Baldur - 26.01.1950, Blaðsíða 4

Baldur - 26.01.1950, Blaðsíða 4
Samstarf allra flokka Framhald af 1. síðu. ykkar um meirihluta í bæjar- stjórn, og er því viðbúið að þeir fyrir kosningar fordæmi þessar tillögur okkar, en telji málum bezt borgið með þeirra eigin meirihlutavaldi. En það er þá á þínu valdi, kjósandi góður, að knijja þá til að endurskoða afstöðu sína EFTIR kosningar. Ef þú stuðlar að kosningu B-listans og tryggir sósíalistum oddaaðstöðu í bæjarstjórn, lýs- ir þú yfir andstöðu þinni við rneirihlutaeinræði eins flokks og stuðlar jafnframt að því að koma á samstarfi og samvinnu um lausn liagsmunamála þinna, í stað flolckadrátta og tog- streitu. Kjósið því B-LISTANN. ------o------- í hverra þjónustu er Gunnar Bjarnason? E.ins og kunnugt er, vinnur Gunnar Bjamason á vinnu- miðlunarskrifstofu bæjarins og er auk þess starfsmaður verka- lýðsfélaganna í bænum. Fyrir jætta starf fær bann laun frá bæjarsjóði, ríkissjóði og viðkomandi félögum. Eitt af störfum Gunnars er að gefa mönnum upp tekjur þeirra í sambandi við skatta- framtal. En nú stendur það framtal vfir, og þurfa því marg ir að leita til vinnumiðlunar- skrifstofunar í þessu skvni. En þangað þýðir lítið að leita um þessar mundir. Skrifstofustjór- inn, Gunnar Bjarnason, er ekki i bænum. Hann er suður i Keykjavík að smala atkvæðum fvrir A lþýýðuflokkinn. Þeir kunna á því lagið krat- arnir, að láta það opinbera og verkalýðsfélögin launa kosn- ingasmala sína. Góð iðja það. Kratarnir tala og skrifa ntikið um skuldaaukningu bæjarins á vfirstandandi kjörtímabili. Árið 1944 voru skuldir bæjarins kr. 133.000,00. Árið 1945, síðasta valda- ár þeirra, eru þær komn- ar upp í kr. 1.116.000,00 og höfðu þannig auldst uni kr. 983.000,00 á einu ári. Með santa áframhaldi ættu skuldir bæjariits að hafa aukizt um krónur 2.949.000,00 fyrstu 3 árin af þessu kiörtímabili og hefðu því í árslok 1948 verið kr. 4.065.000,00 — fjórar miljónir sextíu og fimm þúsund krónur. Þessir menn geta sann- arlega talað um gætilega fjármálastjórn. BAL Glæsilegur kosningasigur samfylkingarmanna í Dagsbrún. Alþýðuflokkurinn gat ekki stillt. , Kosningu í Verkamannafé- laginu Dagsbrún er nýlega lok- ið. Voru úrslit þeirra kunn- gerð ó aðalfundi félagsdns s.l. sunnudag og urðu sem hér seg- ir: A-listi, borin fram af trún- aðarráði og uppstillingarnefnd Dagsbrúnar hlant 1300 atkv. B-listi, borinn frarn af Sveini nokkrum Sveinssyni og fleiri í- haldsmönnum hlaut 425 atkv. Auðir og ógildir seðlar voru 53. Þetta er glæsilegasti kosn- ingasigurinn sem saml'ylking- armenn ltafa unnið í Dags- brún. Alþýðuflokknum tókst ekki, þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir, að fá nógu marga menn á lista, og gat því ekki boðið fram. Hinsvegar voru i- haldsmenn það skarpari af sér, að þeim tókst að hafa lista í kjöri i stjórn og trúnaðarráð. Á þeim lista voru 15 menn ekki kjörgengir, ýmist vegna þess að þeir voru ekki í félag- inu, og þá i öðrum félögum, eða skuldugir við félagið. Það mátti því segja að framboðið væri meira gert af vilja en mætti. Þessi Dagsbrúnarkosning sýnir, að nú er það íhaldið sjálft, sem tekur að sér forust- una í því, að koma Dagsbrún í hendur þjóna atvinnurekenda. Kratabroddunum er vikið til bliðar uppgefnum og útslitn- um eftir langa og dygga þjón- ustu við íbaldið. En ekki þarf að efa, að þeir hafa lagt lista þess það lið, sem þeir gátu. -----—O------ Sjötugur: Eggert Lárusson Bolungarvík. Eggert Lárusson, sjómaður í Bolungarvík, átti sjötugs ai'- mæli 12. þ. m. Hann er fæddur að Asgeirsá i Víðidal, en þar bjuggu for- eldrar bans. 17 ára gamall fluttist hann til Bolungarvíkur og gerðist sjómaður bæði á bát- um þaðan og skútum til ársins 1906. Eftir 16 ára vem í Bolungar- vík fluttist hann til Reykjavík- ur og átti þar heima i 12 ár. Þá fór hann aftur til Bolungarvík- ur og befur verið þar heimilis- fastur síðan. Eggert hefur frá þvi hann komst lil vits og ára barist öl- ullega fyrir hagsmuna- og vel- ferðármálum alþýðunnar og bugsjón bennar, framgangi og sigrum sósíabsmans. Einlægári og sannari hugsjóna- og bar- óttumaður en liann þekkist varla. Baldur óskar þessum aldna samhei ja allra heilla á þessum mei’ku tímamótum ævi hans og þakkar störf hans í þágu ís- lenzku þjóðarinnar, verkalýðs- breyfingarinnar og Sósíalista- flokksins. O------ Hjúskapur. Nýlega voru gefin saman í hjónaband af séra Guðmundi Guðmundssyni, sóknarpresti í Bolungarvík, ungfrú Anna Helgadóttir og Arthur Gests- son, sjómaður, Isafirði. ÍSFIRÐINGAR! KJÓSIÐ X B-LISTANN! llllllll]||llllllllllllll|]|||lllflllllllH|tllll|||||||IIIII|ltlIII)1ll1l||||||||||IIII||llllllI||||tl|||||IBIIBIIII||||||IB||lI1||||||||llIt||t||IB||||||||ll. |Hvernig kratarnir tryggðu bæjar>j búum neyzluvatn. j | í skýrslu til vegamálastjóra, dags. 12. júlí 1945 lýsti þá- | | verandi bæjarstjóri, Jón Guðjónsson, ástandinu i vatns- | \ veitumálmn bæjarins á þessa lcið: | „. .. .Vatnsveitan er ófullnægjandi, vatnsmagnið er ~ | er alltof lítið til almennrar notkunar og gersamlega ófull- f | nægjandi til brunavarna. Vatnið er allt ósíað og allmikil | | brögð eru að því, að það sé skollitað í leysingum. . .. . Válnsskortur er mjög oft afar tilfinnanlegur og ó- | | viðunandi til [rambúðar. . .Gallar innanbæjarkerfisins f | draga úr valnsnotkuninni og koma þannig í veg fyrir | | tæmingu vatnsþrónna og alger vatnsþrol. .. .“ | Þannig sáu kratarnir fyrir neyzluvatnsþörf bæjarbúa, 1 I þegar bálft annað ár skorti á, að þeir befðu stjórnað bæn- 1 | um einráðir í 24 ár. Bæjarbúar vita, að þessi lýsing var | | rétt, enda mun enginn vama þáverandi bæjarstjóra um | ■ löngun til að sverta ástandið. f Nokkrum árum áður, éða árið 1942 böfðu kratarnir lagl | 1 leiðsluna frá Buná. Um liana sagði Hannibal Valdimars- | f son í bæklingnum Al])ýðuhreyfingin og Isafjörður: \ f „Á bænum þannig að vera tryggt nægilegt vatnsmagn f | til nokkura áratuga. .. .“. 1 Þessi leiðsla var úr bráðónýlum trépípum. Þær voru ; | með fjölda lekastaða, þegar bæjarstjóm Alþýðuflokksins | | samdi framanritaða lýsingu, og í byrjun ])essa kjörtíma- - | bils mátti beita að ]>ær væru algerlega ónýtar. Áratugirnir | | hans Hannibals reyndusl 3 ár. | | Það kom í hlut núverandi moirihluta að l)æta úr þessu f | börmungarástandi. Það verkefni befur nú verið leyst á | | þann hátt, að ný vatnsleiðsla, úr varanlegu efni, befur 1 | verdð lögð úr Tunguá, fremst í Tungudal, og út í bæ. Enn- | | l'remur befur ný leiðsla verið lögð í Hafnarstræti niður að | | kaupfélagi. Þar með hefur verið séð fyrir nægu neyzlu- 1 | vatni til bæjarins. \ En margt er ógert ennþá. Það, sem kratarnir höfðu van- 1 f rækt og látið falla í niðurníðslu í 6 kjörtímabil, var ekki | | unt að bæta að fullu á einu. Eftir er að endurbæta bæjar- | | kerfið með nýjum leiðslum um bæinn, ganga að fullu frá | | vatnsleiðslunni til bæjarins og bæta úr ýmsum smávægi- | | legum göllum, sem á henníi eru, o. fl. Það kemur í blut | | þeirra, sem taka við stjórn bæjarins næsta kjörtímabil, að f | leysa það verkefni. Reynslan sýnir að til þess er krötunum | 1 ekki treystandi, fái þeir meirihluta og véi’ðd einráðir um \ | stjórn bæjarins. Eina leiðin, til ])ess að koma í veg fyrir | | að svo verða, er að fylgi sósíalisla aukist og ábrifa þeirra 1 f gaTi áfrám í bæjarstjórn. Þessvegna X B. | lllllilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllllllllllll'llillllllllllilliIlllllllllllllllllilllllllilVllllllllllllllllllillllÍJ

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.