Baldur - 22.06.1950, Blaðsíða 3

Baldur - 22.06.1950, Blaðsíða 3
B A L D U R 3 Bolungarvík 1950. frá Í.S.Í. Hugsýn og veruleiki I huganum fagra sé ég sýn, er sólroði Óshyrnu gyllir. Úr lyftingu hirtist fögur og fín framtíðar hyggðin, sem skrúðgrænt lín, fyrir sjónum þér, Sundafyllir. t í Bolungarvík er þrekmikil þjóð, sem þorir við Ægi að glíma. Or augunum sindrar sífellt glóð sægarpsins forna er helveg tróð á landnámsins liðna tíma. Átt hefir fólkið frá ómuna tíð, við allskonar þrautir að húa. Brotsjóir úthafsins, hret og hríð með hamförum ráðast á traustan lýð, á drottinn sem dáðríkir trúa. Það skortir enn margt til að bæta það böl og hrotsjóum hasla velli. Sem hlíft gæti hverri fannanns fjöl frá því að hrotna við stórgrýtis möl, cr drynur í flúðum og felli. Það brestur ei þor lil að hæta þau mein. sem bylgjunnar hamfarir valda. Ef til væru nægtir af stáli og stein, sem stæði mót hrimsjó á alla grein. En æ verður gjöf til gjalda. (Kostar le). Fögur víkin í l'jallanna þröng, með flugháa, sæhratta tinda. ()g hrimsogsins drunur og hylgjunnar söng og beljandi stormgný um haustkvöldin löng er hótar allt hclfjötrum binda. En víkin cr friðsæl og fögur og góð, og framtíðin gulli lofar. Hún hefur alið upp hraustleika þjóð, sem helga vill hyggðinni Iíf og blóð með drengskapinn öllu ofar. Blessa þú drottinn um ár og öld, ötula víkur húa. Þeim verði hamingjan þúsundföld við þrotlausa raun fram á síðasta kvöld, er heim þeir frá hafinu snúa. Kærar kveðjur. Með þökk fyrir móttökurnar. Helgi frá Súðavík. Birt samkvæmt heiðni höf. I’riðji fundur sambandsráðs ISl var haldinn í Reykjavík 10. jiiní s.l. Mættir voru allir fulltrúar sam- bandsráðs nema fulltrúi Norðlend- íngafjórðungs. Fundurinn hófst á Þ v i að varaforseti sambandsins, Erlingur Pálsson, gaf skýrslu um störf framkvæmdastjórnar ISl og gjaldkeri sambandsins, Þorgils Guðmundsson, lagði fram endur- skoðaða reikninga ÍSl. Þessar tillögur voru samþykktar á fundi sambandsráðs: Sambandsráð samþykkir, að af þeim kr. 75.000,00 sem Iþrótta- nefnd ríkisins hefur veitt ÍSl til íþróttakennslu árið 1950, verði kr. 12.000,00 varið til greiðslu á skuld- um er til var slofnað vegna íþrótta- kennslustyrkja árið 1949, krónur 26.500,00 til framkvæmdastjórnar ISl. Til FRl, K.S.I. og SKÍ kr. 10.500,00 til hvers en kr. 5.000,00, verði geymdar og ráðstafað síðar. Sarnbandsráðsfundur ISl haldinn í Reykjavík, laugardaginn 10. júní 1950 samþykkir að fela fram- kvæmdastjórn ISl að leita sam- komulags við Iþróttanefnd ríkisins um réttindi til getraunastarfsemi á vegum Iþróttasambands Islands, svo og samþykkir fundurinn að veita framkvæmdastjórninni heim- ild til lántöku ef nauðsyn krefur til áð koma getraunastarfseminni á stað. Sambandsráð fSl samþ. að venju- legt blaðamannaskírteini Blaða- mannafélags lslands, gildi að öllum íþróttamótum innan lþróttasam- bands íslands, sem fram fara á opnuin svæðum, þó aðeins á venju- leg stæði. Sambandsráðsfundur ÍSl Iialdinn 10. júní 1950 samþ. að fela fram- kvæmdastjórninni að sjá um útgáfu á þeim íþróttabókum, lögum og reglugerðum, sem gefa þarf út á vegum félagasamtaka íþrótta- manna, enda verði vegna hinnar' fjárhagslegu bliðar á útgáfu þess- ari leitast við að fá bókaútgefendur lil að gefa út á sinn kostnað og ágóða rit þessi undir umsjón fram- kvæmdastjórnar. Sambandsráð telur, að verðlaúna- veitingar íþróttasambanda og íþróttafélaga séu orðnar sú fjár- hagslega byrði, að ekki sé bóf á og telur að því fé sem til þessa er var- ið nú, mætti verja betur á annan hátt íþróttunum lil framdráttar. Beinir því það þeirri ósk ti! fram- kvæmdastjórnar og sérsambanda ISl að þau beiti sér fyrir því að dregið verði úr kostnaði við þetta svo sem unt er. Sambandsráð lítur svo á að sam- kvæmt lögum ISl verði stjórn þess að annast samstarf við Al])ingi og ríkisstjórn vegna allra sambands- félaga sinna hvort heldur um fjárbeiðni eða annað er að ræða. Beinir það því þeirri ósk til fram- kvæmdastjórnar ÍSl að framvegis sæki hún til Alþingis um ákveðna fjárliæð til utanfara íþróttamanna og skipti síðan því fé sem veitt yrði milla hinna ýmsu íþrótta- greina. Sambandsráðsfundur ISl, hald- inn 10. júní 1950, samþ. að setja þau skilyrði fyrir því að einstök i])róltafélög fái til landsins erlenda íþróttakennara, að þeir liafi með- mæli sérsambands síns lands og fái auk þess skriflegt leyfi sérsam- bands síns og framkvæmdastjórn- ar ÍSI. Sambandsráðsfundur ÍSl, hald- inn 10. júni 1950, samþ. að leita til fræðslumálastjórnarinnar, skóla- stjóra og íþróttakennara, um að- stoð þessara aðila, til þess að koma á fót virku samstarfi milli skól- anna og íþróttafélaganna með því að fá íþróttakennara skólanna til þess að taka að sér störf héraðs- íþróttakennara. Só kostnaður, sem af þessu hlýst, greiðist af fé hér- aðssambanda og sérsambanda. Fundur sambandsráðs ISl, hald- inn 10. júní 1950, lætur í ljósi óánægju sína vegna framkomu Ármanns, K.R. og l.R í svonefndu deilumáli Iþróttasambands Islands og Blaðamannafélags Islands, þar sem félög þessi skáru sig út úr heildarsamtökunum í máli sem þá var í höndum framkvæmdastjórn- ar ISl og sérsambandanna. -------O------- Heimilisiðnadar- sýning Sunnudaginn 11. þ.m.. var opnuð hér 1 gagnfræðaskólan- um sýning á margskonar ofn- um-, útsaumuðu- og flosuðum munum og öðrum hannyrðum, öllum lallega gerðum og sum- um af verulegri list. Til gam- ans má geta þess, að þarna eru útsaumaðir og ofnir munir eft- ir þrj á karlmenn, þá Elís Ól- afsson, klæðskera, Arthur Stefánsson, klæðskera á Siglu- firði og Sigmund Guðmunds- son, sjómann, Silfurgötu 9 hér í hæ. Sýningin hefur verið opin á hverju kvöldi. Fyrir henni standa nokkrar konur hér í bæ og rennur sá ágóði, sem af henni verður, til kaupa á hús- munum i fyrirhugað elliheim- ili á Isafirði. Auglýsing nr. 11/1950 frá skömmtunarstjóra AÖa,lflindllir. Akveðið hefir verið að reiturinn „Skammtur 9“ (fjólublár) af núgildandi „öðrum skömmtunarseðli 1950“ skuli gilda fyrir einu kílógrammi af sykri til sultugerðar, á tímabilinu frá og með 15. júní til og með 30. seplember 1950. Beykjavík, 15. júní 1950. Kaupfélags Isfirðinga verður haldinn i Templarahúsinu á Isa- firði sunnudaginn 2. júlí 1950 og hefst kl. 10 árdegis. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Isafirði, 19. júní 1950. SKÖMMTUNARSTJÓBI. STJÓRNIN.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.