Baldur


Baldur - 07.11.1946, Blaðsíða 3

Baldur - 07.11.1946, Blaðsíða 3
BA'LDUR 3 Almannatryggingar í Sovétlýðveldunum. Sovétlýðveldin eru eina ríkið í heiminum, þar sem þegnunum er tryggður réttur til atvinnu i sjálfri stjórnar- skránni, samfara því er hver sovétþegn tryggður á fullkonm- asta hátt vegna allskonar sjúk- dóma, elli, örorku, slysa o. s. frv. bæði með ákvæðum í stjórnarskránni og með mjög víðtækri og fullkominni trygg- ingalöggj öf. Hér á eftir verður skýrt frá helztu atriðum þessara trygg- ingalaga og framkvæmd þeirra. Elli- og örorkullfeyrir. Ellilaun í Sovétlýðveldunum nema frá 50—100% af þeim launum, sem viðkomandi hefir áður liaft, og miðast þá við það, hve lengi liann liefir unnið á sömu vinnustöð. örorkulífeyr- ir er frá 33—69% af fyrri launum að viðbættri 25% hækkun til þeirra, sem lengi hafa unnið á sama stað. Auk þess, sem liér hefir ver- ið nefnt, eru beinlínis gerðar ráðstafanir til þess,aðþeir, sem þessa lífeyris njóta, fái vinnu við sitt hæfi og vinnustöðvarn- ar skyldaðar með lögum til þess að sjá um það. Tekjur þær, sem lífeyrisþegar fá á þennan hátt, dragast ekki frá lífeyri þeirra og geta þeir því, i mörgum tilfellum, fengið meiri tekjur, en þeir höfðu áður. Geti lífeyrisþegi af ein- hverjum ástæðum ekki fengið vinnu við sitt hæfi á þeirri vinnustöð, sem liann hefur unnið á, fær hann vinnu á sér- stökum öryrkj avinnustofum, sem starfræktar eru víðsvegar um Sovétlýðveldin. Þannig er gamalmennum og öryrkj um Sovétlýðveldanna tryggð betri efnahagsafkoma en annarsstaðar þekkist og sú ánægja að fá notið krafta sinna við nytsöm störf, sem þeirra vilja og geta unnið. Sjúkratryggingar og heilsuvernd. 1 Sovétlýðveldunum er öll læknishjálp og sjúkrahússvist ókeypis. Þar að auki fá þeir, sem sjúkir eru, dagpeninga frá fyrsta veikindadegi og þar til þeir eru orðnir vinnufærir aft- ur. Dagpeningarnir eru frá 50 —100% af þeim daglaunum, sem sjúklingurinn hafði áðnr en hann veiktist, og miðast þeir við það hve lengi hann hefur unnið á sama vinnustað. Þannig fær sá, sem unnið hef- ur 3 ár á sama stað, 80% fyrri launa, en hafi hann unnið þar 6 ár fær hann full laun. En það eru ekki eingöngu þeir sjúku, sem fá dagpeninga, heldur hver sá, sem tefst frá vinnu vegna veikinda á heim- ilinu. Auk þessara mjög fuílkomnu sjúkratrygginga, er í Sovétlýð- veldunum fullkomnari heilsu- vernd en í nokkru öðru landi. ÍJrvals heilsuverndarstöðvar, hressingarhæli, iþróttastöðvar, baðstöðvar og hvíldarheimili eru víðsvegar um þetta víð- lenda ríki, og alltaf yfirfull af verkafólki, bændum, sjómönn- um og öðru vinnandi fólki, sem dvelur þar sér til hress- ingar og hvíldar í orlofum sín- um eða eftir læknisráði. Hér við bætist fjöldi hæla vegna sérstakra sjúkdóma, eins og krabbameins, berkla, húð- og kynsjúkdóma o. fl., barnahæli, er hafa það hlutverk að gæta heilsufars barnanna, fæðingar- stofnanir og hvíldarheimili fyr- ir barnshafandi konur og þannig mætti lengi telja. Hver vinnustöð, þar sem vinna minnst 250 manns, er skyldug til að hafa hæfilega stórar sj úkrastofur fyrir verka- fólk sitt. Einnig þurfa þar að vera fæðingardeildir og deild- ir vegna kvensjúkdóma, tann- viðgerða o. fl. Læknar og sér- fræðingar, sem þar vinna, hafa ekki aðeins það hlutverk að veita læknishjálp þeim, sem sjúkir eru, heldur að vaka yfir lieilsufari fólksins yfirleitt. Loks má svo geta hinna svo- nefndu næturheilsuhæla, en á þeim getur verkafólk, sem þess óskar og þarfnast, notið sér- stakrar aðhlynningar i dagleg- um hvildartímum sínum, enda þótt það haldi áfram að vinna. Þessi víðtæka heilsuvernd- arstarfsemi hefir orðið til þess, að heilsufar er betra, fólk hraustara og langlifara að meðaltali í Sovétlýðveldunum en í nokkru öðru landi. Mæðra- og ungbarnavernd. 1 stjórnarskrá Sovétlýðveld- anna er konunni tryggt full- komið jafnrétti á við karl- manninn, ekki aðeins stjórnar- farslega heldur einnig atvinnu- og efnahagslega. Þetta jafn- rétti byggist á því, að konan nýtur sömu aðstöðu og karl- maðurinn við framleiðsluna. Hún fær sömu laun og hann við sams konar vinnu, nýtur sömu réttinda til menntunar og hefur rétt til að gegna sörnu störfum og hann. Auk þessa nýtur sovétkonan mjög víð- tækra sérréttinda vegna sér- stöðu_sinnar í þjóðfélaginu. Hér að framan er sagt frá fæðingarstofnunum og heilsu- hælum fyrir barnshafandi kon- ur. En i Sovétlýðveldunum er það ekki talið nóg að þessar stofnanir séu til, heldur er kon- unum tryggð dvöl á þeim, þeg- ar þær þurfa þess með og óska þess. Reynslan hefur líka. sýnt, að þessar stofnanir eru mikið sóttar. Árið 1939 sóttu t. d. 95% af konum í borgunum og 60% af konum á samyrkjubúunum, þessar fæðingarstofnanir og ólu þar börn sín. Um meðgöngutímann nýtur konan víðtækrar verndar og réttinda. Hún fær t. d. hvíld frá störfum og full laun í 56 daga fyrir barnsburð og 56 daga eftir barnsburð, og þeg- ar sérstaklega stendur á getur þessi tími verið mun lengri. Auk þess fær hver köna aðstoð til að kaupa föt á barnið og uppeldisstyrk er nemur 10 rúblum á mánuði í 9 mánuði. Á hverjum vinnustað eru vöggustofur, þar sem konur geta haft börn sín meðan þær eru að vinna og eins þegar þær fara að heiman í orlof eða af öðrum ástæðum. Árið 1941 gátu þessar vöggustofur tekið á móti 4,9 milj. barna, eða nær því öllum börnum, sem fæddust í Sovétlýðveldunum það ár. 1 þessum vöggustofum fá börnin þá beztu aðhjúkrun, sem völ er á, mæðrunum að kostnaðarlausu. Mæður, sem hafa börn á brjósti, fá á 3 y2 klst fresti hálfrai’ klukkustundar hvíld með fullum launum, til þess að gefa börnunum að sjúga og fá sér hressingu. Undir engum kringumstæð- um má útiloka konUr frá at- vinnu, vegna þess að hún er barnshafandi eða hefur barn á brjósti, þvert á móti nýtur hún, þegar svo stendur á, full- komlega sömu vinnuréttindi og aðrir, og af því, sem sagt er hér að framan, sést að þessi réttindi hennar eru tryggð í mjög ríkum mæli. Verndun æskulýðsins. I Sovétlýðveldunum er ekki aðeins vakað yfir heilsu og þroska barnanna meðan þau enn eru ósjálfbjarga. Þegar þau komast á legg, er ekkert sparað, til þess að þau nái sem mestri andlegri og líkamlegri atgerfi. Bannað er að ofbjóða heilsu og þreki unglinganna með erfiðri og óhollri vinnu; þeir mega ekki vinna nætur- vinnu og vinnutími þeirra er styttri en fullorðinna.. Æsku- lýður Sovétlýðveldanna nýtur ekki aðeins ókeypis skólavist- ar, heldur er nemendum greitt kaup meðan þeir stunda nám. Þetta tryggir það, að sérhver æskumaður eða kona getur notið þeirrar menntunar, sem hugur hans eða hennar stendur til. Þá eru víðtækar ráðstafan- ir gerðar til þess, að ungling- arnir geti notið hollra skemmt- ana, stundað íþróttir, farið í ferðalög o. s. frv. I fáum orð- um sagt, ekkert er til sparað og allt gert til þess, að hinir uppvaxandi sovétborgarar nái þeim þroska andlega og líkam- lega, að þeir verði færir um að

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.