Baldur


Baldur - 06.12.1946, Blaðsíða 3

Baldur - 06.12.1946, Blaðsíða 3
B A L D U R 3 BALDUR (Vikublað) Ritstjóri og ábyrgðarm.: Halldór Ólafsson frá Gjögri. Árgangur kostar 10 krónur. Gjalddagi 1. júlí. Ritstjórn og afgreiðsla: Smiðjuéötu 13. Sími 80. — Pósthólf 124. Dýrt Rússahatur. 1 haust gekk sá orðrómur manna á milli, að hingað til lands væri komin sendinefnd frá Sovétríkjunum, er byðist til að kaupa af okkur fyrir á- gætt verð allan frysta fiskinn og allan eða mest allan salt- fiskinn líka, gegn því að Rúss- ar fengju allt síldarlýsið. Það er vitað að orðrómur þessi var i aðalatriðunum rétt- ur, og er því ástæða til að skýra frá þessu máli, eins og það stendur nú. Eins og kunnugt er var .í vor gerður viðskiptasamningur við Sovétrikin, þar sem samið var um sölu á meira magni af sjávarafurðum og fyrir hærra verð en dæmi voru til áður. — Þessir samningar voru mjög hagstæðir Islendingum, en þrátt fyrir það sýndu utanrík- isráðherra og aðrir ráðandi menn, sem um þetta mál fjölluðu af hálfu Islendinga, fullkomna tregðu og beina andstöðu gegn því að þessi samningur væri gerður. Það má hiklaust fullyrða að hægt hefði verið að selja miklu meira af frystum fiski og jafn- vel svo mikið af saltfiski líka, að togaraflotinn hefði getað stundað veiðar allt árið, en Sölusamband islenzkra fisk- framleiðenda lagðist á móti sölunni og taldi ekki þörf á að bjóða neinn saltfisk. Það eina, sem gera þurfti, til þess að geta selt fyrir ágætt verð svo að segja allar sjávarafurðir okkar, var það, að láta Sovét- ríkin fá sem mest af síldarlýs- inu, en ekki var við það kom- andi að þau fengju keyptan nema V3 hluta af því, hversu mikið magn sem þau buðust til að kaupa af fiski. Hér er um fullkomin svik að ræða við íslenzku þjóðina, þar sem hún með þessu fram- ferði er svipt möguleika á að selja fyrir hagstætt verð aðal- framleiðsluvörur sínar. En sag- an er ekki öll sögð með þessp. Þrátt fyrir það sem á undan er gengið af hálfu íslenzkra stj órnarvalda, hefur Islending- um nú í haust staðið til boða að selja til Sovétrikjanna meira fiskmagn en síðast, sér- stáklega ef þau fengju stærri hluta af síldarlýsinu. En meiri- hluti ríkisstjórnarinnar hefur reynst svo bundinn heildsala- valdinu og hlinduð af Rússa- hatri, að þessir ráðherrar liafa heldur kosið algert hrun ís- lenzkra atvinnuvega, eins og Fimm stórmerk frumvörp. Framhald af 2. síðu. börn innan skólaskyldualdurs fjallar „um aðstoð ríkis og sveitafélaga við uppeldi barna innan skólaskyldualdurs", seg- ir flutningsmaður í greinar- gerð. I frumvarpinu er gert ráð fyrir að dagheimili verði i hverjum kaupstað landsins en í kauptúnum og þorpum á- kveður barnaverndarnefnd staðarins eða barnaverndar- ráð eftir tillögum félagssam- taka þorpskvenna hvort reka skuli dagheimili. Kostnaður við stofnun dag- heimila skiptist þannig, að rik- ið greiðir tvo fimmtuhluta stofnkostnaðar, hinn hlutann greiða viðkomandi bæja- og sveitafélög og þau leggja einn- ig til ókeypis lóð í þessu skyni. Reksturskostnað greiðir rík- ið að þvi leyti að það greiðir laun hjúkrunarkonu og leik- skólafóstru, enda hafi þær hlotið þá menntun, er fræðslu- málastjórnin tekur gilda. For- eldrar barnanna greiða fæðis- kostnað. Viðkomandi sveitar- félag greiðir annan reksturs- kostnað. I frumvarpinu er gert róð fyrir að stofnun dagheimila verði hagað þannig, að i Reykjavík verði á næstu árum stefnt að því að eitt dagheim- ili komi á hverjar 100 íbúðir. Hvert heimilj skal taka 50 börn, er dvelja allan daginn. Auk þess sé þar gæzlustöð fyr- ir 30 börn undir eins og liálfs árs að aldri, og sé sú deild að- skilin frá hinum. I kaupstöðum utan Reykja- víkur skal koma upp einu heimili á ári, unz þörfinni er fullnægt, og gilda söniu ákvæði um stærð þeirra og fyrirkomu- lag og i Reykjavík. Með frumvarpi þessu, ef að, lögum verður, er bætt úr mj ög brjTini þörf. Tilgangur þess er alls ekki að dagheimilin ann- Finnur Jónsson lýsti greini- lega yfir í ræðu sinni í um- ræðum um fjárlögin, en að semja um sölu til Sovétríkj- anna. Af þessum sökum og vegna þess líka, að þessir menn ein- hlína á Ameríku og England sem aðalviðskiptalönd okkar, þó að reynslan sýni að við- skipti okkar við þau lönd eru í svipinn miklu óhagstæðari, hafa þessir menn algerlega vanrækt og meira að segja bar- ist gegn því að sint væri boði Sovétríkjanna> og viðskipta- samningur gerður við þau. Afleiðingarnar, fiskiflotinn hundinn í höfn, höfum við Is- firðingar haft fyrir augunum í allt haust og það, sem af er vetri, og má með sanni segja að Rússahatur þingmanns Is- firðinga og fleiri hans líka sé okkur nokkuð djrrt. ist uppeldi harnanna fyrstu árin, heldur eiga þau að veita þeim, er þess óska, aðstoð í því mikilsverða starfi. Reynslan hefur sýnt að þessarar aðstoð- ar er mikil þörf ekki sízt í stærri kaupstöðum, þar sem húsnæði er öft lélégt, mæður stunda vinnu utan heimilis og eini leikvangur barnanna er gatan. Loks skal svo farið nokkrum orðum um frumvörp þeirra Sigurðar Guðmundssonar og Hermanns Guðmundssonar um orlofsheimili verklýðsfélaga og samkomuhús í sveitum, og um aukið öryggiseftirlit við vinnu. I fyrra frumvarpinu er gert ráð fyrir að hið opinbera veiti ríflega aðstoð við byggingu or- lofsheimila verkalýðsfélaga og sé heimilt að hafa þaú um leið samkomuhús ungmennafélaga í sveitum, ef hlutaðeigandi verkalýðs- og ungmennafélög koma sér saman um það. Frumvarpið um aukið ör- yggiseftirlit við vinnu, mundi, ef það yrði að lögum, fyrir- byggja að mestu eða öllu leyti hin tíðu og hörmu.legu slys, sem nú eiga sér svo oft stað, við ýmiskonar vinnu. I því eru sett miklu strangari ákvæði um öryggisútbúnað við vinnu, en nú eru, og þar með tryggt að vinnuslysgetatæplegaorðið, svo framarlega sem þeim á- kvæðum yrði trúlega fram- fyigt. Bæði þessi frumvörp eru til hagsbóta og öryggis fyrir verkalýð landsins og einnig hagsmuna- og menningarmál unga fólksins í sveitunum, og ættu þessir aðilar þvi að fylgj- ast með gangi þeirra á Alþingi og gera sitt til þess að þau nái fram að ganga. ■ o Barnaskóli og bóka- saín á Akranesi brenna til kaldra kola. Þann 4. þ. m. brann til kaldra kola gamli barnaskólinn á Akra- nesi ásamt bókasafni bæjarins, er var i sömu . byggingu. Skólinn ^ar byggður árið 1882, útveggir voru úr steinsteypu, en skilrúm og þiljur úr timbri. 1 skól- anum voru þrjár kennslustofur, og stóð kennsla yfir þegar kviknaði i. Börnin komust þó út ósködduð. Skólinn var vátryggður á 30 þús- undir króna. I bókasafninu var mikið af bók- um og tókst aðeins að bjarga af því 3—4 hundruð bókum. Safnið var vátryggt á 120 þús. kr. Veður var hvasst daginn, sem bruninn varð, en þó 'tókst að af- stýra frekara tjóni. Á Akranesi er annað barnaskóla- hús, en það er yfiPfullt, og horfir því til mestu vandræða með þau börn, er stunduðu nám i gamla skólanum. Talið er að kviknað Iiafi í við sprengingu í oliuvél. tíhi—■wniwii mmmm—1w—immmmmm Jólabók: íspúnap: 'S sem allir Isfirðingar þurfa að kaupa, er komm í bókaverzlanir bæjarins. Bókin heitir ELLEFTA BOÐORÐIÐ Hún er holl unglingum og gott umhugsunarefni þeim eldri. Hún er ennfremur bóka ódýrust. Kost- ar aðeins 13 krónur. Lögtak á öllum áföllnum og ógreiddum iðgjöldum til Sjúkrasamlags Isafjarðar hefur verið úrskurðað.í dag af bæjarfógeta, og má það fara fram á kostnað gjaldanda að átta dögum frá birtingu þessarar auglýsingar. Þess er fastlega vænzt, jtð þeir samlagsmenn, sem skulda á- fallin iðgjöld, greiði þau nú fyrir áramótin, svo ekki þurfi til lögtaks að koma. " Isafirði, 2. des. 1946. Sjúkrasamlag Isafjarðar.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.