Baldur - 07.11.1950, Blaðsíða 5

Baldur - 07.11.1950, Blaðsíða 5
BALDUR 5 Rithöfundar og lesendur í Sovétríkjunum I sumar fór fjölmenn sendi- nefnd danskra menntamanna og rithöfunda til Sovétríkj- anna. Einn þátttakandi, danski rithöfundurinn Hans Scherfig, hefur skrifað grein um förina, og fara hér á eftir nokkur atriði úr henni. 1 upphafi greinar sinnar seg- ir höfundur, að það sé eins auðvelt í Sovétríkj unum að ná í ritverk Pusjkin og Gagol eins og glas af öli. Á öllum stöðum, sem nöfnum tjáir að nefna, eru bækur seldar, mest ritverk klassiskra höfunda. Þá vakti áhugi fólksins fyrir bókmennt- um, ekki síður athygli hans, t. ....... III -mimil'" Maxim Gorki. d. segist liann hafa komið inn á ölkrá, þar sem verkamenn háðu harðar og fjörugar kapp- ræður um Tolstoj og Dosto- jevski. Þjóðin, sem les meira en nokkur önnur. 1 greininni segir m.a. orðrétt: „1 landafræðinni, sem ég lærði í æsku, var sagt að ein- ungis lítill hluti rússnesku þjóðarinnar væri læs og skrif- andi. Nú les þessi þjóð meira en nokkur önnur. Bækur eru gefnar út í geisistórum upplög- um. Bók, sem aðeins kemur út í 40—50 þús. eint. er ekki seld á opnum markaði, heldur kaupa bókasöfnin hana upp. Árið 1939 voru í Sovétríkj- unum 240 000 bókasöfn með 500 milj. bindi bóka. Nú eru þessar tölur lægri. Þýzku ofur- mennin þoldu ekki bækur. Hvar. sem þeir komu fóru þeir eyðandi eldi um bókasöfnin, enda kunna þeir listina heiman frá sér og höfðu sérfræðingum á að skipa. Eitt þýðingar mesta menning- arlega verkefnið, er að endur- reisa hókasöfnin í þeim héruð- um, sem nazistar hernámu. Árangurinn hefur þegar orðið verulegur, en kvartað er um að pappírsframleiðslan fullnægi ekki lestrarlöngun fólksins. Nokkru áður en við komum til Sovétrikjanna, gagnrýndu rit- höfundar ráðherran, sem sér um pappírsiðnaðinn, svo harð- lega í blöðum, að hér heima hefði það verið talin fullkomin ákæra. En það er ekki óalgengt í Sovétríkj unum, að yfirvöld- unum — jafnvel þekktum ráð- herrum — sé sagt afdráttar- laust til syndanna. Árið 1945 voru 293 milj. eint. bóka gefin út í Sovétríkj- unum, en í fyrra 683,5 milj. eint. Eftir byltinguna 1917 hafa komið út yfir miljón bækur um ólílc efni í 13 000 milj. eint. samtals. Nú koma út í Sovét- ríkjunum 7700 blöð á 70 tungu- málum. Hvert landssvæði hef- ur sitt eigið blað, sem kemur út á rússnesku og móðurmáli íbúanna. Auk blaðanna eru gefin út 1400 tímarit“. Efnaleg aðstoð rithöfunda. Þá er í greininni sagt frá viðtali er höfundur átti við sovétrithöfund, um félagsskap þeirra, lífskjör, andlegt frclsi og skilyrði til menntunar. Rithöfundafélagið er fagfé- lag og hefur sama hlutverki að gegna og önnur fagfélög í Sovétríkjunum. Það hefur um- ráð yfir hressingarhælum, sj úkrahúsum, sj úkratrygging- um, hvíldarheimilum, barna- heimilum o.s.frv. Það tekur að sér að ráða fram úr húsnæðis- málum rithöfundana, tryggir þeim vinnufrið og losar þá við áhyggjur vegna efnalegrar af- komu, meðan þeir vinna að þýðingarmeiri verkefnum. Það útdeilir árlega 1 milj. rúblna í ferðastyrki til rithöfundanna. Kostnaðinn, sem af þessu leið- ir, greiða bókaútgefendur og leikhúsin. Hinir ungru. Ymislegt er gert til að styrkja og kvetja unga rithöfunda og hjálpa þeim til þroska á lista- braut þeirra. M.a. eru gefin út tímarit sem eingöngu birta verk eftir byrjendur og sér- hvert bókmenntatímarit hefur tekið á sig þá skyldu að birta m.k. einu sinni á ári eitt slíkt verk, bregðist þau þeirri skyldu, neita eldri rithöfundar að skrifa í þau. Innan félagsins er deild, sem starfar meðal ungra rithöfunda, býður þeim til Moskvu og i-æðir við þá um verk þeirra. Auk þess eru í hverri verksmiðju og vinnu- stöð bókmenntalegir leshringar, og ritverk flestra byrjenda eru fyrst prentuð í verksmiðju- hlöðunum. Rithöfundaháskóli. En merkasti þáttur þessa menningarstarfs er rithöfunda- háskólinn, sá eini, sem til er í heiminum, þeirrar tegundar. Hann var stofnaður fyrir 16 árum, eftir tillögu Maxim Gorki og starfar á svipaðan hátt og listaháskólar. Hlutverk skólans er að veita ungum rithöfundum þá mennt- un sem þeim er nauðsynleg vegna starfs þeirra og þroska og glæða hæfileika þeirra. Andlegt frelsi. Spurningu greinarhöf. um ritskoðun í Sovétríkjunum var svarað afdráttarlaust neitandi og sömuleiðis um einokun á út- gáfu hóka. I Sovétríkj unum eru um 200 útgáfufyrirtæki. Sum þeirra eru tengd menningar- og fé- lagslegum stofnunum ríkisins. Rússneska vísindafélagið gefur út mikinn fjölda bólca um vís- indaleg efni. Menntamálaráðu- neytið gefur út kennslubækur og barnabækur. Stærsta útgáfu fyrirtækið er eign sambands ungra kommúnista og stjórnað af þvi, auk þess eru rithöfunda félögin í hverju einstöku sovét- lýðveldi, hókaútgefendur. Ritlaun eru 3000 rúblur á prentörk í fyrstu útgáfu en getur margfaldast þegar bókin er gefin aftur út. -------o------ Georg Bernhard Shaw Irski rithöfundurinn Gcorg Bernhard Shaw, andaðist á heimili sínu í London 2. þ.m. 94 ára að aldri. Georg Rernhard Shaw var fæddur í Dublin á Irlandi 26. júli 1856. Að afloknu baraa- skólanámi fékk hann starf á skrifstofu í fæðingarborg sinni. Arið 1876 fluttust foreldrar hans til London, fór Shaw með þeim og gerðist þar skrifstofu- maður. Shaw hóf ungur rithöfundar- störf sín. Fyrsta skáldsaga hans er samin 1880 og sú næsta 1881. Þær birtust í tímaritinu Our Corner, sem Anna Besant gaf lit. Næstu sögur hans birt- ust í sósíalska tímaritinu To- day. Árið 1884 gekk Shaw í Fabianfélagið, sem þá var ný- lega stofnað af sósíölskum rit- höfundum og menntamönnum, og varð ákafur áróðursmaður fyrir stefnu sósíalista í ræðu og riti. Nokkru síðar gerist hann músík- og listagagnrýnandi við ýms blöð og var sérstaklega mikill aðdáandi Ibsens og Wagners. Shaw er sérstaklega frægur fyrir leikrit sín. Fyrsta leikrit- ið, Widowers’ House, samdi hann með öðrum. Það var sýnt í fyrsta skipti 1892. Næstu tvö leikrit hans, bæði samin 1893, neituðu leilehúsin að sýna. Þeg- ar annað þeirra loks var sýnt í New York 1905, fengu þeir, sem fyrir sýningunni stóðu, harðar ákúrur. Hér er ekki rúm til að telja upp öll leikrit Bernhards Shaw, en þau munu vera alls um eða yfir 40. Eitt frægasta og vinsælasta leikrit hans er Gandida, sem leikflokkurinn „6 í bíl“ sýndj hér á Isafirði og víðar sumarið 1949 og sami leilcflokkur einnig á nokkrum stöðum s.l. sumar. Shaw átti á yngri árum erfitt uppdráttar og bjó oft við þröngan kost. Skáldrit hans hlutu fyrst framan af harða dóma og leikhús neituðu að sýna leikrit hans, þó voru þau gefin út á prent og mikið lesin af almenningi. Flest frægustu leikrit sín samdi Shaw eftir að hann varð fertugur og nú er hann af fróðum mönnum tal- inn frægasta leikritaskáld Breta á þessari öld. Shaw er oft nefndur „írskj háðfuglinn“. Hann þykir óvægin og harð- skeyttur og missir sjaldan marks. Tilsvör hans eru heims- fræg og mjög á loft haldið og ekki er laust við að í sumum sögum af honum kenni nokk- urs þjóðsagnablæs. Shaw fékk bókmenntaverð- laun Nobels 1925 og varði því fé til að útbreiða þekkingu á enskum bókmenntum. Dtvarp og blöð um allan heim minntust Berhards Shaw við andlát hans og fóru mak- legum viðurkenningarorðum um þennan heimsfræga rithöf- und. Dtvarpið í Moskvu gat þess sérstaklega, að Shaw hefði alla tíð verið mikill vinur og ákveðinn forsvarsmaður Sovétríkjanna. -------o------ Messsað í Isafjarðarkirkju n.k. sunnudag. Barnamessa kl. 11 f. h. Almenn messa kl. 2 e. h.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.