Baldur


Baldur - 06.02.1946, Blaðsíða 3

Baldur - 06.02.1946, Blaðsíða 3
B A L D U R 3 iundhöll ísafjarðar vígð. Nytsöm menningarstöð tekur til starfa. BALDUR (Vikublað) Árgangur kostar 10 krónur. Gjalddagi 1. júlí. Ritstjóri og ábyrgðarm.: Halldór Ólafsson frá Gjögri. Ritstjórn og afgreiðsla: Smiðjugötu 13. Sími 80. — Pósthólf 124. Málefnasamning- urinn. Bæjarfulltrúi Sameiningar- flokks alþýðu — Sósíalista- flokksins annarsvegar og bæj- arfulltrúar Sj álfstæðisflokks- ins hinsvegar hafa gert með sér málefnasamning um stjórn bæjarfélagsins næstu fjögur ár. Er þessi samningur birtur annarstaðar hér i blaðinu i dag og jafnframt skýrt frá til- drögum þess, að hann var gerð- ur. Með málefnasamningi þess- um hafa bæj arfulltrúar þess- ara tveggja andstæðu flokka bundist fastmælum um að hrinda í framkvæmd nokkrum þeim aðal-verkefnum, sem all- ir bæjarbúar eru sammála um að þurfi að framkvæma. Hér er því alls ekki um pólitiskan samning að ræða milli þessara flokka heldur semja þeir að- eins um ákveðin mál, sem þeir i sameiningu ætla að fram- kvæma. Þrátt fyrir þennan samning hefur hvor flokkurinn um sig fullan rétt til að vinna að framgangi sinna pólitisku stefnumála, aðeins að þeir báðir gæti þess að láta ekki mismunandi stefnumið og póli- tískar deilur hindra á nokkurn liátt framkvæmd þeirra verk- efna, sem samið hefur verið um. Þessi málefnasamningur milli bæjarfulltrúa sósíalista og sjálfstæðismanna hefur vakið mikið umtal og athygli hér í bænum og víða um land- ið. Leiðtogar Alþýðuflokksins, sem höfnuðu tilboði um að ger- ast samningsaðilar og stuðla þannig að framkvæmd þessara nauðsynlegu verkefna, hafa lagt sig mjög fram um að ó- frægja þennan samning og þá flokka, sem að honum standa. Á fundi, sem þeir héldu um málið nú fyrir skömmu, og eins í svarinu út af tilboðinu, hafa þeir það helzt fram að færa gegn samningnum, að þar séu ekki nema fá þeirra mála, er þessir flokkar höfðu á bæjarmálastefnuskrám sín- um fyrir kosningarnar, að öll þessi mál væru gömul og ný stefnumál Alþýðuflokksins og að sósíalistar befðu átt að leita til fulltrúa Alþýðuflokksins um samvinnu, áður en þeir sömdu við sjálfstæðismenn. Viðvíkjandi þessum ásökun- um er það að segja, að í mál- efnasamningnum eru einmitt öll veigamestu málin í stefnu- skrám beggja flokkanna, efling atvinnulífsins í bænum, bygg- ing ibúðarhúsa og bætt skil- yrði til sjósókna og siglinga, en á þessum framkvæmdum byggist það, að hægt verði að ráðast í önnur verkefni og að hér geti þróast menningarlíf. Ekki ætti það heldur að teljast ókostur við þennan mólefna- samning, frá sjónarmiði Al- þýðuflokksins, þó að þar séu tekin mál, sem einhverntíman hafa verið á stefnuskrá þessa flokks, hefði flokknum verið nokkur alvara að vinna að framkvæmd þeirra, átti hann vitanlega að taka með fögnuði tilboði um að gerast aðili þessa samkomulags, i stað þess að neita eins og hann gerði. Þá er það með öllu rangt, að Sósíalistaflokkurinn hafi ekki boðið Alþýðuflokknum sam- vinnu. 1 bæjarmálastefnuskrá flokksins, á fundum og i blaði flokksins var marg tekið fram fyrir kosningarnar, að flokk- urinri væri fús til samstarfs við hver þau félagssamtök og ein- staklinga, sem af heilum hug vildu vinna að framgangi stefnuskrár hans. S j álfstæðisf lokkurinn tók þessu tilboði og leitaði eftir samstarfi. Alþýðuflokkurinn lét liinsvegar ekkert frá sér heyra, og þegar tilboðið um samstarf er enn endurtekið og Sósíalistaflokkurinn og Sjálf- stæðisflokkurinn bjóða honum að gerast aðilar að samningn- um neitar hann því algerlega. Hvað því viðvikur, að Sósíal- istaflokkurinn hefði sérstak- lega átt að leita eftir samvinnu við Alþýðuflokkinn, skal tek- ið fram, að enda þótt Alþýðu- flokkurinn telji sig sósíalist- iskan flokk, hefur tuttugu og fjögra ára stjórn hans hér á bænum sýnt að hann er í raun og veru orðinn mjög aftur- lialdssamur flokkur, sem ein- göngu er stjórnað eftir geð- þótta og eiginhagsmunum fá- mennrar foringjakliku. Sósíalistaflokkurinn hafði því milli tveggja andstæðra flokka að velja. Auk þess má benda á, að það voru Alþýðu- flokksmenn en ekki sósíalistar, sem höfðu aðstöðu til að mynda meirihlutastjórn í bæn- um, til þess þurftu þeir vitan- lega aðstoð annars flokks, t. d. Sósíalistaflokksins. Það var þess vegna þeirra að óska eftir þeirri aðstoð, en ekki Sósial- istaflokksins að bjóða hana frekar en gert hafði verið, — sem sagt biðja þá að lofa sér að setjast inn í allt sukkið og óreiðuna, sem þeir hafa ávítað Alþýðuflokkinn mest fyrir á undanförnum árum. Það er líka sannast að segja ekki svo glæsileg reynsla, sem sósialist- ar hafa af samstarfi við for- ingja Alþýðuflokksins, þegar það hefur verið reynt, að á- stæða væri til að sækjast sér- staklega eftir því. Verður ef til Sundhöll Isafjarðar var vigð 1. þ. m. að viðstöddu miklu fjölmenni, sem boðið hafði verið. Vígsluathöfnin fór fram í sundhöllinni sjálfri og hófst kl. 2 e. h. Kjartan Jóhannsson, læknir, formaður sundhallar- nefndar hélt vígsluræðuna. Bakti liann sögu sundhallar- málsins, lýsti byggingunni, skýrði frá kostnaði við hana og hverjir hefðu lagt þar hönd að verki. Að ræðu hans lokinni var laugin vígð með þvi að hópar ungra sveina og meyja, þreyttu kappsund og sýndu ýmsar sundaðferðir. Að vígslunni lokinni var sezt að kaffidrykkju í kjallarasal Alþýðuhússins. Voru þarmarg- ar ræður fluttar, mikið sung- ið og skennntu menn sér hið bezta. Sundlaugarmálinu var fyrst hreyft í bl. Vesturland, 1932 eða 1933. Sundlaugarnefnd var fyrst kosin af bæjarstjórn 7. okt. 1936. Voru þá kosnir i nefndina: Eiríkur Einarsson, Baldur Eiríksson og Grímur Kristgeirsson. Baldur fluttist héðan nokkru síðar og var þá Arngrímur Fr. Bjarnason kos- inn í hans stað. 1940 kaus bæj- arstjórn í sundlaugarnefnd þá: vill tækifæri til að skýra, nánar frá þeim málum síðar. Að öðru leyti skal svo ekki fjölyrt meir um þennan mál- efnasamning. Kjósendur Sósí- alistaflokksins og aðrir bæjar- búar, sem óska framkvæmda- og athafnalífs í þessum bæ, mega vissulega. fagna því, að tveir andstæðir stj órnmála- flokkar hafa nú tekið höndum saman um að vinna að því, að svo megi verða. Æskilegast hefði auðvitað verið að allir flokkar hefðu verið þátttak- endur í því starfi, en þó svo hafi ekki orðið og Alþýðu- flokkurinn hafi tekið þann kost að gerast ekki þátttak- andi, þá mega bæjarbúar vera þess fullvissir að það er ein- lægur ásetningur þeirra, sem að þessum málefnasamningi standa, að gera allt, sem unnt er, til þess að framkvæma þau verkefni, sem þar eru nefnd, og Sósialistaflokkurinn mun ekki láta sitt eftir liggja í því starfi. Kjartan Jóhannsson lækni, Halldór Erlendsson kennara, Arngrím Fr. Bjarnason, Frið- rik Jónasson kennara og Grím Kristgeirsson. — Hefur nefnd þessi setið siðan og séð um framkvæmd verksins. Stærð sundlaugarinnar er 16% X 8 metrar. Stærð sund- laugarsals er 11X24 metrai’. 1 búningsherbergjum kvenna er 3 klefar fyrir steypiböð og fótlaugar og 24 skápar íyrir fatnað. 1 búningsherbergjum karla eru 3 baðklefar og fót- laugar og 31 fataskápur. Kostnaður við bygginguna er alls talinn kr. 477 000,00, sem skiptist þannig: Gjafir, frjáls framlög og vinna kr. 162 þús. Frá bæjar- sjóði kr. 75 þús. Samkvæmt lögum á Iþróttasjóður ríkisins að greiða 3/5 kostnaðar slíkra mannvirkja og hefur hann þegar greitt kr. 120 þús. Að lokum liefur verið tekið lán, sem endurgreiðist með fram- lagi íþróttasjóðs, kr. 120 þús. Teikningu hússins annaðist húsameistari rikisins. Sigurður Flygering, verkfræðingur gerði j árnteikningar og Rafmagns- eftirlit ríkisins raflagnateikn- ingar. Byggingameistari var Ragn- ar Bárðarson. Vélsmiðjan Þór h. f. annaðist hitalagnir. Þórð- ur Finnbogason raflagnir, Sig- urður Guðjónsson sá um músverk og búnað ýmiskonar. Finnbjörn Finnbjörnsson sá um málningu. Sundlaugin verður liituð með kolum og rafmagni, en rafmagnshitunartækjum hefur enn ekki verið lokið að koma fyrir. Starfsmenn sundhallarinnar eru þessir: Sundhallarstj óri, Guttonnur Sigurbj örnsson. Aðstoðarsund- kennari ungfrú Inga Rúna Ingólfsdóttir. Aðstoðarmaður Garðar Guðmundsson. Miða- sölu annast ungfrú Þórunn Valdimarsdóttir og kyndingu Jónas Guðnason. Sundballarbyggingin er sam- eiginlegt þrekvirki allra bæj ar- búa og þarf ekki að efa að þeir munu notfæra sér þennan ágæta menningar og heilsu- brunn. Kíghóstabólusetning. Bólusetning gegn kíghósta á börnum hálfs árs til 3 ára, fer fram í Barnaskóla ísafjarðar dagana 7. og 8. febr. n. k. og hefst kl. tvö og hálf e. h. Börn úr efri bæn- um ofan Norðurvegar komi fimmtudag, en úr neðri bæn- um föstudag. Aðstandendur barnanna gæti þess að hafa sjúkrasamlagsskírteini sín í lagi. Sjúkrasamlag ísafjarðar.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.