Baldur


Baldur - 14.02.1946, Blaðsíða 1

Baldur - 14.02.1946, Blaðsíða 1
UTGEFANDI: S ÓSl ALIST AFÉL AG ISAFJARÐAR XII. ÁRG. ísafjörður, 14. febrúar 1946 7. tölublað. Fjórir vólbátar farast Sjómannafélag xsfirðinga 30 ára. 1 áhlaupsveðri sem gerði s.l. laugardag fórust hér við land fjórir bátar i fiskiróðri með samtals 18 manna áhöfn og margir urðu fyrir veiðarfæra- tjóni og' áföllum. Bátar þeir, sem fórust voru þessir: Vélbáturinn Max frá Bolung- arvík og með honum þessir menn: Þorbergur Magnússon skip- stjóri, Bolungarvík, 34 ára, kvæntur og átti barn.- Matthías Hagalínsson vél- stjóri frá Sætúni í Grunnavík, 27 ára, aðalfyrirvinna aidraðra foreldra. . Guðlaugur Magnússon, Bol- , ungarvík, háseti, 55 ára, kvænt- ur og lætur eftir sig konu og uppkomin börn. Jón örnólfs Jónsson, háseti, 19 ára, til heimilis hjá foreldr- um sínum í Bolungarvík. Hinir bátarnir, sem allir fór- ust við Faxaflóa, voru þessir: M.b. Geir, Keflavík, með fimm mönnum, var einn þeirra Marías Þorsteinsson frá Borg í Skötufirði, búsettur hér á lsa-_ firði. — Skipstjórinn, Guð- mundur Kr. Guðmundsson, Keflavík, var gamall Isfirðing- ur, orðlagður dugnaðar- og aflamaður. M.b. Magni frá Norðfirði, með fjórum mönnum, einum varð bjargað — og M.b. Aldan frá Seyðisfirði með fimm mönnum. Voru tvcir þeirra 22 ára og þrír 19 ára að aldri. Margir þessara manna áttu fyrir konum og börnum að sjá. Atvinnuleysisskráning. Á bæj arráðsfundi 6. þ. m. benti Haraldur Guðmundsson, bæj arfulltrúi Sósíalistaf lokks- ins, á nauðsyn þess að atvinnu- leysisskráning væri látin fara hér fram. Og hefur það yerið samþykkt í bæjarstjórn. Lög um atvinnuleysisskrán- ingar eru fra 7. maí 1928 og hljóða svo: „1. gr. Bæj arstj órnum skal skylt að safna skýrslum 1. fe- brúar, 1. maí, 1. ágúst og 1. nóvember ár hvert um atvinnu og atvinnuleysi allra sjómanna, verkamanna, verkakvenna, iðnaðarmanna og kvenna í kaupstöðum. Ágrip af skýrsl- unum skal þegar í stað sent Hagstofu Islands, er birtir yfir- lit yfir þær. 2. gr. Þar sem verkalýðsfé- lög eru á staðnum, skulu bæj- arstjórnir leita samninga við þau um að taka að sér söfnun skýrslnanna. 3. gr. Kostnaður við skýrslu- söf nunina greiðist að þriðj ungi úr ríkissjóði og tveimur þriðj- ungum úr hlutaðeigandi bæj- arsjóði." Bæjarstjórn Isafjarðar hef- ur um margra ára &keið alger- lega vanrækt að framfylgja iþessum lagaákvæðum og eng- ar alvinnuleysisskráningar lát- ið fara fram. Er þar um eina af mörguhí vanrækslusyndum fráfarandi meirihluta að ræða. Það hefur þó oft verið þörf á að slík skráning færi fram, en ef til vill hefur fyrverandi meirihluti bæjarstjórnar hliðr- að sér hj á að horfast í augu við staðreyndirnar. Nú vita allir að í allt haust og vetur hefur verið hér til- finnanlegt atvinnuleysi og tekj- ur eftir sumarið eru litlar sem engar h j á mörgum, sérstaklega sjómönnum. Það verður því ekki hjá því komist að ein- hverjar ráðstafanir verði gerð- ar til úrbóta, og liggur þá fyrst fyrir að fá rétta mynd af á- standinu eins og það er, með því að láta fara fram atvinnu- leysisskráningu, og að allir, sem til skráningar eiga að koma, láti skrá sig. Þann 5. þ. m. hélt Sjómanna- félag Isfirðinga hátíðlegt 30 ára afmæli sitt með skemmti- samkomu í Alþýðuhúsinu. Fór sú skemmtun að öllu leyti prýðilega fram. Bæður fluttu Jón H. Guðmundsson, formað- ur félagsins, Eggert Samúels- son, Kristján Kristjánsson og Valdimar Sigtryggsson. Guð- mundur G. Hagalín las upp. Jón Hjörtur Finnbjarnarson söng einsöng við undirleik Ás- laugar Jóhannsdóttur, og sjó- mannakór söng undir stjórn Kjartans Ólafssonar. Þá fluttu þessir menn ávörp til félagsins: Kristinn D. Guðmundsson frá Vélstjórafélagi Isfirðinga. Haraldur Guðmundsson frá Skípstjórafélaginu Bylgjan — og Helgi Hannesson frá Verka- lýðsfélaginu Baldri. Félagið gaf 2000 krónur til væntanlegs sjómannaskóla á Isafirði í tilefni afmælisins. Sjómannafélag Isfii'ðinga var stofnað laugardaginn 5. febrúar 1916 í biljarstofunni á Norðpólnum. Á þeim fundi mættp 75 menn, og stofná þeir félag sjómanna, er hlaut nafn- ið Hásetafélag Isfirðinga, sam- þykktu og undirrituðu fyrstu lög þess og kusu fyrstu stjórn félagsins, en hana skipuðu: Eiríkur Einarsson, formað- ur, Sigurgeir Sigurðsson, vara- formaður, Jón Björn Elíasson, ritari, Jónas Sveinsson, gjald- keri, Páll Hannesson, vara- gjaldkeri. Á fundinum var kosin nefnd til þess að gera uppkast að kjarasamningi. Tveimur dögum síðar hélt félagið annan fund, gengu þá SAMSTARF I BÆJARSTJÓRNUM. 1 sjö bæjum, Akureyri, Siglu- firði, Isafirði, Ólafsfirði, Akra- nesi.Vestmannaeyjumog Seyð- isfirði, urðu bæj arstj órnakosn- ingaúrslit þau, að enginn einn flokkur hefur þar hreinan meirihluta. Verður því annað- hvort að mynda samstjórn tveggja eða fleiri flókka á þessum stöðum eða kjósa upp aftur. Þetta samstarf hef ur tekist á þessum stöðum. A AkureyrL og í Ólafsfirði hafa á báðum stöðunum, allir flokkar gert með sér málefna- samning um stjórn þessara bæja næstu 4 ár. Aðalatriði samninganna eru ýmsar at- vinnulegar og menningarlegar framkvæmdir. I Veshnanna- eyjum er samstarf milli Sósí- alistaflokksins og Alþýðu- flokksins og hér á Isafirði milli sósíalista og sjálfstæðismanna. A Akranesi hefur samstarf aft- ur á móti ekki tekist og hefur bæjarstjórn óskað nýrra kosn- inga, en bæjarráði verið falin stjórn bæjarins þar til þeim kosningum er lokið. A Siglu- firði er enn óvíst hvernig verð- ur um stjórn bæjarins. 34 menn i það, og var sam- þykkt að þeir skyldu teljast stofnendur. Alís voru því stofn- endur félagsins 109. Af þeim eru aðeins 34 á lífi, þar af 19 sem nú eru i félaginu. Fyrst eftir að félagið var stofnað var mikill áhugi meðal félagsmanna um að efla og út- breiða samtökin sem mest. Nefnd var kosin til að vinna að útbreiðslu félagsins í nær- liggjandi verstöðvum og til- raun gerð til að fá kjör s]ó- manna bætt. Árangur varð þó lítill í fyrstu, þar sem útgerð- armenn sýndu þessum samtök- um sjómanna fullan fjand-. skap. Árin 1918 og 1919 var starf- semi félagsins frekar dauf. En 1920 færðist aftur nýtt líf í það. Það ár stofnaði félagið til verk- falls, til þess að fá kjör sjó- manna bætt. Varð sú deila mj ög hörð, útgerðarmenn sýndu fullkomna ósvífni og svo fór að verkfallinu var hætt með ósigri félagsins. Þrátt fyrir það var ekki gef- ist upp, en haldið áfram til- raunum til að fá kjör háseta bætt og náðist nokkur árangur. Nú á 30 ára starfsafmæli fé- lagsins er það orðið sá aðili, sem útgerðarmenn verða að taka fullkomið tillit til þegar um hagsmunamál sj ómánna- stéttarinnar er að ræða. Sjómannafélag Isfirðinga gekk í Alþýðusamband Islands 18. febrúar 1924. Auk þess að vera brjóstvörn sjómanna í hagsmunabaráttu þeirra, hefur Sjómannafélag Isfirðinga tekið þátt í og haft forgöngu um ýms almenn nauðsynjamál hér í bænum. Það tók þátt í stofnun Sam- vinnfélagsins þegar útgerð hér var að leggj ast í kalda kol fyr- ir aðgerðir þeirra er þá stjórn- uðu útvegsmálum í bænum. Þá átti félagið drjúgan þátt i byggingu sundhallarinnar, — byggði Alþýðuhúsið í félagi við Verkalýðsfélagið Baldur og fleira mætti nefna. Það má því hiklaust segja að starf félagsins hafi borið mikinn og góðan árangur, þótt stundum hafi erfiðlega gengið. En ennþá vantar mikið á að kjör sjómanna séu orðin eins góð og þeim ber að vera. Það er framtíðarverkefni félagsins á komandi árum að vinna að því að svo verði.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.