Baldur - 26.01.1950, Blaðsíða 1

Baldur - 26.01.1950, Blaðsíða 1
UTGEFANDI: SÓSlALISTAFÉLAG ISAFJARÐAR XVI. ÁRG. Isafjörður, 26. janúar 1950. 4. tölublað. Samstarf allra flokka um stjórn bæjarins. (Úr framsöguræðu Haralds Steinþórssonar á borgarafund- linum s.l. mánudagskvöld). „Ég kem þá að síðasta lið stefnuskrárinnar: Erfiðleikar aðalatvinnuvegs bæjarins, sjávarútvegsins, und anfarin ár og afleiðingar þeirra á fjárhagsafkomu bæjarbúa, hafa í för með sér aukna þörf fgrir einhuga samvinnu allra bæjarfulltrúa um lausn vanda- málanna, í stað flokkadrútta og togstreitu. Þessvegna mun Sósíalista- flokkurinn leitast við að koma á samstarfi allra flokka í bæj- arstjórn Isafjarðar um sameig- inleg stefnumál flokkanna og velferðarmál bæjarfélagsins í heild. Til baráitu fgrir stefnu þess- ari leitar Sósíalistafokkurinn kjörfglgis alþgðunnar í bæn- um, og heitir á hana til sam- starfs um framkvæmd hags- munamála hins vinnandi fólks. Sósíalistar munu, ef þeir fá oddaaðstöðu í bæjarstjórn, leit- ast við að koma á samstarfi allra flokka. Reynslan þetta kjörtímabil sýnir að á slíku samstarfi er brýn nauðsyn. Þá er bér á- byrgðarlaus minnihluti, sem livað eftir annað hljóp af fund- um. Æðri stjórnarvöldum eru sendar kærur, sem áttu að tor- velda starf meirihlutans. Fjandskap og óhróðri beitt gegn hverju máli, sem krafðist úrlausnar. Pólitískum áhrifum beitt til að tortryggja og hindra ákvarðanir bæjarstjórnar, sam anber bænaskjölin til félags- málaráðuneytisins. Rógur um væntanlegt gjaldþrot bæjarins, til að spilla fyrir lánsmöguleik- um hans, kveður við um land allt. Rf íhaldið yrði í minnihluta yrði reynslan sama, ef ekki verri. ísfirðingar mega minnast þess er ihaldið flæmdi útgerð- araðila úr bænum, cr það missti meirihlutann. öllum bæjarbúum má vera ljóst, að eftir undanfarandi aflaleysis- og erfiðleikaár, má bæjarfélagið ekki við slikum vinnubrögðum. Og það þvi fremur, sem horfur i landsmál- um eru slíkar, að samdráttur atvinnulífsins er yfirvofandi. Við rólega íhugun hlýtur öll- um að vera ljós nauðsyn þessa. Þótt gagnrýni minnihluta geti verið þarfleg og góð, þá er það staðreynd, eins og ísfirzkum stjórnmálum er háttað, að hún hefur snúist og mun fyrirsjáan- lega snúast upp í hóflausa and- stöðu og fjandskap. Hitt er aftur á móti cðlilegt áð menn spyrji. Er þetta framkvæmanlegt? Látum okkur líta á nokkrar staðreyndir. Meginhluti af starfi og fjár- magni bæjarins fer til að ann- ast framkvæmd almennra fé- lagsmála, t.d. fátækrafram- færzlu, • rekstur elliheimilis, sjúkrahúss, barnaskóla, gagn- fræðaskóla, húsmæðraskóla, sundhallar, bókasafns, heilsu- verndarstöðvar o.fl. og halda uppi slökkviliði, löggæzlu o.s. frv. Framkvæmd flestra þessara mála cr háð ákveðnum reglum; og breytast þær lítt, hverjir svo scm með völdin fara. Hinsvegar eru skiptar skoð- anir flokkanna í atvinnu- og húsnæðismálum. Hefur það álit sífellt orðið útbreiddara, jafn- vel meðal fylgjenda einstak- lingsframtaksins, að bænum beri að eiga aukna aðild í at- vinnulífinu og lausn húsnæðis- málanna. Annars er viðbúið, að á næstu árum verði slíkar tak- markanir á framkvæmd þess- ara mála frá hendi ríkisvalds- ins, að bæjarstjórn eigi ekki margra kosta völ í verklegum framkvæmdum. Auk þess er því engan veginn slegið föstu, að flokkarnir þurfi endilega að vera sam- mála um afgreiðslu einstakra mála. Um meginstefnuna og framkvæmd þeirra mála, sem mest kalla að, yrði gerður mál- efnasamningur, en að öðru lcyti hefðu flokkarnir óbundn- ar hendur. Einnig yrði í slík- um samningi kveðið á um nefndarkosningar og forseta- kjör, svo og um val bæjar- stjóra, en í það starf hygg ég að takast mætti að ráða hlutlaus- an aðila, sem allir gætu borið traust til, ef ekki stranda samn- ingar á öðrum atriðum. Sósíalistar ganga út frá því, að stefna þeirra verði ekki framkvæmd af slíkri sam- vinnu. En eru þrátt fyrir það reiðubúnir til samstarfs við andstöðuflokkana um hags- munamál bæjarbúa. Kjósendur góðir. Ráðir andstöðuflokkar Sós- íalistaflokksins biðla nú til Framhald á 4. síðu. liniilll[l!tlllltlllll!!lllllllll 1 1III I I I I I í I I I ! I l 1 I S I I I I I I l I I Kraíar gegn útrýmingu heilsu- l spillandi íbúðum. | Skutull segir, að Aiþýðuflokkurinn hafi fengið | | lögin um útrýmingu heilsuspillandi íbúða sett. - - I þessu fellst sá sannleikur, að Alþýðuflokkurinn I | gerði þá lagasetningu að einu aðalkosningamáli | | sínu í þingkosningunum 1946 og nýsköpunarstjórn- § 1 in, sem flokkurinn tók þátt í með hangandi hendi, | | setti lögin. | | En það var fyrsta verk „fyrstu stjórnar Alþýðu- | 1 flokksins á íslandi" að fresta framkvæmd þessara _ | laga. Sú frestun var samþykkt af alþingi fyrir tæp- | | um tveimur árum, og það voru tveir þingmenn Al- | | þýðuflokksins, sem réðu úrslitum. : I Stjórn Stefáns Jóhanns, Eysteins og Bjarna Ben. § | lét þá skammt stórra högga milli gegn framfaralög- | | gjöf nýsköpunaráranna. Þingmenn Sósíalistafl. | | börðust af alefli gegn þessum skemmdarverkum, | | þar á meðal frestun laganna um heilsuspillandi í- § I búðir, og hinir flokkarnir höfðu riðlast nokkuð. | : Tillaga stjórnarinnar um „frestun" fyrrnefndra | I laga var borin upp í neðri deild 23. marz 1948 og I | marin þar í gegn með 15:13 atkv. Alþýðuflokks- | | mennirnir Stefáns Jóh. Stefánsson og Ásgeir Ás- | | geirsson greiddu frestunartillögunni atkv. og sner- f | ust þannig gegn málstað fátækasta fólksins, sem | | býr í heilsuspillandi íbúðum. Hef ðu þessir þingmenn | | ekki gert annað en hundskast við að sitja hjá við | | atkvæðagreiðsluna, eða ekki mætt á þingfundi, | | hefði þessari árás afturhaldsins verið hrundið og | | frestunartillagan fallið með jöfnum atkvæðum. : | En þessir herrar kusu heldur að hjálpa svartasta- | | afturhaldi landsins í árásum þess gegn fátæka fólk- | | inu í heilsuspillandi íbúðum. Og hvernig er í raun | | og veru hægt að ætlast til annars af foringjum þess | | flokks, sem afturhaldið beitir fýrir sig í öllum sín- | | um skemmdarverkum, öllum sínum árásum á al- | f þýðu Iandsins. Hitt er aftur á móti miklu erfiðara I | að skilja, hvernig það má ske, að nokkur hluti al- § | þýðu kýs ennþá fulltrúa þessa flokks til að fara | | með mál sín, og gerist þar með sinn eigin böðull. : IIIIII I I II I I I I I 1 1 I 1 1III I I II II IHIIII-II lllll! 1 I I ¦ I I 1 1 I I I I 1 I 1 I I I 1 I 1 I I II I

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.