Baldur


Baldur - 25.06.1946, Blaðsíða 4

Baldur - 25.06.1946, Blaðsíða 4
B A L D U R Utgerðarhugsj ón Alþýðuflokksins á Isafirði: „Ut reri einn á báti." Sósíalistafélag ísafjarðar samþykkip ályktun í fisk- iðj uversmálinu. Reynt verði að sameina öll útgerðarfélög í bænum um eitt fiskiðjuver á samvinnugrundvelli. Fundur i Sósíalistafélagi Isafjarðar, haldinn þ. 22. júní 1946, gerir eftirfarandi ályktun í Fiskiðj uversmálinu: Fundurinn telur það höfuðatriði að öll útgerðarfélög bæjar- ins sameinist og standi að stofnun eins fiskiðj uvers, sem rekið verði á samvinnugrundvelli og felur fulltrúa sósíalista i bæjar- stjórn að'beita sér fyrir, að svo megi verða. Jafnframt telur fundurinn, að nauðsyn beri til þess að tryggj a hinu nýj a fyrirtæki að minnsta kosti eina milj ðn kró- ur í framlögum, sem aflað verði innanbæjar, hjá félagasam- tökum, einstaklingum og bæjarfélaginu. Til þess að tryggja það, að félagið verði jafnan rekið með hagsmunum ísfirzkra sjómanna og útgerðarmanna fyrir aug- um, álítur fundurinn eðlilegast, að ákveðið verði í stofnsamn- ingi, að einn af fimm stjórnendum félagsins verði kosinn af bæjarstjórn, en aðrir stjórnendur verði kosnir hlutfallskosn- ingu. Sjómenn eru miklu meira afl í íslenzku þjóðlífi en þeir gera sér ljóst. Framhald af 1. síðu. mennt, en gera sér þess þó ekki fyllilega grein, enda er enginn vafi a því, að ef þjóð- in öll skildi þetta til fulls, væri hHitur sjómanna betri en nú á sér stað. Islenzkir sj ómenn, * útvegs- menn og útgerðarmenn, þeir menn, sem halda sjávarútvegi okkar gangandi, eru miklu meira afl í íslenzku þjóðlífi en þeir gera sér ljóst. Þeir halda um lífæð þjóðfélagsins og það er rétt að þeir geri sér þetta ljóst. Áhugi þessara manna beinist allur að þvi að efla ís- lenzkan sj ávarútveg. Það er því þjóðinni fyrir béztu, að þeirbeiti meira áhuga sinum á gang opinberra mála. Það er óeðlilegt, að menn, sem ekld 4 koma nærri því starfi að skapa gjaldeyri þjóðarinnar skuli vera þvi nær einráðir um hvernig skuli ráðstafa honum og þeim þar með gefin aðstaða til að safna stórgróða á kostn- að útgerðarinnar. Þetta er sjó- mönnum, útvegsmönnum og útgerðarmönnum sj álfum að kenna, þeir hafa í höndum sér það vald, sem þarf til þess að kippa þessu i lag. Þetta verða þeir að skilja og beita því valdi, sem þeir hafa yfir að ráða. Hagsmunir sjómanna, út- vegsmanna og útgerðarmanna falla saman við hagsmuni vinnandi fólks i landi, sem myndi aðeins fagna því, að þeir ykju afskipti sín af opin- berum málum til eflingar sjávarútveginum. Ég vænti þess að sjómannadagshátiðir komandi ára verði til þess að auka sameiginleg afskipti þeirra af opinberum málum þjóðarinnar. Þá mun þjóðinni betur farnast í framtíðinni. Stefán Jóhann borgar rakblöðin. Á framboðsfundinum i gær- kvöldi las Sigurður Thorodd- sen bréf frá Stefáni Jóhanni til formanns sænsku samninga- nefndarinnar, sem Stefán varð frægastur fyrir að semja við. Bréf þetta er svar við kröf- um Svía um aukin veiðirétt- indi hér við land, þ. e. að ís- lenzk landhelgi verði skert, og lofar formaður Alþýðuflokks- ins að sjá til þess, að ríkis- stjórn Islands iáki þessar kröf- ur Svía til vinsamlegrar athug- unar. Bréfið verður birt í næsta blaði. Tilboð óskast í geymsluhúsið við Dokkuna (Hvítapakkhúsið) ásamt lóð og plani, sem því fylgir. Tilboðum sé skilað til undirritaðs fyrir 20. júlí. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Gunnar Guðmundsson. Tilkynning til útgerðarmanna. Þeir útgerðarmenn, sem hafa í hyggju að leggja upp síld til söltunar af skipum sínum.á þessu sumri, þurfa samkvæmt 8. grein laga nr. 74. frá 1934 að sækja um leyfi til Síldarútvegsnefndar. Útgerðarmenn þurfa í umsóknum sínum að taka fram eftirfarandi: Nöfn skipa, stærð, einkennistölur. Áætlað magn til söltunar og hjá hvaða saltenda síldin verður söltuð. Umsóknir þessar skulu sendar til skrifstofunnar á Siglufirði og þurfa að vera komnar þangað fyrir 30. júní 1946. Síldarútvegsnefnd. Tilkynning til síldarsaltenda. Þeir síldarsaltendur, sem ætla að salta síld á þessu sumri, þurfa samkvæmt 8. grein laga nr. 74 frá 1934 að *sækja um leyfi til Síldarútvegsnefndar. Saltendur þurfa að upplýsa eftirfarandi: 1. Hvaða söltunarstöð þeir hafa til umráða. 2. Af hvaða skipum þeir fái síld til söltunar. 3. Hvaða eftirlitsmaður verður á stöðinni. 4. Hve margt síldarverkunarfólk vinnur á stöðinni. 5. Eigi umsækjendur tunnur og salt, þá hve mikið. Þeir saltendur, sem óska að fá tómar tunnur og salt frá Síldarútvegsnefnd sendi umsóknir til skrifstofu nefnd- arinnar á Siglufirði fyrir 30. júní 1946. Síldarútvegsnefnd. Skömmtunarseðlum «. fyrir tímabilið júlí—september 1946 verður úthlutað á bæjarskrifstofunni föstudaginn 28. júní kl. 10—12 f. h. kl. 1—3 og 4—6 e. h., laugardaginn 29. júní kl. 10—12 f. h. og mánudaginn 1. júlí kl. 10—12 f. h. og 1—3 e. h. ¦ Skömmtunarseðlarnir eru aðeins afhentir gegn stofn- um af núgildandi matvælaseðlum, enda séu þeir greini- lega útfylltir. Isafirði, 24. júní 1946. ' Skömmtunarskrifstofan.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.