Baldur


Baldur - 25.06.1946, Blaðsíða 2

Baldur - 25.06.1946, Blaðsíða 2
B A L D U R Hver er Björn Ólafsson? Skammtað úr skrínunni. Þannig spyrja nú margir ls- firðingar. Og það er raunar eðlilegt að þeir óski að vita deili á þeim manni, sem ihald- ið er nú að reyna að troða inn á Alþingi, með aðstoð fram- bjóðenda eins og Kjartans læknis. Hér um daginn birti Vestur- land myndir af nokkrum fram- bjóðendum, sem ihaldið hefur til sýnis hér á Vestfjörðum. — er Coca-cola nefnist. Þar sem þeir sáu, að hér var hægt að græða peninga, þá gerðu þess- ir opinberu erindrekar sig seka um „smávægis afbrot", þ. e. a. s. þeir tryggðu sjálfum sér einkaumboð fyrir vöru þessa hér á lslandi(Stefán Jóhann heildsali gerði raunar þetta sama 4 árum síðar i Svíþjóð). Og svo, til þess að tryggja bet- ur gróða sinn, þá útveguðu Sá, sem kýs Kjartan, stuðlar að kosningu Björns Öl- afssonar heildsala og ameríkuagents. Með myndunum voru svo hól- greinar, sem íhaldsmennirnir skrifuðu hvor um annan. Þar birtist meðal annars mynd af Kjartani lækni, ásamt hóli eft- ir Baldur lækni. En einn gripurinn gleymd- ¦ ist, þegar íhaldið hélt þessa sýningu. Það er sá, sem raun- verulega er kosið um hér á Isa- firði og annarsstaðar á land- inu, þar sem líkt er ástatt. Og vita allir, að þar er átt við Björn Ólafsson heildsala, sem íhaldið ætlar að fleyta inn sem uppbótarþingmanni. — Eða kannske íhaldið sé orðið svo sómakært, að það skammist sín fyrir að halda sýningu á Birni. En hvað um það. Það er nú einu sinni svo, að það er Bj örn Ólafsson, sem baráttan stend- ur um m. a. hér á Isafirði. Ætl- ar „Baldur" því að taka sér fyrir hendur að kynna þennan frambjóðanda íhaldsins. Skal hér aðeins drepið á nokkur at- riði í sögu þessa manns. Arið 1941 var send nefnd til að ganga 'fr'á' verzlunarsamn- ingi við Bandaríkin. 1 nefnd þessari voru m. a. Björn Ól- afsson og Vilhjálmur Þór, en % menn þessir hafa næman aura- þef (eins og er raunar vandi flestra íhaldsmanna). Þeir heyrðu getið um drykk þann, þeir sér allríflegan sykur- skammt til fyrirtækis síns, á sama tíma og erfiðleikarnir á öflun sykurs voru sem mestir. Þetta ætti að nægja til að sýna starfsemi Björns Ólafs- sonar á viðskiptasviðinu. 1 lok ársins 1942 var skipuð ríkisstjórn utanþingmanna. 1 henni átti Björn Ólafsson sæti ásamt vini sínum Vilhjálmi Þór. Var stjórn þessi við þá kennd og nefnd Coca-cola- stjórnin, sbr. það sem að fram- an greinir. Fátt eitt segir af afreksverkum þessarar stjórn- ar, ekkert gott og lítið illt, þar sem hún var ekki megnug þess, þótt hún virtist hafa fullan hug á því. Þó gerði hún tilraun til að halda niðri kaupi verka- manna, og má í því sambandi minnast á végavinnuverkfallið vorið 1942. Þá lagði Björn ól- afsson fram frumvarp á þingi, sem stefndi að þvi að lækka kaup verkamanna, en ekki tókst honum samt að afla því þingfylgis. 1 ráðherratíð sinni gerði hann ekkert til að auka verklegar framfarir, nema síð- ur sé, en stefndi að því að skapa hér atvinnuleysi að stríði loknu, svo hægt væri þá að knýja riiður kaup verka- fólks. 'A sama tíma rökuðu heildsalar saman milljóna- gróða. Þegar núverandi rikisstjórn var mynduð, þá gerðist Björn I Hann getur talafi. Það hefur ríkt. niikill fögnuður meðal útvaldra i liði ihaldsins hér á lsafirði, síðan á framboðsfund- inum 19. þ. m. Ihaldsfölkið hefur ekki ráðið við sig fyrir gleði yfir því dásamlega, og að þess áliti ó- vænta fyrirbrigði, að frambjóðandi þess getur talað. Fagnaðarhrópin hafa kveðið við: — Hann getur tal- að! Hann getur talað! Og manna á milli er hvíslað: Ertu ekki hissa? Hann getur talað. Því bjóst ég aldrei við. Svo sannfærðir voru íhalds- mennirnir um að þessi frambjóð- andi þeirra væri vita mállaus og gæti engu prði upp komið á fund- inum, að Sigurður Bjarnason taldi öruggara að taka það margoft fram í 10 mínútna ræðu, að frambjóð- andinn hefði talað, enda þótt bæði hann og aðrir fundarmenn heyrðu það með eigin eyrum. Nú eru íhaldsmennirnir líka bún- if að endurtaka þetta fagnaðaróp svo oft, að þeir eru ekki aðeins orðnir sannfærðir um, að fram- bjóðandi þeirra getur talað, heldur telja þeir sjálfum sér og öðrum trú um að hann sé framúrskarandi snjall ræðumaður. Já, það er alveg takmarkalaust, hvað fólk verður bjartsýnt og sér ómerkilegustu hluti og atvik í dýrð- legu Ijósi, þegar það verður fyrir óvæntri lukku. Allur bærinn hlær. Sjálfstæðismenn héu á Isafirði hafa oft gert fólkinu ýmislegt til gamans og skemmtunar, sérstak- lega fyrir kosningar. Fyrir kosn- ingar í vetur höfðu þeir t. d. marga skemmtifundi, dansleiki, kaffikvöld og aðrar skemmtanir á Uppsölum og urðu vinsælir fyrir. Fyrir þess- ar kosningar tókst svo ólánlega til, að viðgerð á samkomusalnum á Uppsölum stóð yfir — og vand- séð hvort henni yrði lokið fyr- ir kosningar. Það var þess vegna- útilokað að hægt væri að skemmta fólkinu þar, en' eitthvað þurfti að gera því til gamans fyrir þessar kosningar eins og allar aðrar. Ihaldsmenn hugsuðu málið og loks fundu þeir skemmtiatriði, sem púður var í. Þeir létu prenta i þús- undum eintaka stækkaða og flatt- eraða mynd af frambjóðanda sín- um, Kjartani lækni. Þessari fallegu mynd var siðan dreift út um allan þæinn, hrúgað inn í hvert hús og stillt út í búðaglugga, eins og aug- lýsingu um Coca-cola. Allur bærinn hlær að tiltækinu og Vesturland getur með fullum rétti birt stóra fyrirsögn þvert yfir forsíðu í næsta blaði: Myndin af Kjartani lækni hlaut framúrskarandi und- irtektir Isf irðinga. Dagskipun íhaldsins. Einn af máttarstolpum íhaldsins hér í bænum gaf út þá dagskipun áður en skip hans fór á síldveiðar, að öll atkvæði hásetanna á skip- unum skyldu afhént honum og geymd á skrifstofu hans. Einhverjir munu hafa ætlað að hlýðnast þess- ari skipun, en verið bent á, að atkvæðin væri eins gott að geyma í atkvæðakassa á sýsluskrifstof- unni. — Ekki er vitað, hvað ráðið hefur þessari dagskipun, nema ef vera skyldi sú gamla og stöðugt nýja skoðun íhaldsins, að menn kjósi eins og atvinnurekandinn óskar og hann hafi krafist að fá atkvæðin afhent til frekari öryggis. En sjómenn og aðrir Isfirðingar fordæma þetta atferli og munu því ekki kjósa íhaldið. V esturlandsljósiS. Vesturland hefur að undanförnu verið að telja fólki trú um, að með framboði Kjartans læknis væri ver- ið að færa Isfirðingum nýtt ljós, sem mundi lýsa þeim um ókomná framtíð. Þetta ljós á ekki aðeins að lýsa á pólitíska sviðinu, heldur einnig í öllum mögulegum félags- málum og öðrum sviðum mannlífs- ins. Það er auðvitað ákaflega á- nægjulegt fyrir okkur ísfirðinga að eiga von á að fá þetta skæra Ijós íhaldsins, bara að Sigurður Bjarna- son geti reist það upp, svo að það geti lýst okkur. En það er alls ekki útlit fyrir, að honum tak- ist það, hvernig sem hann stritast, og kannske víð fáum svo ekkert Vesturlandsljós, heldur aðeins mynd. Hvert einasta atkvæði greitt Sigurði Thoroddsen, kem- ur að fullum notum fyrir Sósíalistaflokkinn. Ólafsson, sem er eigandi dag-. blaðsins „Vísir", stjörnarand- stæðingur." Kallaði hann ný- sköpunarstefnuna „launráð og svikráð gagnvart almenningi". Hefur hann síðan haldið þeirri afstöðu sinni, og róið að því öllum árum að sjálfstæðis- flokkurinn sliti stjórnarsam- vinnunni. Hefur hann nú síð- ast tilkynnt, að hann muni halda. áfram þeirri baráttu innan þingflokks íh.aldsins, ef hann kæmist á þing. Þá má að lokum geta þess, að Björn Ólafsson og blað hans „Vísir" hafa ákaft haldið því fram, að við æ'ttum að leigja Bandarikjunum herstöðvar hér á landi, og gangast þeim á hönd. Hefur vart mátt á milli sjá, hvórir hafa meir haldið f ram stef nu Bandaríkj anna Jónas frá Hriflu eða Björn Ól- afsson. Þetta eru nú nokkur atriði úr ferli Björns Ólafssonar, sem þeir Isfirðingar, er kjósa Kjartan lækni, hjálpa til að koma inn á Alþingi. Hvað verða þeir margir, sem fá sig til þess? Norður-lsf irðingar! Hvert atkyæði, sem Jón Tímóteusson fær, tryggir aukin áhrif Sósíalista- flokksins í íslenzkum stjórnmálum og styður á- framhald nýsköpunarinnar. X Jón Tímóteusson.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.