Baldur


Baldur - 30.11.1946, Blaðsíða 2

Baldur - 30.11.1946, Blaðsíða 2
2 B A L D U R ► Baldur Johnsen, héraðslæknir: UM MÆNUVEIKINA Ut af tíðum fyrirspurnum um mænuveikina eða mátt leysisveikina skal eftirfarandi upplýst: Eins og menn hafa heyrt þá hefir nokkuð borið á mænu- veiki i Reykjavík nú í haust, og birti héraðslæknirinn þar í því sambandi bréf um, hvern- ig fólki bæri að hegða sér i því sambandi. Slíkir faraldrar scm þessi koma alltaf við og við á ýmsa staði á landinu. T. d. voru fyr í haust nokk- ur tilfelli á Akureyri með löm- unum og í fyrra sumar var veikin á ferðinni víða um land- ið, meðal annars hér á Vest- fjörðum. Þá fengu nokkrir lamanir, meðal annars einn drengur í Sléttuhreppi, en hér á Isafirði lamaðist enginn. Þó hefir veikin einnig geng- ið hér á Isafirði í fyrrasumar, því að drengurinn á Sléttu- hreppi smitaðist hér. Þannig er þetta venjulega með veikina. Hana taka fjölmargir, án þess að lamast, eða verða nokkuð verulega veikir. Á sama hátt er og mjög lík- legt, að veikin hafi verið hér á ferðinni í sumar sem leið og fyrri partinn í haust, en að- eins í einu tilfelli liefir verið um lömun að ræða, og þó er eigi full vissa fyrir, að lömun- in hafi verið mænuveikinni að kenna einni saman. Nú, við lok nóvemher mán. fer þeim tilfellum mjög fækk- andi, sem hugsanlega gætu átt nokkuð skylt við mænuveiki, en á byrj unarsti^i og léttari stigum er það ekki á neins manns færi að þekkja veikina með vissu. Annars er það um veikina að segja, að hún er vírus-sjúk- dómur, sem engin meðul eru þekkt við. Um útbreiðsluhætti veikinn- ar vita menn heldur ekki ann- að en það, að hún er smitandi. Hvernig hún smitar eða berst á milli vita menn ekki, því eru einangrunarráðstafanir þj'ðingarlausar. Og því getur liún gripið niður á liinum ó- líklegustu stöðum. Það eina, sem hægt er að' gcra til; að minnka líkindi fyrir smitun, er að STUNDA HREINLÆTI UT I ÆSAR, þvo sér eftir vinnu, á undan mat, eftir að fáríð er á vanhús, hursta tenn- ur og losa sig við lúsina. Einn- ig er óráðlegt, að láta taka úr sér hálskirtla, ef smitunar- hætta er meiri i einn tíma. Það, sem hægt er að gera til þess að minnka líkindi fyrir lömunum er að vera ekki á fótum veikur, með hita o. s. frv. Þetta sama gildir auðvitað um alla sjúkdóma, til að forð- ast eftirköst, en þó alveg sér- staklega hér. Þegar á allt er litið verður á augnablikinu eigi meiri hætta fyrir dyrum hér á Isa- firði í þessu efni, en altaf er, þegar mænuveiki er einhvers- staðar á ferðinni i landinu. Því verður eigi séð, að hér sé neinna sérstakra ráðstafana þörf fram yfir það, sem lækn- ar sífellt eru að prédika fyrir fólki, sem sé: ítrasta hreinlæti og rúmlega ef um hitasjúkdóm er að ræða með hvíld á eftir meðan líkaminn er að ná sér. NIÐURSTÖÐUR: 1. Mænuveikin er vírussjúlc- dómur, sem engin meðul eru þekkt við. 2. Fjölmargir taka veikina þegar hún gengur, en örfáir veikjast alvarlega. 3. Einu varnir gegn veikinni eru hreinlæti. 4. Einu varnir gegn lömun- um eru, að fara vel með sig í sj úkdómstilfellum. 5. Veikin hefir gengið yfir landið síðast liðin 2 ár, þar á meðal hér á Vestfjörðum og Isafirði. 6. Full ástæða er til að ætla, að Isafjörður muni sleppa vel að þessu sinni, þótt veikin sé annars mjög svo óútreiknan- leg. -------o------ Fyrirhugaðar framkvæmd- ir í rafveitumálum Isafjarð- ar og nágrennis. Framh. af 1. síðu. bandi við fyrstu leið og þarf ekki að endurtaka það. Yrði þessi leið farin mætti fram- leiða til neytenda 3,8 milj. kwst. og einingarverð yrði 8,4 aurar. Reksturskostnaður alls kr. 456,500,00. Fimnitu leiðina, virkjun Fossár í Hólshreppi er ástæðu- laust að ræða hér, þar sem endanleg áætlun um hana ligg- ur elcki fyrir. Eins og áður er. sagt var greinargerð rafveitustjóra lögð fyrir rafveitustjórnarfund 22. nóv. s. 1. Á þeim fundi skyldi rafveitustjórn segja sitt álit um hver af þeim fimm leiðum, er rafveitustjóri benti á, hún teldi æskilegasta, og var í því samhandi samþykkt eftirfar- andi ályktun. „Rafveitustjórn álítur að þriðj a leið, sem um getur í greinargerð rafveitustjóra, þ. e. hitaaflstöð á Isafirði og framkvæmd til úrbóta á miðl- unarvirkjun Nónvatns heppi- legasta til úrbóta á orkuþörf Isafjarðaykaupstaðar og ná- grennis og óskar umsagnar raf- magnseftirlitsins um þétta mál. Rafveitustjórn leggur áherzlu á að rafmagnseftirlitið sendi umsögn sína sem fyrst, til þess að flýta fyrir framkvæmdum í þessu mikla nauðsynja máli“. Með þessari ályktun greiddu atkvæði Matthías Bjarnason, Ásberg Sigurðsson, Kjartan Ólafsson, Hjörtur Sturlaugs- son fulltrúi Eyrarhrepps og Halldór Ólafsson. Sverrir Guðmundsson, full- trúi Alþýðuflokksins, greiddi ekki atkvæði en lét bóka, „að hann geti eklci greitt atkvæði Um ályktunina, þar sem hann óskaði að málinu yrði frestað til frekari athugunar“. I sambandi við þessa álykt- un rafveitustjórnar er eðlilegt þótt spurt sé: Hvers vegna vel- ur rafveitustjórn þessa leið af þeim leiðum, sem rafveitu- stjóri bendir á? Verður hér gerð grein fyrir því í stuttu máli. Eins og kunn- ugt er hefur verið varið hátt á þriðju miljón króna til miðl- unarvirkj unar í Nónvatni, en mikið skortir á, að ávöxtur af þeim kostnaði sé eins mikill og vonir stóðu til i upphafi, og er aðalástæðan m. a. jarðleki sá, sem þar hefur komið í ljós. I álitsgerð rafveitustjóra er bent á að úr þessu megi bæta með tiltölulega litlum kostnaði og virtist því sjálf- sagt að það yrði gert. En með því að fara þessa leið eingöngu væri ekki einusinni bætt úr orkuþörf líðandi stundar, livað ])á nánustu framtíðar. Koni þá til álita hvort heldur ætti að fara fyrstu leiðina, þ. e. stækka uppistöðuna við Fossavatn eða, þá leið sem rafveitustj órn leggur til að farin verði. Fyrsta leiðin hefur að visu marga kosti, t. d. er reksturskostnaður minni og einingarverð 1,3 eyri lægri en einingarverðið er á- ætlað samkvæmt þriðju leið. Aftur á móti er orkufram- leiðslan minni og framkvæmd verksins krefst meiri undir- búnings en bygging hitaafl- stöðvar. Skal í því sambandi bent á það, að samkvæmt þeirri reynslu, sem fengist hef- ur við Nónvatn, væri óvarlegt að ráðast í stækkun Fossa- vatnsstíflunnar, nema, áður sé rannsakað hvort þar er jarð- leki eða ekki. Slík rannsókn tæki nokkurn tíma og hlyti það að tefja framkvæmdir. Hins- vegar er það öllum kunnugt, að skortur á raforku er hér svo tilfinnanlegur að framkvæmd- ir til úrbóta þola enga bið og bygging hitaaflsstöðvar er ein- mitt fljótfarnasta leiðin til þess. I þessu sambandi má líka benda á það, að fyrsta leiðin mundi alls ekki fullnægja orkuþörfinni og yrði því þrátt fvrir það að hyggja hitaafl- stöð, sem yrði þá bæði topp- stöð og varastöð. Rafveitustjóri, bendir á það í álitsgerð sinni að hitaaflstöð mætti einnig nota til upphit- unar að einhverju leyti, og væri það sannarlega fundið fé. Þá má benda á þann mögu- leika, að slík stöð yrði byggð í sambandi við fyrirliugað fisk- iðjuver hér á Isafirði eða aðr- ar slíkar framkvæmdir og gæti það annaðhvort dregið úr kostnaði raíveitunnar eða flýtt fyrir að slíkt nauðsynj afyrir- tæki risi hér upp. Loks má svo geta þess, að enda þótt þessi leið, sem raf- veitustjórn bendir á, verði far- in, er það alls ekki lokatak- markið, heldur mun það koma í ljós, að nauðsynlegt verður að auka miðlunarvirki Fossa- vatns og ráðast í virkjun Foss- ár í Iiólshreppi áður en langt um líður. Eftir 10—15 ár er talið að orkuþörfin á Isafirði, Eyrarhreppi og Hólshrep])i verði 10,2 milj. kwst. og reynsl- an hefur s}Tnt að slíkar áætl- anir eru jafnan of lágar. Það hlýtur að vera áhuga- mál allra Isfirðinga og annara, sem raforku eiga að njóta héð- an, að bætt sé úr þeim raforku- skorti, sem nú er, að því stefnt að Isafjörður verði orkugjafi nærliggjandi byggðalaga og að þessi héruð vinni sameiginlega að því, að tryggja raforkuþörf í framtíðinni. Rafveitustjórn hefur nú haf- ist handa í þessu efni og hún mun gera allt, sem í liennar. valdi stendur til þess að úr framkvæmdum verði, en til þess þarf hún aðstoðar ríkis- ins og ráðamanna og allrar al- þj'ðu þeirra héraða, sem þess- ara framkvæmda eiga að njóta, og á þeirri aðstoð mun áreiðanlega ekki standa. Eins og áður er sagt hefur tillaga rafveitustjórnar og á- litsgerð rafyeitustj óra verið sendar Rafmagnseftirliti ríkis- ins til athugunar og úrskurð- ar. Baldur mun skýra lesend- um sínum frá áliti eftirlitsins, þegar það liggur fyrir og öðru því, sem í þessu máli kann að gerast. Bíó Alþýðuhússins sýnir: Laugardag kl. 9: Á leiksviðinu Músik og söngvamynd með Susan Foster í aðalhlutverkinu. 'Engin sýning sunnudag. Ritstjóri og ábyrgðarm.: Ilalldór Ólafsson frá Gjögri.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.