Baldur


Baldur - 25.06.1946, Blaðsíða 1

Baldur - 25.06.1946, Blaðsíða 1
UTGEFANDI: SÖSIALISTAFÉLAG ISAFJARÐAR xii. Arg. ísafjörður, 25. júní 1946 19. tölublað. Sjómenn eru miklu meira afl í islenzku þjóðlifi en þeir gera sér ljóst. . Niðurlag ræðu Áka Jakobssonar, atvinnumálaráðherra i hófi sjómannadagsins að Hótel Borg. Það er að bera i bakkafull- an lækinn að hrósa sjómönn- um okkar fyrir starf sitt, enda munu þeir ekkert kæra sig um slíkt. Hitt er nauðsynlegra fyr- ir þ j óðina, að hver einstakling- ur geri sér ljóst, að þjóðin á mikið undir starfi sjómann- anna. Um 90% af gjaldeyri þjóðarinnar er aflað fyrir sj ávarafurðir. Það þýðir, að 9/10 hlutar af öllum þeim margvíslegu vörum, þörfum og óþörfum, sem fluttar eru til landsins, eru keyptar fyrir verðmæti, sem fiskimennirnir hafa flutt á land. Það er holt fyrir hvern einstakling að minnast þess ætið, er hann. gengur í búð og kaupir nauð- synjar sínar eða kaupir sér eitthvað annað sér og sínum til stundar gamans, að það er fiskimaðurinn, sem stritar, oft og tíðum slorugur og lúinn úti á fiskimiðum Islands og far- maður, sem siglir um úthöfin í misjöfnu veðri, sem gerðu honum kleift að kaupa þessar vörur í búðinni. Það er líka holt fyrir verkamenn og iðn- aðarmenn í landi, að minnast þess í hvert sinn, er þeir ganga til vinnu sinnar, að áhöldin, sem þeir vinna með og efnið, sem þeir vinna úr, er keypt fyrir verðmæti, sem sjómaður- inn hefur aflað þjóðinni. Menn viðurkenna þetta að vísu al- Framhald á 4. síðu. Þjóðin krefst svars. Á framboðsfundinum 19. þ. m. spurði Sigurður Thoroddsen þá Finn Jónsson og Kjartan Jóhannsson um þeirra eigin afstöðu og flokka þeirra til þess, að önnur ríki fái hernaðarbœkistöðvai1 hér á landi til lengri eða skemmri tíma og til dvalar ameríska hersins a Islandi. Hvorugur þeirra gaf skýr svör. Finnur Jónsson vitnaði í álykt- un Alþýðuflokksins um utanríkismál, sem ekki var birt fyr en 14. þ. m. þegar flokkurinn sá sér ekki annað fært, vegna þeirrar al- mennu mótmæla-öldu, sem risin var gegn öllum landsöluagent- um innan Alþýðuflokksins og annar staðar. En þessi ályktun kemur ekki að eins seint fram, heldur er hún loðin og þar er alls ekki fninnst á afstöðu flokksins til dval- ar setuliðsins hér á landi. Kjartan Jóhannsson svaraði, að lán eða leiga hernaðarbæki- stöðv hér á landi kæmi ekki til mála ÁFRIÐARTlMUM. Loðið svar og blekkjandi, þar sem gefið er til kynna, að til mála geti komið að bjóða hér bækistöðvar á ófriðartíma, eða semja fyrir fram við erlend ríki um afnot herstöðva hér á landi. Við öðru var heldur ekki að búast af manni, sem hefur verið fengið það auma hlutskipti að vera atkvæðabeita, til þess að koma landsölumanninum Birni Ólafssyni, heildsala, inn á Alþingi Is- lendinga. Isfirðingar! Þið látið þessum frambjóðendum ekki líðast slík undanbrögð. Þið og öll íslenzka þjóðin, krefjist skýlausra svara. Þið vitið, að þessir menn eru studdir til framboðs af flokkum, sem báðir eru klofnir í þessu stórmáli og eiga innan sinna vé- banda landsölumenn. Þið vitið líka, að Sósíalistaflokkurinn hefur einn allra flokka tekið ákveðna og eirib,uga afstöðu gegn afsali landsréttinda. Hvert atkvæði, sem fellur á Finn eða Kjartan eykur.þá hættu, að íslenzkt land verði afhent erlendu ríki. Hvert atkvæði, sem Sigurður Thoroddsen fær, tryggir Islend- ingum yfirráð í laiidi þeirra um alla framtíð. X Sigurður Thoroddsen. Isfirðingar kjósa Sigurð Thoroddsen. Góðu heilli urðu sósíalistar svo sterkir hér á Isafirði i kosningunum 1942, að Sigurð- ur Thoroddsen varð landkjör- inn þingmaður. — Alþýðan mun eignast þar ágætan fulltrúa, sem reynslan hefur sýnt, að aldrei skerst úr leik i hagsmunabaráttu hennar eða þegar um er að ræða velfei-ða- mál þessa héraðs. Hann hefir aldrei og mun aldrei verða til sölu, fyrir hvað sem i boði er, hvorki embætti né fríðindi, þetta megum'við öll vita og því getum við treyst. Ótrauður fylgir hann fram stefnu sósíalismans og er ófá- anlegur til að beygja af og víkja úr vegi fyrir íhaldi og auðvaldi, heldur gerir hann kröfur til þess. að við alþýðu- fólkið fáum okkar rétt í mann- félaginu, bæði til ráða og dáða, og að afmáður verði möguleikT arnir fyrir heildsala, og ann- arskonar svindlaralýð, að hafa fjöldann sér að féþúfu. Ennþá eru þetta kröfur, sem barist er fyrir. Isfirðingar, gerið ykkar tjl þess að ekki þurfi að* gera. kröf ur, heldur sé hægt að hef j a framkvæmdir. Gerið það, sem i ykkar valdi stendur til þess að auka fylgi sósíalista, og því sterkari, sem þeir verða, því nær markinu kemst þjóðin — þvi marki að útrýma óréttlætinu og siðspill- ingunni i þjóðlífinu. Kjósið Sigurð Thoroddsen. Þar styðjið þið góðan mann, sem berst fyrir góðu málefni. Sósíalisma á Islandi. En til þess að hann komist á í framtið, þá verðum við, kjósendur góðir, að vinna í nútíð. Þessar kosningar eru áfangi á brautinni. Leggið stein í götu ihaldsins hvort heldur það kemur í gerfi Alþýðu- eða Sj álfstæðisflokks. Leggið góðu málefni lið. Það gerið þið með þvi að kjósa Sigurður Thoroddsen Helgi Ketilsson. ¦ Hvað getam við af þessu lærl? Skutull segir: „Ihaldið, sem nú kallar 'sig Sj álfstæðisflokk, er höfuðóvinur alþýðunnar". Þetta er rétt að því leyti að innan vébanda Sjálfstæðis- f lokksins eru hvorttveggj a, bæði umbótamenn á borð við umbótamenn Alþýðuflokksins og líka hið svartasta íhald og andstæðingar allra umbóta og sósíalisma. Þótt flokkurinn gangi einn til kosninga, er hann samt innbyrðis sprung- inn. Eins er það með Alþýðu- flokkinn. Hann er sjálfum sér sundurþykktir. Þar er frjáls- lyndi og íhald, sem berjast um völd innan flokksins og virð- ist eftir framboðum að dæma, að íhald flokksins hafi þar tögl og hagldir. Morgun- blaðið, aðalmálgagn Sjálfstæð- isflokksins*, segir: „Höfuðand- stæðingar okkar eru kommún- istar". En þegar það talar um kommúnista á það við sósíal- ista, gegn þeim beitir það vopnum sínum, blekkingum, lygi og rógi, frekar en á'móti nokkrum öðrum flokki. Það telur sósíalistana ekki eiga til- verurétt, vera óalandi og óferj- andi, en viðurkennir tilveru- rétt annara andstæðinga sinna. Hvað getum við af þessu lært? Við, sem erum sósíalistar, allir þeir, sem eru í virkilegri andstöðu við íhaldið, í hvaða flokki, sem það er, við eigum að vera með sósíalistum, við hljótum að kjósa með þeim. Við vitum, að þeir eru ekki hálfvolgir andstæðingar í- haldsins, þeir eru höfuðand- stæðingar þess. Allir andstæðingar íhaldsins, kjósið Sigurð Thoroíidsen. H. K.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.