Baldur - 07.06.1947, Blaðsíða 2

Baldur - 07.06.1947, Blaðsíða 2
2 B ALD U R EflLDUB VIKUBLAÐ Ritstjóri og ábyrgðarm.: Iialldór Ólafsson frd Gjögri. Árgangur kostar 10 krónur. Ritstjórn og afgreiðsla: Smiðjugötu 13. Sími 80. — Póstliólf 124. Gjalddagi 1. júlí. Dagsbrúnar- deilan. Verkamannafélagið Dags- brún hefur fyrir nokkru lagt fram kaupkröfur sínar, og far- ið fram á kauphækkun, er nenmr því, að kaup verka- ma.nns, sem vinnur alla virka daga, hækkar úr kr. 1644,00 í kr. 1860,00 á mánuði, reiknað með núgildandi vísitölu. Þessar kröfur og þó sérstak- lega það, að Dagsbrún skyldi gerast svo djörf að segja upp samningum, hafa valdið mikl- um úlfaþyt í herbúðum stjórn- arflokkanna. Blaðasnápar þessara flokka, ráðherrar og önnur stórmenni hafa dag eftir dag keppst um að ausa auri á forustumenn Dagsbrúnar og félagsmenn bennar yfirleitt. Þessir herrar hafa fullyrt, að hér væri um tilræði gegn lýð- ræðinu að ræða, þjóðfélaginu stefnt í voða og annar ráð- herra Alþýðuflokksins, Emil Jónsson, hefur á Alþingi lýst yfir því, að það væri blátt á- fram glæpur af Dagsbrúnar- mönnum að beimta hærra 'lcaup. En það eru fleiri en þessir herrar, sem snúist hafa gegn Dagsbrúnarmönnum. örfáar bjáróma raddir innan verka- lýðssamtakanna hafa tekið undir þennan söng heildsala- stjórnarinnar. Meðal þeirra undantekninga er Verkalýðsfé- lagið Baldur. Fyrir nokkru síð- an átti þetta félag áð svara bréfi frá stjórn Al|)ýðusam- bands, Islands, þár sem mælst var til þess að félagið svari hinum nýju lollahækkunum stjórnarinnar með því að á- kveða að segja kaupgjalds- sanmingum upp, næst þegar þeir ganga úr gildi. I stað þess að svara þessu bréfi á kurteisan og félagsleg- an hátt, enda þótt ekki væri orðið við tilmælum bréfritara, t fær stjórn félagsins samþykkt svar, sem verða mun Verka- lýðsfélaginu Baldri til ævar- andi háðungar. Nú mætti ætla, að þeir, sem mest hamast gegn Dagsbrún, gerðu tilraun til að sýna fram á að auðvelt sé að lifa- í Reykjavík á 1644 króna tekj- um á mánuði. En það hafa skriffinnar stj órnarflokkanna ekki gert, ekki einu sinni ráð- herrann, sem telur kröfur verkamanna. glæp. Sannleikur- inn er líka sá, að slík rök eru ekki.til. Það er ekki hægt að lifa mannsæmandi lífi í Reykjavik á 1644 krónum á mánuði, því til sönnunar þarf ekki annað en benda á það, að í nýjum húsum, sem ætla má að byggð hafi verið á ódýrasta og hagkvæmasta hátt sem völ er á, hefur húsaleiga verið á- kveðin frá 476—623 krónur á mánuði fyrir tveggja her- bergja íbúð og 420—490 kr. fyrir einsmanns-herbergi, og þannig mætti nefna fleiri dæmi, Þrátt fyrir það að kaup Dagsbrúnarmanna væri þann- ig svo lágt að tæplega var við unað, var félagið ákveðið í að láta það haldast óbreytt að mestu, svo framarlega sem rík- isstjórnin aðhefðist eitthvað, sem gagn væri að í dýrtíðar- málunum og gerði engar ráð- stafanir, sem rýrt gætu kjör launþega. Þann 12. febrúar s. 1. — tæpri viku eftir myndun nú- verandi ríkisstjórnar — fór stjórn Dagsbrúnar á fund rík- isstj órnarinnar og spurðist fyrir um fyrirætlanir hennar í þessum mikilsverðu málum. Sérstaklega var spurt um það, hvort ríkisstj órnin gæti á- byrgst að næstu 6 mánuði (það er væntanlegt samningstíma- bil) yrði ekkert gert af hálfu ríkisstjórnarinnar, er rírt gæti tekjur vérkamanna. Svör ríkisstj órnarinnar voru svo loðin og ófullnægjandi að stjórn Dagsbrúnar taldi ekki annað ráðlegt en að fram- lengja samninga um óákveð- inn tima, og sjá hvað í skærist. Þetta var gert. Nokkrum vik- um síðar kom í ljós að þessi varúð var nauðsynleg. Ríkis- stjórnin flytur þá og fær sam- þykkt á Alþingi frv. um 30— 40 milj. króna tollahækkanir, sem bæði beint og óbeint hlutu að lenda á launþegunum. Verkalýðssamtökin mótmæltu þessum aðförum þegar í stað og kváðust mundu gera sínar gagnráðstafanir. Þessum að- vörunum og mótmælum var ekki sinnt, en tollahækkunin samþykkt. Þar með var teningunum kastað. I stað samstarfs við verkalýðssamtökin um lausn mikilsverðra og aðkallandi vandamála kaus ríkisstjórnin baráttu við þau, það er því hún, en ekki verkamenn, sem ber ábyrgðina, ef til langvar- andi verkfalls kemur. Jóhann Þorsteinsson kaupmaður andaðist á heimili sinu, Mjallargötu 5 hér i bænum, 28. mai eftir langvarandi og þjáningafull veikindi. Jóhann Þorsteinsson var fæddur á Kjarlaksvöllum í Saurbæ í Dalasýslu 30. janúar 1878. Voru foreldrar hans Þorsteinn Stefánsson bóndi og barnakennari og kona hans Anna M. Guðmundsdóttir, Sig- urðssonar bónda i Hegranesi. Þann 18. olctóber 1895 fluttist Jóhann hingað til Isafjarðar og lauk hér sveinsprófi i söðla- smíði árið 1897, stundaði siðan söðlasmiði hér í bænum um tveggja ára skeið. Síðan gerð- ist hann verzlunarmaður við verzlun L. A. Snorrasonar og vann þar um hríð. Á árunum 1904—1907 var Jóhann bæjar- fógetaskrifari hér á Isafirði. Árið 1918 keypti harin Edin- borgarverzlun og rak hana til 1926. Meðeigendur lians um skeið voru þeir Karl Olgeirs- son og Sigurjón Jónsson frv. útbússtjóri. Verzlunin Edin- borg var á þeim ár-um ein með stærstu verzluniun hér á Isa- firði og umfangsmesta og stærsta útgerðarfyrirtækið á Vestfjörðum. Riis-verzlun á Hólmavík keypti Jóhann árið 1929 og rak þá verzlun til 1938. Síðan hefur Jóhann ekki rekið verzlun eða útgerð fyrir eigin reikning, en haldið álram að stunda skrifstofustörf meðan heilsa og starfsþrek entust, var meðal annars skrifstofustjóri hjá h. f. Huginn áður en eig- endaskipti urðu í því félagi. Jóhann Þorsteinsson var uiri- boðsmaður fyrir Bergenska gufuskipafélagið frá 1907 og Sameinaða gufuskipafélagið danska frá 1926 og þar til þessi félög hættu siglingum hér við land. Auk þeirra starfa, sem hér liafa verið nefnd, hefur Jóhann Þorsteinsson gegnt ýmsum al- mennum og opinberum trún- aðarstörfum og látið sig all- mikið skipta opinber mál. Ilann átti sæti í bæjarstjórn Isafjarðar í .12 ái\ í niðurjöfn- unarnefnd 8 ár, í sóknarnefnd 12 ár. Hann var formaður Bátaábyrgðarfélags Isfirðinga, átti sæti í stjórn Raflýsingar- félags Isfirðinga' frá 1924 og var formaður þess frá 1930 og þar til það félag hætti störfum, er Rafveita Isafjarðar og Eyr- arhrepps var stofnuð. Hann var einn af stofnendum Isluiss- félags tsfirðinga og átti sæti í stjórn þess í mörg ár. Enn- fremur var hann einn af stofn- endum Sjóvátryggingarfélags Islands. Jóhann Þorsteinsson kvænt- ist árið 1902 Sigríði Guðmunds- dóttur Guðmundssonar kenn- ara í Hábæ í Reykjavík og lifir hún mann sinn ásamt fimm börnum þeirra önnu, Sigriði, Agústu, Soffíu og Jóhanni, eru þrjár fyrsttaldar dætúr þeirra búsettar erlendis og giftar þar. Son sinn Þorstein misstu þau fyrir nokkrum árum. Eins og þetta fáorða yfirlit um lífsstarf Jóhanns Þorsteins- sonar ber með sér, hefur hann komið mjög við atvinnu-, við- skipta- og menningarsögu þessa bæjar, verið einn þeirra manna er setti svip sinn á bæ- inn. Hans mun jafnan verða minnzt er góðra. og 'gegnra Is- firðinga er getið. Sumarliði Vilhjálmsson bæjarpóstur andaðist á Sjúkrahúsi Isa- fjarðarfjarðar 26. maí s. 1. Sumarliði var fæddur i Stóru Ávík í Árnessýslu í Strandasýslu 13. júní 1886. Átján ára ganrall fluttist hann hingað til Isafjarðar og átti hér heima eftir það til dauðadags. Hér stundaði hann lengst af al- genga verkamannavinnu, þar til liann fyrir fáum árum gerð- ist bæjarpóstur og gegndi þvi starfi af mikilli trúmennsku meðan heilsa entist. Sumarliði var íelagslyndur maður og vinsæll. Hann var einn af stofnendum Verkalýðs- félagsins Baldurs, starfaði af miklum áhuga innan félagsins og gegndi þar oft ýmsum trún- aðarstörfum. Einnig vann hann lengi hjá Leikfélagi Isa- fjarðar, aðstoðaði við leiksýn- ingar og lék einstaka sinnum smá hlutverk. Sumarliði var kvæntur Sól- veigu Gestsdóttur og eignuðust þau 10 börn. Gísli Gíslason Héðinshöfða átti áttræðisaf- mæli 25. þ. m. Þessa mikla dugnaðarmanns verður minnst nánar í næsta blaði. RÆSTUN ARKONU VANTAR STRAX. Samvinnufélag Isfirðinga. Olíuverzlun íslands.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.