Baldur


Baldur - 24.06.1946, Blaðsíða 2

Baldur - 24.06.1946, Blaðsíða 2
2 BALDUR Ha^sæld Menning Frh. af bls. 1. lega samninga um að íslending- ar skuli fyrst og fremst hafa réttindi til fiskveiða á land- grunni íslands, þar sem einnig samninga um stækkun landhelg- innar og friðun Faxaflóa. Fyrst með slíkum samningum er sköpuð örugg undirstaða undir liina stórauknu fiskframleiðslu vora. Án slíkra samninga er öll atvinnuleg uppbygging þjóðar- innar og lífsafkoma í hættu. 3. Tryggja pjóðinni kreppu- lausa markaði..... Annar kaflinn fjallar um ný- sköpun atvinnulífsins. Segir þar m. a.: Sósíalistaflokkurinn vill, að kröftum þjóðarinnar sé einbeitt að því á næsta kjörtímabili að lialda áfram þeirri stórfelldu atvinnubyltingu, sem nú er haf- in, og tryggja það, að með henni sé lagður grundvöllur að al- mennri velmegun þjóðarinnar, góðri lífsafkomu hennar allrar og efnahagslegt sjálfstæði lienn- ar tryggt. Sósíalistaflokkurinn álítur nauðsynlegt, að til þess að þess- um árangri verði náð og öllum þar með tryggð sem arðbærust atvinna, þurfi að framkvæma eftirfarandi: 1. Heildarstjórn á fjárfestingu og mnflutning, ásamt fullkom- inni samvinnu við verkalýðs- samtökin um beztu hagnýtingu vinnuaflsins. 2. Fjármálastefna Landsbank- ans og annarra rikisbanka sé samrœmd við nýsköpunarstefnu stjórnarinnar..... 3. Landsverzlun sé tekin upp á innfluttum vörum til þess að lækka verð á þeim og knýja mikið af því fjármagni, sem nú er bundið í verzlunarbraski, út í atvinnulífið. 4. Rikið gangist fyrir eftir- farandi stofnunum og stórfram- kvœmdum i atvinnulifinu, auk peirra, sem nú eru ákveðnar: a. Byggingarstofnun ríkisins. b. Lýsisherzlustöð. c. Sementsverksmiðja. d. Fiskvinnslustöðvar í aðalver- stöðvum landsins. e. Áburðarverksmiðja. f. Síldarverksmiðjur séu reistar á næsta kjörtímabili. g. Hafnarmannvirki...... 9. Landbúnaður. — Sósíalista- flokkurinn vill, að nýsköpun atvinnulífsins nái einnig til landbúnaðarins og hraðað sé vél- nýtingu, ræktun og skipulagn- ingu framleiðslunnar, svo að bændum verði tryggð batnandi afkoma vegna aukinna afkasta, en jafnframt geti lækkað verð á landbúnaðarafurðum til neyt- enda vegna ódýrari framleiðslu og lækkaðs milliliðakostnaðar. Þessu skal ná m. a. með eftir- farandi: a. Skjótri framkvæmd um land- nám og nýbyggðir með sér- stakri áherzlu á myndun all- margra byggðahverfa nú þeg- ar. b. Samþykkt frumvarpsins um ræktunarsjóð íslands og taf- arlausri framkvæmd áætlunar um stóraukna ræktun landsins samkvæmt því. c. Stórauknum innkaupum hent- ugustu landbúnaðarvéla og með því að koma upp véla- miðstöðvum fyrir landbúnað- inn í sambandi við ræktun- ina. d. Bættri meðferð búnaðaraf- urða og fjölbreyttari vinnslu úr hráefnum landbúnaðar- ins, í samræmi við kröfur nú- tímans. e. Skipting landsins í fram- leiðslusvæði til þess að hagnýta sem bezt náttúrleg skilyrði hvers landshluta eða sveitar í samræmi við þarfir þjóðar- innar fyrir búnaðarvörur. f. Samstarf neytenda og bænda um skipulagningu afurðasöl- unnar innanlands og sam- komulagi þessara aðila um verðlag. g. Hagnýtingu raforku sam - kvæmt raforkulögunum. h. Styrkjum til handa þeim, sem fyrir fátæktar sakir gætu ekki ella hagnýtt sér lán til véla- kaupa, húsbygginga og ann- arra aðgerða, sem miða að því að gera þá efnalega sjálfstæða, jafnffamt því, að með nýsköp- un landbúnaðarins, stofnun byggðahverfa, aukinni ræktun og samstarfi sé búið í haginn fyrir þá. • Þriðji kaflinn fjallar um bar- áttuna gegn dýrtíðinni. Segir þar : Leiðir þær, sem Sósíalista- flokkurinn vill fara til þess að vinna bug á dýrtíðinni, í sam- ræmi við stefnu hans í atvinnu- málum, sem lýst er hér að fram- an, eru fyrst og fremst þessar: ’ 1. Draga úr framleiðslukostn- aði með því að auka tækni at- vinnuveganna. 2. Lækka vexti til undirstöðu- atvinnuveganna og bæta láns- kjörin. 3. Leggja áherzlu á að lækka framleiðslukostnað landbúnað- arins með aukinni tækni og bættum framleiðsluháttum. 4. Lækka hina háu húsaleigu með því að byggja mikið af í- búðarhúsum og eins ódýrt og kostur er. (Samanber tillögur flokksins á Alþingi og í bæjar- stjórn Reykjavíkur). 5. Lækka verð á erlendum vörum: a. Með því að afnema eða draga mjög úr heildsalagróðanum. Svo lengi sem stefnuskrá flokk- sins um landsverzlun á inn- fluttum vörum nær ekki fram að ganga, berst flokkurinn fyrir gerbreyttu fyrirkomulagi verðlagseftirlitsins og stuðn- ingi við innflutning neytenda- félaga. b. Lækkun tolla. Afla í stað þess fjár með skattlagningu stríðs- gróðans. 6. Sérstakar ráðstafanir til þess að lækka verð á nauðsynja- vörum sjávarútvegsins. • Fjórði kaflinn fjallar um þjóð- félagslegar framfarir á grund- velli nýsköpunar atvinnuveg- anna. Segir þar að Sósíalista- flokkurinn vilji einbeitá kröft- um þings og þjóðar m. a. að eftirfarandi verkefnum: 1. Tryggja hverjum manni atvinnu árið um kring við hœkk- andi raunveruleg laun. — Sú hækkun yrði tryggð með því, að ávöxtur bættrar tækni rynni til hins vinnandi manns, m. a. með lækkun dýrtíðarinnar og með vaxandi þjóðfélagslegum hlunn- indum. 2. Tryggja hverri fjölskyldu á íslandi ibúðarhús eða íbúð, sem fullnœgir menningarkröfum nú- timans. „Eigum vér einir geð til að krjúpa á kné og kaupa oss hlé fyrir rétti þessa lands“. (Einar Benediktsson). 3. Alpýðutryggingar séu full- komnaðar...... 4. Koma upp sjúkrahúsum, heilsuverndarstöðvum og hress- ingarhœlum, er fullnægi þörf- um landsmanna. 5. Gerðar séu gagngerðar ráð- stafanir til þess að tryggja heil- brigði manna og öryggi við vinnu bæði á sjó og landi. 6. Tryggja hverjum upjwax- andi Islendingi efnahagslegt jafnrétti til menningar. 7. Tryggja raunverulegt jafn- rétti konunnar í þjóðfélaginu, svo sem með sömu launum fyr- ir sömu vinnu alls staðar jrar sem áhrifa ríkisins getur gætt. 8. Koma upp menningarstofn- unum, er stuðli að því frekar en orðið er, að gera listir og menningu þjóðarinnar að sam- eign hennar allrar. • Sósíalistaflokkurinn telur, að skilyrði þess, að unnt sé að fram- kvæma þessa stefnuskrá flokks- ins sé: 1. Að vald heildsalastéttarinar í þjóðfélaginu sé algerlega brot- ið á bak aftur. 2. Að afturhaldinu, sem nú ræður í Landsbankanum, sé vik- ið frá völdum. 3. Að ríkisvaldinu og auð- æfum þjóðfélagsins sé einbeitt að þeim framkvæmdum á at- vinnu- og þjóðfélagssviðinu, sem að iraman greinir, aðeins með heill þjóðarheildarinnar fyrir augum, án tillits til sér- hagsmuna þeirra er hingað til hafa notið foréttinda í þjóðfé- laginu sakir auðs síns og valda. Þjóðin getur stuðlað að því að skapa þessi skilyrði með því að gefa Sósíalistaflokknum nægi- legt vald á Alþingi íslendingar. Óheilindi og tvískinnungs- háttur einkennir nú Alþýðu- flokkinn, Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn. Vitað er að sumir af væntanlegum þing- mönnum allra þessara þriggja þingflokka vilja afsal landsrétt- inda, aðrir eru á móti, sumir eru með áframhaldandi nýsköp- un atvinnutækja þjóðainnar, aðrir hatramir á móti þessari nýsköpun. Hvernig getur þjóð- in treyst slíkum flokkum, sem ýmist eru með eða á móti, ýmist segja haltu mér — slepptu mér. Aðeins einn flokkur er heill og óskiptur, Sósíalistaflokkur- inn. Þess vegna fylkir þjóðin sér um hann — vitandi sem er, að hann vinnur fyrir þjóðarheild- ina. Kjósið frambjóðanda Sósíal- istaflokksins. X HAUKUR HELGASON.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.