Baldur


Baldur - 13.07.1946, Blaðsíða 2

Baldur - 13.07.1946, Blaðsíða 2
2 B A L-D U R Fimm Svíþjóð- arbátar RÉTTUR 1. hefti, 30. árgangur. 1940. er nýkominn út. Ritið i'lytur að þessu sinni þrjár stórmerkar ritgerðir. Sú i'yrsta er eftir Einar Olgeirs- son: Nokkrar hugleiðingar um lýðræði og baráttuna fyrir þuí. Ritgerðinni er skipt i eftirfar- andi káfla: Huað er lýðræði? Sókn til lýðræðis. Um forystu einstakra þjóða á ýmsum skeiðum í hinni alþjóðlegu sókn til lýðræðis. Form fyrir sókn lýðræðisins og skipulagi þess. Möguleikinn á friðsam- legum sigri sósíalistiska lýð- ræðisins og klofningurinn í uerkalýðshreyfingunni 1917— 1939. Island. Á þessu yfirliti sézt, að hér er. um að rœða mjög greinargott yfirlit um eðli lýðræðisins, þróun þess og framtíð, og á þessi, ritgerð sannarlega erindi til manna nú jafn mikið og rætt er og rit- að um lýðræði nú á tímum og það oftast af lítilli þekkingu. önnur greinin í þessu hefti af Rétti heitir Stefria Sósíal- istaflokksins í bankamálum, eftir Jónas Haralz hagfræð- ing. 1 þessari ritgerð er gerð grein fyrir þeirri stefnu Sósíal- istaflokksins i bankamálum, að starfsemi bankanna sé mið- uð við það, að þeir séu atvinnu- vegum landsmanna til aðstoð- ar en ekki yfirdrottnarar þeirra og eins konar riki i rik- inu, eins og lni er. Þriðja i’itgerðin er Viðhorf í alþjóðamálum eftir Palme Dutt. Ritstjórar Réttar eru nú Ein- ar Olgeirsson og Ásgeir Magn- ússon. Þetta hefti kostar 2 krónur og fæst á afgreiðslu Baldurs. ------0------ Skammtað íir skrínunni. I ! Ekkerl fiskiöjuver nema kralarnir liafi völdin. Gunnar Bjarnason, sá sem al- mennt er álitið að verði aðalfor- ingi kratanna hér á Isafirði, þegar Hannibal er farinn á þing, og veit þar af leiðandi hvað hann syngur, hefur lýst því yfir í margra manna áheyrn, að Fiskiðjuverið skuli ekki byggt hér á Isafirði meðan aðrir en Alþýðuflokkurinn fari með stjórn í bænum. Það þarf enginn að lialda, að þessi yfirlýsing sé tilbúin af Gunn- ari sjálfum. Hann talar þarna fyrir munn leiðtoga flokksins hér. Hitt er aftur á inóti sennilegt, að brodd- unum hafi þótt Gunnar full fljótur að gefa þessa þokkalegu yfirlýsingu og að þeir liafi ekki kært sig um að hugur þeirra til þessa mikla nauð- synjamáls yrði auglýstur jafn ræki- lega og Gunnar hefur nú gert. En töluð orð verða ekki aftur tekin. Almenningi í bænum má nú vera ljóst, hvað béið hefur á bak við allan bækslagang Alþýðuflokks- broddanna í Fiskiðjuversmálinu, það hefur Gunnar Bjarnason aug- lýst svo rækilega að ekki verður um villst. „/ góösemi vegur þar hver annan“. Fyrir kosningarnar var svo kom- ið samkomulaginu innan Sjálf- stæðisflokksins, að heildsala- og landsölulið flokksins, með Björn Ólafsson, heildsala, í broddi fylk- ingar, var búið að stofna sérstakt stjórnmálafélag í Beykjavík, Félag óliáðra Sjálfstæðismanna, og hafði í hótunum um að stilla upp sérstök- ufn lista við kosningarnar, ef Björn Ólafsson yrði ekki settur í öruggt sæti á lista flokksins. Þá var það að Bjarni Benedikts- son, borgarstjóri, færði sína miklu fórn, vék fyrir Cócacola-kappanum óg færði sig einu sæti neðar á list- anum en hann. Að þessai;i miklu fórnfýsi dáðust íhaldsmenn um allt land og gátu varla vatni lialdið af hrifningu. Reyndar var það á allra vitorði að hér var ekki um jafn mikla fórn að ræða og látið var í veðri vaka, enda var því jafnframt hvíslað af íhaldsmönnum, að ætl- unin væri að strika Björn svo ræki- lega út af listanum, að ekki kæmi til mála að liann næði kosningu. Sumir hjuggust við, að Björns-menn mundu láta koma krók á móti bragði og færa foringja sinn upp svo að bragð Bjárna lieppnaðist ekki. Reynslan hefur nú tekið af öll tvímæli í þessu efni. Yfir 1200 kjósendur strikuðu Björn Ólafsson út og gerðu aðrar breytingar á list anum, sem allar urðu til þess að Bjarni Ben. varð kosinn en Björn komst ekki að. Ber heildsalaliðið í Reykjavík sig að vonum illa eftir þessa útreið. Það lagði nokkur hundruð þúsund- ir króna á borð með sér í kosninga- sjóð Sjálfstæðisflokksins og fær skömmina eina að launum. En um þessi viðskipti þeirra „vinanna" í Sjálfstæðisflokknum má segja eins ög stendur í kvæðinu um Goðmund á Glæsivöllum ... bróðernið er flátt mjög og gamanið er grátt, í góðsemi vegur þar hver annan. Hannibal þakkar. 1 síðasta Skutli þakkar Hánnibal Valdimarsson Framsóknarfl. stuðn- inginn í kosningunum. — Gerir hann það með því að telja Fram- sókn trú um, að tap liennar í kosn- ingunum liafi verið ósköp eðlilegt, þar sem liún hafi staðið ein gegn öllum og meira að segja átt í höggi við formann sinn, sem Skutull kall- ar „mikinn andans mann og slyng- an þjóðmálaskörung" og segir að sé að andlegu atgerfi og gáfum fremri Ólafi Thors. Baldur getur vel unt Framsókn þessara huggunarorða Hannibals, hún á þau margfaldlega skilið af honum. Hitt er aftur á móti vafa- mál, livort formaður Framsóknar- flokksins er jafn „slyngur þjóð- málaskörungur“ og Skutull viH vera láta. Hingað til hafa vergangsmenn ekki verið álitnir sérstakir skör- ungar eða afreksmenn, og minnsta kosti hafa heildsalarnir og land- sölumennirnir í Beykjavík ekki þorað öðru en að rétta þessum „þjóðmálaskörungi" hjálparhönd í kjördæmi hans. eru nú komnir hingað að Djúpi. Fyrsti báturinn, Hug- rún, eign Einars Guðí'innsson- ar í Bolungavík, kom hingað 3. júni s. 1. Hugrún er 87 smá- lestir að stærð og er aðalgang- vélin 215 hestafla Atlas diesel. Hún var byggð i Djupvik i Svíþjóð eftir teikningu Daníels Þorsteinssonar skipasmiða- meistara í Reykjavík. Skip- stjóri ú Hugrúnu er Eggert Sig- mundsson frá Bolungarvík. Hinir bátarnir fjórir eru all- ir gerðir út liéðan frá Isafirði. Kom sá fyrsti þeirra, Ishjörn, eign Samvinnufélags Isfirð- inga, hingað 12. júni. Isbjörn er byggður i Skredsvik í Sví- þjóð hjá Bröderna Olsons Bát- varv. Næst kom Hafdís, eign Njarðar h. f. Hún kom hingað til bæjarins 23. júni. Að sið- ustu komu Finnbjörn, eign Samvinnufélagsins, og Freydis, eign Njarðar h. f., bæði sama daginn, 10. júli. Finnbjörn er byggður í Holmstad Varos nya Aktiebolag í H.almstad í Sví- þjóð, en Freydís og Hafdís voru byggðar í Sj ötorp og Groth Bátvarv, sem er skipasmíða- stöð langt inni i landi og talin ein af allra fullkomnustu skipasmíðastöðvunum í Sví- þjóð. 1 öllum ísfirzku bátunum eru samskonar vélar. Aðal- gangvélin er 215 hestafla Atlas diesel og 10 hestafla ljósavél. Ganghraði þeirra er 9 mílur. Þeir eru allir byggðir eftir teikningu Bárðar G. Tómasson- ar skipaverkfræðings. Allir bátarnir eru 80 smálestir og þar yfir. Bjarni Fannberg, skipstjóri frá Bolungarvík sigldi báðum bátum Samvinnufélagsins til landsins. Hafdisi sigldi Geirjón Helgason, lögregluþjónn i Reykjavik og Freydísi Hannes Freysteinsson skipstjóri í Reykjavík. Skipstjórar á þessum nýju bátum verða þessir: Á Ásbirni Ólafur Júliusson, á Finnbirni Jón Kristjánsson, á Hafdísi Guðm. Guðmundsson, á Frey- dísi Gunnar Pálsson. Auk þessara báta eru tveir aðrir væntanlegir hingað i sumar og haust. Fær Grímur Jónsson í Súðavík annan þeirra en Skutull h. f. á Isa- firði hinn. Báðir þessir bátar eru 80 smál. og meira. Allir Isfirðingar fagna komu þessara nýju skipa og vænta þess að þeir færi eigendum sínum, þeim, sem á þeim vinna, og öllum íbúum þeirra staða, sem þeir eru gerðir út frá, aukna hagsæld og björg í bú. Frú Sigríður Bjarnadóttir móðir Soffíu Jóliannesdóttur, kaupmanns og þeirra systkina, andaðist að heimili sínu, Aðal- stræti 10 hér í bænum, 27. f. m. Frú Sigríður var fædd 18. október 1856. Hún fluttist hing- að til bæjarins árið 1880 og hefur l)úið hér alla tíð síðan. Ári síðar giftist Sigríður Jó- liannesi Guðmnndssyni verk- stjóra og átti með honum sex börn, og eru 5 þeirra á lifi, 4 búsett bér á Isafirðii. Enn- fremur ólu þau upp tvær fóst- urdætur. Frú Sigríður Bjarna- dóttir var að dómi þeirra, er liana þekktu, merk kona og mikilhæf. Jarðarför hennar fór fram 9. þ. m. að viðstöddu miklu fjölmenni. ------O------- Nýr framkvæmdastjóri Máls og menningar. Jakob Benediktsson, magist- er, sem í mörg ár hefur starfað við Kaupmannaliafnarháskóla, var meðal farþega með -Esju frá Kaupmannahöfn 8. þ. m. Mun hann verða framkvæmda- stjóri útgáfustjórnar Máls og menningar i stað Kristíns E. Andréssonar ritstjóra, sem verið hefur framkvæmdar- stjóri útgáfustjórnarinnar frá stofnun félagsins, en verður nú að hætta þeim störfum, þar sem hann er orðinn ritstjóri Þjóðviljans eins og kunnugt er. Allir félagsmenn í Máli og menningu munu fagna því, að tekist hefur að ráða til þessa starfs jafn vel menntaðan og á- gætan mann og Jakob Bene- diktsson magister. Víðtæk þjóðnýting í Hollandi. Fyrir nokkru siðan lagði for- -sætisráðherra Hollands fram í hollenzka þinginu frumvarp um Jijóðnýtingu bankanna. — Um leið og hann lagði frum- varpið fram gat hann þess, að það væri aðeins upphafið að víðtækri þ j óðnýtingaráætlun, sem stjórnin ætlaði að frarn- kvæma. Viðskiptasamningur milli Islands og Frakklands. Hinn 15. júni var undirritað- ur í París viðskipta- og greiðslusanmingur miíli Is- lands og Frakklands, og gildjr hann frá undirskriftardegi til 30. júní 1947. Samið er um sölu til Frakk- lands á hraðfrystum fiski, gær- um, þorskaKsi og silfurbergi, en á hinn bóginn er ætlast til að keyptar verði frá Frakk- landi ýmsar vörur eftir nánari ákvörðun íslenzkra stj órnar- valda. Pétur Benediktsson sendi- herra undirritaði samninginn af Islands hálfu og Georges Bidault, — utanríkisráðherra Frakka, af hálfu Frakklands. Júlíus Þórðarson : verkamaður, faðir Ólafs Júlíussonar skipstjóra og þeirra systkina varð áttræður 1. þ. m. -------0------

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.