Baldur


Baldur - 14.02.1946, Blaðsíða 4

Baldur - 14.02.1946, Blaðsíða 4
4 B A L D U R Þar sem ég nú hefi hætt verzlunarrekstri hér í bænum og selt Kaupfélagi ísfirðinga verzlun mína, vil ég hér með þakka öllum viðskiptamönnum mínum fyrir góð viðskipti undan’farinna ára og vona að þeir láti hinn nýja eiganda njótá sömu velvildar og ég hefi notið. Isafirði, 9. febrúar 1946. Páll Jónsson. Eins og segir í ofanritaðri tilkynningu Páls Jóns- sonar, höfum við keypt verzlun hans við Silfurgötu 9 og verður þar framvegis útibú frá aðalverzluninni við Austurveg. Við viljum vonast eftir að verzlunin í Silfurgötu njóti áfram ekki minni vinsælda en hún hefir notið. Isafirði, 9. febrúar 1946. Kaupfélag ísfirðiriga. Bústj ópastadan við Kúabú ísafjarðar að Seljalandi er laus til umsóknar frá 1. apríl 1946 að telja. Um- sóltnir um starfið sendist bæjarstjóranum á ísafirði, sem gefur allar nánari upplýsingar varðandi það. Umsóknarfrestur er til 15. marz 1946. Isafirði, 12. febrúar 1946. Bæjarstjórinn. móti er sá galli á að illt er að fylgjast með því, sem fram fer í leiknum, þegar megnið af samtölunum er sungið og fram- burður söngvaranna er alls ekki nægilega skýr, enda munu slík leikrit nú komin úr „móð“, eins og kallað er. Þá er það stór galli á meðferð sumra leik- endanna, að þeir tala.svo lágt og óskýrt að ekki er viðlit að lieyra til þeirra, á þetta eink- um við um kvenfólkið. Má vera að þetta stafi að ein- hverju leyti af því hve erfitt er að tala í húsinu, en það er vit- anlcga með öllu ótækt að ekki skuli vera hægt að heyra það sem sagt er á sviðinu. Um meðferð einstakra leik- enda á hlutverkum þeirra, er það að segja að leikur Ölafs Magnússonar á Skrifta-Hans og leikur Árna B. Ólafssonar á Kranz héraðsdómara bera af, enda eru þeir báðir, Kranz og Skrifta-Hans, einu persónurn- ar í leiknum, sem eitthvað liragð er að. Sama mætti ef til vill segja um assessorinn, en Sigurjóni hefur oft tekizt betur en í meðferðinni á því hlut- verki. Leikfélagið á sannarlega ])akkir skilið fyrir þá viðleitni sem það sýnir við að halda hér uppi leikstarfsemi við hin erf- iðustu skilyrði, og þessvegna er það ánægjuefni, þegar það ræðst í sýningu nýrra leikrita og væri óskandi að það sæi sér fært að ráðast í stærri við- fangsefni og meira við nútima- hæfi en þetta leikrit er. En til þess þurfa bæjarbúar að sýna viðleitni félagsins þann skiln- ing að sækja sýningar ])ess og gera því f járhagslega kleyft að fá góðan leiðbeinanda, en ]>að er einmitt það, sem nauðsyn- lega vantar liér, því það er á- reiðanlegt, að við Isfirðingar eigum nú, eins og áður, marga, sem vel geta leikið undir góðri og smekkvísri leikstjórn. ----- 0--------- Bæjar- og sveita^ stjórnakosningarnar á Vestjörður. Baldur birtir að þessu sinni úrslit bæjar- og sveitastj órnar- kosninganna hér á Vestfjörð- um. Isafjörður: Á kjörskrá voru 1627, atkv. greiddugreiddu 1474. A (Alþ.fl.) 666. 4 menn. B (Sósíalistafl.) 252. 1 majin. C (Sjálfst.fl) 534. 4 menn. Auðir 16. Ógildir 6. 1942 féllu atkvæði þannig: Óháðir (Sós.fl. o. fl.) 257,^2 menn. Alþ.fl. 714, 5 menn. Sjálfst.fl. 378, 2 menn. Bolungarvík: Á kjörskrá 414. Atkvæði greiddu 329. (Alþ.fl. og Fr.fl.) 110, 2 menn. B (Sós.fl.) 46 atkv. 1 mann. C (Sjálfst.fl. 159, 4 menn. Auðir 9. ógildir 5. Suðuregri: Á kjörskrá 238. Atkvæði greiddu 203. Á (Alþ.fl.) 61 atkv., 1 mann. B. (Fr.fl. og utanfl.) 69, 2 m. C (Sjálfst.fl.) 70, 2 menn. Flateyri: Á kjörskrá 284. Atkvæði greiddu 159. Á (Frjálsl.) 104, 4 menn. B (Óháðir) 50, 1 rnánn. Bíldudalur: A (Sós.fl. og Alþ.fl.) 51, 1 m. B (Frams.fl.) 74, 2 menn. C (Sjálfst.fl.) 89, 2 menn. Patreksf jörður: Á kjörskrá 480. Atkvæði greiddu 352. Á (Sjálfst.fl.) 227, 5 menn. B (Vinstri, óháðir) 111, 2menn Blaðið mun síðar birta. heild- amiðurstöður. kosninganna yf- ir allt landið. En þess má þeg- ar geta, að Sósíalistaflokkur- inn hefur aukið bæjarfulltrúa- tölu sína úr 17 upp í 25. Al- þýðuflokkurinn staðið i stað. Sjálfstæðisfl. og Framsóknarfl. misst sinn fulltrúann hvor. Sósíalistaflokkurinn hefur því einn aukið fulltrúatölu sína í þessum kosnjngum, hinir flokkarnir hafa ýmist staðið í stað eða tapað. LeiSrétting: Á 3. síðu 3. dálki 35 1. a. o. stendur Birgða- og sjómanna- safn, les Byggða- og sjóminjasafn. I auönum Afriku. Eftir Erik Bergersen. Á öðrum tug nítjándu aldarinnar gengu hinar furðulegustu kynjasögur um borgina Timbuktu í Sudan í Afríku. Enginn vissi með vissu hvar þessi borg var, en það var skoðun manna að hún væri mjög stór borg — stærsta borg í heimi. 1 þessari kynlegu og auðugu undraborg voru hallaþökin úr hreinu gulli, og konurnar, sem voru töfrandi fagrar, gengu þar naktar um göturnar og heilluðu karlmennina. 1 Timbuktu var eins algengt að kaup- mennirnir vigtuðu gull á vogir sínar eins og menn vigta mél annarsstaðar. Ivaup- mannalestir, klifjaðar salti, fóru suður yfir brennheita eyðimörkina Sahara og seldu saltið fyrir gull í Timbuktu. Og á næturnar fleygðu þeir gullinu á götur borgarinnar, úrvinda af þreytu eftir erf- iði eyðumerkurferðarinnar, ölvaðir af ^íni og heillaðir af hinum fögru konum í Timbuktu. Kristnir menn voru hataðir í þessari borg, og múhameðstrúarmenn voru of- stækisfullir grimmdarseggir. Engum hvítum manni hafði tekizt að komast þangað að einum undanskildum. Það var skozkur maður, sem hét Laing, en hann náðist og var tafarlaust drepinn. Fjöldi franskra og enskra leiðangurs- sveita höfðu farið svipaðar hrakfarir. Engum hvítum manni tókst að fletta levndardómsblæjunni af Timbuktu fyrr en maður, sem hét René Caillé, kom fram á sj ónarsviðið. Árið 1827 tókst hon- um að komast þangað einum síns liðs og dvaldi þar í hálfan mánuð án þess að eftir honum væri tekið og l)ragð hans uppgötvaðist. Þessi ferð hans tók hálft annað ár, og þó að hann slyppi lifandi úr henni, urðu afleiðingar hennar þær, að hann dó á unga aldri. FRÁ því Caillé var barn að aldri hafði hann einsett sér a.ð komast til Timbuktu. Hann ætlaði sér að verða landkönnuður. Það var sú lnigmynd, sem yfirskyggði öll önnur áhugamál hans. 16 ára gamall fór hann fyrsta sinn til Afriku með inn- l'lytjendaleiðangri, sem settist að í Saint Louis á vesturströnd Afríku. 1 tíu ár dvaldi hann í frönskum og enskum byggðalögum í Senegal og Sierra Leone. Þarna bjó hann sig undir ferð sína. Hann lærði að tala arabisku af márun- um og var vígður inn í trúarflokk þeirra. Hann sagði þeim, að hann væri sonur göfugrar og auðugrar franskrar fjöl- skyldu en væri oi'ðinn svo gagntekinn af kenningum múhameðstrúarmanna, að heitasta ósk hans væri að taka þá trú. Honum tókst að vinna sér traust þessara viltu sona eyðimerkurinnar og var tek- inn inn í eina af ætthvislum þeirra. Árangurslaust bað hann bæði frönsk og ensk yfirvöld um styrk til þessarar hættulegu ferðar. En hann fékk hreint afsvar hjá báðum aðihim og varð að bjarga sér á eigin spítur. 1 tíu ár vann hann baki brotnu, til þess að safna nauð- synlegu fjármagni til ferðarinnar. Þann 19. apríl 1827 lagði hann loks- ins af stað inn i landið frá mynni Rio Nunez í núverandi frönsku Guinea. Síð- an fréttist ekkert af honum fyr en eftir hálft annað ár, að hann knúði dyra hjá franska ræðismanninum i Tanger og sagði honum að hann hefði verið í Tim- buktu. Að baki lionum lá 6000 kílómetra leið

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.