Baldur - 07.06.1947, Blaðsíða 4

Baldur - 07.06.1947, Blaðsíða 4
BALDUR Tíundi sjómannadagurinn á Ísaíirði. Bærinn og nágrennið. Guðmundur Jónsson barrytonsöngvari söng hér í Alþýðuhúsinu 1 augardaginn fyi'ir hvítasunnu, á hvíta- sunnudag og annan í hvíta- sunnu, við undirleik Fritz Weisshappels. Söngskráin var fjölbreytt og vakti meðferð listamannanna á henni ákafa hrifningu áheyr- enda, enda -er hér um' viður- kennda listamenn að ræða. Það er bæði ánægjulegt og menntandi að fá slíkar heim- sóknir, og mætti það gjarnan vera oftar. Baldur þakkar þessum góðu gestum fyrir .komuna. Hjúskapur. Þann 31. maí sl. gaf sóknar- presturinn, séra Sigurður Kristj ánsson, saman í hjóna- hand hér á ísafirði ungfrij, Guðrúnu Ingólfsdóttur, Hnífs- dal, og Jón Hafliða Magnússon sjómann, ungfrú Friðgerði Sig- urðardóttur og Kristmund Gíslason, hílstjóra, og ungfrú önnu Magneu Gísladóttur og Sturlaug Jóhannsson, sjómann. Þann 1. þ. m. voru gefin saman í hjónaband af sóknar- prestinum hér ungfrú Sólveig Jósepsdóttir og Ölafur Rósin- kranzson sjómaður. Hjónaefni. Nýlega opinberuðu trúlofun sína ungfrú Sigríður Guð- mundsdóttir starfsstúlka í Landsbankanum og Jónas Helgason vélsmíðanemi. Hjáskapur. I dag verða gefin saman i hjónaband af sóknarpresti séra Sigurði Krist j ánssyni ungfrú Ragnhildur Finn- hj örnsdóttir, Finnbjörnssonar málara, og Gísli Isleifsson, Árnasonar prófessors. Jónas Bergmann, fyrrum sjómaður, andaðist á Elliheimili Isafjafðar 25. maí sl. hálf áttræður að aldri. Leiðrétting. 1 síðasta blaði er mb. Ásúlfur sagður 302,96 tonn, á að vera 102,96 tonn. Síldarfólk. Síldarfólk óskast á sölt- unarstöð vora á Siglufirði. Þeir, sem vilja ráða sig, eru beðnir að gefa sig fram á skrifstofu vorri. Samvinnufélag Isfirðinga. L JÓSMYNDAVÉL hefur tapast. Finnandi er beðinn að skila henni á lög- reglustöðina gegn góðum fund- árlaunum. Hátiðahöld dagsins fóru fram með svipuðum hætti og að undanförnu. Um morguninn kl. 10 var sjómannamessa í ísaíj arðarkirkj u, sóknarprest- urinn, séra Sigurður Kristj áns- son prédikaði. Kix-kjan var þéttskipuð fólki og var mestur hluti þess sjómenn. Við guðs- þj ónustuna voru 14 börn skírð. Eftir hádegið hófst úti- skemmtun við Bátahöfnina. Formaður Sjómannadags- ráðs Isafjarðar, Kristján H. Jónsson hafnsögumaður, setti skemmtunina. Siðan var þreyttur kappróður og sund, sýnd hjörgun í björgunarstól o. fl. Orslit í kappróðrinum urðu þessi: Skipver j ar af Auðbirni, skipstjóri Guðjón Halldórsson, 2 mín. 10,3 sek. Skipverjar af Huginn I., skipstjóri Gisli Júliusson, 2 mín. 16,9 sek. Skipverjar af smábátum, skipstjóri Brynjólfur Alherts- son, 2 mín 17 sek. Skipverjar af Isbirni, skip- stjóri Ölafur Júlíusson 2 mín. 18 sek. Kappsundið vann Þorlákur Guðjónsson matsveinn, synti vegalengdina á 48,1 sek. Um kvöldið kl. 9 hófst skennntun í Alþýðuhúsinu. Formaður sjómannadags- ráðs setti skemmtunina. — Minntist hann í setningarræðu sinni hins hörmulega flugsl}rss er orðið hafði fyrir nokkrum dögum, bað menn rísa úr sæt- um sínum og votta hinum látnu virðingu sína og ástvin- um þeirra samúð, og var það gert. Hófust þá skennntiatriði kvöldsins. Arngrimur Fr. Bjarnason, kaupmaður, flutti ræðu, verð- laun voru afhent fyrir íþrótta- afrek dagsins, hræðrakvartett- inn söng og fjórum öldruðum sjómönnum voru afhent heið- ursmerki sjómannadagsins. Hinir öldnu sægarpar, er heið- ursmerki hlutu að þessu sinni, voru: Ingólfur Jónsson skip- stj óri. Asgeir Jónsson vélstj óri, Hannes Helgason háseti og Bjarni Jónsson háseti. Voru þrír þeir fyrstu tilnefndir af samtökum sjómanna hér í bænum, en þann fjórða þeirra, Bjarna Jónsson, háseta, ákvað sjómannadagsráð sjálft að heiðra. Kristján H. Jónsson hafn- sögumaður, f ormaður sj ó- mannadagsráðsins afhenti heiðursmerkin og ávarpaði um leið hvern viðtakanda fyrir sig, gat helztu æfiatriða þeirra og hins langa og erfiða starfs þeirra á sjónum. Baldur hefur ekki rúm til að hirta þessi á- vörp orðrétt, en hér fara á eft- ir helztu æfiatriði þeirra fjór- menninganna. Ingólfur Jónsson er fæddur 27. júlí 1874 á Kálfsnesi í Stein- grimsfirði. Hann byrjaði sjó- mennsku 15 ára gamall. 16 ára byi'j aði hann að róa hér við Djúp, i Bolungarvík. Þegar hann er 18 ára verður hann formaður á árabáti fyrir Pál Pálsson í Hnífsdal. Síðan er hann með hát fyrir Guðm. Sveinsson í Hnífsdal í mörg ár. 1 félagi við Guðmund lét Ing- ólfur hyggja fyrsta mótorbát- inn með þilfar hér við Dj úp og varð þannig hrautryðj aridi • í mikilsverðum framförum í útvegsmálum. Bát þessum stýrði Ingólfur í 8 ár. Þegar farið var að kaupa. stærri skip hingað til bæjar- ins var Ingólfi falið að hafa eftirlit með smíði þeirra. Dvaldi hann þá oft langdvöl- um í Danmörku og Noregi og sá um smíði margra þeirra báta, er hingað komu. Reynd- ust þeir allir hin beztu skip og sönnuðu, að réttur maður hafði verið valinn til þessa starfs, þar sem Ingólfur var. Eftir að þessari bátasmíði lauk var Ingólfur skipstjóri á ýmsum skipum þar til hann varð fyrir því slysi að detta hér á götu og fótbrotna, þá 60 ára gamall. Um sjómennsku Ingólfs sagði Kx-istján H. Jónsson: „Ingólfur var mesti lánsmað- ur, meðan hann stundaði sjó, aflakló og góður sjómaður“. Asgeir Jónsson vélstjóri er fæddur 16. ágúst 1876 á Eyri í Mjóafirði. Byr j aði sj ómennsku um fermingaraldui’. Árið 1912 varð hann vélstjóri hjá Guðmundi Jónssyni frá Tungu á mb. Huldu. Síðan fór hann með Guðmundi á mb. Freyju og var á því skipi í 25 ár. 21 ár hér á Isafirði og 4 ár í Súgandafii'ði eftir að Fi'eyja var seld þang- að 1930. Ásgeir var ágætur vélstjóri, þrifinn og í’eglusamur og öðr- um til fyrirmyndar á allan hátt. S. 1. 17 ár hel'ur hann verið búsettur á Suðureyri í Súg- andafirði. Hannes Helgason er læddur 21. jan 1881 í Nesi í Grurina- vík. 14 ára garnall fór hann til róðra í Kálfada.1 og reri þar frá því á þorra og þar til í 12. viku sumars. I Kálfadal reri hann möi'g ár við þann aðbún- að og aðstæður að nútímamenn geta enga hugmynd gert sér urn slíkt. Ái'ið 1913 flutti Hannes til Hnífsdals, réðist þá fyrst á mótorbát og hefur alla tíð síð- an verið háseti á mótorbátum, síðustu 17 árin á Valbirni, hjá Jóni Kristj ánssyni skipstjóra. Sýnir það kosti Hannesar sem sjómanns, að hann er svo mörg ár hjá sama skipstjóra. Hann- es hætti að stunda sjó fyrir tveimur árum. Bjarni Jónsson er fæddur á Snæfjölluf 7. riiaí 1867. Hann hyrjaði að róa frá Sandeyri 10 ára gamall og reri síðan sem háseti á árabátum til 1943 eða samtals 66 ár, þar af einn á háti í 17 ár. Þessi áttræði heiðursmaður er fyrir fáurn árum hættur a.ð stunda sjó, en hugur lians er alltaf við sjóinn og þau mál- efni er mættu verða sjómanna- stéttinni til vegsauka og ör- yggis. Þennan hug sinn sýndi hann meðal annars, er hann 1945 færði Björgunarskútu- sjóði Vestfjarða 500 króna gjöf til minningar um son sinn Bjarna, er fórst 18. des. 1920 í snjóflóði undir Bjarnarnúp 29 ára gamall. Bíó Alþýðuhússins sýnir: Laugard. og sunnud. kl. 9: SIÐASTA HULAN Áhrifamikil ensk músik- mynd. Aðalhlutverk : J AMES M ASON Sunnudag kl. 5: GAUKUR og GOKKI sem leynilögreglumenn. Mjög skemmtileg mynd. Síðasta sinn. Mánudag kl. 9: TÖKUBARNIÐ i Síðasta .sinn.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.