Baldur


Baldur - 15.06.1946, Blaðsíða 1

Baldur - 15.06.1946, Blaðsíða 1
UTGEFANDI: S ÖSl ALIST AFÉL AG ISAFJARÐAR XII. ÁRG. ísafjörður, 15. júní 1946 17. tölublað. „Nú verður það synt, hvað við dugum enn". Þjóðin verður að standa á varðbergi um sjálfstæði sitt og sameinast um kröfuna: Burt með erlenda heri af Islandi. Það má ekki henda að nokkur landsölumaður fái sæti á hinu nýkjörna Alþingi. Við stofnun hins íslenzka lýðveldis fyrir tveimur árum sýndi þj óðin að hún átti áhuga- mál, sem hún gat sameinast um að heita mátti óskipt. Á- hugamál, sem var ofar dægur- þrasi og þeirri sundurþykkju, sem í öðrum málum er sí og æ vakandi. Þjpðin steig þá loka- sporið í aldalangri baráttu gegn erlendri kúgun. Þjóðin gerði þetta á svo glæsilegan hátt, að eins dæmi er i verald- arsögunni. Það sannaðist þá að þjóðin lætur ekki á sér standa, þegar á hana er kallað. Enginn má þó láta sér detta i hug að með þeim sigri hafi verið lokið baráttu okkar fyr- ir frelsi og sjálfstæði. Vér vit- um, að eins erfitt er að gæta fengins fjár og afla þess. Sú sjálfstæðisbarátta, sem framundan er, er margþætt, og hún liggur bæði í lausn innan- landsmála vorra og i viðskift- um vorum við aðrar þjóðir. Okkur getur þótt sitt hverjum hvernig heppilegast verður að ráða málum vorum innan- lands. En þegar okkur mætir yfirgangur erlendra ríkja, þá er svo alvarlegt mál á ferðinni, að um það eiga allir Islending- ar að sameinast. Nú, tveimur árum eftir stofnun lýðveldis vors, vofir yf- ir okkur alvarlegri hætta er- lendis frá en kanske nokkru sinni fyrr. Stórveldi, Bandaríki Norð- úr-Ameríku, hefur farið þess á leit við oss að vér seldum þeim í hendur landsvæði til hernað- arafnota til langs eða skamms tima. Það þarf ekki að greina það fyrir Islendingum, að verði orðið við þessum kröfum, þá erum vér ekki lengur sjálf- stæð þjóð. Það þarf heldur ekki að skýra þeim frá hverjar afleiðingar slíkt hefði. Saga okkar ber þess bezt vitni. Þessari kröfu Bandaríkj- anna.um herstöðvar til langs tíma, var eftir langt þóf á Al- þingi Islendinga synjað. Jafn- Svo mælti Jón Sigurðsson. framt hefur stjórn Bandarikj- anna fallist á að láta þessar kröfur niður falla I BILI, en það þýðir nánar tiltekið þar til að afstöðnum komandi kosn- ingum. Það er hörmulegt til þess að vita, að meðal vor skuli vera til menn, sem vinna að þvi leynt og lj óst að orðið verði við þessum kröfum. Óhappamenn, sem sagan mun á sinum tíma fordæma. En það er um leið táknrænt hvar þessa menn er að finna. Þeirra er, eins og venja er til, að leita meðal auð- manna landsins og þeirra leiguþjóna. Meðal manna, sem eiga það eitt heilagt, sem þeir telja sér liklegt til persónulegs framdráttar. Manna, sem hyggjast sækja auð og völd, eins og Guðmundur ríki forð- um og eru reiðubúnir að offra á altari þessa hagsmunum þj óðar sinnar. Manna, sem fyr- irlitlegri eru en svo að orð taki til. Islenzka þjóðin sá við Guð- mundi rika og hún verður að sjá við þessum óhappamönn- um nú. Bandarikin skuldbundu sig til að hverfa af Islandi, er Evrópustyrj öldinni lyki. Þau hafa gert kröfur til landa, í stað þess að virða.rétt vorn, og enn er hér her í landi í óþökk þjóðarinnar, þrátt fyrir gefin I baráttu sinni fyrir sjálf- stæði íslenzku þjóðarinnar, bendir Jón Sigurðsson marg oft á þann sannleika, að það eru ekki höfðingj arnir, em- bættismenn og yfirvöld þeirra tíma, sem leiða þjóðina til frelsis og farsældar, heldur al- þýðan sjálf. I ávarpi til Is- lendinga, sem birtist í Nýjum félagsritum 1849 segir hann. „... En máske menn biði þess, að hinir svonefndu fyrir- liðar þj óðarinnar, yfirvöldin, gangi á undan og leiði þá til frelsis og farsældar? — Þá megið þér að vísu lengi bíða, bræður góðir. Því svo er langt frá að þeir séu líklegir til að gerast oddvitar, að þeir fara varla í flokk yðvarn, nema neyðin þrýsti þeim, það leiðir af stöðu þeirra og hugsunar- hætti, um það mætti reynslan hafa sannfært oss nógsamlega. ... Menn ættu ekki að skilj a, fyrr en það heit væri handfest allra á milli, að hver í sinni sveit geri það, sem honum er unnt til að kveikja þjóðlífið i héruðum, efla samheldni, framkvæmdir og dugnað, og enginn gangi úr þeim félags- skap upp frá þessu, meðan hann endist til, fyrr en vér höf- um með góðu og löglegu móti öðlast fullkomin þjóðréttindi og þjóðfrelsi í sambandi við Danmörku". . loforð, og skömm er til þess að vita, að stjórn vor virðist furðu tómlát í að heimta það, að við loforðin verði staðið. Hvers vegna hefur ríkis- stjórnin ekki krafist þess, að herirnir verði á burtu tafar- laust? Það er vitað að ráðherrar sósíalista hafa flutt tillögu þessa efnis í ríkisstj órninni. Hve lengi á það að dragast? Islenzka ríkisstj órnin er að gera oss Islendinga að við- undri í heiminum með tóm- læti sínu. Ástæðan er auðsæ. Meðal forráðamanna þj óðar- innar vantar þá festu í þessum skiftum, sem þjóðin verður að krefjast af þeim. Þjóðin verður að vera á varðbergi! Kröfurnar eru látnar niður falla í bili, þær eru ekki úr sögunni. Það kemur til kasta þeirra Framhald á 4. síðu. Svo mælti Jón Sigurðsson fyrir 97 árum síðan. Þá háðu Islendingar frelsisbaráttu við Dani. En orð hans eiga engu síður við nú en þá. Baráttunni við Dani lauk fyrir tveimur ár- um með fullum sigri Islend- inga. en sj álf stæðisbaráttu þeirra er þar með ekki lokið. Erlent stórveldi, — Bandaríki Norður-Ameríku, hefur seilzt til landsréttinda á Islandi. Al- þingi og ríkisstj órn hafa neitað þessum kröfum og ríkisstjórn Bandaríkj anna hefur „fallist á að stöðva málið, að minnstá kosti í bili. Það þýðir: Krafa Bandaríkj- anna um landsréttindi hér, verður aftur borin fram, og það strax að kosningum lokn- um. Okkar bíður því áframhald- andi hörð barátta fyrir frelsi og sjálfstæði. Beynslan hefur sýnt, að höfðingjar nútímans, þeir, sem peningavöldin hafa, heildsalarnir og þeirra hand- bendi, munu ekki ganga á und- an og leiða þá baráttu. Þvert á móti hafa þeir sýnt, að þeir vilja ganga að kröfum hins erlenda valds. Þess vegna ríð- ur nú á að öll alþýða og allir þeir, sem frelsi og farsæld þjóðarinnar unna, sameinist hver í sinni sveit „til að kveikja þjóðlífið í héruðum, efla samheldni, framkvæmdir. og dugnað, og enginn gangi úr þeim félagsskap upp frá þessu, fyrr en öllum hættum um er- lend yfirráð er að fullu bægt frá". FYRIRSPURN. Veiztu hverju Finnur Jóns- son svaraði fyrirspurn stúd- enta: Teljið þér, að Islending- ar eigi að veita nokkru erlendu ríki herstöðvar á Islandi? Svar á 4. síðu.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.