal frá kl. 12 á miðnætti þann 5. janúar vera sem hér segir: Kr. pr. kg. Þorskur, ýsa, langa, sandkoli:, Óhausaður .................. 0,50. Hausaður ................... 0,65 Karfi: Óhausaður .................. 0,15 * Hausaður .................. 0,20 Keila, upsi: Óhausaður ................. 0,26 Hausaður ................... 0,35 Skötubörð: .................. 0,32 Stórkjafta, langlúra .. *.... 0,65 Flatfiskur, annar en sandkoli, stórkjafta og langlúra . x....—1,40 Steinbítur (í nothæfu ástandi, ó- hausaður) .................. 0,26 Hrogn (í góðu ástandi og ó- sprungin) ................. 0,50 Háfur ....................... 0,15 II. Landssamband íslenzkra útvegsmanna ákveður hvar fiskkaupaskip skuli taka fisk hverju sinni. III. Utflutningsleyfi á nýjum ísvörðum fiski og fryst- um fiski eru bundin því skilyrði að framangreind- um ákvæðum sé fullnægt. Reykjavík, 5. janúar 1946. SAMNINGANEFND UTANRlKISVIÐSKIPTA

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.