Baldur


Baldur - 14.02.1946, Blaðsíða 2

Baldur - 14.02.1946, Blaðsíða 2
2 B A L D U R Mál og menning. Eins og kunnugt er var bók- menntaíelagið Mál og menning stoí'nað ái’ið 1937 og hefur síð- an geí'ið út fjölda ágætra bóka. Meðal þessara bóka má nefna skáldverk eftir frægustu rithöf- unda heimsins, eins og Móðir- in eftir Maxim Gorki, Austan- vindar og vestan eftir Pearl S. Buck, Vopnin kvödd eftir Hem- ingway. Þrúgur reiðinnar, eft- ir Jolin Steinlieck o. fl. Auk þess úrvalsrit íslenzkra böf- unda, eins og Crval úr Andvök- um Stephans G. Stephansson- ar og Rit Jóhanns Sigurjóns- sonar. Afi og anima og Pabbi og manuna, eftir Eyjólf Guð- mundsson. Þá má nefna fræði- bækur eins og Mannkynssögu, sem félagið er að gefa út og komið er af fyrsta bindi. Efn- isheimurinn. Undir ráðstjórn og ýmsar fleiri fróðlegar og skemmlilegar bækur. Fyrstu tvö árin gaf félagið út ársritið Rauðir pennar, cn síðan hefur það gefið reglulega út Tímarit Máls og menningar, sem komið hefur þrisvar til fjórum sinn- um á ári og flutt fjölda fróð- legra, skemmtilegra og athygl- isverðra ritgerða, kvæði og sögur. Síðast en ekki sízt má svo geta þess að á vegum Máls og menn- ingar og fyrir atbeina þess er nú að "koma út citt liið merk- asta ritverk, sem út hefur ver- ið gefið um sögu Islands, menningu, náttúrulýsingu, at- vinnuhætti o. fl. Er það Arfur Islendinga, sem prófessor Sig- urður Noi’ðdal er i-itstjóri að. Fyrsta bindi þessa verks kom út 1912, Islcnzk menning I. Af þessu yfirliti má sjá, að Mál og menning hefur á þessu 9 ára starfstímabili sínu gefið út fjölda bóka og vandað mjög um val þeirra. Árgjaldið hefur alla tíð ver- ið mjög lágt, var fyrst 10 krón- ur, en er nú 30 krónur. Sé mið- að við bókaverð eins og það er nú og hefur verið á þessum ár- um, sézt að félagsmenn bafa fengið mikið fyrir gjald sitt, auk þeirra hlunninda, sem þeir hafa notið, þar sem þeir hafa fengið bækur, sem komið hafa út á vegum félagsins, auk fé- lagsbóka, ódýrari en aðrir. En þetta lága ársgjald hefur þó orðið til þess, að útgáfu- starf félagsins hefur orðið að takmarka meira en ráðamenn þess og margir félagsmenn liafa. óskað. Raddir hafa því komið fram um að hækka ár- gjaldið allt upp í 100 krónur og auka jafnframt útgáfu- starfsemina. Að því ráði hefur þó ekki verið horfið, en nú hefur fé- lagsráðið ákveðið að bækka ársgjaldið upp í 50 krónur. Er þess að vænta að félagsmenn Máls og mcnningar láti sér þá hækkun vel lynda, þar sem þeir hafa reynslu fyrir því, eft- ir starfsemi félagsins á undan- förnum árum, að með hækk- uðú ársgjaldi fá þeir fleiri og betri bækur. Um útgáfu félagsins á þessu ári er það að segja, að félagið mun gefa út þessar bækur: Annað bindi Mannkynssögunn- ar og annað bindi af Islenzkri menningu. Skáldsöguna Lust for Live eftir Irving Stone ( úr æfi listmálarans Van Gohg). Ljóðaþýðingar (úrval) eftir Magnús Ásgeirsson, og Tímarit- ið. Stærsta félagsbókin, sem koma átti s. 1. ár er enn ókomin út, en kemur mjög bráðlega. Það er bók um Rússland, sem heitir Svona eru Rússar, eftir E. Lanterback, fréttaritara tímaritanna Time og Life. Ennfremur hefur Mál og menning tilkynnt að það muni gefa út úrual úr íslenzkum kveðskap, sem þeir sjá um í félagi Jón Ilelgason, prófessor og Halldór Kiljan Laxness, rit- höfundur. Þetta úrval hefst á Eddukvæðunum og nær fram til 1830. Því fylgja málfræði- legar og bókmenntalegar skýr- ingar. Enn er óráðið hvernig útgáfu þess verður hagað. Þá mun Mál og menning gefa út á þessu ári nokkrar bækur á nal'ni Heimskringlu. Má þar neí'na mikið og frægt skáldrit, eftir franska skáldið Romain Rolland, sem nú er ný látinn, og sjálfsæfisögu hins heims- fræga leikhússtjóra Stanis- lavskí. Þessar íyrirætlanir sýna, að það borgar sig að vera í Máli og menningu enda þótt árs- gjaldið hækki. Þeir, sem það gera, eiga víst að fá úrvalsbæk- ur. Og góð bók er gulls ígildi. ------O------- Bærinn og nágrennið. Dúnarfregnir: Stefán Ágúst Magnússon, Túngötu 5 hér í bænum, and- aðist á Vífilsstöðum 16. jan. s.l. Hann var á 35. aldurs ári. Friðrik Einarsson, Heima- bæ í Ilnífsdal, andaðist 26. jan. s.l. Hann var fæddur í Neðri- Miðvík í Aðalvík 14. marz Drengur í Súðavík særist af voðaskoti. Það slys vildi til í Súðavík s.l. laugardag að tveir ungir drengir voru að leika sér þar með hlaðna byssu. Hljóp þá skotið úr byssunni í annan þeirra, Jóhann Karl Engilberts- son, lenti í liálsi hans og sat þar. Drengurinn var þegar í stað fluttur hingað á sjúkra- hús. Hann hafði misst töluvert blóð, en líður nú eftir atvikum vel. 1 Skammtað úr skrínunni. t Neila sanwinnu um framkvœmd Ritdómur um seinustu bók áhugamála sinna. Hagalíns. Aðalröksemdij- Alþýðuflokks- manna fyrir neitun þeirra, um að gerast aðilar að stjórn bæjarins á- samt Sósíalistaflokknumog Sjálf- stæðisflokknum, eru þær, að í upp- kasti að málefnasamningi, sem hin- ir flokkarnir sendu þeim ásamt til- mælum um samstarf allra flokka í bæjarstjórn, og ætluðust til að yrði grundvöllur samninga milli flokk- anna, eru tekin upp ýms mál, sem Alþýðuflokksmenn segjast hafa undirbúið til framkvæmda og bar- ist fyrir, þannig vilja þeir t. d. ekki vinna að því með öðrum flokkum, að hingað verði keyptir togarar, byggt liér fiskiðjuver, gerð- ar liafnarbætur o. s. frv., vegna þess að þetta séu mál, sem þeir hafi sjálfir barist fyrir!! I’etla mun mörgum þykja undar- leg afstaða, en þegar þess er gætt að alþýðuflokksmenn hafa fylgt þessúm málum ekki af umhyggju fyrir li'ag og velferð bæjarfélagsins lieldur í j)eirri von að geta slegið sér upp pólitískt, þ. e. þakkað sér einum allt er framkvæmt verður. Nú, þegar þeir eru komnir í minnihluta hér í bænum, sjá þeir enga möguleika á að gefa sjálfum sér alla dýrðina. Þessvegna neita þeir nú að taka þátt í að hrynda í framkvæmd málum, sem þeir segjast hai'a barist fyrir. Um nýjustu skáldsögu Hagalíns, Konuúgurinn á Kálfskinni, sem mikið hefur verið gumáð af í aug- lýsingum að undanförnu, birtir Tímarit Máls- og menningar ritdóm eftir ungan menntamánn, Magnús Kjartanss. Þar segir meðal annars: „ ... / seinuslu bókum sínum liefur Hagalín tamiS sér stíl sem viróist hafa þaó eitt hlutverk aS gera bækurnar sem lengstar, fylla sem flestar arkir. ÞaS, sem einkenn- ir þennan stil, er langdregin mælgi, sifelldar innskotssetningar og auka- setningar, endurtekningar, eintöl manna og dýra, búkhljóö, upphróp- anir, fúkyrSi, klám, dönskuslettur, ambögur, hálfkaraöar málsgreinar og einstæö fyrirlitning á málfræSi- legu samhengi". Síðan eru lilfærðar úr bókinni nokkrar setningar þessum ummæl- um til sönnunar og birtur listi yfir nokkuð af búkhljóðunum. - Að lokum segir höfundur ritdóms- ins: „Þnð er verkefni fyrir ritliöfund flð lýsa gömlu fólki, lífskjörum þess, sérkennum og vandamálum, en bók eins og þessi er langt um verri en engin bók. Ilún er ekki aöeins móögun viö íslenzk gamal- menni, heldur einnig islenzka les- endur. Hún er höfundi til minnk- • unar og dómgreind útgefanda lil skammar“. Sj ómannaútgáfan. Fyrir nokkru hefur verið stol'nað til bókaútgáfufyrir- tækis í Reykjavílc, er nefnist Sjómannaútgáfan. — Er það Bókaútgáfa Guðjóns Ó. Guð- jónssonar, sem að þessu stend- ur, en ritstjóri útgáfunnar er Gils Guðmundsson ritliöfund- ur. Baldri hefur verið sent boð- rit þessa útgáfufyrirtækis, og mun það á þessu ári gefa út eftirtaldar bækur: Hvirfilvindnr, eftir Jásepli Conrad. Ein af ágætustu skáld- sögum þessa fræga höfundar og sjógarps. Indíafarinn Mads Lange, eft- ir Aage Karup Nielsen. Sönn saga um æfi og starf danska sjómannsins Mads Lange, er ferðast til Indlands og lenti þar i furðulegustu æfintýrum og endaði æfi sína sem „ókrýndur konungur“ á eyjunni Bati. 1 þessari bók er lýst siðum og háttum íbúanna á þessari fögru og frjósömu Indlandshafseyju, sagt frá viðskiptum Evrópu- manna við eyjarskeggj a og öll- um þeim margvíslegu erfið- leikum, sem Mads Lange lenti þar í. Þá eru tvær bækur eftir norska rithöfundinn Alexander L.Kielland,Worse skipstjóri og Garman & Worse. Nafn Kiel- lands er næg trygging fyrir á- gæti þessara bóka, en þess má gcta að þær eru báðar taldar meðal beztu verka hans. Nordenskiöld, ' eftir Sven Hedin. Þetta er æfisaga þessa beimsfræga hcimskautafara og vísindamanns skrifuð af öðr- um heimsfrægum vísinda- manni og landkönnuði og l'jall- ar um efni, sem allir sækjast mjög eftir að lesa. Þarf ekki að efa að bókin um líf og starf þessa mikla afreksmanns verð- ur öllum kærkomið lestrarefni. Að lokum er svo Æfintgri í Suðurhöfum (Narrative of Arthur Cordon Pgm) eftir Edgar Allan Poe. Þetta er ekta sjómannasaga, að vísu tals- vert svaðafengin á köflum* en frásögnin víða svo furðuleg, viðburðarík og lifandi að eng- inn, sem byrjar á að lesa þessa bók, getur lagt liana frá sér fyr en lestri hennar er lokið. Má biklaust fullyrða, að þessi saga E. A. Poe mun eiga mikl- um vinsældum að fagna meðal íslenzkra lesenda. Auk þessara bóka hefur Sjó- mannaútgáfan fleiri bækur í undirbúningi og hefur enn- fremur lieitið 25 000,00 króna verðlaunum fyrir beztu frum- sömdu islcáldsöguna úr ís- lenzku sjómannalífi. Bækur Sj ómannaútgáfunnar verða seldar til fastra áskrif- enda, og er gert ráð fyrir að örkin (16 bls.) kosti kr. 1,20 til jafnaðar. Allar þær sex bækur, sem taldar eru hér að framan, samtals 90 arkir fá á- skrifendur fyrir um kr. 100,00 í kápu, en auk þess geta þeir, sem vilja, fengið bækurnar í bandi fyrir hóflegt verð. Miðað við bókaverð nú er þessu verði mjög i hóf stillt, ekki sízt þegar þess er gætt, að bér er um mjög góðar bæk- ur að ræða.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.