Baldur


Baldur - 09.04.1946, Blaðsíða 3

Baldur - 09.04.1946, Blaðsíða 3
B A L D U R 3 BALDUR (Vikublað) Árgangur kostar 10 krónur. Gjalddagi 1. júlí. Ritstjóri og ábyrgðarm.: Halldór Ólafsson frd Gjögri. Ritstjórn og afgreiðsla: Smiðjugötu 13. Sími 80. — Pósthólf 124. Verkalýðsfélagið BALDUR 30 ára. Verkatyðsfélagið Baldur varð 30 ára 1. þ. m. og minntist þessa afmælis síns með útgáfu myndarlegs afmælisblaðs og skemmtun í Alþýðuhúsinu að kvöldi afmælisdagsins. 1 þeim fáu orðum, sem hér verða birt í tilefni af þessu af- mæli félagsins, verður saga þess ekki rakin i einstökum at- riðum, enda hefur það verið gert i afmælisblaði félagsins og allir sem vilja kynnast því máli geta lesið um það þar. Saga Verkalýðsfélagsins Baldurs er sagan um baráttu verkalýðsins bæði hér á fsa- firði, og hvar sem er i heimin- um, við harðskeytt og aftur- haldssamt atvinnurekenda- vald, sem ekki hefur orðið við kröfum verkalýðsins fyrr en eftir langa og harða baráttu. Þeir verkamenn, sem í þeirri baráttu stóðu, meðan hún var hörðust og félagið lítilsmegn- ugt við það sem nú er, hafa oft orðið að fórna miklu og ganga margs á mis. En barátta þeirra hefúr borið árangur. Nú er svo komið, að á þrjátiu ára afmæli sinu er Verkal>rðsfélagið Bald- ur, eins og önnur verkalýðste- lög í landinu, orðið vald, sem ekki aðeins atvinnurekendur, heldur þjóðfélagið í heild verð- ur að taka tillit til. Þeir tímar eru löngu liðnir að verkamönnum sé sagt að verkalýðsfélögunum komi ekk- ert við kaupgjald eða önnur hagsmunamál verkalýðsins. Sá atvinnurekandi er nú ekki til, sem neitar samningsrétti verkalýðsfélaganna. — Verka- lýðsfélögin hafa sigrað i bar- áttunni fyrir þessum rétti. En baráttu þeirra er ekki þar með lokið. Enn liggja fyrir mörg og stór verkefni, sem eftir er að vinna. Þvi fer fjarri að vinnandi menn til lands og sjávar búi enn við þau kjör, efnaleg og menningarleg, sem þeim ber sem framleiðendum allra verðmæta þjóðfélagsins, má þar t. d. benda á að enn vantar mikið á, að verkamenn og sjómenn hafi almennt efni á að búa i sómasamlegum í- búðum, en á sama tima raka aðrar stéttir, sem sumar eru al- gerlega óþarfar í þjóðfélaginu, saman stórgróða, og vita ekki hvernig þær eiga að eyða því fé sem þeim safnast. Þjóðin verður að standa á verði um sjálfstæði sitt. Undanfarnar vikur hafa þeir atburðir gerzt í sambandi við herstöðv'amálið, að full- komin ástæða er til að þjóðin sé á verði um sjálfstæði sitt bæði gegn erlendri ásælni og innlendum landráðalýð. Þegar Bandaríkjastjórn fyrst bar fram þau tilmæli við ís- lenzku rikisstjórnina, að fá hér leigðar herstöðvar, var þeirri málaleitun neitað af Alþingi. Þrátt fyrir það var þá vitað, og raunar löngu áður en beiðnin kom fram, að allmargir áber- andi menn i stjórnmála- og viðskiptalífinu voru því mjög fylgjandi, að Islendingar bind- ust sem nánustum tengslum við Bandarikin. Sérstaklega var þessi skoðun mjög áberandi innan heildsalastéttarinnar i Reykj avik og bandbenda henn- ar. Blað beildsalanna, Vísir, hélt þessari skoðun mjög á- kveðið fram. Ennfremur var vitað að Hriflu-Jónas var á- kafur talsmaður landráða- stéfnunnar. Eftir neitun Alþingis, var liljótt um málið hér á landi, en þó fór því fjarri að það væri þar með úr sögunni. Blöð á Norðurlöndum ræddu það af miklum áhuga og létu ótvírætt í ljós andúð sína gegn því, að íslendingar yrðu að óskum Bandaríkjanna. Afturhalds- blöð í Bandaríkjunum hófu á sama tíma óskammfeilinn á- róður fyrir því, að Islendingar yrðu við þessum kröfum. Bandarískur blaðamaður kom hingað fil lands, til þess að vinna að framgangi máls- ins. Starf þessa manns var aðallega í því fólgið, að hann birti fölsuð viðtöl við mólsmet- andi menn, sérstaklega þá, er líklegir voru til að halda. fram rétti Islendinga, og skrifaði niðgreinar um íslenzku þjóð- jna í bandaríska auðvaldsblað- ið Daily News, New York. Þessar greinar hafa banda- rískar fréttastofur síðan flutt um allan heim, enda vekur herstöðvamálið heimsathygli. Blöð á Norðurlöndum mót- mæltu eins og áður og skoruðu á Islendinga að standa á verði um sjálfstæði sitt. Hér á landi Það eru framtiðarverkefni verka 1 ýðsfél agann a að útrýma þessu misrétti og vinna að því, að þeir sem framleiða verð- mætin njóti sjálfir arðsins af vinnu sinni — stjórni sjálfir framleiðslutækj unum. Verkalýðsfélagið Baldur á einnig þetta verkefni fyrir höndum, og það er ekki hægt að færa því betri afmælisósk en þá, að það verði því hlut- verki vaxið. heyrðist aftur á móti aðeins ein rödd, er varaði við hættunni og birti kafla úr grein hins band- ariska afturhaldsblaðs; það var Þjóðviljinn, dagblað Sósi- alistaflokksins. En nú fékk íslenzki land- ráðalýðurinn byr undir báða. vængi. Nú var tækifæri til að vinna rösklega fyrir framgangi landráðastefnunnar, ekki sízt þegar hægt var að beita jafn gömlu og handhægu vopni og rússahatrinu, til þess að fá Is- lendinga til að svíkja sjálfa sig. Þá gerðist það, að Hriflu- Jónas var gerður að andlegum leiðtoga landráðalj'ðsins. Eftir áramótin i vetur birtist grein i Ófeigi, er nefndist Island og Borgundarhólmur, höfundur Hriflu-Jónas. Þar er saman hrúgað níði, rógi og ósannind- um, ekki aðeins um Sovét- ríkin heldur um allar þær þjóðir, sem Islendingar hafa átt viðskipti við síðan fyrst var fest byggð hér á landi. Hins- vegar er taumlausu lofi hlaðið á Bandaríkin, allt gert til þess að gylla viðskipti við þau og nauðsyn þess að Islendingar verði við tilmælum þeirra um leigu herstöðva. En við þetta var ekki látið sitja. 17. rnarz s. 1. hélt Hriflu- Jónas fyrirlestur í Gamla-Bíó í Reykjavík, og reyndi á þann hátt að sannfæra íbúa höfuð- staðarins um nauðsyn þess, að afhenda erlendu stórveldi landsréttindi á Islandi. En nú var svo komið að þeim, sem halda fram rétti þjóðarinnar, þótti nóg að gert af hálfu landráðalýðsins, og sáu að ekki mátti við svo búið standa. Samtök stúdenta. í Reykjavík ákváðu að boða til fundar um herstöðvamálið og mótmæla því að landsréttindi yrðu afhent. Leituðu þeir til eigenda allra kvikmyndahús- anna i Reykjavík um húsnæði fyrir slíkan fund, en fengu af- svar hjá þeirn öllum. Þessir fínu herrar vildu ekki setja blet á heiður sinn með því að lána húsnæði undir fund, þar sem tala átti máli Islendinga.. Meira að segja eigandi Gamla- bíó, Garðar Þorsteinsson, al- þingismaður, sem lánaði Hriflu-Jónasi húsnæði undir sinn fyrirlestur, neitaði stúd- entum um fundarliús og sýndi þar með, að hann mat meira landráð Hriflu-Jónasar en mál- stað Islendinga. Þegar þannig var augljóst að hindra átti þennan fund stúd- enta, með því að neita um hús- næði fyrir hann, ákváðu þeir að halda útifund. Sá fundur var haldinn í Barnaskólaport- inu í Reykjavík og stóðu að honum Stúdentaráð Háskólans og Stúdentafélag Reykjavíkur. Ræðumenn voru þessir: Dr. Jakob Sigurðsson, formaður Stúdentafélags Reykjavíkur, séra Sigurbj örn Einarsson, dósent, Jón P. Ernils stud. jur., Jóhannes Elíasson stud. jur., Kristján Eiríksson stud. jur. og dr. Sigurður Þórarinsson. Fundurinn var mjög fjölmenn- ur. Þar kom fram krafa um að allt erlent herlið færi héðan tafarlaust, eindregnar áskoran- ir til þjöðarinnar, að standa fast gegn allri ásælni erlendra rikja til landsréttinda á Is- landi og annara yfirráða og ís- lenzku ríkisstjórnarinnar um að birta tafarlaust öll gögn varðandi herstöðvamálið. Þessi fundur menntamann- anna í Reykjavík, var rödd þeirra þúsunda Islendinga, sem hafa ákveðið að verja rétt sinn og sjálfstæði og fyrirlita þau úrhrök þjóðfélagsins er vilja selja landið undan þjóðinni á öðru ári senr hún býr þar frjáls og fullvalda, eftir sjö alda ófrelsi. En þessi rödd þjóðarinnar þarf að hljóma víðar. Það verður að rjúfa þögn ríkis- stj órnarinnar um málið, og öll félagssamtök í landinu verða að láta til sín heyra um það. Þá má víðlesnu og áhrifamiklu blaði, eins og Morgúnblaðinu, ekki takast að þegja um mik- ilsvarðandi fréttir í sambandi við þetta mál. Afstaða þess verður að koma ákveðið í ljós, hver sem hún er, og hver ein- asti frambjóðandi við Alþing- iskosningarnar í vor verður að segja afdráttar- og undan- bragðalaust hverj u megin hann stendur í þessu máli. --------0------- Bæjarstjórn samþykkir að ráða verkfræðing. Á bæjarstjórnarfundi 4. þ. m. var einróma samþykkt að ráða liingað til bæjarins danslcan verkfræðing, sem nú býðst til þess að koma hingað um 1—3 ára skeið. Verkfræðingur þessi heitir Chr. Hogh-Nielsen, hefur unnið hjá þekktum verkfræðingsfyrirtækjum í Danmörku og hlotið ágætis með- mæli. — Vitamálastjóri hefur tjáð Ásberg Sigurðssyni, bæjarstjóra, að það væru næg meðmæli með hæfni þessa manns sem verkfræðings, að vita hjá hvaða fyrirtæki hann hef- ur unnið. Þá má líka benda á það, að sérfræði hans sem verkfræðings er álitin mjög heppilega fyrir þær framkvæmdir sem hér eru í ráði á næstunni. Með því að samþykkja að ráða þennan mann, hefur bæjarstjórn tekist að leysa verkefni, sem nauð- synlegt var að leysa, og sósíalistar hafa ætíð barist fyrir. NOKKRAR BÆKUR, íslenzkar og enslcar, til sölu með tækifærisverði. Afgreiðsla Baldurs.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.